Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Ludvig Hjálmtýsson Höfum legið undir ámæli Leiðbeiningarfremur en bönn. - Hvernig á að haga reglum °g upplýsingum vegnaferða útlendinga um landið? Mikil umræða á sér nú stað meðal ferðamálaaðilja og annarra, sem afskipti hafa af ferðum útlendinga um landið, vegna þeirra hörmulegu slysa sem orðið hafa á öræfaleiðum að und- anförnu. Margir álíta að reglum um ferðir útlendinga sé ekki nægjanlega fylgt, hópar fari um landið án þess að viðurkenndur leiðsögumaður sé með í för, eins og krafist er í lögum. Jafnframt finnst mönnum að reka þurfi mun harðorðari áróður til þess að vara við hættum þeim, sem bíða fólks á öræfaslóðum, eins og fram kom í máli Hannesar Hafsteins framkvæmdastjóra Slysavarn- arfélagsins við Þjóðviijann á þriðjudag. Þjóðviljinn fjallar um þessi mál í dag og ræðir við menn, sem reynslu hafa af ferðalögum. En í dag efnir stjórn Ferðamála- ráðs til fundar með fulltrúum lög- gæslu, björgunarsveita og fleiri aðilja til þess að fjalla um þessi aðkallandi vandamál. Ludvig Hjálmtýsson, hjá Ferða- málaráði, sagði að þessi mál hefðu að sjálfsögðu verið mikið rædd og ýmsar hugmyndir væru á lofti, til dæmis, að setja sérstaka varúðarmiða í hvern bíl, sem færi upp á hálendið. „Við höfum legið undir svolitlu ámæli“, sagði Lud- vig, „hins vegar hefur mjög mikið verið gert til þess að vara fólk við vá. Þeir sem fara á bílum um landið, koma flestir með ferjun- um. í fyrra höfðum við starfs- stúlkur í báðum ferjunum til þess að afhenda fólki bækling með viðvörunum. Slíka viðvörun fær einmitt það fólk, sem kemur með ferjunni til Seyðisfjarðar. Menn eru að segja að ekki þýði að veifa einhverjum skrautbæklingum, en Pétur Urbancic Misbrestur á að reglum um farar- stjóra sé hlítt Eg tel að það sé nokkur mis- brestur á því að erlendir ferðahópar hlíti þeirri reglu að hafa íslenskan fararstjóra með í ferð, sagði Pétur Urbancic, sem er í stjórn Félags leiðsögumanna. „Við höfum gert svolítið af því að kynna þessa reglu meðal þeirra aðilja, sem skipuleggja ferðir hingað og fengið misjafnar mót- tökur. Þeir sem stunda þessa út- gerð erlendra hópa eru misþokk- aðir. Sumir eru samvinnuþýðir og hlíta öllum reglum, aðrir reyna sem mest að sigla sinn sjó, forðast að kaupa hér vistir eða nokkurn skapaðan hlut, eða greiða fyrir fyrirgreiðslu. - Þessir hópar tjalda jafnvel í grennd við þjónustumiðstöðvar, eins og til dæmis í Skaftafelli, njóta þar allrar þjónustu, en komast hjá því að greiða fyrir tjaldstæðin. Þess- ar reglur voru settar af brýnni þörf og af sárri nauðsyn. Það er spurning, hvort við ætt- um að taka upp svipaða reglu og Grænlendingar, sem hleypa ferðamönnum ekki upp á jökul- inn, nema lögð sé fram trygging fyrir björgunarkostnaði. Það er oft mikið álag á björgunarsveitar- mönnum, sem vinna sín störf í sjálfboðavinnu. Það þarf ekki JORGIÐ* þetta er ritlingur á fjórum tungu- málum, þar sem fólk er varað við þeirri vá, sem kann að bíða. Um hópana á að gilda sú regla að þeim fylgi fararstjóri, sem hlotið hefur viðurkenningu. Samgöngu- ráðuneytið felur Ferðamálaráði að veita þá viðurkenningu. Það eru haldin námskeið fyrir farar- stjóra og reynslan sýnir að þar sem þetta fólk, sem þekkingu hefur, stjórnar ferðum, gerast ekki meiriháttar slys, þótt aldrei sé hægt að fyrirbyggja þau algjör- lega, slíkt er auðvitað ekki hægt. Nú, ef fólk vill ekki taka leiðbeiningum og viðvörunum, þá er ekkert eftir nema bann. Það finnst mér persónulega óyndis- úrræði. Það hefur verið talað um að setja upp skilti á hættulegum stöðum. Það hefur gefist vel á hverasvæðum, en öðru máli gegnir um vöð, sem breytast á skömmum tíma. Mér finnst vel koma til greina að stjórnvöld taki upp eftirlit með þeim bifreiðum sem koma til landsins og gangi úr skugga um að þær séu tryggðar á viðunandi hátt, jafnvel að þær tryggingar nái til hugsanlegra björgunar- launa. _ JH. w Hjalti Kristgeirsson mikið út af að bera, ekki annað en maður villist í Dimmuborgum, þá þarf að kalla út leitarflokk. Sumar ferðaskrifstofur stunda það að senda hingað hópa sem fjölskyldur, eða klúbba. Þetta hefur verið Iátið óátalið ef um er að ræða 10-15 manna hópa. Þeir koma með eigin bíl og reglan er sú að bíllinn á þá að fylgja hópn- um úr landi. En það hefur komið fyrir að þessum bflum er ekið suður á Keflavíkurvöll, fólkið flýgur heim, en bfllinn bíður eftir næsta hópi. Það er átakanlegt að slys skuli verða vegna vankunnáttu og glannaskap, eins og raunin hefur orðið.“ Félag leiðsögumanna hefur sent frá sér athugasemd vegna staðhæfingar í frétt DV 11. ágúst um slysið á fjallgöngukonunum á Herðubreið, en í fréttinni segir að hinn erlendi leiðsögumaður sem leiddi hópinn upp fjallið, hafi fengið „grænt Ijós“ hjá fé- laginu. JH. Arnarflug Samningur við KLM í gær tók gildi samningur milli Arnarflugs og hollenska flugfé- lagsins KLM um aS Arnarflug taki við aðalumboði KLM hér á landi, en það var áður í höndum Flugleiða. Fulltrúar beggja flugfélaganna kynntu þennan samning á fundi í gær og kom þar fram að áætluð er stóraukin kynningarstarfsemi á vegum þeirra. Hollenska félagið mun vera elsta starfandi flugfélag f heimi og allstórt á alþjóðamæli- kvarða. Félögin hafa átt í sam- starfi um tveggja ára skeið og þessi samningur mun ekki breyta miklu um það nema á sviði markaðs- og kynningarmála. -gat Islandskynning þarf að vera raunsærri Ferðalög um ísland hafa í sér fólgnar ýmsar hættur. Menn verða að búa sig undir að mæta misjöfnu, annað er óraunsætt. Til þess að komast hjá háska þurfa menn að hafa til að bera kunnug- leika og geta lagt raunsætt mat á aðstæður. Ef þetta brestur, ann- að, eða hvort tveggja, kunnug- leika og raunsæi, þá geta orðið slys. Þetta sagði Hjalti Kristgeirs- son, hagfræðingur, en hann hefur nokkra reynslu í þessum efnum og hefur mörg undanfarin sumur farið sem leiðsögumaður með ferðahópum um óbyggðir. Hann benti á að það þyrfti í sjálfu sér ekki að koma mönnum svo mjög á óvart þótt slys yrðu tíðari með auknum ferðamanna- straum inn í óbyggðirnar. Sú væri raunin á vinsælum fjallaslóðum, eins og til dæmis í Ölpunum. Mörg slysin hafa hent íslendinga í öræfaferðum á undanfömum árum og engin ástæða til að loka augum fyrir því. Hins vegar vekja hörmulegar slysfarir erlendra ferðamanna að undanfömu spumingar um, hvort nógu vel sé staðið að kynningu og skipulagi hópferða útlendinga um landið. „Mér finnst landkynning opin- berra aðilja og fyrirtækja, sem standa fyrir Islandsferðum, stundum vera svoh'tið villandi“ Háskólinn Eitur lak út Ifyrradag var slökkviliðið kali- að á vettvang upp í Háskóla ís- lands þar sem stórhættulegt eitur- efni hafði lekið út á einni rannsóknarstofunni þar - efnið getur haft skaðvænleg áhrif á hörund, lungu og augu auk þess sem það er afar eldfimt. Tveim mönnum úr slukk viliðinu tókst að hreinsa efnið upp, enda vel búnir í þartilgerðum göllum og með reykköfunartæki. Að sögn eins starfsmanna rannsóknarstofunnar koma slík slys ekki oft fyrir, enda efni af þessu tagi geymd í sérstökum hólfum. Um þetta tilfelli sagði hann að efnið væri geymt á flösk- um sem hefðu komið frá Banda- ríkjunum og sennilega orðið fyrir hnjaski á leiðinni. Hann sagði að engin slys hefðu orðið á mönnum enda gerði efnið strax vart við sig með ógurlegum fnyk og allir því forðað sér í tæka tíð. í fréttatilkynningu frá slökkvi- liðinu segir að notkun eiturefna færist nú mjög í vöxt og sé full þörf á að þjálfa menn í að eiga við þau. ~ gat sagði Hjalti. „Ljósmyndir, kvik- myndir og texti eru oft með þeim hætti eins og verið sé að kynna góðviðrisland, þar sem allir vegir eru færir. Þetta er mikill misskiln- ingur. Ég held að borgarfólk Evr- ópu sæktist engu að síður eftir ferðum hingað, þótt fslands- kynningin yrði svolítið raunhæf- ari. Þetta fólk, sem vanist hefur sléttum strætum og meiri veður- sæld en hér er, yrði þá raunsærra á þær aðstæður, sem bíða þess. íslenskar ferðaskrifstofur eru ekki alltaf ráðhollar sínum við- skiptavinum og hlaupa fullmikið eftir hugdettum erlendra ferða- aðilja, sem eru ekki heppilegar hér. Ég hef til dæmis í huga tvö fjöll, sem fólk er sent á í hópum, Hekla og Herðubreið. Fyrirgreiðsluað- iljar eiga ekki að senda ferða- hópa uppá þessi fjöll. Það er ósköp einfalt mál. - Hekla er virkt eldfjall, sem hefur gosið tvisvar á síðustu fjórum árum, þrisvar á sl. 14 árum og fjórum sinnum undangengin 40 ár. Það hafa myndast stórar auðar skellur utaní fjallinu í sumar. Þarna var lftill hiti snemma sumars, en hef- ur verið að aukast, og núna um miðjan júlí hélt maður ekki hendi niðri í jarðveginum fyrir hita. Það væru sjálfsagt ekki allir leiðsögu- menn fúsir til að vera þarna uppi með hópa nú í aflíðandi ágúst. - Nú, utaní Herðubreið má alls staðar eiga von á grjóthruni, líka í svokallaðri Herðubreiðarupp- göngu, þar sem venja er að fara upp*“ Hjalti sagði að erlendir ferða- menn, sem teymdir væru uppá þessi fjöll væru oft gramir á eftir. Þessar ferðir væru ekki eftir þeirra vilja. „Þetta eru skrið- runnin fjöll og fólki er við fátt verr en brattar skriður. Þessi fjöll eru bara til að horfa á“, sagði HÍalti- JH. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.