Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 9
Hvað veistu um Unglingaheimilið? • Hvað langarþig tilað vita? Þú geturfengið einhver svör viðþessum ogfleiri spurningum efþú lestþessa opnu Við skelltum okkur í heimsókn á eina deild Llnglingaheimilis rík- isins, Meðferðarheimilið í Kópa- vogi. Þar hittum við hóp af hressu fólki, starfsmenn og unglinga. Þau sem við hittum voru: Kolbrá, Sissa, Bauja, Arnþór, Sverrir og Lína. Þar að auki sást glitta í matráðskonuna Torfhildi, en hún var á eilífum þönum um allt hús en gaf sér þó tíma í lokin að setj- ast niður og láta smella af sér einni mynd. íbúðin þeirra er einstaklega falleg og snyrtileg. Stórt og bjart eldhús, setustofa sem er full af blómum, (þar má ekki reykja) svo þar við hliðina önnur setu- stofa mun minni (en þar má reykja). Á efri hæðinni eru her- bergin, þau eru 10, svo og salerni og sturtur. Skólinn er svo stað- settur í kjallaranum. Þau Sissa, Bauja og Arnþór eru uppeldisfulltrúar á staðnum. Þau sögðu að unnið væri á tví- skiptum vöktum og væri skipt klukkan 4, þá kæmi annar hópur til vinnu. Þau sögðu að starfsað- ferðin hjá þeim byggðist mikið upp á fundum. Td. ef einhver Þetta er glæsilegur hópur sem vift hittum í Kópavoginum. Þau heita: Kolbrá, Lína, Arnþór, Sverrir og Torfhildur, sem er ráðskonan. Mynd: ATLI. bóta við og það er að öllum krökkunum væri blandað saman. Sumir krakkar sem koma á heimilið eru og hafa verið í eitur- lyfjum, hassi, pillum hvers konar og þess háttar. Svo er og stór hóp- ur sem kemur sem hefur og á í einhvers konar heimiliserfið- leikum en hafa aldrei verið í neinum eiturlyfjum en því miður kynnast þau oft á tíðum slíku á heimilinu. Þessu vill starfsfólkið breyta, af skiljanlegum ástæðum. Starfsfólk staðarins er allt yngra fólk,.u.þ.b. þntugt. Þau sögðu að þessi vinna væri frekar erfið, mikið álag og eldra fólk héldist þar síður. Skólinn þeirra er hefðbundinn grunnskóli en þó er lögð meiri rækt við hvern ein- stakling þar en í almennum skólum. Eina nýlundu hafa þau tekið upp sem aðrir skólar mættu taka sér tii fyrirmyndar og er það sérstök kynfræðsla. Þau vinna upp úr bókunum Kvennafræðar- anum og Við erum saman. Kennslan síðastliðinn vetur í þessari kynfræðslu var eingöngu fyrir stelpurnar en strákarnir báðu um að fá hana líka og er það Heimsókn á Meðferðarheimilið hefur brotið af sér þá væri hald- inn fundur og málin rædd. Eins klukkan 4, þá settist hópurinn niður og ræddi saman liðinn dag og skipulegði það sem eftir væri dags og kvöldið á þeim fundi. Um fyrirkomulagið á Með- ferðarheimilinu voru þau öll sam- mála um að það þyrfti að minnka staðinn. Hafa minna húsnæði og færri unglinga. Þau vildu gera þetta enn líkara heimili og þá fæ- list í þvf líka að starfsfólkið byggi á staðnum með sína fjölskyldu. Þetta fyrirkomulag svipar mjög til Sambýlisins, en þar búa 5-6 unglingar og deildarstjórinn ásamt fjölskyldu sinni. Varðandi Sambýlið sagði Sissa að um hvert pláss væru 5 umsækj- endur á aldrinum 14-18 ára og það væri mikil nauðsyn á fleiri sambýlum. En hvers vegna er þessu þá ekki breytt? Arnþór sagði að því væri um að kenna „rótgróinni afturhaldssemi sem ríkti í þjóðfélaginu varðandi allar breytingar". Annað atriði voru þau öll sam- mála um sem þyrfti skjótra úr- ákveðið að taka upp næsta vetur fræðslu fyrir þá. Þau sögðu að ekki hafi verið lögð höfuð áhersl- an á kynfræðsluna sjálfa heldur og tilfínningamálin. Tilfínningar eru jú nú einu sinni einn aðalþátt- ur manna í öllum samskiptum. HS Lína, Sverrir og Kolbrá Það voru aðeins þrír krakkar heimavið þegar við litum inn á Meðferðarheimilið í Kópavogi. Þau sem við spjölluðum við voru: Lína 14 ára (að verða 15), Kolbrá 13 ára og Sverrir 14 ára. Krakk- arnir sögðu að einn strákur væri í sveit og tveir í stroki. Svo að nú eru sex skráðir á heimilið. Á vet- urna eru þau 10. Krakkarnir sögðust vinna á staðnum og þau fá kaup sam- kvæmt vinnuskóla Kópavogs. Það sem þau gera er mun fjöl- breytilegra en aðrir jafnaldrar þeirra. Þau sjá um heimilisstörf- in, taka til og elda á kvöldin. Matráðskonan sér um mat í há- deginu. Þau sögðust sjá um við- hald á húsinu sem felst að mestu í að mála það að utan sem innan. Þau voru reyndar að taka nokkur herbergi í gegn þegar við kom- um. Þrífa þau, spasla í sprungur og mála þau svo. Það er nú reyndar þannig að iðnaðarmenn eru sjaldséðir gestir á Kópa- vogsbraut 17. Benda má líka á að á árunum ’78-’79 þá byggðu þau Kolbrá, Lína og Sverrir. - Mynd: ATLI. sína eigin sundlaug. Og í dag eru þau með ansi stórt verkefni, þau eiga bragga upp við Meðalfells- vatn sem krakkarnir eru að gera upp, svo að eftir nokkur ár eiga þau sumarbústað, og það er meira en margur annar! í frístundum sögðust krakk- arnir lesa, hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Það er ekkert sérstakt sem þau lesa, eru eins konar alætur. Um verslunar- mannahelgina fóru Lína og Köl- brá í Viðey og þær sögðu að það hefði verið alveg æðislega skemmtilegt. Þær voru ekkert að koma heim þó að öllu hafí rignt niður, heldur voru þær fram á mánudag eins og á að gera þegar farið er í útilegu um helgi sem þessi er. Sverrir sagðist aftur á móti hafa farið norður, á ættar- mót. í herberginu hennar Línu var lítill, gulur páfagaukur og sagði hún að hún hefði ofsalegan áhuga á dýrum. En líka ferðalqgum og hárgreiðslu. Lína sá t.d. um það síðast að klippa Kolbrá. Hún sagðist hafa áhuga á að læra hár- greiðslu þegar hún eldist. Hún sagðist líka eiga sér þann draum að fara út í lönd og ferðast. Þar kemur líka inn í að hún á fjöldann allan af pennavinum um allan heim og þá væri upplagt að fara og hitta þau. Lína lumaði því nú líka út úr sér að eitt af áhugamál- um hennar væru skriftir, ekki bara bréfa heldur og að semja og hún samdi sögu sem þótti bara ágæt. Þegar við komum í heimsókn- ina þá var Kolbrá að spila á gítar. Það var nú bara nokkuð gott. Þegar við inntum hana eftir þessu, þá sagði hún, að hana langaði til að læra á gítar og líka að fara að æfa fimleika. Svo hvers vegna ekki að drífa sig? Sverrir aftur á móti ætlar að verða kokkur. Hann fer af heim- ilinu um miðjan september í skóla út á land. Þar ætlar hann að klára níunda bekkinn og fara svo í kokkaskólann. Fyrir utan það að hafa áhuga á að elda mat (sem hann gerir nokkuð oft) þá er hann sjúkur skíðaáhugamaður og hann sagðist nota mikið af frítím- anum í það að fara á skíði. Krakkamir voru misánægð á heimilinu, stelpurnar eru búnar að vera frekar stutt en Sverrir mun lengur og raunin var sú að hann var ekkert ósáttur við dvöl- ina. Þau vom þó sammála um það að þeim fyndist reglurnar of strangar. Ef þau fara út á virkum dögum þá eiga þau að vera komin heim um 11 og þá þurfa þau að taka 10:30 vagninn. Um helgar mega þau vera úti til eitt en geta þó fengið undanþágu um að vera eitthvað lengur. Að lokum. Gangi ykkur vel • krakkar! HS 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. ágúst 1984 Unglingaheimili Unglingaheimili rfldsins er að Kópavogsbraut 17, Kópavogi. Unglingaheimilið var áður nefnt Upptökuheimili ríkisins, og hóf það starfsemi sína 1. september 1972. Hið nýja heimili, Unglinga- heimilið er byggt upp sem með- ferðarheimili. Unglingaheimili ríkisins er nú samheiti fjögurra mismunandi deilda. Þessar deildir eru: með- ferðarheimilið að Kópavogs- braut 17, Neyðarathvarf, Ung- lingasambýlið og meðferðar- og ráðgjafardeild og Unglingaráð- gjöfin. Svo er og starfrækt með- ferðarheimili að Torfastöðum í samvinnu við unglingaheimili ríkisins. Unglingaheimilið þjónar öllu landinu og heyrir undir Menntamálaráðuneytið. Deildirnar eru tiltölulega sjálf- stæðar og óháðar hver annarri, ríkisins en hafa þó náið samstarf. Unglingaheimilið er til að hjálpa unglingum á aldrinum 13- 16 ára, en aldurstakmörkin eru þó ekki mjög stíf. Það geta allir fengið hjálp hjá Unglingaheimil- inu en viðkomandi bamavernd- aryfirvöld þurfa að samþykkja vistun og viðkomandi sveitarfé- lag að greiða fyrir hana. Beiðnir um vistun á meðferðarheimilum og í Unglingasambýlið berast for- stöðumanni og afrit til viðkom- andi heimilis. Skrifstofa Unglingaheimilis ríkisins er að Sólheimum 17. Meðferðarheimilið Meðferðarheimilið er staðsett að Kópavogsbraut 17, Kópavogi. Unglingar sem eiga við erfiðleika að stríða eiga kost á sérfræðilegri þjónustu á Meðferðarheimilinu. Hvort sem um er að ræða lengri eða skemmri tíma og aðstoð og ráðgjöf um áframhaldandi hjálp. Á heimilinu em starfandi 8 upp- eldisfulltrúar, 2 kennarar, sál- fræðingur og ráðskona. Meðferðarheimilið getur hýst 10 unglinga, stráka og stelpur. Hver og einn fær sér herbergi en salerni og sturta er sameiginlegt, þ.e. strákar sér og stelpur sér. Þeir krakkar sem dvelja á heimil- inu eiga það sameiginlegt að eiga við ýmis vandamál að etja. Yfir- leitt eru þá einhverjir árekstrar við foreldra eða skóla, þó eru sumir sem hafa verið í afbrotum. Á heimilinu er reynt að koma því fyrir að hver unglingur læri að þekkja hæfileika sína og tak- markanir og reynt er að hafa öll markmið sem skýrust. 1 sam- vinnu við unglinginn og fjöl- skyldu hans stefnir Meðferðar- heimilið að því að hann fái þjálf- un og leiðsögn í mannlegum sam- skiptum og skilningi á orsökum og afleiðingum ákveðinna hegð- unarþátta. Meðferðarheimilið er starf- rækt allt árið um kring og skipta má starfinu í vetrar- og sumar- starf. Á veturna er skólinn aðal starfsemin. Eins og fyrr segir eru 2 kennarar starfandi við heimilið. Stefnt er að venjulegu grunn- skólanámi en jafnframt er leitast Meðferðarheimilift við að unglingarnir fái fræðslu við hæfi hvers og eins. Ef að náms- áhuginn hefur fallið niður er reynt að endurvekja hann. Benda má á að oft er áhugi fyrir námi ekki mikill hjá sumum ung- lingum eftir margra ára ands- treymi í hinum almenna grunn- skóla. Aðferðin við að endur- vekja áhugann fellst meðal annas í breyttum starfsaðferðum, meiri verkíegri kennslu og áherslu á notagildi skólanáms. Eins og í „venjulegu“ skóla- námi hafa unglingarnir frjálsan tíma. Sá tími er oft notaður sam- eiginlega, svo sem í ferðalög, skíðaiðkanir og önnur tóm- stundastörf. Á sumrin vinna unglingarnir flestir á Meðferðarheimilinu. Þar sjá þau um viðhald hússins og lóðarinnar. Svo og sjá þau um grisjun á silungi í silungavötnum, á handfæraveiðum á trillu og svona mætti lengi telja. Allir ung- lingarnir eru á launum við þessi störf. Á árunum ’78 - ’79 var haf- ist handa við að byggja sundlaug og tóku krakkarnir virkan þátt í því, eins og við byggingar garð- húss og knattspyrnuvallar á staðnum. Á sumrin er alltaf farið í lengri ferðalög. í kjallara húss- ins er aðstaða til ýmiskonar tóm- stundastarfsemi, s.s. leður- vinnslu, smíða og framköllunar. Þeir unglingar sem dvelja á Meðferðarheimilinu eru þar mis- lengi. Oftast eru það nokkrir mánuðir en lögð er áhersla á að gera dvölina sem heilsteyptasta og tengja hana annaðhvort upp- hafi eða lokum skólaárs. HS Neyðarathvarf Neyðarathvarf unglinga er staðsett á Kópavogsbraut 9, Kópavogi, oft kölluð „nían“ í daglegu tali. Á þeim stað er lögð áhersla á að aðstoða unglingana sem eru í bráðri þörf fyrir aðstoð, með því að hjálpa þeim að finna leið út úr erfiðleikum sínum. í Neyðarathvarfi starfa 4 uppeldis- fulltrúar. í Neyðarathvarfíð getur ung- lingurinn sjálfur leitað eftir að- stoð, til dæmis vegna aðstöðu- leysis síns eða annarra erfiðleika. Félagsmálastofnanir geta og vís- að unglingunum á Neyðarat- hvarfið, meðan þær eru að finna varanlega lausn á málefnum þeirra. í flestum tilvikum eru unglingarnir frjálsir ferða sinna samkvæmt samningi sem þeir gera við Neyðarathvarfið. Áuk þess koma stundum unglingar frá öðrum deildum Unglingaheimil- isins, ef nauðsynlegt er að ein- beita sér að málefnum þeirra í skamman tíma. Einnig kemur það fyrir að lögreglan kemur með unglinga í Neyðarathvarfið vegna rannsókna á afbrotum, eða vegna þess að hún getur ekki að ein- hverjum orsökum ekið þeim heim. í flestum tilvikum eru þess- ir unglingar ekki frjálsir ferða Neyftarathvarf unglinga sinna, fyrst um sinn. í Neyðarathvarfinu er lögð áhersla á hröð vinnubrögð, þann- ig að úrræði finnist sem skjótast. Eftir frumathugun á máli hvers og eins er athugað hvaða úrræði eru fýrir hendi og þeim raðað í forgangsröð. Þegar því er lokið er hafínn undirbúningur að því, með unglingnum, að nýta þessi úrræði. Ef til vill þarf að kynna unglinginn fyrir nýjum aðilum, ■ ■ ■■ ' \ u mm mm Unglingaraðgjofin Unglingaráðgjöfin er staðsett að Sólheimum 17, Reykjavík. Þeir sem starfa við Unglingaráð- gjöfína eru félagsráðgjafar og sál- fræðingur, svo er og starfandi rit- ari. Það er opið alla virka daga milli kl. 8:20 og 16:15, en á fimmtudögum er þó opið til kl. 18:30. Það geta allir leitað til Ung- lingaráðgjafarinnar vegna vanda- mála unglinga. Unglingarnir sjálfir, foreldrar eða forráða- menn, sem og aðrir sem með ung- lingum vinna. Til Unglingaráð- gjafarinnar hefur fólk leitað vegna ýmissa mála, t.d. vegna persónulegra erfiðleika, erfíð- leika í samskiptum við aðra, vegna misnotkunar vímugjafa eða vegna afbrota, svo eitthvað sé nefnt. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er veitt ráðgjöf við hvers konar vandamálum sem unglingarnir geta átt í. Unglingurinn getur fengið að koma með einhverja persónu vegna ráðgjafar, sem hann kýs. Benda má á að boðið er upp á einstaklings-, hóp-, eða fj ölsky ldumeðferð. Hægt er að panta tíma í gegn- um síma hjá Unglingaráðgjöfinni en jafnframt er opinn tími á mánudögum kl. 10:00 til 14:00 en þá geta allir sem óska komið án þess að hafa pantað tíma. Öll þjónusta Unglingaráðgjaf- arinnar er ókeypis og eru starfs- menn að sjálfsögðu bundnir þagnarskyldu. -HS Unglingasambýlið er staðsett að Sólheimum 17 Reykjavík. Sambýlið er heimili þar sem 5-6 unglingar af báðum kynjum geta búið í einu. Þetta heimili er ekki meðferðarheimili heldur sambýli unglinga á leið til sjálfstæðs lífs. I unglingasambýlinu búa 14-17 ára unglingar, sem af einhverjum ástæðum geta ekki búið heima hjá foreldrum eða forráða- mönnum sínum. Þessir unglingar Unglingasambýlift og Unglingaráftgjöfin koma frá öðrum deildum Ung- lingaheimilisins, eða beint úr samfélaginu án viðkomu á öðrum stofnunum. Deildarstjóri Ung- lingasambýlisins býr ásamt fjöl- skyldu sinni á staðnum og er hug- myndin að svo verði og í framtíð- inni. Einnig er lausráðið fólk til aðstoðar, sem svarar einu starfi. Allir þeir sem dvelja á Ung- lingasambýlinu verða að sækja skóla eða stunda vinnu, sem aðrir þjóðfélagsþegnar gera. Þeir sem stunda vinnu verða að borga heim en ekki þeir sem eru í skóla. Reglur þær er gilda á sambýlinu eru samskonar og viðgangast í samfélaginu. Venjulegt heimilis- hald stórrar fjölskyldu setur svip sinn á Sambýlið. Það er skipst á við eldhússtörfin og þrifttað. Unglingarnir búa tveir og tveir í herbergi og hafa sín eigin hús- gögn. Dvalartími á Sambýlinu er hugsaður lengstur í eitt ár en þó eru aðstæður og reynsla látin skera úr um lengd dvalartíma. -HS Unglingasambýlið Fimmtudagur 16. áaúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 halda fundi með tjölskyldu hans, sækja um vistun fyrir hann á með- ferðarheimili, skóla eða annars- staðar, hjálpa honum a fá vinnu ogsvo framvegis. Lögð er áhersla á að kynnast unglingnum með viðræðum og í leik og starfi. Dvalartími unglinganna í Neyðarathvarfinu er stuttur. Stefnt er að þvf að störfum með unglinginn sé lokið ekki síðar en 14 sólarhringum eftir að hann kom og þá séu mál hans komin í þann farveg að framtíðin sé öruggari en hún var í upphafi dvalartíma. Alla sérfræðiþjónustu fær Neyðarathvarfið frá Unglinga- ráðgjöfinni og sálfræðingi með- ferðarheimilisins að Kópavogs- braut 17. HS Fordómar Flest allir vita að einhver staðar er starfrækt eitthvert unglingaheimili en vitneskjan nær oftast ekki lengra. Vegna þessa fórum við á stúfana og leituðum upplýsinga. í tali manna kemur oftast mjög neikvæð umfjöllun um heimili sem þessi. Fólk sér fyrir sér allt hið versta, talar um það sem slíkt og á það til að bæta við (krydda) frásögnina ýmsu sem ekki er til. Það má segja að landsmenn séu haldn- ir fordómum gagnvart Ung- lingaheimilinu, og tala þá jafn- an um Upptökuheimilið í nei- kvœðri merkingu, án þess að þekkja neitt til neins. Vegna alls þessa ætlum við að kynna ykkur, eftir bestu getu, starfsemi Unglingaheim- ilis ríkisins og birtum viðtöl við krakka sem eru á Ung- lingaheimilinu í Kópavogi og nokkra starfsmenn þar. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.