Þjóðviljinn - 02.08.1984, Qupperneq 12
MANNLIF
MANNLIF
Þaft má nú finna stund milli stríða. Mynd: HJH
Gengið vel í sumar
í gestamóttökunni á Húsmæðr-
askólanum á Laugarvatni var ung
og brosandi kona. Þetta var hótel-
stýran Hóimfríður Gísladóttir.
Hólmfríður sagði að þetta væri
annað sumarið hennar á hótel-
inu. Hún er íþróttakennari að
mennt en starfar á veturna sem
móttökustjóri á Hótel Borg.
Eitthvað urðum við undrandi á
svip því hún bætti við að flest allar
hótelstýrumar væru húsmæðra-
kennarar. f þessu embætti, hótel-
stýra á Eddu hóteli, eru yfirgnæf-
andi meiri hluti konur, sagði
Hólmfríður, það em aðeins 3-4
karlar. Vinnutíminn hjá henni er
frekar langur eða frá átta á
morgnana og til eitt á kvöldin í
þrjá mánuði samfleytt.
Hólmfríður sagði að þessi
vinnutími væri í lagi, þetta væri
skemmtilegt starf og aðaðllinn í
þessu væri sá að starfsfólkið væri
alveg sérstakt. Hún sagði að sam-
vinnan væri mjög góð, allir hjálp-
ast að í einu og öllu.
Um starfsemina sagði hún að
það væri nánast alltaf fullt um
helgar, en í miðri viku væri ekki
nánda nærri eins mikið. Það eru
lang mest íslendingar sem em á
Húsmæðraskólanum, fólk úr
Reykjavík sem skreppur um
helgar til að slappa af. Utlending-
arnir em á Menntaskólanum því
þar er boðið upp á svefnpoka-
pláss.
Hólmfríður sagði að hjá þeim
væri aðeins boðið upp á herbergi
og væri það dýrara en annarstað-
ar. Eins væri maturinn eitthvað
dýrari hjá þeim því þau keyptu
dýrara hráefni svo að maturinn
væri ömgglega góður. Hún sagði
LAUGARVATN
Laugarvatn er sá staður sem
ferðamenn geta fundið mjög
margt viö sitt hæfi. Staðurinn er
bæði vinsæll af íslenskum og er-
lendum ferðamönnum.
Laugvetningar bjóða ferða-
mönnum upp á marghliða þjón-
ustu. Má þar nefna mjög
fullkomna tjaldaðstöðu, sumar-
hótel á menntaskólanum, hús-
mæðraskólanum og héraðskól-
anum. Til afþreyingar er boðið
upp á hið landsfræga gufubað,
bátaleigu, seglbrettaleigu, „min-
igolf", sundlaug og hestaleigu í
Miðdal, 5 km frá Laugarvatni.
Laugarvatn er stærsta skóla-
setur landsins í sveit en einnig
merkur sögustaður. Á söguöld
hefur Laugarvatn tengst alþingis-
staðnum á Þingvöllum sem ná-
lægur áfangi. Kristnitökuárið
1000 voru Norð- og Sunnlend-
ingar skírðir í lauginni sem stað-
urinn dregur nafn sitt af. í dag er
hún nefnd Vígðalaug og hafa
margir trú á lækningamætti
vatnsins í henni. Gömul sögn
segir að lík Jóns Arasonar bisk-
ups og sona hans hafi verið
þvegin í Vígöulaug vorið 1551
áður en þau voru flutt norður til
Hóla. Við lauginaeru sex aðfluttir
steinar sem bera fornt örnefni,
Líksteinar.
Það er ekki nýtt að nota skóla á
Laugarvatni fyrir sumarhótel.
Héraðsskólinn var stofnaður
1928 og þegar á næsta áratug
var farið að nota hús hans til
gestamóttöku á sumrin. íþrótta-
kennaraskólinn var stofnaður
1932, Húsmæðraskóli Suður-
lands 1942-44 og Menntaskólinn
að Laugarvatni 1947-53.
HS
að fólk væri tilbúið til að borga
aðeins meira fyrir góðan mat.
Hólmfríður sagði að sama fólk-
ið kæmi allt að þrisvar sinnum
yfir sumarið í helgarfrí. Þetta
væri auðvitað meðmæli með
staðnum svo og kortin sem fólkið
útfyllti, þ.e. gestir geta sagt sitt
álit á hótelinu, matnum og þjón-
ustunni, og yfirleitt er dómurinn
jákvæður.
Hólmfríður sagði að Verslun-
armannahelgin hefði verið full-
bókuð í sumar enda væri það há-
punktur sumarsins. Hún sagði að
þau veittu 20% afslátt eftir
þriggja daga dvöl á staðnum svo
og í miðri viku. Eins væri hægt að
semja um afslátt ef fólk vill eyða
sumarfríinu sínu á staðnum. Hún
sagði að líka væri veittur afsláttur
á mat ef fólk dvelur lengi, svo og
þeir hópar sem kæmu, þeir
fengju afslátt.
Hólmfríður sagði að þetta
sumar hefði gengið vel í alla staði
og hún væri alveg til í að vera
þarna næsta sumar þrátt fyrir að
maður og börn væru í bænum.
Þau koma ailtaf um helgar og í
miðri viku og þetta er ágætis til-
breyting sagði þessi geðþekka
hótelstýra að lokum. HS
Vittu láta myndina koma I bla&inu? sagði Olga Ingólfsdóttlr 3 ára.
LAUGARVATN
Allt tll alls
í veitingasalnum á Húsmæðr-
askólanum sátu þau hjónin Helga
Harðardóttir og Sigurður Grétar
Guðmundsson úr Kópavogi.
Þeim var nokk sama þó að þau
væru trufluð og voru til í að
spjalla við okkur.
Þau ætluðu að gista tvær nætur
á hótelinu en þetta var ekki í
fyrsta sinn sem þau væru þarna.
„Það vill þannig til að þetta er
uppáhaldsstaðurinn okkar“ sagði
Sigurður „við höfum gist á öðrum
Eddu hótelum en okkur líkar
lang best hér.“
Þau bentu á að það væri ekki
lengi verið að keyra frá Reykja-
vík að Laugarvatni en þó er þetta
sveit og maður nýtur allra þæg-
inda um leið.
Þau hældu staðnum í hástert og
sögðu að þeim findist maturinn
mjög góður, starfsfólkið ákaflega
vingjarnlegt og persónulegt og
þjónustan til fyrirmyndar.
Helga sagði að þegar þau færu í
frí þá vildu þau hafa allt til alls.
Þeim líkaði ekki eins vel að vera á
Menntaskólanum því þar væri
ekki baðherbergi og ekki bar, svo
og mörg hin Eddu hótelin þau
hafa ekki þessi þægindi þess
vegna völdu þau þennan stað.
Um hvort að það væri dýrt að j
vera á Eddu hóteli svöruðu þau
því til að það væri ekki. Miðað
við annað hérlendis þá væri það
ekkert dýrara en gerist og
gengur.
Þau hjónin voru sammála um
það að á Laugarvatni væri allt til
alls nema þeim fannst vanta úti-
sundlaug en hún er víst í bygg-
ingu. Þau sögðust alltaf nota guf-
ubaðið og finnst það mjög gott.
Þau sögðu að það væri einn
hlutur sem þau ættu eftir að prufa
og það væri hestaleigan. Með
henni fannst þeim að Laugarvatn
hefði fengið aukið gildi. Það
tengist því að draumaferðin
þeirra er að fara ríðandi yfir Kjöl
og þau vonuðust til að geta látið
þann draum rætast sem fyrst.
Hvað með að ferðast erlendis?
Þau sögðust hafa gert það en þá
aðeins á vorin eða haustin. Þau
vildu ekki fórna tíma um sumarið
heldur fannst þeim að fólk ætti að
Iengja sumarið þannig. Þau fara
ekki út í ár vegna fjárhagsins,
eins og svo margir aðrir.
Þau hjónin Helga og Sigurður
voru ákveðin í að njóta helgar-
innar, slappa af og skemmta sér
eins og fólk á að gera þegar það er
í fríi.
HS
Góður
mórall
Þau voru eldhress krakkarnir i
eldhúsinu þegar við kíktum þar
inn til að trufla þau við vinnuna.
Öll gáfu þau sér tíma til að setjast
niður og spjalla um lífið og starfið
á Eddu hótelinu á Húsmæðra-
skólanum. Þau sem voru á vakt
heita: Ingi B. Erlingsson, kokkur,
og bróðir hans Páll, aðstoðar-
Frá vinstri er Jóhanna Björnsdóttir, Páll Erlingsson, Ingi Erlingsson, Harpa Hreins- og
Guðrúnardóttir, Móeiður Bernharðsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Þau gáfu sér tíma fyrir Ijós-
myndarann þó nóg væri að gera. Mynd: HJH
kokkur, Harpa Hreins- og Guð-
rúnardóttir, sem hefur lengstan
starfsferil á staðnum eða átta
sumur, Sigrún Óskarsdóttir sér
um herbergin, Móheiður Bcrií-
hardsdóttir sér um uppvaskið, og
Jóhanna Björnsdóttir vinnur í
salnum ásamt Hörpu.
Þau sögðu að starfsfólk staðar-
ins væru 14 og væri unnið á
vöktum. Unnið er frá 7-15 og 15-
23. Þau þurfa að hreinsa 27 her-
bergi en eiga 2-3 til vara. Matsal-
urinn er opinn frá kl. 8 á mor-
gnana og er morgunmatur til
9.30, hádegismatur frá 12-14,
kaffi frá 15-18 og kvöldverður frá
19-23. Öll voru þau sammála um
það að það væri mikið álag á
starfsfólkinu. „Þettá er skorpu-
vinna eins og hótelvinna er“,
sagði Ingi.
Þessi vinna er þriggja mánaða
töm og er lang mest að gera um
helgar, þá er allt fullt. Starfsemin
dettur niður í miðri viku en þó
em stundum ráðstefnur þá og
nóg að gera. Þau sögðu að það
væri allt í lagi að vinna svona
mikið því þetta væri vel borgað.
Að vísu er fasta kaupið ekki hátt
en bónusinn lyftir því upp. Þegar
Þau sögðu að það væri mjög
blandað fólk sem kæmi og Harpa
sagði að hún þyldi ekki þegar fólk
rétti upp hendina, smellti fingr-
um og flautaði á þau. „Það er eins
og við séum hundar. Ég þoli það
ekki.“
Þau sögðu að mórallinn væri
sérlega góður í sumar, allir hjálp-
uðust að og þá gengur allt eins og
í sögu. Þau sögðust ekki festa sig í
sínu starfi, þ.e. ef einhver hefur
lítið að gera þá gengur hann í
annað starf þar sem vantar hjálp.
Þetta er einn liðurinn í að svona
hótel gangi vel og þau bentu á að
þessi staður væri einn af fáum þar
sem bónus fékkst fyrir nýtingu.
Hvað ætli þau geri svo í þeim
fáu frítímum sem gefast? Það er
margt, svöruðu þau. Fara á ball,
lesa, sofa, gufubað, skreppa í bæ-
inn og margt fleira.
Það er ekki seinna vænna en að
hætta þessu spjalli því gestirnir
biðu og allt eftir að gera en greini-
legt var að samstarfið var gott og
mórallinn fínn því allir hjálpuðu
öllum, eins og einhverstaðar
stendur.
HS
msHERJÓLFUR
ÁÆTLUN UM ÞJÓÐHÁTÍÐINA1984:
Föstudag3.8. Frá Vestmannaeyjum kl. 05:00
— — Frá Þorlákshöfn kl.09:30
— — Frá Vestmannaeyjum kl. 14:00
— — Frá Þorlákshöfn kl. 18:00
Laugardag4.8.FráVestmannaeyjum kl. 10:00
— — Frá Þorlákshöfn kl. 14:00
Sunnudag 5.8. Frá Vestmannaeyjum kl. 10:00
— — Frá Þorlákshöfn kl. 14:00
Mánudag 6.8. Frá Vestmannaeyjum kl. 05:00
— — Frá Þorlákshöfn kl. 09:30
— — Frá Vestmannaeyjum kl. 14:00
— — Frá Þorlákshöfn kl. 18:00
HERJÓLSFERÐ ER GÓÐ FERÐ
HERJÓLFUR H.F.
S Skrifstofa Vm. 98-1792 og 98-1433
® Vöruafgreiðsla Vm. 98-1838
S Vöruafgreiðsla Rvík 91-86464
JJJJJJ
EJ
Þjónusta við þjóðveg
Esso þjónusta. Opið alla daga frá kl.
9.00 til 23.30. Veitingar - matvörur -
hreinlætisvörur - ferðavörur - flugþjón-
usta - bílaleiga.
Viðgerðir, hjólbarðasala, varahlutasala,
smurstöð, vélasala.
Innisundlaug opin mánudaga-föstudaga8-10, 15-17, 20-22 laugardaga 14-16.
Tjaldstæði. Með fyrsta flokks snyrtiaðstöðu án gjaldtöku.
Veiði í silungsvötnum nálægt Blönduós.
Heimilisiðnaðarsafn opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16
til 18. Njótið samspils Blöndu og náttúrunnar í Fagrahvammi.
Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi
Opið daglega frá 9.00-12.20 og 13.20-18.00.
Matvörudeild opin á sama tíma á laugardögum.
Allar nauðsynjar í ferðalagið.
Ferskar - frosnar - niðursoðnar matvörur, unnar kjötvörur, pissur, franskar
kartöflur, BLÖNDU appelsínusafinn í 1/i og 1/4fernum, sumarbolir, skyrtur, sokkar,
skór, hlífðarföt, myndablöð, bækur, kort, tímarit, leikföng, viðlegubúnaður,
veiðivörur, grill, garðáhöld, kælibox, skallaboltar, blakboltar, badmintonspaðar,
flugur.
Styttið ferðatímann með góðri snældu eða Yamaha gítar, tölvuskemmtara eða
tölvuspili.
Reiðvörur, reiðhjól, úr, Ijósmyndavörur, Brandsstaðaskeifurnar vinsælu.
Kaupfélag Húnvetninga
Blönduósi
Skagaströnd
Velkomin
til Blönduóss
Útibú Skagaströnd
opin virka daga
9.00-12.20 og 13.20-18.00
C
c.
c.
c
nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn