Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 1
HEIMURINN MANNLÍF Nálgast landhelgina! 56 skip á veiðum á gráa svœðinu um helgina. Höfðu fœrtsig 60 sjómílur nœr íslensku lögsögunni í fyrradag. Óvissaísamningum Sama óvissan ríkir enn í land- helgisdeilunni við Dani, Norð- menn og Færeyinga, eftir við- ræður Halldórs Asgrímssonar, sjávarútvegsráðherra við þessa aðila, sem fram fóru á sjávarút- vegsráðstefnu í Álasundi, en henni lauk í gær. Á sama tíma mokar stór floti upp loðnu á veiði- svæðinu umdeilda milli Græn- lands og Jan Mayen. Fimmtíu og sex skip voru að veiðum á þessum slóðum á laugardaginn, þar af tvö dönsk skip og tvö færeysk. Nokk- ur skipanna hafa fyllt sig yfir helgina, því aðeins 39 voru eftir á svæðinu, er flugvél Landhelgis- gæslunnar flaug þar yfir í fyrra- dag. Að sögn Sigurjóns Hannes- sonar, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni höfðu skipin hins vegar færst um 60 sjómflur sunnar og austar, nær landhelgi íslendinga á þessum tíma. Á fundi utanríkismálanefndar, sem haldinn var nú í vikunni, var samþykkt að taka deiluna upp á fundi utanríkisráðherra Norður- landa í Reykjavík í september. Jafnframt samþykkti nefndin að leitað skyldi samkomulags um eftirtalin atriði: 1) Um lögsögu á „gráa svæðinu" við Norðmenn og Dani (en þeir fara með þessi mál fyrir Grænlendinga og Færey- inga). Líklegt er að lausn þessa atriðis fáist ekki fyrr en eftir ára- mót, en þá fyrst eru Grænlend- ingar lausir úr viðjum Efnahags- bandalagsins, sem fram að þeim tíma telst formlegur samningsað- ili um lögsögu Grænlands. Eftir áramót geta Grænlendingar orð- ið aðilar að samningaviðræðum. 2) Að leita samkomulags við Norðmenn um gæslu á Jan Mayen-svæðinu. 3) Um skiptingu á loðnukvóta, við Norðmenn og Dani. - Spumingin er nú, hversu mikið skarð verður hoggið í loðn- ustofninn, áður en samkomulag næst og hvort veiðar þessara þjóða skerða hlut íslendinga í veiðunum. JH/óg. r Samningarnir Oformlegar könnunar- viðræður Skyndisamningar tœpast gerðir fyrirl. september. Oformlegar könnunarviðræð- ur um möguleika á kjara- samningum kringum 1. septemb- er hafa undanfarið átt sér stað milli margra af helstu áhrifa- mönnum verkalýðshreyfingar- innar og Vinnuveitendasam- bandsins samkvæmt traustum heimildum Þjóðviljans. Þær hafa hins vegar legið niðri meðan Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ hefur verið er- lendis, en hann er væntanlegur heim á mánudaginn. Engir fundir hafa þó verið haldnir heldur áttu þreifingarnar sér stað gegnum síma eða per- sónuleg tengsl einstaklinga af báðum vængjum. Þær munu ein- göngu hafa snúist um mögulegt form slíkra samninga, en ekkert hefur verið rætt um einstök atriði þeirra. Þannig hefur Þjóðviljinn óyggjandi heimildir fyrir því að fregnir annarra fjölmiðla um að rætt hafi verið um tilteknar prós- entuhækkanir í tengslum við kaupsamninga séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Auk þess sem helstu forystu- menn VSÍ og verkalýðshreyfing- arinnar hafa kannað viðhorf hvers annars til kjaramála hefur Verslunarmannafélag Reykja- víkur átt í viðræðum við atvinnu- rekendur. Fregnir hafa líka borist af því að nokkur önnur landssam- bönd hafi átt í lauslegum, óform- legum viðræðum við fulltrúa vinnuveitenda og landssambönd málm- og skipasmiða og bygging- armanna neftid í því sambandi. „Fréttin í NT í gær var rugl“, sagði Benedikt Davíðsson for- maður hjá byggingarmönnum. „Við höfum ekki átt í neinum við- ræðum sem tengjast nýjum kjara- samningum, heldur höfum við rætt við fulltrúa atvinnurekenda um ýmis tiltekin mál einsog var tilgreint samkvæmt samningi frá 1982.“ Guðjón Jónsson hjá málm- og skipasmiðum sagði að það væri rétt að þeir hefðu rætt við at- vinnurekendur tvisvar eða þrisv- ar í sumar en „einungis mjög lauslega" og í rauninni hefði ekk- ert komið út úr því. „En sumarið er ekki búið“, bætti Guðjón við. Af hálfu verkalýðshreyfingar- innar er mest áhersla lögð á endurskipan flokkakerfisins, auk þess sem hún hefur ítrekað bent á, að til að halda óskertum kaup- mætti þyrfti 7 prósent kauphækk- un þannig að ólíklegt er að ljáð yrði máls á minni kauphækkun kæmi til samninga á næstunni. Auk þess er ljóst að Verka- mannasambandið mun leggja höfuðþunga á þær kröfur sínar að lægstu launaflokkunum verði hreinlega kippt út sem myndi þýða allmikla kauphækkun og því óvíst hvort hægt væri að leysa þann hnút með skyndisamning- um fyrir 1. september. Framámenn sem rætt var við úr verkalýðshreyfingunni og VSÍ voru efins í gær um að nokkurt samkomulag yrði gert fyrir þann tíma, -ÖS Á ferð Þjóðviljans um Suðurnes í síðustu viku hittum við Elsu Kristjánsdóttur varaþingmann Alþýðubandalagsins önnum kafna við að slá garðinn sinn. Við hittum fleira skemmtilegt fólk á ferð okkar og tókum viðtöl sem birtast á síðum 9-161 blaðinu í dag. Mynd: eik. SKRÁNING I SUMARFERDINA r r I SIMA 17500 18. AGUST

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.