Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 4
Einu sinni fór Jón bóndi til Reykjavíkur á flokksskóla Sósíalistaflokksins. Þar kenndi hagfræöi meðal annars Jónas Haralz, sem síðar hefur orðið kunnur af öðru en mikilli vinstri hyggju. Eftir það ævintýr fór Jón austur aftur og kom til Reykjavíkur aldregi síðan. Ljósm: Jón Ingi Sósíalískir bœndur eru fáséðir fuglar Rœttvið Jón Erlendsson bóndaíHólagerði íFáskrúðsfirði Það var hráslagi í lofti þegar við renndum í hlað hjá Jóni í Hólagerði, þar sem hann býr ásamtÁstu systursinni. Dumbungur uppi yfir og grá- þokusveimur innst í botnin- um. En kaffið hjá Jóni og Ástu lífgaði þvælda blaðasnápa sunnan úr landi, og fyrr en varði var Jón farinn að segja af högum sósíalískra bænda. „Jú, þeir eru nú víst ekki marg- ir bændurnir á þessum slóðum sem lesa Þjóðviljann að stað- aldri“ sagði hann og brosti þegar við spurðum hvort það væri rétt sem við höfðum heyrt á Fá- skrúðsfirði að hann væri eini bóndinn í firðinum sem læsi Þjóð- viljann að staðaldri. „Og enginn þeirra hefur að minnsta kosti ver- ið áskrifandi frá því í stríðsbyrjun einsog ég. Sósíalískir bændur eru fáséðir fuglar. Halldór Kiljan Laxness sagði víst einhverju sinni að það væri svo sérstakt að hitta sósíalískan bónda að vissu menn af svoleiðis merkisgrip vildi hann endilega fá að sjá hann. En það voru nú samt alltaf einhverjir bændur uppá Héraði sem meira segja voru í flokknum blessuðum þegar hann var og hét“. Allir í Framsókn „Hingað fluttist ég þriggja ára með foreldrum mínum og ætli mér hafi ekki bara líkað vel. Annars væri ég líklega farinn,“ segir Jón og hlær. „Þetta voru kreppuár og mikið fylgst með pó- litík þegar ég komst til vits og ára. Uppúr fermingu var ég farinn að hugsa um stjórnmál og frá því lá leiðin til vinstri. Unglingar á mínu reki voru áhugasamir um pólitík og um þau mál var mikið rætt. Það voru náttúrlega allir Framsóknarmenn hér um slóðir, blessaður vertu. Helst að eitt og eitt heimili væri lengra til hægri. Þú færð gjaldeyrinn í utanlandsferöina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir þegar heim kemur er tilvaliö aö opna gjaldeyrisreikning og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma. Iðnaðartankinn Aðalbanki og öli útibú. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 15. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.