Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.07.1984, Blaðsíða 16
LEtÐARAOPNA Bakgrunnur Úr sögu landsölustefnunnar Ábatavon hefur lengi verið samtvinnuð hernámsmálum og herstöðvamálum á íslandi, þótt margt sé á huldu um þá sögu. Til dæmis er það ljóst, að strax þegar Keflavíkursamningurinn, sem var undanfari Natóinngöngu íslands og hingaðkomu hersins 1951, var á döfinni, þá var reynt að gera íslendinga meðfærilegri með því að veifa viðskiptahags- munum framan í þá - m.a. fisk- sölu til hernámssvæða vestur- veldanna í Þýskalandi. En þeir stjórnmálaforingjar sem beittu sér fyrir því að draga ísland í Nató og samþykktu her- stöðina ódulbúna 1951 hafa alltaf reynt að tala sem fæst um her- mang allskonar og hagsmunafé. Þeir héldu því mest á lofti, að íslendingar þyrftu að vera í Nató til að stöðva framrás Stalíns sem hefði gleypt Tékkóslóvakíu og að herinn þyrfti að koma hingað vegna stríðs í Kóreu sem gæti orðið að stóru báli. Og síðan þá hafa þeir alltaf sagt að það væri of ófriðvænlegt í heiminum, til að menn gætu leyft sér þann munað að láta herinn fara. Hitt er jafnvíst, að buddunnar lífæð hefur slegið mjög kröftug- lega í þessu tali um hinn rússneska háska. Það gerðist snemma að Sjálfstæðismenn og Framsóknaroddvitar komu sér saman um helmingafélag um ábatasaman verktakarekstur fyrir herinn. Sömu flokkar út- hlutuðu ráðningum í störf á Keflavíkurflugvelli sem einskon- ar kosningaslátri á þeim tíma, þegar mikið atvinnuieysi var víða um landið. Mörg dæmi fleiri mætti rekja úr þessari sögu. En það liðu samt allmörg ár áður en menn fóru op- inskátt að tala um beinar eða lítt dulbúnar gjaldtökur af hernum. Það tal, einatt kallað aronska, er kennt við Aron Guðmundsson í Kauphöllinni, atkvæðamann á sviði verðbréfaviðskipta. Hann talaði um það beinlínis að Banda- ríkjamenn ættu að greiða fyrir „aðstöðu" sína hér og gott ef hann vísaði ekki til eyjarinnar Möltu í því sambandi, en þá var það allmikið mál í blöðum að stjórn eyjarinnar vildi fá meira fé af Bretum fyrir mikla flotastöð sem þeir ráku á eynni. Ekki urðu margir til að taka undir við aronskuna í fyrstu á op- inberum vettvangi. Þeim sem höfðu tekið við „vissum efna- hagslegum ávinningi af veru vamarliðsins“ eins og það er orð- að á felumáli, einnig þeim fannst óviðkunnanlegt að efna til land- sölu með slíkum hætti. En það kom í ljós með ýmsum hætti, til dæmis í svörum við spurningum sem fyrir nokkrum árum voru ■ lagðar fyrir þátttakendur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að aronskan átti mjög mikið fylgi og þó mest hjá kjós- endum Sjálfstæðisflokksins. For- ingjar Sjálfstæðisflokksins hafa að vonum verið óhressir með þá þróun - því hún sýnir meðal ann- ars, að hernaðarleg rök (Nató- nauðsyn og óttinn við sovéskan vígbúnað) hafa ekki náð til fylgis- manna þeirra eins og þeir vildu. Fólk hefur meira verið á þæg- indaveiðum en að það hugsaði um stríð og frið og vígbúnað. En sem fyrr segir: hin opinskáa aronska hefur ekki átt marga formælendur meðal áhrifa- manna. Aftur á móti hafa þeir margir viljað færa út það her- mangskerfi sem þegar er fyrir hendi. Með því að Bandaríkja- menn taki þátt í að reisa flug- mannvirki, leggi vegi og annað þessháttar. Sú stórn sem nú situr er einmitt dæmigerð stjórn felu- aronskunnar. Á þeim vettvangi hafa menn þanið hugmyndaflug sitt drjúgum. Ein hugmyndin var til dæmis sú, að Bandaríkjamenn legðu fimm akreina hraðbraut frá Reykjavík og austur á bóginn: til að Reykvíkingar gætu stokkið upp í bifreiðar sínar þegar von væri á sovéskum eldflaugum sem einn maður í loftinu í kauphlaupi við atómdauðann austur fyrir fjall. __________LElÐARi ______ Að selja land Sú niðurstaða skoðanakönnunar um utan- ríkismál, sem birt var fyrir skemmstu og einna mesta athygli hefur vakið, lýtur að svörum við spurningu um afstöðu manna til gjaldtöku af bandaríska hernum. Það þykir að vonum saga til næsta bæjar að 60-70% þeirra sem svara telja sig hlynnta slíkri gjaldtöku, sem stjórnmálaflokkar hafa lýst sig andvíga, hver með sínum rökum. Margskonar viðbrögð við þessari frétt endurspeglast hér á opnunni. Kaupsýslumaðurtekurfréttinni fagnandi og er strax farinn að verðleggja landið: hundrað milj- ónir á ári, segir hann. Aðrir eru nokkuð tvístíg- andi eins og þingmaðurinn sem telur líklegt, að menn hafi lagt hver sína merkingu í svörin og kannski sé ekki um mikið meira að ræða en það hagsmunafé sem nú þegar kemur frá hernum. Natóvinir hafa áhyggjur af þeirri þver- stæðu, að þótt meirihluti landsmanna vilji hafa herinn og taka af honum fé, telur minnihluti nauðsynlegt að hafa hann til hervarna. En sú sama þversögn kemur að sjálfsögðu enn verr við herstöðvaandstæðinga íslenska: það er lítil huggun að heyra að hernaðarröksemdir Nató eigi takmörkuðu fylgi að fagna meðal landsmanna ef að um leið er kallað á meira brask með herstöðina, opinskárri landsölu- mennsku en hingað til hefur verið stunduð. Formælendur erlendrar hersetu hér á landi hafa jafnan haft á oddi nauðsyn vestræns varnarsamstarfs, röksemdir hernaðarlegs jafnvægis og fleira þesslegt. En það er Ijóst, að allt frá því að íslendingar voru teymdir inn á hernámsbrautina með Keflavíkursamningn- um 1946 hafa hagsmunir og gróði ýmissa að- ila mjög komið við sögu mála - við sögu, sem enn er ekki nema að litlum hluta rituð. Og þeir sem andmæltu herstöðvum komu snemma auga einmitt á þessa hættu. Jón Helgason prófessor og skáld sagði í frægri ræðu 1. des- ember 1954, að hann gæti skilið þá menn sem beygðu sig fyrir hernámsrökum sem illum kosti - en verstir þættu sér þeir menn sem horfa „með fullkomnu jafnaðargeði, gott ef ekki ánægju“ á herinn búa um sig, „horfa á hvernig afkoma þjóðarinnar verður háðari og háðari honum, horfa á hvernig hugirnir sljóvg- ast smátt og smátt gagnvart honum". Það er þessi þróun sem menn hafa haft einna mesta ástæðu til að óttast, hernám hugarfarsins, sem þýðir um leið uppgjöf, sem smám saman verður altækari, uppgjöf á því að vera þjóð með eigin tilverurökum í þessu landi. Því bæði VL-undirskriftasöfnunin illræmda og gjald- tökuhugmyndirnar nú eiga sér rökrétt fram- hald í því sem Kjartan Ólafsson varar við í svari sínu hér í dag: „Munu þá íslendingar grátbiðja Bandaríkjaher að vera hér kyrran, þegar loks kynni að koma boð frá Washington um að kalla hann heim?“ Gjaldtökuviðhorfin eru herfileg staðfesting á því sem Sigfús skáld Daðason minnir á í Ijóði frá sjötta áratugnum, en þar segir á þá leið „að hálsinn sem sjálfkrafa laut undir okið var tryggilegast beygður". Það má vel vera að skoðanakönnun þessari beri að taka með nokkrum fyrirvara: menn hafi ekki skilið nógu vel hverju þeir voru að svara. En hitt er Ijóst, að niðurstaðan er alvarleg áminning til Alþýðubandalagsmanna og ann- arra herstöðvaandstæðinga um að aldrei má vanrækja þau hin þjóðernislegu og siðferði- legu rök sem beita verður gegn hugarfari landsölunnar. Menn skulu ekki gleyma því að þau rök eru um leið hin bestu friðarrök smárri þjóð. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.