Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 13
LYÐVELDI140 AR Sumarferð Alþýðubandalagsins á Þingvöll verður iaugardaginn 18. ágúst. Brottför úr Reykjavík verður kl. 9.00 árdegis frá Umferðamiðstöðinni. Aðaláningarstaðurferðarinnarverðurá Efrivöllum. Þaðan verðaskipulagðar gönguferðir og þar verðurfluttfjölbreyttdagskrá. Kynnir: Ásdís Þórhallsdóttir Meðal dagskráratriða í sumarferð Alþýðubandalagsins má nefna: 1. Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður ávarparfarþega. 2. Þytur-lítiðeinleiksverkfyrirtrompet eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld. Frumf iutningur: Ásgeir Steingrímsson. 3. Halldór Laxness rithöfundur les kafla úr íslandsklukkunni. 4. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins flytur ávarp. 5. Kórsöngur, blandaður kór undir stjórn Sigursveins Magnússonar. 6. Fjöldasöngur 7. Vinningsnúmer ferðahappdrættisins kynnt. Dagskrá og leikir fyrir börn á öllum aldri verður í umsjá félaga í Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði. Heimferð verður kl. 18.00 en einnig geta þeir sem þess óska komist heim kl. 16.00. Aðalfararstjóri verður Jón Böðvarsson. Honum til aðstoðar verða að vanda valinkunnir leiðsögumenn í hverjum bíl. Forsala farmiða og skráning farþega fer fram á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 17500. Verð farmiða er kr. 300.- fyrir fullorðna og kr. 150.- fyrir börn sem taka sæti. Takið helgina strax frá, merkið við á almanakinu og skráið ykkur í síma 17500. _ , . . Ferðanefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.