Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Flmmtudagur 16. ógúsi 1984 183. tðlublað 49. árgangur DJÓÐVIUINN í Sundahöfn er kominn gagnmerkur ísbrjótur, frá-Ameríku og fékk almenningur aö skoða hann í gær. Blaðamenn voru leiddir um skipið, upp og niður stiga og inn í allar kompur og var ekki annað að sjá en að ísbrjóturinn væri vel búinn. Héðan mun hann fara til rannsóknarstárfa á Grænlandshafi. (Mynd: Atli). Samningarnir Fyrsti fundur á mánudag Islend- ingar fengu verð- Amánudaginn klukkan tvö verður fyrsti fundur miili Verkamannasambandsins og Vinnuveitendasambandsins, og VMSÍ mun þá leggja fram kröfu- gerð sína á formlegan hátt, að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar. Upphaflega var fundurinn fyrirhugaður fyrr, en var frestað sökum utanfarar Magnúsar Gunnarssonar framkvæmda- stjóra VSÍ, „af ástæðum sem við sættum okkur fullkomlega við“, sagði Guðmundur J. Formlegar kröfugerðir hafa enn ekki verið lagðar fram af landssamböndunum, og form- legir fundir milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar munu því ekki hefjast fyrr en í næstu viku með fundi VMSÍ og VSÍ. í gær var stjórn Landssam- bands iðnverkafólks á fundi við að leggja síðustu hönd á kröfu- gerð sína. -ÖS. Álsamningar Grikkir óánœgðir með20. Ríkisstjórn Grikklands sœttir sig ekki við niðurstöðu gerðardóms í Lauzanne og vill leggja deiluna við Pechiney-hringinnfyrirgrískan dóm Ákveðinn í Þíng- vallaferð Jú, það er rétt, ég er ákveðinn í að halda á Þingvöll á laugardag- inn með Alþýðubandalaginu, sagði Gunnlaugur Haraldsson safnvörður á Akranesi í viðtali við Þjóðviljann í gær. Gunnlaugur sagði að hann vissi um fleiri Skagamenn sem hygð- ust skunda með á Þingvöll. „Það er ekki of oft á lífsleiðinni sem manni gefst kostur á að hlýða á Halldór Laxness lesa kafla úr ís- landsklukkunni á hinum forn- helga stað“, sagði Gunnlaugur Haraldsson safnvörður að lok- um. -óg. Glerlist Akranes nægju með niðurstöðu gerðar- dómsins. I Metal Bulletin er frá því skýrt að Kouloubis hafi látið hafa eftir sér að hann sé enn á höttunum eftir hærra orkuverði og ríkisstjórnin vilji nú vísa deilunni við Pechiney fyrir grískan dómstól. Mat gerðardómsins í Lauzanne á því hvað sé viðunandi verð til álbræðslna á raforku er athyglis- vert. Pechiney hefur greitt 15 mills fyrir kílówattstundina, en gerðardómurinn úrskurðaði að fyrir árið 1983 skyldi hringurinn greiða afturvirkt 18.6 mills, 19.5 mills árið 1984 og 20.5 mills á næsta ári, 1985. Forráðamenn Pechiney hringsins eru langt frá því óánægðir með niðurstöðuna en gríska stjórnin sættir sig ekki við hana eins og áður sagði. Al- uminium de Grece notar um 10% af raforkuframleiðslu Grikkja. (Mills er verðeining sem stendur fyrir 1/1000 úr Bandaríkjadoll- ar). - ekh. Gunnlaugur Haraldsson: Ekki of oft á lífsleiðinni, sem manni gefst kostur á að hlýða á Halldór Laxness lesa kafla úr íslandsklukkunni á Þingvöllum. Gerðardómur í Lauzanne í Sviss hefur kveðið upp þann úrskurð að verð á raforku til Al-1 uminium de Grece, dótturfyrir- tækis franska hringsins Pechiney í Grikklandi, skuli vera 20.5 mills á kflówattstundina árið 1985. M. Kouloubis, orkumálaráðherra Grikklands hefur lýst megnri óá- Siglufjörður Minningarstofa um séra laun Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen glerlistamenn á Kjalar- nesi fengu heiðursverðlaun í ár frá Axel Lind-listasjóðnum í Dan- mörku. Verðlaunin voru afhent af Osc- ar Bernadotte greifa 12. ágúst sl. Meðal þeirra sem hlutu verðlaun var William Heinesen frá Fær- eyjum. Alls var úthlutað til ein- staklinga og stofnana 100 þúsund dönskum krónum. - óg. Alaugardaginn verður opnað Héraðsskjalasafn og minning- arstofa um séra Bjarna Þorsteins- son í Bókasafni Siglufjarðar. Af því tilefni verður athöfn í Hvann- eyrarkirkjugarði kl. 14,. og í Bókasafninu kl. 15. Þá er öllum bæjarbúum og aðkomumönnum boðið i kaffi á Hótel Höfn milli kl. 16 og 18. Séra Bjarni Þorsteinsson tón- skáld og þjóðlagasafnari var sóknarprestur á Siglufirði í 47 ár og var sæmdur prófessorsnafnbót og riddarakrossi 1930 fyrir þjóð- lagasöfnun sína og störf að opin- berum málum fyrir Siglufjörð. í minningarstofunni sem geymir ýmsa muni úr eigu séra Bjarna og konu hans verður tónlistarhorn. Þar verða hljómflutningstæki og áhersla lögð á að koma upp safni af þjóðlegri tónlist, bæði íslenskri og erlendri. Héraðsskjalasafn Siglufjarðar tekur nú formlega til starfa en þegar hefur verið safnað þangað allmiklu af skjölum er varða sfld- artímabilið auk ýmislegra gagna um sögu og menningu Siglu- fjarðar og Hvanneýrarhrepps hins foma. Við athöfnina í kirkjugarðin- um mun séra Vigfús Þór Árnason flytja minningarorð og Bogi Sig- urbjörnsson forseti bæjarstjórnar Bjarna leggja biómsveig á leiði prests- hjónanna. Við athöfnina í bóka- safninu flytja Óttarr Proppé bæj- arstjóri og Óli J. Blöndal bóka- vörður ræður. Sigurjón Sæmundsson syngur við undir- leik Silke Óskarsson og Hlynur Óskarsson leikur á trompet. Þá flytur Kristín Pétursdóttir bóka- fulltrúi ríkisins ávarp. Kirkjukór- inn undir stjórn Páls Helgasonar mun syngja lög eftir séra Bjarna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.