Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 6
HEIMURINN Dagvistun barna á einkaheimilum - Dagvistun barna á einkaheimiium Mikill skortur er á heimilum hér í borginni, sem taka börn til dagvistunar, þó sérstaklega í eldri hverfum. Eru þeir sem hafa hug á að sinna því, beðnir að koma til starfa sem fyrst til að mæta þeirri þörf sem alltaf skapast á haustin. Vinsamlega hafið samband í síma 23360, umsjóna- fóstrur Njálsgötu 9. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðvfljans, sími 81333 Okkur vantar blaðbera til afleysinga víðs vegar um borgina Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviíjann ojúdvhhnn Betrablað Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! UUMFERÐAR RÁÐ Innilega þökkum við öllum þeim sem auðsýndu okkur hlý- hug og samúð við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföð- ur og afa Óskars Garibaldasonar Hvanneyrarbraut 25 Siglufirði Sérstaklega þökkum við stjórn og félögum í Verkalýðsfé- laginu Vöku á Siglufirði fyrir þá virðingu sem þeir sýndu við minningu föður okkar. Sá straumur samhygðar og vináttu sem barst okkur gleymist aldrei. Hörður S. Óskarsson Dagný Jónasóttir Erla Óskarsdóttir Bragi Ingason Hlynur S. Óskarsson Silke Öskarsson Hallvarður S. Óskarsson Ágústa Lúthersdóttir Hólmgeir S. Óskarsson Ólína Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Skarphéðins Magnússonar Hraunbæ 92 Aðalheiður Sigurðardóttir Magnús Skarphéðinsson Reynir Skarphéðinsson Sigrún Jónsdóttir Kundak Omer B. Kundak Sig. Ægir Jónsson Helga Guðmundsdóttir og barnabörn skerfinu sjálfu, að það verður svo mikið undir leiðtoganum komið, hvort „slys“ á borð við hreinsanirn- ar miklu í Sovétríkjunum eða menningarbyltinguna í Kína verða eða verða ekki. Hin nýja stefna Hin opinbera kenning er á þá leið að eiginlega séu kostir Maós fleiri en gallarnir. En af því að kost- irnir eru all langt í burtu í tíma en gallarnir nálægir þá verður heildar- útkoman all miklu lakari fyrir gamla manninn. Og svo mikið er víst, að ráðamenn eru nú all langt frá því viðhorfi Maós að setja „hug- myndafræðilega baráttu“ á oddinn. Nú segjast menn vera Neyslu- þjóofélag Ef tekið er mið af því sjálfskap- arvíti sem Sovétmenn hafa einatt lent í með ofurvald sinnar mið- stýrðu ríkisáætlunar og grundvall- arótta sinn við smæsta einkafram- tak, þá er margt blátt áfram skynsamlegt í þeirri stefnu sem Deng Xiaoping hefur mótað. Og það er ekki að efa að hún hefur skilað verulegum árangri í lífskjör- um. Gestir sem fara um Kína ný- lega kunna einkum að segja frá stórfelldri uppbyggingu á íands- byggðinni, þar sem bændur eru önnum kafnir við að byggja sér tveggja hæða hús í stað einnar hæð- ar og njóta - a.m.k. þeir sem búa í að þetta sé einskonar framhald af ævafornum hugmyndum Konfúsí- usar um smitandi áhrif hins góða fordæmis. Og lífskjaramunur vex. Útsjón- arsamir grísabændur og sveppasal- ar leggja mörg árslaun verka- manna í banka á hverju ári - eða reisa sér tvflyft hús. Verksmiðja er nefnd og eru mánaðarlaun frá 40 júan og upp í 200 og sat að slíkur munur sé algengur (svipaður launamunur er reyndar algengur í sovéskum fyrirtækjum líka). En það er sem sagt í hagstæðri mat- vælaframleiðslu í námunda við góðan markað og í smákapítalisma í þjónustu sem að hinir kínversku „miljónamæringar" verða einkum til. Tfskufatnaður f búðarglugga raunsæir og viðurkenna það eitt sem hagnýtt er. Aðal atriði í stefnu Dengs Xiaopings, sem hefur í raun ráðið mestu í Kína á undanförnum árum eru á þessa leið: - Ákvarðanir um efnahagsmál eru færðar á fleiri hendur (frávik frá miðstýrðri áætlun). - Aukinn tekjumunur milli ein- staklinga og héraða, og þá vegna þess að meira tillit er tekið til mark- aðsaflanna en áður. - Tekinn er upp einka afnotar- éttur á landi. - Meiri áherslur eru iagðar á framleiðslu og minni á „stéttabar- áttu“. - Slakað er á pólítískum rétt- trúnaði, bæði innávið og útávið. (Pað sem nú síðast var nefnt kemur í utanríkismálum fram í því, að sambúðin við Sovétmenn er ögn skárri eða að minnsta kosti friðsamlegri en hún var. En fyrst og fremst kemur þessi stefna fram í stórauknum samskiptum við Bandaríkin og Japan og í viðleitni til að laða að erlenda fjárfestingar- aðila með ýmsum kostaboðum). frjósömustu héruðunum, húsnæð- iskjara sem eru sjaldgæf í þriðja heiminum. Það eru líka birtar tölur um að í verkamannahverfum í borgum eigi nær hver fjölskylda svarthvítt- litasjónvarp og reiðhjól og sé að fá sér rafmagnsviftu eða kæliskáp. Velmegun og fátækt En þessar framfarir hafa sína bakhlið - en hún er sú, að munur- inn vex á milli þeirra sem betur mega sín og hinna sem fátækir eru. Það er hæðst að jafnaðarvígorðum Menningarbyltingarinnar og sagt, að ef það eigi að gilda að „allir éti úr sama potti“ þá verði allir áfram grautarlitlir. Talsmenn stjórnvalda segja sem svo: Einhverjir verða að auðgast fyrst. Takmarkið er svo að allir verði að lokum efnaðir, og það er sagt það sé skárra að sumir verði ríkir fyrst en að aliir séu fátækir. Þeir sem eru duglegir og fá umbun og efnast, sýna öðrum gott for- dæmi - og segja þeir telja sig vita, Bakhliðin Það er ekki gott að segja hvaða áhrif þessi þróun getur haft þegar til lengdar lætur. Allir hlutir hafa góða hlið og vonda segja Kínverj- ar. Með aukinni velferð kemur sið- ferðisleg hnignun - hvort sem væri í smábraski eða svindli eða alltof op- inskárri hrifningu af öllu því sem vestrænt er. Og það er skorin upp herör gegn „andlegri mengun" - og þá getur það verið að eftirlegu- kindur Menningarbyltingarinnar fari af stað til að ráðast á Deng- stefnuna í heild - undir rós auðvit- að. Og þá grípa yfirvöld aftur inn í og stöðva eigin herferð til að ekki slái' yfir aftur. Þetta er erfið jafnvægislist. En hitt er svo vitað, að Kínverjar hafa á seinni misser- um í vaxandi mæli beitt dauðarefs- ingum gegn bröskurum og mútu- þegum. Þær aftökur segja sína sögu af því hve alvarlegurm augum vald- hafar líta hina „siðferðilegu meng- un“ sem er bakhliðin á þeirri eigin stefnu. Árni Bergmann FASTEIGNASALAN opw UTBORGUN ER 60% SIMAR: 29766 & 12639 2ja herbergja Dalsel m. bílsk. Gnoðarvogur Njarðarg. Grettisg. v.1550þ. v.1400þ. v 900þ. v. 900 þ. 3ja herbergja Engihjalii Hraunstígur Hf Kjarrhólmi. Ásgarður v. 1700þ v.1550þ. v. 1600 þ. v. 1500þ. 4ra herbergja Engjasel v. 1950þ. Hraunbær. v. 1850 þ. Sigtún v. 1900þ. Ásbraut v.1850þ. Engihjalli 4ra herb. — skipti. Þarftu að stœkka við þig? Þá er hér gullið tœkifœri. Okkur vantar 3]a—4ra hor- bergja jarðhœð i Kóp. Á móti kemur 4ra herhergja glœsileg íbúð ■ Engihjalla- blokkunum. Sérhæðir Kópavogur v. 2,6 m. Miðtún v. 3,9 m. Mosabarð Hf. v. 2,2 m. Ásgarður v. 2,7 m. Drápuhlíð v. 2,0m. Einbýli Arnarnes v. 5,2 m. Eyktarás v. 5,8 m. Vallartröð v. 4,2 m. Fagribær v. 2,5 m. Ægisgrund v. 3,5m. Einbýli Melbær v. 4,4 m. HRINGDU STRAX í DAG í SÍMA 29766 OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞESSAR EIGNIR. ÖLAFUR GElRSSON. VIÐSK f R GUONI STEFANSSON. FRKV STJ HVEFIFISGATA 49 101 REYKJAVIK Fimmtudagur 16. ógúst 1984 6 SÍÐA —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.