Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 17
LEÐARAOPNA Þjóðviljinn spyr: Hvernig skilur þú þá þróun að meiri hluti íslendinga iýsir sig fylgjandi gjaldtöku fyrir herstöðina á Keflavíkurflugvelli? . Njörður P. Njarðvík bókmenntafrœðingur: Slaevð þjóð- ernisvitund og braskara- viðhorf Njörður: Þetta fólk virðist vilja hafa hér her en telur hervarnir ekki nauðsynlegar! Mér fínnst niðurstöður í þessari skoðana- könnun yfirleitt vera svo mótsagnakenndar að það er erfitt að átta sig á því hvaða hugsun liggur þama að baki hjá fólki. Það er svo að sjá að fólk vilji annars vegar vera í hemaðarbandalagi sem er að fylla V-Evrópu af kjamorkuvopnum og hins vegar segist það vilja styðja málefni friðar- hreyfingar sem fyrst og fremst er til að berj- ast gegn kjamorkuvopnum. Þetta fólk virð- ist vilja hafa hér her, en telur hervamir ekki nauðsynlegar. Ef við komum að spurningunni um gjald- töku af hemum á íslandi þá er ljóst að það getur ekki litið svo á að okkur sé nauðsyn á hemum vegna vama, því að engum getur komið í hug að ætla að fara að selja mönnum aðgang að því að verja sig. En kannski má líta svo á að þetta spegli afleið-, ingar af langvarandi vem erlends hers á íslenskt þjóðlíf. Afleiðingamar tel ég vera tvær, annars vegar mjög svo slævða þjóðemisvitund og hins vegar sívaxandi braskaraviðhorf. Rolf Johansen stórkaupmaður Þetta eru viðskipti Rolf: Ég vil gera 25 ára samning við Bandaríkin. Mín skoðun er einföld og afdráttarlaus. Mér finnst þetta vera viðskipti. Ég vil gera 25 ára samning við Bandaríkin um að við fáum leigu fyrir vem varnarliðsins hér á landi. Það gætu verið 100 miljónir króna á ári. Þá muna ekkert um það, kostar svona álíka mikið og 2-3 herþyrlur. Hægt væri að hugsa sér 100 miljónirnar sem lán sem væri svo vaxta- og afborgunar- laust þamæstu 25 ár og síðan gæti komið bakreikningur sem jafnaði þetta út. Jónas frá Hriflu vildi á sínum tíma gera samning til 99 ára við þessa heiðursmenn og þeir byggðu upp fyrir okkur hafnir, vegi og fleira og keyptu alla okkar framleiðslu. Ég er inni á þeirri skoðun. Það byggist allt með pen- ingum og við þurfum aðstoð til að koma okkur áfram. Ég veit ekki betur en Norð- menn, ein ríkasta þjóðin á Norðurhveli jarðar hafi þegið aðstoð frá Bandaríkjun- um og Nató til að byggja ýmislegt hjá sér. Sama ættum við að gera. Kjartan Ólafsson fv. ritstjóri: Sú var tíðin... „Fólkið er veikt,“ sagði ágætur prestur um söfnuð sinn ekki alls fyrir löngu, og stendur það víst heima. Sú var tíðin, að flestir brugðust heldur illa við, ef þeir vom sakaðir um að vilja „selja landið“. Nú er hins vegar svo komið, að býsna mörgum þykir slíkt ekkert tiltöku- mál, heldur sómi að skömminni. Boðorðið er að fyrir svolitla peninga, nokkra skitna dollara, skuli allt vera falt. Ég tek að vísu með fyrirvara tölum úr þessari skoðanakönnun, en þær benda til þess, að 60-70% íslendinga vilji nú gjaman selja erlendu risaveldi til hernaðarumsvifa þessa eða hina skákina af sinni móðurjörð. Ég geri mér vonir um, að landsölufólkið sé nú ekki alveg svona margt, þótt ærið sé fjölmennið án vafa. Kjartan: Fjárstreymi frá erlendri her- stöð risaveldis getur aldrei virkað öðruvísi en sem eiturlyf á þjóðarlík- ama þegar dvergþjóð á í hlut. Fjárstreymi frá herstöð risaveldis getur aldrei virkað öðm vísi en sem eiturlyf á þjóðarlíkamann, þegar dvergþjóð á í hlut. Þeir sem sækja eftir slíkum fjármunum í dag og líta á herstöðina sem gullnámu em ekki líklegir til þess að vilja losna við herinn á morgun. Þvert á móti má vænta þess, að þaðan verði hrópað á meiri her, fleiri doll- ara og öflugri sprautur, því þetta er vana- bindandi. Munu þá íslendingar grátbiðja Banda- ríkjaher að vera hér kyrran, þegar loks kynni að koma boð frá Washington til að kalla hann heim? Og ekki telja líft í landinu án þess allsnægtaborðs, sem hemum fylgir? - Eða á þá að leita að öðrum hæstbjóðanda, máske að selja Rússum Langanes eða Kín- verjum Grímsey? - Að minnsta kosti standa hugsjónir frelsis og lýðræðis ekki hátt hjá því fólki, sem að vísu getur hugsað sér þátttöku í varnarsamstarfi gegn rúss- neskri ógn, en þó því aðeins að full greiðsla komi fyrir! Það em gömul sannindi, að sá sem sækir eftir gróða af hörmungum annarra týnir sjálfum sér. Við emm enn nokkuð mörg sem viljum friðlýsa ísland og una hér engum hemaðar- umsvifum stórvelda. Okkur greinir á við þá, sem hér vilja hafa bandarískt herlið um stundarsakir og telja slíkt illa nauðsyn með tilliti til hættu á rússneskri innrás eða vegna sameiginlegra vamarhagsmuna vestrænna ríkja. Milli þessara tveggja hópa er ág- reingingurinn þó málefnalegur, og ekki óbrúanlegur vilji menn í orði og verki fallast á brýna nauðsyn þess, að koma, svo sem frekast er unnt, í veg fyrir öll áhrif herset- unnar á íslenskt þjóðlíf. En það er hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Þriðji hópurinn vill einfaldlega selja landið, og hvernig á þá að talast við? Kj arnorkusprengj an er hættuleg, en hún er ekki það hættulegasta. Miklu alvarlegra mál er það hernám hugarfarsins, sem margt bendir til að hér þróist, ekki aðeins hjá nokkmm stjórnmálamönnum, heldur því miður miklu víðar. Samt er síðasta vígið ekki fallið enn, og því má snúa vöm í sókn. En til þess þarf breiða og öfluga samstöðu, vakandi hug og virk handtök. Það er bágt að sjá forsætisráðherra lands- ins tala um að kannski mætti nú láta Banda- ríkjaher byggja fyrir okkur vegi og hafnir. Það er ömurlegt að sjá ungan formann Sjálfstæðisflokksins vísa glaðlega á bug öllum áhyggjum vegna þeirra viðhorfa til gjaldtöku fyrir hersetu, sem fram koma í skoðanakönnun Öryggismálanefndar. Samt er þó líklega verst á komið fyrir þeim einstaklingum, sem telja sig berjast fýrir friði og herlausu landi, en skipa sér engu að síður í raðir þeirra, sem hér heimta fleiri blóðkrónur og betlidali fyrir selt land. Elður Guðnason alþingismaður: Hvorki ein- falt né ein- hlítt svar Eiður: Gjaldtaka getur auðvitað verið með margvíslegum hætti. legum gróða af viðskiptum og framkvæmd- um fýrir varnarliðið. Þessi gróði er greyptur í steinsteypu á Ártúnshöfða. Vera má að einhverjum þyki sem svo að það sé hrein- legra að láta Bandaríkin greiða gjald til ríkisins en að styrkja nokkra einstaklinga, sem kalla sig íslenzka Aðalverktaka. Þá gæti almennar efnahagsþrengingar átt þátt í því að gjaldtökuhugmyndin á meira upp á pallborðið nú en áður, og að lokum gæti verið að margir þeirra sem aðhyllast gjaldtöku séu þeirrar skoðunar að varnar- liðið sé hér fyrst og fremst til að verja Bandaríkin en ekki Island og því sé gjald- taka eðlileg. Við þessari spumingu er hvorki einfalt né einhlítt svar. Undanfarin ár hefur það þráfaldlega komið fram í fjölmiðlum, að ýmsar er- lendar þjóðir, sem veita öðrum ríkjum að- stöðu fyrir eftirlitsstöðvar eða herstöðvar af einhverju tagi, taka fyrir það gjald. T.d. Malta, Portúgal og Spánn, ef ég man rétt. Þessar frásagnir kunna að hafa haft áhrif í þá átt, að menn hugsi sem svo: Hversvegna þá ekíri við líka? Gjaldtaka getur auðvitað verið með margvíslegum hætti. Segja má, að íslenzkir Aðalverktakar taki gjald af varnarliðinu, en það fyrirtæki hefur rakað saman ótrú- Árni Árnason framkvœmda- stjóri Verslunarróðs: Ekkert samrœnni Með spumingunni er gefið í skyn, að breyting hafi orðið á afstöðu íslendinga í þessu efni. Það er að vísu vitað hver formleg afstaða stjórnmálaflokka hefur verið, en hinn almenni kjósandi hefur mér vitað, lítið verið spurður, hvort taka skuli gjald fyrir vem varnarliðsins hér á landi. Mér sýnist því vafasamt, að fullyrða megi nokkuð um breytingar á afstöðu almennings í þessu efni. Með vamarsamningnum við Bandaríkin var óbeint ákveðið, að íslendingar ætluðu ekki að greiða fyrir vamir landsins, og líka að þeir ætluðu sér ekki að taka gjald fyrir að láta verja sig. Til þessa höfum við haldið þeim fjárhagslega ávinningi, sem við höfum af vem vamarliðsins, innan ákveðinna marka. Vissulega er það óhjákvæmilegt, að við höfum af þessu nokkrar tekjur t.d. Árni: Það virðist ekki í neinu samræmi að taka þátt í gagnkvæmu varnar- bandalagi, leggja lítið til varna þess og óska auk þess eftir greiðslu af verjendunum. vegna aðkeyptrar þjónustu og allra nauðsynlegustu mannvirkja. Við höfum ekki gengið lengra. Könnunin sýnir, að 60% aðspurðra em fylgjandi gjaldtöku af varnarliðinu. Það er þó e.t.v. ekki merkilegasta niðurstaðan, heldur hversu stór hluti þeirra, sem em hlynntir aðildinni að NATO, fylgja gjaid- tökunni. Það virðist ekki í neinu samræmi að taka þátt í gagnkvæmu varnarbandalagi, leggja lítið til vama þess og óska auk þess eftir greiðslu af verjendunum. Sunnudagur 15. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.