Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Vestfirðir: Aflahrotan endar með atvinnuleysi Kvótinn sums staðar uppurinn í október. „Það liggur enginn bóndi inní bœli í brakandi þerri. “ að liggur enginn bóndi inní bæli í brakandi þerri sagði Guðmundur Guðmundsson, út- gerðarmaður aflaskipsins Guð- bjargar, sem mokfiskað hefur á Vestfjarðamiðum að undan- förnu, hefur nú fengið 3.616 tonn frá áramótum, er langt komin með kvóta sinn, en um 900 tonna kvóta réttindi hafa verið keypt handa skipinu frá öðrum bátum. Mikil aflahrota hefur staðið hátt í mánuð á Vestfjarðamiðum og atvinna mikil í verstöðum vestra við vinnslu aflans. Þetta er þó skammgóður vermir, því mörg skipanna eru langt komin með afla sinn og hætt við að þeim verði að leggja þegar líður á haustið, en þá blasir við atvinnuleysi. Nær allur togarafloti lands- manna er nú á fiskislóðum úti fyrir Vestfjörðum og veiðist vel, allt frá Hala austur á Stranda- grunn. „Það er ekki svo gott að hægja á“ sagði Guðmundur.„Það var alltaf vitað, þegar þessi kvótaskipting var sett á, að ekki yrði legið í landi, ef vel veiddist. En það blasir auðvitað ekkert við nema stöðvun, ef skipin klára kvótann með haustinu. Hjá Hraðfrystihúsinu í Hnífs- dal, þar sem 90-100 manns eru á launaskrá, má búast við stöðvun í október, að sögn Konráðs Jak- obssonar, framkvæmdastjóra hússins. Togarinn Páll Pálsson, sem sér Hnífsdælingum fyrir hrá- efni, á aðeins eftir um 50 tonn af þorskkvóta sínum, en skipin mega skipta á veiðikvóta annarra fisktegunda fyrir þorsk, þannig að skipið á ef til vill eftir þrjá túra eða svo. Skipið kom með 130 tonn að landi á mánudag eftir 3 Vi dags veiði. En að sögn Jakobs hefur verið reynt að draga úr sókn og skipið stöðvað nokkra daga á milli ferða. Kvótinn nýtur takmarkaðra vinsælda á Vestfjörðum þessa dagana og þeir útvegsmenn, sem blaðið hafði samband við efuðust um að hann leysti þann vanda, sem honum var ætlað, skrap- dagakerfið væri ef til vill sköm- minni til skárra. J.H. Verslun- arhús á Dalvík Kea færir enn út kvíarnar: nú stendur yfir hjá þeim bygging 640 fermetra verslunarhúss á Dalvík og á að taka það í notkun fyrir næsta vor. Við þetta verður öll verslunarstarfsemi Kea á Dalvík færð undir eitt þak og um leið sjá Dalvíkingar á bak gömlu kjör- búðinni við Skíðabraut. -gat Söngur Hallbjörn suður Kántrí-kóngurinn Hallbjörn Hjartarson heimsækir suðvestur- hornið um næstu helgi. Hann skemmtir í félagsheimilinu Stapa á föstudagskvöld, Skiphóli Hafn- arfirði föstudags- og laugardags- kvöld. Hallbjörn er Skagstrend- ingur og hefur sungið inná fjórar hljómplötur. -óg Ólympíuhappdrœttið Drætti frestað Ólympíunefnd íslands hefur frestað drætti í happdrætti sínu til 8. september. 14 bflar eru í vinn- ing í þessu happdrætti og hefur fjöldi manna fengið miða senda heim. Tekið er fram í fréttatil- kynningu að drætti verði ekki frestað aftur. -ós Vel heppnaðar sumar- búðir Landsamband íslenskra sam- vinnumanna stóð fyrir sumar- búðum barna að Bifröst nú í sum- ar og dvöldust þar tveir hópar barna í júní, samanlagt 46 börn. Öll ku þau ætla að koma aftur næsta sumar. Hjónin Hulda Frið- riksdóttir og Sigurbjarni Guðna- son stýrðu sumarbúðunum en undirbúninginn annaðist Ann Marí Hansen. -gat Aðstandendur og nokkrir keppenda í væntanlegu Reykjavíkurmara- mánudag. Meðal keppenda eru fjölmargirerlendir Maraþonhlauparar. þoni sem haldi ð verður 26. ágúst í borginni á vegum ferðaskrifstof- Um 100 erlendir hlauparar hafa þegar látið skrá sig. Myndin var tekin i unnar Úrval og Frjálsíþróttasambandsins. Skráningu í hlaupið lýkur á gær á Austurvelli. (Mynd-Atli). Bjartsýnir á sam- starf við Flugleiðir Eg er ánægð með að þeir hafí þessa trú á fyrirtækinu og vonast eftir góðu samstarfí, sagði Anna Sverrisdóttir einn starfs- manna Arnarflugs um þá ákvörð- un Flugleiða að kaupa nýtt hlut- afé í Arnarflugi að upphæð 40 miljónir króna, en starfsmenn Arnarflugs höfðu sjálfír ráðgert að kaupa hluta fjárins. Anna var spurð hvort hún teldi ekki óæskilegt að samkeppnisað- ili hefði svo sterk ítök í félaginu og tók hún undir það en sagðist þó vera bjartsýn á samstarfið; Flugleiðamenn hlytu að hafa öðl- ast trú á fyrirtækið úr því þeir leggðu þetta fé í það. A sínum tíma afskrifuðu Flug- leiðamenn hlutafé sitt í Arnar- flugi því þeir töldu að verðbréf þar væru verðlaus. Arnarflug á- kváðu fyrir þremur vikum að auka hlutafé félagsins um rúmar Idag fimmtudaginn 16. ágúst flyturTomas S. Popkewitz pró- fessor við „School of Education, University of Wisconsin- Madison“ opinberan fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands, stofu 40 miljónir króna og hugðust starfsmenn félagsins auka hlut sinn í félaginu. Það hefur vakið nokkra furðu í ljósi fyrri tíðinda að Flugleiðir ákváðu nú að nýta forkaupsrétt sinn og kaupa upp þetta fé. -gat 301. Fyrirlesturinn nefnist Um- bætur í menntamálum - goðsögn eða veruleiki? Thomas Popkew- itz er þekktur vísindamaður á þessu sviði. Sjávarútvegs- ráðherra Bannað að skaka Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands er sýnt, að afli báta undir 10 brl. fer nokkuð yfir þau viðmiðunarmörk, sem á- kveðin voru fyrir tímabilið 1. jan- úar til 31. ágúst 1984. Ráðuneytið hefur því í dag gef- ið út reglugerð, sem bannar þorskveiðar báta undir 10. brl. frá og með 25. ágúst til og með 31. ágúst 1984. -óg Fimmtudagur 16. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Fyrirlestur í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.