Þjóðviljinn - 02.08.1984, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 02.08.1984, Qupperneq 17
Með fjölskylduna Þeir eru margir sem ekki leggja út í þann kostnað að byggja sér sumarbústað, en vilja eigi að síður eiga þess kost að skreppa af og til út úr bænum og hvíla sig í fallegu umhverfi við góðar að- stæður. Fyrir þetta fólk eru fé- lagsbústaðir eins og t.d. í Munað- arnesi kjörin dvalarstaður. Nú hefur opnast nýr möguleiki, sem er sumarhúsin í Vík í Mýrdal. Og eftir að hafa dvalist þar yfir helgi er sannarlega hægt að mæla með þeim. Húsin eru alveg ný og voru raunar ekki alveg fullkláruð þeg- ar þau voru heimsótt. Fullkomin eldurnaraðstaða var væntanleg í húsin og einnig mætti bæta við húsgögnum, en að öðru leyti eru húsin sérlega smekkleg og falleg. Tvö stór herbergi, annað með fataskápum og hitt með eldhús- krók og gott baðherbergi með sturtu. Veröndin fyrir framan og allt svæðið í kring er mjög skemmtilegt. Húsin standa undir fjalli og gróðurinn rétt við hús- til Víkur vegginn er einstaklega fallegur. Fjaran fyrir neðan og fuglalífið allt í kring sér fólki fyrir góðum gönguferðum. Til Víkur er nú steyptur vegur langleiðina frá Reykjavík mjög auðkeyrður og þægilegur (aðeins 3ja tíma akstur úr bænum). Og þeir sem eru að hugsa um að skreppa austur í Vík geta pantað í gegnum Hótel Vík. Bæði er hægt að fá stakar nætur og vikudvöl. -þs. Hingað til hefur gistihúsið Vík í Mýrdal orðið að útvega gestum gistingu á einka- heimilum, ef margt hefur verið um manninn. Nú ætti þess ekki lengur að þurfa, því tekin hafa verið í notkun í Vík fimm ný orlofs- og gistihús. Eigend- ur þessara húsa eru Mýrdals- hrepþur, Kaupfélag Skaftfell- inga, Sambandið, Samvinnu- ferðir-Landsýn og Olíufélagið h.f.. Hvert hús um sig er 32 ferm. að innanmáli. Tvö herbergi í risi, sitt undir hvorri burst, eldunar- og hreinlætisaðstaða. Valdimar Harðarson arkitekt hannaði húsin, sem eru eininga- hús. Trésmiðja KF. Skaftfellinga byggðu þau en yfirsmiður var Sig- urjón Árnason í Vík. Klakkur hf. gerði undirstöður. Urðu þær að vera magnaðar því húsin eru, í bókstafleguin skilningi, byggð á sandi. Innréttingar og húsgögn eru frá 3K. Sú kvöð fylgir húsunum að þau verði leigð Hótelinu í Vík í júní, júlí og ágúst, en hótelið endur- leigir þau svo þetta tilgreinda tímabil. -mhg MANNLIF Lestrarefni Biblían best í ferðalagið Mæðgurnar Signý Guðbjartsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir að velja krossgátublöð fyrir helgina. Mynd-eik. Vík „Ég var að koma úr þriggja vikna ferð frá Ítalíu. Las Bíblíuna, það er bók sem er gott að hafa með sér í ferðalagið því hvar sem hún er opnuð er eitthvað bita- stætt til aflestrar", sagði Guðrún Bjarnadóttir sem var ásamt dótt- ur sinni í bókaverslun fyrir síðustu helgi að velja lestrarefni. Auðveldari gestamóttaka 5 ný orlofs- og gistihús „Mér finnst skemmtilegast að hafa með mér krossgátublöð í ferðalagið“, sagði dóttirin, Signý Guðbjartsdóttir 17 ára. „Ég hef ekki lesið mikið í sumar, einkum tímarit eins og Hús og hýbýli og Líf og núna ætla ég að kaupa mér krossgátublað og tímaritið Mannlíf,“ sagði Signý. -jp Glens Sumarbókin er komin út, full af glensi og gríni fyrir alla fjölskyld- una. Meðal efnis má nefna fróðl- eiksþætti um ferðalög innan- lands og utan. Eins eru hug- myndir að föndri, leikjum, og ýmsu til dægradvalar. Svo og eru þrautir og gátur. Bókin er 100 bls. og kostar 198 kr. í Sumarbókinni má finna fróð- leik sem þennan: VEISTU... að Beethoven var algjörlega heyrnarlaus, þegar hann samdi Níundu sinfóníuna? HS Fjallið, fjaran, fuglarnir og bústaðurinn góði voru umhverfi þessa drengs sem var alsæll í sumarfrfi í Vík um daginn. Ólafur Sœvarsson (t.v.) vann ífiski í Vestmannaeyjum í vetur sem leið og Unnar SigurðurHansen (t.h.) var sjómaður. Þeirhafa ferðast víða ísumaren voruáleið austur á Höfn í Hornáfirði með A usturleiðarútunni þegar Þjóðviljinn hitti þá kl. 8 síðasta föstudagsmorgun. Höfðu ráðið sig til Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í fiskvinnslu. Mynd-eik. Umferðarmiðstöðin Ferðast ífiskinn Snemma morguns hvern dag og einkum fyrir helgar er mikið um að vera í Umferðarmiðstöð- inni. Fólk á leið í ferðalag, aðrirtil vinnu úti á landi og enn aðrir á leiðinni heim til sín að Ijúka ferða- lagi til Reykjavíkur. Áföstudaginn streymdi fólk frá Reykjavík, mikil örtröð var rétt fyrir kl. 8 og alveg til kl. 9 árdegis. „Við erum sko ekki að fara í ferðalag núna, erum búnir að taka það út í sumar. Núna erum við að fara að vinna í fiskvinnslu- stöðinni austur á Höfn í Horna- firði. - Já, alltaf í rútu,“ sögðu ferðalangamir sem Þjóðviljinn ræddi við á Umferðamiðstöðinni á föstudaginn. Þeir voru að stíga upp í Austurleiðarútuna, sögðust hafa ferðast heilmikið í sumar. „Hvert við ætlum um verslun- armannahelgina? - Erum að spá i að fara ekkert, eigum engan pen- ing eins og er“ sögðu þeir. Viður- kenndu þó að Atlavík freistaði fyrst þeir á annað borð yrðu komnir svo langt austur sem á Höfn. Félag sérleyfishafa hefur aukið þjónustu sína á undanförnum árum. Ferðalög milli ýmissa staða á landsbyggðinni gera fólki mögulegt að komast víða þótt ferðast sé með rútum. Hringmið- ar og tímamiðar sem gilda í mis- munandi langan tíma gefa fólki kost á að ferðast ótakmarkað með áætlunarbifreiðunum fyrir fast verð. Hægt er að kaupa leiða- bók í Umferðamiðstöðinni þar sem fjöldi ferðamöguleika með rútum er kunngerður. -jP Odýrustu gríllkolki í bænum Vörumarkaðurinn hl. ármúla ia eðistorgi u Pressuð kol - 3 kg á 119 s. 686111 s. 29366. Flmmtudagur 2. ágúst 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.