Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 14
BÆJARROLT Leikskóli - forstöðumaður - fóstrur Sauöárkrókskaupstaöur auglýsir lausar stööur forstöðumanns við leikskólann Furu- kot frá 1. sept. nk. Einnig er auglýst eftir fóstrum til starfa á deildum. Fóstrumenntun er áskilin í ofantalin störf. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafé- lags Sauðárkrókskaupstaöar. Umsóknarfrestur er til 3. ágúst. Umsóknum ber aö skila til félagsmálastjóra, bæjarskrifstofu v/Faxatorg, 550 Sauðárkrók- ur. Nánari upplýsingar veitir undirritaöur í síma 95-5133 frá kl. 10-12 virka daga. Félagsmálastjóri.. Laus staða Staða ritara hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til stofnunarinnar fyrir 23. júlí. Vita- og hafnarmálaskrifstofan Seljavegi 32 s. 27733. Bóksala stúdenta óskar aö ráöa starfsmenn til almennra af- greiöslustarfa o.fl. 1. Framtíðarstarf. Vinnutími frá 10 til 6. 2. Hálft starf veturinn 1984-5. Vinnutími 1-6. Viö leitum að rösku og samvinnuþýðu fólki meö góöa tungumálakunnáttu, sem gæti hafiö störf sem fyrst. Vinsamlegast sendiö umsóknirtil Bóksölu stúdenta Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut fyrir 21. júlí. Lausar stöður Á skattstofu Norðurlands vestra er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst nk. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. Lausar stöður Á skattstofu Norðurlands eystra eru lausar til umsókn- ar tvær stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðend- ur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða við- skiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst nk. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. Lausar stöður Á skattstofu Suðurlands eru lausar til umsóknar tvær stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst nk. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. Tíminn er ekki til Etir því sem tíminn líöur fæ ég stundum smáköst út af því hvað ég nálgast óðfluga besta aldurinn sem færist alltof ofar eftir því sem ég verð eldri. Þegar ég var tutt- ugu ára var besti aldurinn 23 ára, síðan færðist hann upp í 25 ára og þegar ég varð þrítugur fékk ég sjokk. Síðan hef ég að mestu lok- að augunum fyrir því hvað ég er gamall og jafnan tahð mig jafn- aldra fólki sem komið er yfir tví- tugt. Og það er ég. Mér brá dálítið um daginn þeg- ar kunningi minn, sem er að skrifa sögu kaupstaðar úti á landi, sagði mér að það væri hrein hending að rekast á fólk nú orðið sem myndi eitthvað að ráði það sem gerðist fyrir 1920. Ég sem man eftir honum Sigga gamla frænda mínum sem fæddur var átján hundruð sextíu og eitthvað. Svona er þá komið. Bráðum verður komið að mér að segja frá æskuárum til þess að bjarga frá glötun fróðleik sem annars færi beint í glatkistuna. Ég gæti sem best sagt frá þeim gömlu, ljúf- sáru, góðu tímum þegar þota var kölluð þrýstiloftsflugvél, gang- stétt fortov og svalir altan. Er það ekki? Ósköp er nú annars ömurlegt að vera að segja frá þessum hörmungarhugsunum á prenti. Það liggur við að ég fari að gráta við ritvélina. Og ég sem ekki er orðinn fertugur og besti aldurinn er um fimmtugt - ef ekki síðar. Nei, þetta dugir ekki. Ég verð að fá nýja niðurstöðu í þessa grein áður en ég brotna saman. Ég get t.d. aumkast yfir bless- uð litlu bömin sem þykjast vera fullorðin þó að þau hafi kannski rétt skriðið yfir tvítugsaldurinn. Það hefur aldrei heyrt talað um Bill Haiíey, veit ekkert og skilur ekkert. Það er munur eða við sem erum að komast á besta aldur og höfum öðlast þó nokkra lífsreynslu, kátt og skemmtilegt fólk sem hefur komið sér upp húsi, búslóð, bíl og krökkum. Humm! Þetta er nú sennilega ekki nógu gott hjá mér. Enn röng niðurstaða. Nei, tíminn er ekki til. Skarp- héðinn stendur enn jafn nærri mér og er jafn skemmtilegur þótt hann hafi legið brunninn í rústum Bergþórshvols í næstum þúsund ár. Hann gæti þess vegna búið í næsta húsi og verið hrifinn af Björk litlu í Kukli, henni sem var einu sinni í Tappa tíkarrass og mér finnst svo skemmtileg. Þau gætu verið ágætishjón. Þama kom það. Rétt niður- staða. - Guðjón Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst Sumarferðir Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi vestra hafa ver- ið mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjald- að í Hvítárnesi um verslunar- mannahelgina. Lagt verður af stað laugardag- inn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blönduós. All- ur hópurinn mætist við Svartár- brú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunar- svæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suðaustan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir mar- kverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en böm og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason, Hvamms- tanga (s: 1474), Elísabet Bjarna- dóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skaga- strönd (s: 4685), Guðmundur Theódórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96-71255) og Ragn- ar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). ALÞÝÐUBANDA LAGIÐ Æskulýðsfylkingin Allir í Skaftafell! Takið helgina 28. - 29. júlí frá til að fara í hina bráðskemmtilegu ferð Æskulýðsfylkingarinnar í Skaftafell. Farið verður frá Hverfisgötu 105, föstudaginn 27. júlí kl. 8.30 stundvíslega. Á laugardaginn verður farið í skoðunarferðir og einn- ig lagðir nokkrir göngustígar í Þjóðgarðinum, „allt fyrir náttúru- vemd“. Brottför sunnudag. Matur verður á staðnum og frábærar kvöldvökur með ótal skemmtiatriðum. „Ótrúlega lágt verð“. Látið skrá ykkur strax í síma 17500 eða að Hverfisgötu 105 fyrir miðvikudaginn 25. júlí. Sjáumst! Skemmtihópurinn. Sumarferð AB á Austurlandi Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir til sumarferöar að Dyrfjöllum laugardaginn 21. júlí. Farið frá Egilsstöðum í rútu og einkabílum kl. 9 að morgni. Rúta fer frá Neskaupstað k. 07.30. Gengið úr Njarðvík í Stóruurð við Dyrfjöll. Komið til baka að kvöldi samdægurs. Athugið góðan skóbúnað og nesti til dagsins. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Þátttaka tilkynnist til einhvers eftirtalinna sem fyrst: Sigurjóns Bjarnasonar, Egilsstöðum, sími 1329 eða 1375. Margrótar Oskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299. Stefaníu Stefánsdóttur, Neskaupstað, sími 7179 eða 7247. Ferðin er öllum opin. Kjördæmisráð Sumarferð ABR 1984 Sumarferö ABR veröur sunnudaginn 19. ágúst. Að þessu sinni munum viö fara á Þingvöll. Merkið á dagataliö viö 19. ágúst. - Sumarferö ABR - Nánar auglýst síöar. - Ferðanefnd ABR. Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði - svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7370. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf 8811. Stykkishólmur Ómar s. 8327. Dalir Kristjón s. 4175. Kjördæmaráð 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.