Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 1
JflQÐVIUINN 184. tölublað 49. árgangur > í ’■ ■ ■ -- - •■■■■ ■ ■ <■ ■■. MANNLIF Loðnudeilan Tvö dönsku loðnuskipanna eru í eigu íslendinga - Fœreyingar hœttir veiðum Íslendíngar hitta á vissan hátt sjálfa sig fyrir í þeirri deilu, sem stendur um loðnuveiði á svæðinu milli Grænlands og Jan Mayen. Tvö þeirra dönsku skipa, sem þarna hafa veitt loðnuna að undanförnu eru í eigu íslenskra aðila. Þetta eru ísafold og Geysir, sem gerð eru út frá Hirtshals á Jótlandi, en Árni Gíslason, skip- stjóri og útgerðarmaður, mun eiga stóran hlut í því fyrirtæki, sem gerir bátana út og meðal áhafna þeirra eru íslendingar. ísafold fékk raunar leyfi til að stunda loðnuveiðar hér við land fyrir sjö árum og þurfti sérstaka lagaheimild frá Alþingi til. En kvótaskipting loðnuveiða var þá ekki orðið jafn viðkvæmt mál og nú. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra átti í gær viðræður Pingvallaveðrið Hæglætis- veður „Ég er að vona að stórrigning- um sé lokið í allra nánustu fram- tíð. Veðrið um helgina verður hér sunnan- og vestanlands aðgerðar- lítið,hæg vestan eða suðvestan átt og súld öðru hvoru. Hvað svo gerist upp úr helginni er ekki gott að segja, og gæti svo sem farið að rigna þá aftur svo um munar, því þetta er býsna þrálátt tíðarfar", sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í gær. Allt útlit er því fyrir að Alþýðu- bandalagið í Reykjavík fái eins gott ferðaveður á Þingvöll á morgun og hægt er að búast við sunnanlands. - ekh. Trausti Jónsson spáir eins góðu ferðaveðri og hægt er að búast við á Suðurlandi um þessar mundir. við lögmann Færeyja, Pauli Ell- efsen og Klassberg, sjávarútvegs- ráðherra. Féllust Færeyingarnir á að hætta loðnuveiðunum á um- deilda svæðinu. Færeysku skipin munu raunar vera búin að veiða það magn, sem þeim var ætlað af Dönum, eða sjö þúsund tonn. Hins vegar höfðu þeir áhuga á að fá þann kvóta aukinn. Danir ætla sér að veiða 15 þúsund tonn á þessari umdeildu fiskislóð og þeir munu vera langt komnir að ná því magni. -Ætti þessi nágrannakrit- ur þá að vera úr sögunni í bili, en eftir er að semja um endanleg mörk fiskveiðilögsögunnar milli Grænlands og Jan Mayen. Koma þeir samningar væntanlega til kasta Grænlendinga, sem losna undan Efnahagsbandalaginu um áramót. Fjöldi norskra skipa hefur ver- ið að veiðum á loðnumiðunum að undanförnu. Loðnan virðist vera á hraðri leið suður á bóginn og var á þriðjudag um 60 mflur utan við íslensku lögsöguna. íslenski flotinn má aftur bíða til 1. októ- ber eftir því að elda grátt silfur fyrra. - Mörg þessara skipa eru veiðum, önnur á bolfiskveiðum, við loðnuna. - 52 skip hafa leyfi að verða eða orðin verkefnalaus, en þau fengu mjög takmarkaðan til þessara veiða, jafn mörg og í en sum hafa verið á rækju- kvóta til þeirra veiða. JH. Loðnuflotinn á umdeilda svæðinu. Meðal skipanna eru danska skipið Geysir og færeyska skipið Pólaris, sem væntanlega er nú komið heim á leið, en myndin var tekin um helgina. Á myndinni í rammanum neðst til vinstri er Geysir að veiðum á umdeilda svæöinu. (slendingar eiga stóran hlut í útgerðarfyrirtækinu í Hirtshals sem gerir skipið út. (Mynd: S.H.). Samningarnir Verslunarmenn klofnir Megn óánœgja ífélögunum útá landi með samningaviðrœður Verslunar■ mannafélags Reykjavíkur Undirbúa mun harðari kröfugerð en VR Megn óánægja er nú ríkjandi meðal forystumanna ýmissa verslunarmannafélaga úti á landi yfir því að Verslunarmannafélag Reykjavíkur skuli standa í samn- ingum við atvinnurekendur án þess að hafa haft nokkurt samráð við félögin útá landsbyggðinni. Af þeim sökum var á laugar- daginn haldinn sérstakur fundur í Keflavík með fulltrúum verslun- armannafélaga sem hafa sagt upp samningum. Á fundinum mættu meðal annars fulltrúar flestra stærstu félaganna utan Reykja- víkur, meðal annars frá Akureyri og úr Árnessýslu. Einn fulltrúanna sem var á fundinum sagði við Þjóðviljann að það væri ljóst að þeir samning- ar sem gerðir yrðu í Reykjavík myndu að sjálfsögðu gefa tóninn fyrir samninga við verslunar- mannafélögin útá landsbyggðinni hka, og því væri það mjög nauðsynlegt að þau fengju að hafa einhver áhrif á gang mála. „Það er hreinlega ekki hægt að horfa fram hjá því að kjör versl- unarmanna útá landsbyggðinni eru miklu lakari en í Reykjavík. Það er vitað mál að yfirborganir sem tíðkast hjá verslunar- mönnum í Reykjavík, þær eru ekki til hjá okkur útá landsbyggð- inni“. Á fundinum í Keflavík voru ennfremur lögð drög að sam- eiginlegri kröfugerð sem verður lögð fyrir atvinnurekendur útá landi. Samkvæmt öruggum heim- ildum Þjóðviljans eru þessar kröfur mun hærri en þær sem Verslunarmannafélag Reykja- víkur hefur viðrað við viðsemj- endur sína.; Frá kröfum VR er greint annars staðar í Þjóðviljan- um í dag. - ÖS. Sjá bls. 3 SKRANING I SUMARFERÐINA í SÍMA 17500 18. AGUST

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.