Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 5
„ Ég varaðminnsta kosti ekki það hrifinn af Stalín að mér þætti taka því að mölva hausinn af honum þegar menn fóru síðar að rakka hann niður". Ljósm: Jón Ingi. Tíminn og ísafold voru lesin og ekkert annað. Foreldrar mínir voru upphaflega Framsóknarfólk en síðar færðust þau nú yfir á sós- íalista“. - Var það að einhverju leyti þér að þakka? „Ekki veit ég það nú, en varla hafa nú mínar skoðanir spillt fyrir“. Og Jón brosir ljúfmann- lega og segir að mörgum hafi nú þótt undarlegur þessi strákgepill sem fór allt í einu að tala um sósí- alisma og Rússaland í héraði þar sem Framsóknarflokkurinn var nánast upphaf alls og endir í stjórnmálum. „Svo fór ég að lesa Alþýðu- blaðið. Það kveikti í mér. Á næsta bæ, í Dölum, var maður sem keypti Alþýðublaðið og lán- aði mér. Ég fékk fljótt miklar mætur á Jóni Baldvinssyni, en mitt fólk var þó fyrst og fremst fyrir Sigfús Sigurhjartarson. Það var merkismaður. Héðinn Vald- imarsson var líka afskaplega vel þokkaður, en margir felldu sig ekki við það að hann var forstjóri BP. Fannst hann þarmeð orðinn nokkurs konar yfirstéttarmað- ur“. Sálufélag í Finnagaldri „En svona framundir 1940 þá varð maður ekki var við aðra sós- íalista hér í sveitinni. En þá fór nú ástandið að batna og 1942 var stofnað sósíalistafélag, það voru held ég einir tólf fjórtán manns sem fóru þar. Þá var líka afskap- lega mikil og góð verkalýðsbar- átta sem skilaði árangri, mest fyrir að hér var þá talsvert um menn sem höfðu verið í Eyjum og sótt sjó, harðduglegir og létu ekki undan síga. Enn man ég Finnagaldurinn og þá rénaði nú heldur þetta litla fylgi sem sósíalistar áttu.“ Jón bóndi þagnar og lítur útum glugg- ann þarsem þokuslæðingurinn skríður með fjallinu. „Já, þá voru ekki margir sálufélagar en maður stóð þetta af sér“. - En óx ekki fylgið aftur þegar leið á stríðið? „Jú, mikil ósköp, þegar So- vétríkin komu á fulla ferð í styrj- öldina þá lifnaði nú yfir þessu aft- ur. Ég man að við settum fram lista í hreppsnefndarkosningun- um eftir stríðið, það var 1946, og fengum tvo menn af sjö, minnir mig. Það var nú einhver hrifning á Sovétríkjunum og Stalín og svo var auðvitað hann Lúðvík á fund- um hérna fyrir austan. Hann reif þetta upp, hafði fylgi sem náði langt út fyrir sósíalista.“ Lúðvík reif upp fylgið - Þið hafíð haft mikið álit á Lúðvík? „Afskaplega mikið. Við erum góðir vinir, ég og Lúðvík. Við hittumst fyrst árið 1942 og vorum þá báðir á leið á Ungmennafél- agsþing. Það ár voru tvennar kosningar til þings þannig að kringum þá baráttu hittumst við mikið og urðum góðir vinir alla tíð síðan. Lúðvík hefur verið ein- stakur foringi, hann hefur hrein- lega drifið upp fylgið, sérstaklega meðal sjómanna og verkamanna almennt. Hann er afskaplega harður fundamaður, fylginn sér og mikill baráttujaxl. Og á fund- unum voru ábyggilega fjölmargir sem komu fyrst óg fremst til að hlusta á hann. Einar Olgeirsson var hér einu sinni á ferð líka, svo ég muni. Það var fyrir ASÍ þing og við héldum fund með honum. Það komu held ég vel yfir hundrað manns og Ein- ar gerði stormandi lukku. Ég var mjög hrifinn af Einari“. Stalín og óskalandið - Varstu hrifinn af Stalín á þessum tímum? „Stalín, já,“ og Jón Erlendsson Sunnudagur 15. júlí 1984 bóndi í Hólagarði strýkur sér nokkuð annars hugar yfir hök- una. „Þeir voru nú margir hrifnir af Stalín. Menn skiptust yfirleitt í tvær fylkingar, sumir sáu beinlín- is rautt þegar hann var annars vegar og fundu honum flest til foráttu. En aðrir litu á hann eins og dýrling. Svo breyttist náttúr- lega hljóðið í mönnum þegar So- vétríkin fóru í styrjöldina og færðu sínar miklu fórnir. Þá rauk nú upp stuðningurinn við félaga Stalín.“ Jón bóndi hugsar sig aftur um og segir svo með nokkurri ein- beitni: „Jú, ég var nokkuð hrifinn af Stalín, en aldrei varð ég þó beinlínis mjög trúaður á hann“. Þessari yfirlýsingu fylgir glettið bros, Jón stendur upp og tekur litla líkneskju ofan af hillu, brúna og gamla. Þegar rýnt er í gipsið kemur í ljós að hér er á ferðinni gamalt höfuðleður af Jósep Stal- ín, bónda í Kreml. „Ég var að minnsta kosti ekki svo mikill stal- ínisti að mér fyndist taka því að mölva á honum hausinn þegar að því kom síðar að menn fóru að rakka hann niður“. Jón hampar haus Stalíns og segist halda að það hafi enginn annar en Gestur Þorgrímsson gert styttuna af höfði Jóseps gamla, „þó er ég ekki viss, en hitt man ég að það var Kjartan Helgason, sem nú er með ferðaskrifstofu, sem lét framleiða styttuna og selja“. Sovétríkin berast í tal, og Jón bóndi segir að það sé auðvitað erfitt fyrir fólk að gera sér rétta mynd af Sovétríkjunum í dag, því fréttaflutningur þaðan sé svo ein- hliða, „það er fátítt ef maður les eitthvað jákvætt um Sovétríkin, það er einsog fjölmiðlar haldi að þar séu ekkert nema fangabúðir. En þeir hafa þó að minnsta kosti ekki atvinnuleysið sem er nú víða mikill bölvaldur“. Svo stendur hann upp, setur Stalín upp á hillu og segir stund- arhátt: „En það hefur auðvitað sitthvað komið fram um Sovét- ríkin sem menn bjuggust ekki við í upphafi“. Á flokksskóla Jón Erlendsson er þeirrar skoðunar að Alþýðubandalagið gæti gert meira í málefnum bænda. „Lúðvík Jósepsson sagði eftir kosningasigurinn 1978 að sigurinn þá væri að þakka þremur hópum: útivinnandi konum, ungu fólki og sveitafólki. Hann lagði sérstaka áherslu á að flokk- urinn þyrfti að gæta hagsmuna þessa fólks. En á því finnst mér hafa orðið svolítill misbrestur. Alþýðubandalagið gæti satt að segja sinnt bændum betur. Og hvað varðar konurnar, þá eru þær nú komnar með sérframboð, þannig að greinilega hefur flokknum ekki heldur tekist nægilega vel upp í þeim efnum. Þetta þurfum við að laga.“ Yfir kaffinu segir Jón að hvað svo sem segja megi um Alþýðu- bandalagið, þá hafi það þó komið ýmsu í framkvæmd meðan á ríkis- stjórnarsetu þess stóð. „Menn geta heldur ekki ætlast til of mik- ils í ýmsum málum á borð við her- stöðvamálið til dæmis. Að því verður að hyggja að þegar þrír fjórðu þingmanna eru hersinna þá er erfitt að ætla að reyna að koma herúrlandi.Ogégtelsj álf- ur að þrátt fyrir það sé eðlilegt að reyna að leita eftir samstarfi við aðra flokka, jafnvel um þátttöku í ríkisstjórn“. „Einu sinni á ævinni hef ég komið til Reykjavíkur. Þá fór ég á þing Sósíalistaflokksins haustið 1945 og sameinaði það við setu á skólabekk í flokksskóla Sósíalist- aflokksins. Það var afar lær- dómsríkt. Þar var til dæmis Gunnar Benediktsson og kenndi okkur ræðumennsku. Annar kennari sagði okkur til í hagfræði og það var Jónas Haralz. Það hef- ur víst eitthvað hljóðnað í kring- um sósíalisma hans. Uppúr því fór ég austur og kom aldrei til Reykjavíkur aftur.“ Éftir kaffið og spjall yfir með- læti kveðja Ásta og Jón okkur á hlaðinu, það er farið að birta til. Áður en við höldum út á fjörðinn segir Jón að endingu: „Ég hef nú oft verið kallaður kommúnisti og satt að segja kunnað þeirri nafnbót ekki illa. En það er annað mál hvort ég rís undir henni“. -ÖS Ásta Aðalheiður hefur búið í Hóla- gerði með Jóni bróður sínum um langa hríð. „Ætli mér líki bara ekki vel hérna“ sagði Jón, „annars væri ég líklega farinn". Ljósm: Jón Ingi. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.