Þjóðviljinn - 05.08.1984, Side 14

Þjóðviljinn - 05.08.1984, Side 14
Hríseyjarferjan Daglegar ferðir eru sem hér segir: Frá Hrísey kl. 9, 13, 17.30. Frá Árskógssandi og til baka 9.30, 13.30 og 18.00. Frá Hrísey kl. 21.30 föstud., laugard. og sunnudaga. Aftur Árskógsströnd og til Hríseyjar kl. 22.00 á föstud., laugard. og sunnudögum. Miðnæturferðir á sunnud., þriðjud. og föstudögum, frá Hrísey kl. 23.30 og frá Ár- skógssandi kl. 24.00. Verð fyrir fullorðna 40 kr., en 20 kr. fyrir börn. Hægt er að fá leigð svefnpokapláss og tjaldstæði. Fjölbreytt fuglalíf, kyrrð mikil og hvíldarstaður góður. Ferjan tekur einnig að sér leiguferðir t.d. umhverfis eyj- una og svo til nágrannahafn- anna. Hríseyjarferjan Símar 96-61717, 96-61732, 96-61764. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Skundum á Þingvöll Sumarferð Alþýðubandalagsins í ár verður laugardaginn 18. ágúst. Farið verður frá Reykjavík til Þingvalla. Valinkunnir leiðsögumenn, vönduð dag- skrá, - Halldór Laxness mun lesa kafla úr íslandsklukkunni á Þingvöllum. Leikir og þrautir fyrir börn á öllum aldri munu gera ferðina bráðskemmti- lega. Allar nánari uþþlýsingar verða birtar í Þjóðviljanum. Skráning farþega og sala farmiöa er á skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Eru allir hvattir til að panta sér far og eigi síðar en 15. ágúst. Síminn er 17500. Ferðanefndin. Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði svefnþokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7355. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf s. 8811. Stykkishólmur Þórunn s. 8421. Dalir Kristjón 4175. Ferðin er öllum opin og fyrir alla fjölskylduna. - Kjördæmisráð. Suðurnesjamenn - Sumarferð Alþýðubandalagsfélögin Suðurnesjum fara sína árlegu skemmtiferð helg- ina 18. til 19. ágúst n.k. Farið verður um Sigöldu, Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri í Eldgjá. Gist verður við Ófæru. Sunnudaginn 19. verður ekið niður í Skaftártungur og Vestursveitir. Komið verður við í Hjörleifshöfða og Vík í Mýrdal. Byggðasafnið í Skógum verður skoðað. Einnig verður gerður stuttur stans við merka sögustaði á þessari leið. Komið verður til Keflavíkur kl. 22.00 til 23.00 þann 19. ágúst. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sólveigu Þórðardóttur í síma 92-1948 og hjá Torfa Steinssyni í síma 7214 og Elsu Kristjánsdóttur sími 7680. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1984 BÆJARRÖLT Ég skrapp niður í bæ á miðvikudag og stillti mér upp á Austurvöll til að horfa á prósess- íu forseta íslands frá dómkirkju til þingshúss og sjá Vigdísi koma fram á svalirnar. Sól skein í heiði og einhver sagði að þetta væri einn af þessum sjaldgæfu dögum í Reykjavík. Allir voru í góðu skapi og sumar stúlkurnar voru á stuttbuxum, fátíð sjón í miðbæ Reykjavíkur. Svo kom Vigdís í kirkjudymar í rauðum kjól og fólkið þyrptist fram að Kirkjustræti til að sjá betur. Á eftir forsetanum gengu 100 svartir karlmenn í prósessíu og þar gaf að líta dómara, ráð- herra, þingmenn, sendimenn og forstjóra. Allir voru í kjólfötum nema Svavar og Ásmundur og flestir með orður hangandi um hálsinn og á brjóstinu, sumir svo margar að þær náðu niður undir læri. Þeir elstu og hrumustu voru með slagsíðu af öllum þessum málmi. Allt í einu varð ég var við eitthvað undir fótum mínum. Þar lá maður og var næstum troðinn undir fótum hinna forvitnu. Hann var steinsofandi og hraut lágt en hægri hönd hans var kreppt um flösku. Veslings mað- urinn. Þarna hafði hann lagst í grandaleysi einhvern tíma fyrr um daginn til að sofa svolítið úr sér mesta sólskinið, grunlaus um að hann ætti eftir að liggja þarna fyrir fótum mannfjöldans. Svo kom Vigdís út á svalirnar eftir að hafa ritað undir eiðstaf- inn og allir klöppuðu. Það umlaði í manninum sem svaf inni í miðri mannþyrpingunni og allt í einu reis hann upp við dögg, pírði augun og sagði: „Ha, hvað“. Tvær norskar konur með mynda- vélarnar mundaðar stóðu klof- vega yfir honum og færðu sig nú um set og litu sem snöggvast með meðaumkunaraugum á manninn sem sat ringlaður í miðri þvögu- nni. Þær máttu samt ekkert vera að því að gefa honum frekari gaum því að nú var tækifæri til að ná góðri mynd af forseta íslands. Svo hrópuðu allir ferfalt húrra fyrir ættjörðinni nema maðurinn sem sat bara og hugsaði sitt ráð. Hann hafði þó verið í nánari snertingu við ættjörðina þennan dag en flestir aðrir. Skyndilega byrjaði lúðrasveit að leika og sennilega hefur mað- urinn verið að velta fyrir sér hvort hann væri virkilega kominn til Himnaríkis. Hann hallaði undir flatt og virti fyrir sér þriflega afturenda norsku kvennanna sem tylltu sé á tá til þess að sjá sem best. Önnur var í bláum buxum en hin í hvítum. Svo leit hann á flöskuna sem enn var í krepptri hönd hans, skyggði hana til himins - en hún var galtóm. Hann stóð seinlega á fætur, sneri sér að ungri konu með barn, rak andlitið upp í and- lit hennar og sagði með hásri rödd: „Hvaða helvítis læti eru þetta?“ Unga konan tók bakföll og flýtti sér í burtu án þess að svara manninum. Maðurinn hik- aði andartak ráðvilltur, klóraði sér í síðunni, hysjaði betur upp um sig buxurnar og haltraði af stað í Pósthússtræti. Þar hvarf hann. Vonandi hefur hann getað náð sér í meira sólskin í grænu gleri. En hinir héldu áfram að teyga sólskinið sem Guð gefur af himn- inum og Vigdís var orðin forseti í annað sinn. -Guðjón Sprengisandur - Kjölur Bjóöum upp á ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um Sprengisand og Kjalvegsleiðir þar sem farið er á einum degi hvora leið. Farið er frá Reykjavík norður Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl.08.00 og frá Akureyri suður Kjöl miðvikudaga og (augardaga kl.08.30 Ferðir þessar seljast með leiðsögn og fæði þann daginn sem ferðast er. í ferðum þessum gefst fólki tækifæri á að sjá og heyra um meginhluta miðhálendisins, jökla, sanda, gróðurvinjar, jökulvötn, hveri og margt fleira í hinni litríku náttúru íslands. Hægt er að fara aðra leiðina eða báðar um hálendið eða aðra leiðina um hálendið og hina með áætlunarbílum okkar um byggð og dvelja norðan- lands eða sunnanlands að vild því enginn er bundinn nema þann daginn sem ferðast er. Nánari upplýsingar veita B.S.Í. Umferðarmiðstöðinni Reykjavík sími 22300 og ferðaskrifstofa Akureyrar sími 25000 og einnig afgreiðsla séleyfisbíla Akureyri sími 24729 og við hjá NORÐURLEIÐ H.F. simi11145

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.