Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.08.1984, Blaðsíða 15
IÞROTTIR 4. deild Léttir í úrslitin Léttir úr Reykjavík tryggði sér sæti í úrslitakeppni 4. deildarinn- ar í knattspyrnu f fyrrakvöld með þvf að ná jafntefli gegn Hildi- brandi f Vestmannaeyjum, 1-1. Sigurbjörn Óskarsson skoraði fyrir Hildibrand í fyrri hálfleik en var rekinn útaf f þeim sfðari og þá tókst Léttismönnum að jafna. Þeir berjast þá við Ármann og ÍR um eitt laust sæti í SV-riðli 3. deUdarinnar. Afturelding vann Hauka 5-2 í A-riðlinum. Lárus Jónsson, Ein- ar Guðmundsson, varnarmaður Hauka, Gísli Bjarnason og Rfk- harður Jónsson skoruðu fyrir Mosfellinga en Loftur Eyjólfsson og Páll Poulsen fyrir Hauka. Vorboðinn tapaði 1-6 fyrir Ár- roðanum í lokaleik E-riðilsins á mánudagskvöldið. Rúnar Arason 2, Unnsteinn Sigurgeirsson, Helgi Örlygsson, Garðar Hall- grímsson og Helgi Jóhannsson skoruðu fyrir Árroðann sem einn- ig kryddaði leikinn með sjálfs- marki. Lokastaðan í E-riðli varð þessi: Tjörnes.....8 7 0 1 20-3 21 Vaskur......8 4 2 2 21-14 14 Árroðinn.....8 4 2 2 17-12 14 Æskan.......8 1 1 6 9-19 4 Vorboðinn...8 1 1 6 13-32 4 Yngri flokkarnir Úrslitakeppni í 3. og 4. flokki á íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í dag. Þriðji flokkur verður leikinn í Keflavfk og hefst keppni þar kl. 15.30 en á Selfossi verður 4. flokkur á fullri ferð og þar verður byrjað kl. 13.30 í dag. { 3. flokki eru eftirtalin lið í úr- slitum: KR, ÍA, Gróttaog Höttur sem eru saman í riðli og ÍBK, Fram, ÍK og Þór A. f 4. flokki: ÍA, Stjarnan, Sel- foss og Súlan saman í riðli og Vík- ingur, KR, Grindavík og KA. Leikið verður í riðlum fram á laugardag en úrslitaleikirnir verða á sunnudaginn. Á U- síðunni á morgun verður sagt frá lyktum riðlakeppninnar í þessum flokkum í sumar. KA vann KA sigraði Hött 2-0 á Egils- stöðum á sunnudaginn í síðasta leik B-riðilsins í 1. deild kvenna. Helga Finnsdóttir skoraði í fyrri hálfleiknum og Hjördís Úlfars- dóttir í þeim síðari. Lokastaðan í B-riðli varð þessi: ÞórA...........6 5 0 1 15-3 15 KA.............6 4 1 1 11-2 13 Súlan..........6114 3-15 4 Höttur.........6 0 2 4 3-12 2 Markahœstar: Kolbrún Jónsdóttlr, Þór.......4 Borghlldur Freysdóttir, KA...3 Anna Einarsdóttir, Þór.......3 Þór leikur til úrslita um íslands- meistaratitilinn við Val eða ÍA sem mætast í kvöld á Valsvellin- um. -VS Lyfjanotkun Vésteinn í banni til 8. febrúar 1986! „Tók lyfið samkvœmt lœknisráði“, segir Vésteinn Vésteinn Hafsteinsson hefur verið dæmdur í 18 mánaða keppnisbann af Alþjóða Frjáls- íþróttasambandinu. Vésteinn féll á lyfjaprófi eftir kringlukast- keppnina á Ólympíuleikunum í Los Angeles og var honum tjáð sú niðurstaða í þann mund sem hann var að halda heimleiðis. Alþjóða lyfjaeftirlitsnefnd Ól- ympíuleikanna dæmdi Véstein í bann frá leikunum og Alþjóða Frjálsíþróttasambandið lét það fara sjálfkrafa í gegn hjá sér þannig að bannið tók gildi þann 8. ágúst sl. og gildir til 8. febrúar 1986. Vésteinn sendi frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu í gær: „Ég óska eftir að eftirfarandi komi fram: Fyrir fimm mánuðum síðan tók ég lyf samkvæmt læknisráði vegna meiðsla í öxlum. Læknir minn tjáði mér, að það væri í lagi að nota þetta lyf, það myndi ekki koma fram á lyfjaprófi og væri þar að auki notað í læknisfræði- legum tilgangi til að flýta fyrir uppbyggingu bandvefja. Mistök mín eru fólgin í því að kanna ekki til fullnustu hvort þessar upplýsingar voru réttar varðandi verkun lyfjanna, m.ö.o. að þetta ætti ekki að koma fram á lyfjaprófi Ólympíuleikanna. Að öðru leyti get ég ekki sagt neitt annað en að mér þykir þetta mjög miður. Ég vil biðjast afsök- unar ef það er hægt. Ég vil biðja foreldra mína og fjölskyldu af- sökunar, vinimínaog kunningja, íþróttasamband íslands, Frjáls- íþróttasamband íslands, Ólympí- unefndina og íslensku þjóðina sem styrkti mig til þátttöku í Ól- ympíuleikunum. Ég mun vitaskuld taka út mína refsingu en engu að síður halda ótrauður áfram og vona að mis- tök mín verði öðrum til aðvörun- ar“. -VS 1. deild KR-ingar skárri KR-ingar fengu KA-menn í heimsókn í gærkvöldi í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu. KR var öliu skárri aðilinn í slökum leik og tryggðu sér sigur- inn með tveimur mörkum sem skoruð voru í sitt hvorum hálf- leiknum. Fyrsta færi leiksins kom á 26. mínútu er Ágúst Már átti hjól- hestaspyrnu, en Þorvaldur Jóns- son KA markvörður náði að verja. Fjórum mínútum seinna sparkaði Stefán Jóhannsson bolt- anum frá marki KR, boltinn fyr yfir endilangan völlinn og inn í vítateig Akureyraliðsins þar sem hann sigldi framhjá Þorvaldi markverði, Jón G. Bjarnason reyndi þá skot á markið en í varn- armann KA, boltinn barst til Björns Rafnssonar sem hugðist renna boltanum í markið en Þor- valdur náði að bjarga í horn. Á 37. mínútu er dæmd vítaspyrna á KA eftir að Bergþór Ásgrímsson hafði handleikið boltann innan vítateigs. Sævar Leifsson tók spyrnuna en spyrnti yfir. Tveimur mínútum fyrir leikhlé tókst Vesturbæingunum loksins að komast yfir með stórglæsilegu marki. Einn varnarmanna KA hreinsaði þá frá marki, boltinn fór rétt út fýrir vítateiginn þar sem Björn Rafnsson var á réttum stað. Hann afgreiddi boltann með viðstöðulausu skoti sem hafnaði efst í markhorni Akur- eyrarmarksins. Það skeði síðan lítt markvert alveg þangað til á 82. mínútu en þá skoraði KR sitt annað mark. Hálfdán Örlygsson átti einn veg og vanda að því marki, hann lék á tvo vamarmenn KA og komst inn í vítateiginn þar sem hann sendi stungubolta framhjá Þorvaldi sem var illa staðsettur og í mark- ið. Steingrímur Birgisson átti síð- an síðasta tækifæri leiksins fyrir norðanmenn en skot hans af stuttu færi fór framhjá. KR-ingar voru mun beittari aðilinn í þessum leik og sigur þeirravar sanngjam. Miðvörður- inn Jósteinn Einarsson var þeirra bestur, aðrir ieikmenn jafnir. KA-liðið virtist hálf stefnu- laust mestan hluta þessa leiks, sóknarmenn liðsins voru ekki nægjanlega hreyfanlegir auk þess sem miðjan var ekki nógu sterk. Erlingur Kristjánsson átti góðan leik í vörninni. Þá áttu þeir Ás- björn Björnsson og Mark Duf- field ágæta spretti. - Frosti. Staðan eftir leiki 1. og 2. deildar í gær- kvöldi: 1. deild: ÍA.............13 10 1 2 24-12 31 IBK............13 7 3 3 16-12 24 Valur..........14 5 5 4 19-13 20 Þróttur........13 4 6 3 14-12 18 KR.............14 4 6 4 1 5-20 18 Vfklngur.......12 4 4 4 21-20 16 Þór A..........14 4 3 7 19-21 15 Broióablik.....13 2 7 4 12-14 13 KA.............14 3 4 7 1 9-29 13 Fram...........14 3 3 8 1 4-20 12 í kvöld kl. 19 mætast Víkingur- Þróttur og ÍBK-Breiðablik. 2. deild: FH............12 8 3 1 25-10 27 Vlftlr........13 7 3 3 24-17 24 VöUungur......13 7 2 4 20-17 23 KS............13 6 4 3 18-15 22 NJarðvfk......13 6 3 4 16-12 21 Skaliagrímur ....... 1352 6 21-1917 ÍBÍ...........13 4 5 4 19-19 17 IBV...........12 4 4 4 16-18 16 Tlndastóll....13 2 2 9 1 4-29 8 ElnherJI......13 0 2 11 8-25 2 Leik FH og ÍBV var frestað. 2. dettd Isfirðingar óheppnir Björn Rafnsson skoraði fallegt mark gegn KA I gærkvöldi. Völsungur-ÍBÍ 2-0 Niðurbeygður varamaður ísflrð- inga, Helgi Indriðason, tannsmiður og hagyrðingur í frfstundum, bölvaði Geir Guðsteinssyni dómara í hástert eftir leikinn. Ástæðan skiljanleg, mark Helga dæmt af og fsflrðingar óheppnir og klaufskir að fá ekkert útúr Húsavíkurferðinni. Fyrri hálfleikur fádæma leiðinlegur og slakur, en ísfirðingar sóuðu fjölda færa. Miklu betri bolti í seinni hálfleik og uppskeran sömuleiðis. Á 23. mín. fékk Jónas Hallgrímsson boltann á 3. deild Einvígi Fylkis og Reynis Fylkir vann 2-0 í Ólafsvík í gœrkvöldi Fylkir og Reynir Sandgerði berjast nú um sigur í SV-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu. í gærkvöldi unnu Fyikismenn afar þýðingarmikinn sigur á Vfldngi í Olafsvík, 2-0, og Reynir Snæfell 4-1 í Sandgerði. vann Fylkismenn skomðu eitt mark í hvomm hálfleik í Ólafsvík, Ósk- ar Theodórsson var þar að verki í bæði skiptin og vom bæði mörkin glæsileg að sögn heimamanna. Víkingar em þar með orðnir næsta vonlausir um 2. deildarsæt- ið, slagurinn er milli hinna tveggja. Snæfell hleypti miklum skrekk í Reynismenn í fyrri hálfleiknum og skoraði eina mark hans. Guð- mundur Stefán Manasson var þar að verki. Reynir tók svo öll völd í síðari hálfleik og skoraði fjórum sinnum. Ómar Björnsson gerði tvö markanna og Jón Sveinsson og Hjörtur Jóhannsson eitt hvor. HV tryggði sæti sitt í deildinni með því að vinna Selfyssinga 3-2 á Akranesi. Egill Ragnarsson kom HV yfir en Heimir Bergsson jafnaði fyrir hlé. Elís Víglunds- son tók til sinna ráða í síðari hálf- leik, skoraði fyrst hartnær frá miðju og síðan beint úr auka- spyrnu. Þórarinn Ingólfsson minnkaði muninn fyrir Selfoss en HV hefði getað unnið stærra, Sæ- mundur Víglundsson þrumaði af sínum kunna krafti langt útá Langasand úr vítaspyrnu. Þrenna Erlu Breiðablik vann Víking 5-0 á Víkingsvellinum í 1. deild kvenna f knattspyrnu í gærkvöldi. Erla Rafnsdóttir skoraði 3 mörk, Lára Ásbergsdóttir og Sigrún Sævars- dóttir eitt hvor. Þetta var loka- leikur liðanna og í dag halda Breiðabliksstúlkumar til V.Þýskalands í keppnis- og skemmtiferð. - BV. markteig en fór að dæmi tsfirðinga og skaut uppí skýin. En þremur mín. seinna kom fyrra markið. Afspyrnu- góð samvinna þjálfara Völsungs, Helga í Grafarbakka og Begga í Skálabrekku, endaði með því að sá síðarnefndi var niðursparkaður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd sem Jónas skoraði úr (tvítekið). Fimm mín. síðar bættu Völsungar öðru marki við. Feykigóð sókn þar sem boltinn var látinn ganga kanta á milli, stungið inná markteig þar sem knötturinn milliienti á ristinni á Wil- helm West Fredriksen og þaðan í net- ið. í lokin skoruðu Vestfjarðarbúar mark og var þar að verki hinn geð- prúði sómapiltur, Helgi Indriðason, en Geir dæmdi markið af. Á síðustu mín. varði Gunnar Straumland hreint út sagt vel, meistaralega fast skot Rúnars Vífilssonar. Fegnir Völsung- ar kættust við úrslitum, ísfirðingar sárir útí dómarann og kenndu honum tapið. —AB/Húsavík Skallagrímur-KS 1-2 Siglflrðingar eru komnir á fullu í slaginn um 1. deildarsæti en naumt var það f Borgarnesi, jafntefli í mikl- um baráttuleik hefði verið sann- gjarnt. KS tók forystuna á 24. mínútu. Hroðaleg varnarmistök heima- manna, Oli Agnarsson náði í kjölfar þeirra að hirða boltann úr höndum Kristins Amarssonar markvarðar og skjóta í vamarmann og í netið. Siglfirðingar björguðu á línu í fyrri hálfleik frá Jóni Ragnarssyni. Á 59. mín. björguðu þeir aftur á línu, það var skammgóður vermir því boltinn hrökk út til heimamanns sem var felldur. Vítaspyrna, og úr henni jafnaði Ólafur Jóhannesson. Rétt á eftir varði Kristinn glæsilega skalla frá Óla og hinum megin forð- uðu gestimir enn á marklínu, nú frá Birni Axeissyni. Á 75. mínútu náði KS skyndisókn og fékk vítaspyrnu sem Colin Thacker skoraði úr sigur- markið, 1-2. Skallagrímur sótti lát- laust eftir það og hefði átt að fá víti undir lokin en ekkert var dæmt og Siglfirðingar fóru norður með þrjú stig. -VH/Borgarnesi Tindastóll-Víðir 0-2 Tvö mörk Vfðismanna á síðustu sex mfnútunum á Sauðárkróki f gær- kvöldi sáu til þess að þeir halda sig f öðru sætinu. Eftir langvarandi hama- gang í vítateig Tindastóls á 84. mínútu fékk Víðir horn og uppúr því skoraði Danfel Einarsson með fallegu skoti í bláhomið. Á 90. mínútu var svo mik- ill darraðardans f teig Tindastóls, Árni Stefánsson varði hörkuskot eftir aukaspymu en Vfðismenn náðu að fylgja og koma boltanum yflr mark- Ifnuna, 0-2. Leikurinn var mjög jafn en lítið um færi, mest vegna hinnar síbitlausu framlínu Tindastóls. Víðismenn björguðu á línu á 37. mín. og Gísli Heiðarsson varði mjög vel skot Árna Ólasonar á 59. mín. Þá skaut Björn Sverrisson framhjá opnu Víðismark- inu á lokasekúndunum. Grétar Einarsson var líflegur í Víð- isliðinu sem var langt frá því að vera sannfærandi. Árni markvörður var bestur Tindastólsmanna, var alls ráð- andi í sínum vítateig og stjómaði sín- um mönnum vel. Dómgæsla Hjálm- ars Baldurssonar var hroðaleg og ætti hann að snúa sér að einhverju öðru. -PS/Sauðárkróki Fimmtudagur 16. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.