Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Pólitískt háloftaklifur Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins létu báðirdrjúgan yfir væntanlegri endurskoðun stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar sl. vor. Endurskoðun- artaliðvarvanmáttatilrauntil að hleypa nýju lífi í ríkisstjórn sem landsmenn gerast æ þreyttari á. Frá því hinar drýgingalegu yfirlýsingar leið- toga stjórnarflokkanna um endurskoðunina sem nota átti sumarið í voru birtar í vor, hefur þögnin verið sveipuð um þessa endurskoðun. Staðreyndin er líka sú, að þingmenn og ráð- herrar ríkisstjórnarinnar hafa valið sér hægari sess heima og erlendis í sumar heldur en að stjórna landinu. Málgagn Framsóknarflokks- ins reynir ekki einu sinni að breiða yfir sköm- mina í fréttaskýringu sl. þriðjudag. Málgagnið kemst svo að orði að þingmenn Framsóknar- flokksins séu „uppteknir við búsýslu og önnur slík jarðbundin verkefni". Þannig læturTíminn á sér skiljast að pólitísk störf Framsóknar- flokksins séu einhvers konar háloftaklifur sem eigi ekkert skylt við pólitíska ábyrgð flokks í ríkisstjórn. Og þar hefur Nýi Tíminn rétt fyrir sér. Sumarið, sem Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson ætluðu að nota til endurskoðunar á stjórnarsáttmálanum, er nú senn liðið án þess að stjórnarliðar hafi hreyft legg né lið. Forsætisráðherrann var í Banda- ríkjunum og frá Þorsteini hefur ekkert heyrst. Til að minna á tilveru formanns Sjálfstæðis- flokksins, lét Albert Guðmundsson þess getið að Þorsteinn ætti að koma inní ríkisstjórnina. Eiginlega ætti formaður Sjálfstæðisflokksins að verða forsætisráðherra. Og fleiri áhrifa- menn í Sjálfstæðisflokknum halda áfram að klifa á því, að Steingrímur ætti að víkja fyrir Þorsteini. Og þá gjarnan vitnað til hins sögu- lega fordæmis þegar Ólafur Thors tók við for- sætisráðherraembættinu af Steingrími Stein- þórssyni. Ekki hefur forsætisráðherra landsins fyrr stigið á íslenska grundu, þegar hann skipar sér í sveit hinna málglöðu sem vilja breytingar á ríkisstjórninni. Segir Steingrímur að hann telji æskilegt að Þorsteinn Pálsson komi inn í ríkisstjórnina. En bætir því við, svona til að forðast misskilning, að það sé einkamál Sjálf- stæðisflokksins. Það leynir sér ekki að Steingrímur Hermannsson er kominn heim, gott ef hann er ekki búinn að taka ofan kúreka- hattinn. Tíminn upplýsir að allt það sem Framsókn- arflokkurinn hafi ætlað aðgeratil undirbúnings viðræðum stjórnarflokkanna hafi dottið uþp fyrir. Enn fremur að Framsóknarmenn óttist að flokkurinn komi þarafleiðandi óviðbúinn í við- ræðurnar. Svipaða sögu er að segja af Sjálfstæðis- flokknum. Þar hafa menn ekki náð samkomu- lagi um eitt eða neitt varðandi endurskoðun stjórnarsáttmálans. Ráðherrarnir eru heldur ekki reiðubúnir til að standa upp fyrir Þorsteini Pálssyni - og benda réttilega á að þátttaka Þorsteins í ríkisstjórn myndi engu breyta um óvinsældir ríkisstjórnarinnar til lengri tíma. Morgunblaðið sem vill vernda ungann sinn Þorstein Pálsson, svo líkingamál Morgun- blaðsritstjóra sé notað, er í stökustu vand- ræðum. Það getur ekki sagt frá því að logandi ágreiningur sé innan Sjálfstæðisflokksins og að flokkurinn sé að gefast upp á samstarfinu við Framsókn og ráðherraklíku eigin flokks. Til að láta líta svo út, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi eitthvað verið að gera í sumar, birtir blaðið á fréttasíðu í gær að Sjálfstæðisflokkurinn sé að undirbúa viðræðurnar að kappi. Þegar nán- ar er lesið, kemur í Ijós, að Morgunblaðið birtir kafla úr Varðarræðu Þorsteins Pálssonar í 20. sinn. Vandaðurog lýðræðislegur undirbúning- ur það. A stjórnarheimilinu er hver höndin upp á móti annarri - og ekki ólíklegt að þjóðin megi horfa uppá nýtt sjónarspil á næstu vikum. Steingrímurer kominn heim, Þorsteinn fjölritar ræðuna sína, - og pólitískt háloftaklifur heldur áfram. KUPPT 0G SKORIÐ Verslunarstéttin veitir nauðsyn1 Bókmenntir Hannes H. Gissurarson fré framJeiöanda til neytenda, auö- veldar béöum viö skiptin, sparar bóöum fyrirhöfn. Hún l*kkar með öörumoröum vlöskiptakostnaðinn. Lœsilegt og alþýðfogt rh Allt þaö, sem Vilhjálmur segir, er augljóst, þegar é það hefur verið bent. Ef milliliöir cru óþarfir, þé hljóta einhverjir aö hafa hag af því aö stytta sér leiö fram hjé þeim. Hvers vegna selja b«ndur ekki egg beint til neytenda? Vegna þess aö hað borgar sig ekki. Skynsamlegra K«ndur aö nota tíma sinn til iöa fleiri egg en til aöfinna ir, þvi aö þaö geta milliliö- l betur. /er augljóst, en þó er nauö- Iaö benda mönnum é þaö, svo /m þeim er viö aö missa sjónar Þetta tekst Vilhjélmi óg*t- rit hans er læsilegt og alþýö- Hannes H. Glssurarson. Jtgerð þeirra Húsvíkinga á Kolbeinsey er frjálst að fara á hausinn og milliliðunum frjálst að hirða gróða sjávarútvegsins. Milliliðirnir nauðsynlegir Sæmd er hverri þjóð að eiga sér milliliði og það sem flesta. Þá þurfa framleiðendur ekki að elt- ast við kaupendur, né standa í auglýsingum eða öðru veseni sem fylgir því að koma vörunni út. Þetta er öllum augljóst. Þessi sannindi rekur Hannes H. Giss- urarson í DV-umsögn um dæmi- sögu Vilhjálms Egilssonar af Guðmundi Gústafssyni hug- sjónamanni sem út kom hjá Við- skipti og verslun í fyrra. Guð- mundur þessi var framleiðandi sem var á móti milliliðum eins og hugsjónamenn eru og fór ósköp illa fýrir honum. Engin mælir því mót að myndarleg þjónusta og vel skipu- lögð verslun er nauðsynlegur og vaxandi þáttur í verkskiptu þjóðfélagi. Um það er á hinn bóginn deilt hvort stjórna skuli þjóðfélaginu með hag þessara greina fyrir augum fyrst og fremst eða hvort blómstrandi verslun og þjónusta eigi að vera ávöxtur öflugrar framleiðslustarfsemi. Fyrirtækið ísland Vinnufær mannafli á íslandi er ekki fjölmennari en svo að hann gæti sem hægast allur verið í vinnu hjá einu erlendu stórfyrir- tæki. Sumir vilja því líta á rekstur íslenska þjóðfélagsins út frá sjón- arhóli rekstrarhagfræði fyrirtækis en ekki þjóðhagfræðilegum. í stórfyrirtækinu íslandi þætti sjálfsagt flestum sem sölu- og innflutningsdeildin væri ærið út- blásin og til mikils væri að vinna að skipuleggja hana betur. Frjálst og ófrjálst Ef litið er á sjávarútveginn í heild sem eitt fyrirtæki þá blasir við dæmi sem ekki gengur upp. Veiðarnar og vinnslan eru þannig á sig komnar að jafnvel þó að þeir sem við þessar greinar vinna gæfu allt kaup sitt og ynnu eingöngu sjálfboðavinnu væru erfið- leikarnir samt miklir. Fjármagns- kostnaðurinn er svo gífurlegur í útgerðinni og í mörgum byggðar- lögum blasir það við að hætta verði útgerð nýrra skipa. Ráðherrar vorir hafa komist að þeirri niðurstöðu að best sé að veita mönnum í sjávarútvegi frelsi tií að fara á hausinn og láta markaðinn sjá um að grisja tog- araflotann. Markaðurinn er þó ekki frjálsari en svo að stjórnvöld ákveða verð á fiski upp úr sjó og halda genginu föstu, þannig að í sjávarútveginum er „ófrjálst“ í báða enda. Sveitar- og samvinnufélög bera mikla ábyrgð á rekstri í sjávarút- vegi enda tími stórútgerðarauð- valdsins að miklu leyti liðinn. Þau munu ieggja á sig miklar fórnir til þess að tryggja atvinnuöryggi og viðgang sinna byggðarlaga og halda helstu atvinnutækjum þeirra gangandi. Áður en menn fara á hausinn múnu sveitarsjóðir hafa tæmst og öll geta til þess að byggja eitthvað upp í staðinn fyrir útgerðina. Landið sporð- reisist og fólk flýr suður. Setja landið á hausinn Meðan á þessu gengur skila all- ir þjónustuaðilar við sjávarútveg- inn, söludeildin, innflutnings- deildin, viðhalds- og þjónustu- deildin, ómældum gróða. Hundr- uð miljóna króna gróða er hægt að nota í uppbyggingu, nýjar verslunarhallir og lánabrask, þar sem þessir aðilar geta staðið undir viðskiptum við banka á þeim kjörum sem nú bjóðast. Þessi fyrirtæki renta sig. Fjárfest- ingin mun því beinast í átt til milliliðanna, sem njóta góðs af láglaunastefnu stjórnvalda og fastgengi. Peningamálaaðgerðir stjórnvalda, sem ganga upp í þjóðhagfræðinni, þjóna fyrst og fremst milliliðunum í sjávarút- vegsdæminu, og ýta undir fjár- festingarstefnu sem virðist ekki koma framtíðinni að miklum not- um. í þjóðfélagi sem byggir að meginhluta lífsafkomu sína á út- flutningi sjávarafurða hlýtur að þurfa að stýra hlutum þannig að milliliðir hirði ekki allan gróða af framleiðslunni. Sjávarútvegur- inn þarf að byggja sig upp og endurnýjast. Og ekki vanþörf á fjármagni í nýja farvegi í atvinnu- lífinu. En offjárfesting millilið- anna til þess að fela gróða sinn er ekkert betri og líklega verri en offjárfesting í framleiðslutækjun- um. Hún setur fvrirtækið ísland á hausinn. -ekh UÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjórar: óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guöjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- hóðinsson. Ljósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ðergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. litkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.