Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 11
FRETTIR Friður Friðarsamband Norðurhafa Ráðstefna á íslandi 24. -26. ágúst. Fréttatilkynning frá undirbúnings- hópi alþjóðlegrar friðarráðstefnu í Reykjavík 24.-26. ágúst 1984. Dagana 24.-26. ágúst n.k. verð- ur haldin að Hótel Loftleiðum ráðstefna Friðarsambands Norðurhafa (Thc North Atiantic Network) þar sem lagður verður grunnur að umræðu- og sam- starfsvettvangi mismunandi frið- arhreyfinga í löndum Norð- ur-Ameríku og Vestur-Evrópu. Sérstök nefnd skipuð fulltrú- um samtakanna Nei til atomváp- en í Noregi, Nej til atomvaben í Danmörku, Campaign for Nuc- lear Disarmament og European Nuclear Disarmament í Skotlandi auk fulltrúa Samtaka herstöðva- andstæðinga, hefur unnið að undirbúningi ráðstefnunnar og alþjóðlegri kynningu hugmynd- arinnar um Friðarsamband Norðurhafa. Samtök herstöðva- andstæðinga hafa annast skipul- agningu ráðstefnunnar hér á landi með stuðningi og í samráði við Friðarsamtök listamanna, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök ísl. eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök um friða- ruppeldi, Friðarhóp fóstra, Friðarhóp einstæðra foreldra og Friðarhópa kvenna í Reykjavík og nágrenni, auk ýmissa einstak- linga og landshlutasamtaka. Ráðstefnan hefst að morgni 24. ágúst með því að flutt verða fjögur fræðileg erindi um vígvæð- inguna í Norðurhöfum og valið sem gefst milli fjandsamlegrar eða friðsamlegrar sambúðar þjóða. Efni erindanna verður eftirfarandi: 1. Herstjórnarlist Bandaríkj- anna og NATO - Herstjórnar- list Sovétríkjanna; hernaðar- legt mikilvægi Norðurhafa fyrir risaveldin, staða hlut- lausra og óháðra ríkja. Flytj- andi er dr. Carl Gustaf Jacob- sen professor við Miamihá- skóla í Bandaríkjunum. 2. Herstöðvar og búnaður tengdur þeim og hlutverk þeirra í hugsanlegum hernað- arátökum. Flutningsmaður er Nils Petter Gleditch frá Friðar- rannsóknarstofnuninni í Osló. 3. Vistfræðilegar afleiðingar kjarnorkustyrjaldar. Páll Bergþórsson veðurfræðingur flytur þetta erindi. 4. Stjórnlist: leiðir til að út- rýma kjarnorkuvopnum og kjarnorkumengun úr Norður- höfum. Pólitískir kostir: Fjandskapur milli austurs og vesturs og hugmyndir friðar- hreyfinga. Dr. Jan Williams frá END (European Nuclear Dis- armament) í Bretlandi. Fundarstjóri verður Guðrún Agnarsdóttir. Að loknum þess- FRA LESENDUM RIKISUTVARPIÐ » m 2. HÆÐ ICELANDIC STATE ROADCASTING SERVICE Skeinir af þeim skítinn Aðalsteinn Jónsson hringdi: Mér blöskra hreinlega vinnu- brögð sjónvarpsins á fréttaflutn- ingi af radarstöðinni í Stigahlíð- inni sem verið er að undirbúa. Þar er beinlínis sagt að radarstöð- in sé ekki hemaðarmannvirki heldur fyrst og fremst til að nota fyrir íslenskar flugvélar og skip. Það var því heldur fróðlegt að sjá svo ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins lýsa því yfir að rad- arstöðin fyrirhugaða væri fyrst og fremst hernaðarmannvirki. Svona linku af hálfu sjónvarpsins er ekki hægt að þola. Það á að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, þó það henti kannski ekki alveg ráðamönnum. Er sjónvarpið óháður fjölmiðill eða ekki? Mér fannst líka heldur illt að heyra haft eftir Geir Hallgríms- syni að radarstöðin væri fyrst og fremst fyrir innanlandsflug og af ummælum ráðuneytisstjóra sést að það er auðvitað hreint bull. Mér hefur lengi verið í nöp við vinnubrögð þess manns og sé ekki betur en í Geir séu nú Bandaríkjamenn búnir að næla sér í mann sem í hvert sinn reynir að skeina af þeim skítinn þegar þeir verða uppvísir að einhverju eins og þessari radarstöð. um inngangi mun ráðstefnunni skipt upp í umræðuhópa þar sem tekin verða fyrir brýnustu mál friðarbaráttunnar og samræming hennar í löndunum umhverfis Norður-Atlantshaf. Rúmlega 40 erlendir fulltrúar hafa þegar boð- að komu sína á ráðstefnuna. í tengslum við ráðstefnuna munu Friðarsamtök listamanna hafa forgöngu um norræna graf- íksýningu í Félagsstofnun stúd- enta. Einnig mun sænski leikar- inn Jan Bergkvist koma þar fram með eins manns leikþátt, efnt verður til umræðukvölda með nokkrum hinna erlendu ráð- stefnugesta og innlendir lista- menn munu troða upp. Umræða um leiðir til að draga úr vfgbúnaði í Norðurhöfum og löndum umhverfis þau skiptir miklu máli fyrir okkur íslendinga og á ráðstefnunni munu safnast miklar upplýsingar sem ætlunin er að miðla áfram til fleiri. Vit- und almennings um kjarnorkuvá er það afl sem helst getur haldið aftur af hernaðarhyggju misvit- úrra valdamanna. 15. ágúst 1984. Friðardagar í Félagsstofnun Dagana 22.-26. ágúst gangast ■ - ■ ■ - - fjölmörg friðarsamtök fyrir Friðardögum i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þar verður sýning á listaverkum nokkurra þekktustu grafíklista- manna Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur. Meðal þeirra eru Palle Nielsen, Danmörku, Ulla Rantanen, Finnlandi, Nils Stenq- uist, Svfþjóð og Björn Willi Mort- ensen, Noregi. Sýningin verður opnuð kl. 17:00 á miðvikudaginn, en um kvöldið eru tónleikar, dr. Jan Williams, lífefnafræðingur flytur erindi auk fleiri dagskrár- liða. Hingað til lands kemur sænski leikarinn og grínistinn Jan Berg- quist og sýnir leikrit sitt Síðasta viðtalið „The last talk-show“ á föstudagskvöld þ. 24. á ensku og á sunnudagskvöld þ. 26 á sænsku. Friðardagar eru í tengslum við ráðstefnu Friðarsambands Norðurhafa, sem hefst á Hótel Loftleiðum 23. ágúst. „Vildarkjör á Vesturlandi ít Vildarkjör á Vesturlandi er samhciti yfir sérstök verðtil- boð hótela, sveitaheimila, sam- gönguaðila og eigenda söluskála og veitingahúsa á Vesturlandi. Tilboð þessi eru ætluð til að gefa einstaklingum og Qölskyldum tækifæri á að dveljast og skoða Vesturland á vildarkjörum. Tilboðin eru þannig uppbyggð að keypt er 2ja nátta gisting minnst á einhverju hóteli eða sveitabæ á Vesturlandi, þegar það hefur verið keypt fær við- komandi í hendur afsláttarkort sem veitir honum afslátt á sam- göngum og veitingum á ýmsum stöðum á Vesturlandi. „Vildarkjör á Vesturlandi“ gefa möguleika á að fá ódýra 2ja, 4ra, 6 eða 8 nátta gistingu á hótel- um og sveitabæjum með ódýrum veitingum og ferðum. Ekki þarf að dvelja á hverjum stað nema 2 nætur og því auðvelt að ferðast um Vesturland og gista ýmist á hótelum eða á sveitabæjum með- an fegurð og kyngimáttur Vestur- lands er skoðaður. Volvo bátavélar Dagana 8. til 30. ágúst stendur yfir þjónustu- og söluferð á VOLVO PENTA bátavélum. Sölu- og þjónustumenn frá Velti og VOLVO verksmiðjun- um eru með í ferðinni. Þeir hafa meðferðis PENTA bátavélar og kynna meðferð þeirra. Einnig verður kynnt merk nýj- ung frá VOLVO PENTA, svo- kallað DUOPROP. DUOPROP er tveggja skrúfu drif fyrir 110 og 165 hestafla PENTA dieselvélar. DUOPROP dáknar byltingu í gerð drifa fyrir bátavélar. Skrúf- ur drifsins snúast öndvert hvor annarri, en þannig er eldsneytið betur nýtt og jafnframt tryggður stöðugleiki og réttstefna. Allar nánari upplýsingar gefa sölumenn í þjónustuferðinni. (Fréttatilkynning) Flmmtudagur 16. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.