Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Háski á hálendinu Tíð banaslys á öræfum hafa vakið fólk til umhugsunar um skipulag hálendisferða á ís- landi. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera undrun- arefni að vaxandi ferðamannastraumi fylgi tíð- ari slys á fjöllum. Það hafa menn fengið að reyna t.d. í svissnesku Ölpunum og í fjalllendi á Norðurlöndum se'm verður æ vinsælla til skíða- og gönguferða. Það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að íslendingar fara marg- ir óvarlega á hálendinu, lítt útbúnir og án þess að hafa reynt og staðkunnugt fólk með í för. Af slíkri óvarkárni hafa mörg slys hlotist og þurft að kosta til miklu björgunarumstangi er fólk hefur villst á fjöllum. Ljóst er að á mörgum sviðum má gera betur en nú er gert í því að leiðbeina fólki um há- lendið. Þegar til lengri tíma er litið verður að gæta þess að hafa landkynningu á þann veg að hún villi ekki um fyrir erlendu ferðafólki. Að kynna (sland sem góðviðrisland þar sem allir vegir eru færir er ekki heillavænlegur áróður. Á hinn bóginn er heldur ekki sérlega fýsilegt að kynna landið sem gósenland fyrir þá sem vilja leggja ásig glæfraleg ferðalög. Áherslu verður að leggja á að þeir sem til íslands koma séu við misjöfnu búnir og geti lent í háska. Til þess að komast hjá háska þurfa menn að hafa til að bera kunnugleika og geta lagt raun- sætt mat á aðstæður, eins og kunnur leiðsögumaður kemst að orði í samtali við Þjóðviljann. Það þarf því að finna leiðir til þess að framfylgja lögum um að menntaðir leiðsögumenn séu í för með ferðamannahóp- um. Á þessu hefur greinilega verið einhver misbrestur og ferðaskrifstofur þurfa aðhald í, þessum efnum. Því hefur verið haldið fram að' sumar ferðaskrifstofur hér séu ekki ráðhollar erlendum samstarfsaðilum og hlaupi á eftir ýmsum óskynsamlegum hugdettum þeirra. Þannig er t.d. í tíma og ótíma verið að senda hópa á fræg fjöll eins og Herðubreið og Heklu, enda þótt uppganga á þessi skriðrunnu fjöll sé engin skemmtiganga og geti verið stór- varasöm, sérstaklega óvönu fólki. Það þarf greinilega að reka harðari áróður til þess að vara við háska á hálendinu er útlend- ingar koma til landsins, meðan á dvöl þeirra stendur og sömuleiðis gagnvart okkur sjálfum. í þessum efnum hafa komið fram margar til- lögurhéríÞjóðviljanum.Hættulega staði á há- lendinu, þar sem sérstakrar aðgæslu er þörf, ætti að merkja sérstaklega með viðvörunum. Hugsanlega væri hægt að koma upp viðvör- unarkerfi þar sem sérstakir eftirlitsmenn og landverðir létu vita af síbreytilegum aðstæðum áfjallaslóðum. Þeim upplýsingum mætti síðan koma áleiðis um ríkisútvarpið á íslensku og erlendum málum. Slíkar viðvaranir eru al- gengar í erlendum útvarpsstöðvum. Þá hefur verið nefnt að ferðahópum og fólki sem augljóslega kemur hingað til þess að leggja í fjallaferðir á stórum bílum sé gert skylt að leggja fram sérstaka björgunartryggingu áður en haldið er af stað. Það væri þá bæði hugsað sem viðvörun og til þess að standa straum af kostnaðarsömum leitar- og björgunaraðgerð- um. Það er ánægjuefni að þeir aðilar sem fást við slysavarnir og björgunarstörf skuli nú ræða það í sínum hópi hvað hægt sé í sameiningu að gera til þess að bæta öryggi í ferðalögum um íslenskar fjallaslóðir. Hinsvegar hljóta hin tíðu slys undanfarið einnig að vera áminning til þeirra sem efla vilja ferðamannaiðnað á ís- landi um að best sé að fara að öllu með gát og kalla ekki yfir sig fleiri ferðamenn en landið og skipulagið þolir. KUPPT OG SKORIB Staða ríkissjóðs Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra hefur nú tilkynnt með lúðraþyt og söng að staða ríkissjóðs sé afskaplega góð. Eiginlega sé hún um það bil milj- arði króna skárri en á sama tíma í fyrra - og gekk þá allt býsna vel. Albert er að sjálfsögðu nokkuð kotroskinn yfir þessari nýju - og óvæntu stöðu ríkissjóðs enda Iak- ara að vera fjárskylft í haust þeg- ar þarf að íeiðrétta launin hjá BSRB. Mogginn fúll Morgunblaðið er ekkert yfir sig ánægt með hina góðu stöðu ríkissjóðs - en bendir á, að tekju- öflun ríkissjóðs sé að jafnaði meiri á síðari hluta ársins en þeim fyrri. Morgunblaðið gerir sér enda vel grein fyrir að batnandi staða ríkissjóðs er pólitískt útspil í komandi samningum. Þorsteinn líka Og það eru fleiri en Morgun- blaðið sem telja að illa gangi hjá Albert - og nauðsynlegt sé að taka af honum völdin í fjármála- ráðuneytinu. Þannig klifar Þor- steinn Pálsson á því í síbylju, að nauðsynlegt sé að taka ríkis- fjármálin föstum tökum, eitthvað verði aðgera... Steingrímur Her- mannsson lætur að því sama liggja í viðtali við NT í gær: „Það þarf að fara af miklum krafti í það núna að ná fjárlögum saman." Og þá er undanskilið, að taka eigi stjórn fjárlagagerðarinnar úr höndunum á fjármálaráðherran- um. Meiri þensla í leiðara Morgunblaðsins var vitnað í Ragnar Arnalds fyrrver- andi fjármálaráðherra: „Ragnar benti á að afkoma ríkissjóðs í ár bæri þess glögg merki að þeir þættir sem ríkissjóður hefur mestar tekjur, söluskattur og tollar, hefðu hækkað meira en tvöfalt meira í ár en hæsti útgjaldaliðurinn, launin“. Með öðrum orðum, launin liggja enn eftir og þyrftu að hækka um helming til að ná í skottið á öðr- um útgjaldahækkunum ríkis- sjóðs. Býr sig undir að borga Það er greinilegt að fjármála- ráðherra hefur búið sig undir að þurfa að taka stórar ákvarðanir í samningum við BSRB. Ríkis- sjóður hefur verið á höttunum eftir hverri smákrónu skattborgaranna til að vera betur í stakk búinn til að mæta óvænt- um útgjöldum - mikilli launa- hækkun í haust. Að vísu segir Al- bert, rétt til að fela tilganginn, að hin góða staða ríkissjóðs sé til komin vegna þess hve hann hafi veitt mikið aðhald. En það er nú bara til að stríða flokksbræðrun- um sem fjármálaráðherra tekur svo til orða.Víst er að ráðherr- ann býr sig undir að borga starfs- mönnum ríkisins betur í haust heldur en hingað til. Eltir hvern eyri í þessum tilgangi hefur fjár- málaráðherrann elt uppi hvern eyri. Þannig erfarið að innheimta tolla af erlendum bókum sem ein- staklingar og bókasöfn kaupa af og til inn til landsins - og er einkar smásmugulegt og ómerkilegt að byrja skyndilega auka gjaldtöku af bókum. Morgunblaðjð segir enda í leiðara á dögunum um það mál: „Það er til vansæmdar að leggja söluskatt á slíka þekking- aröflun einstaklinga". Undir það sjónarmið skal hér tekið um leið og bent er á að ýmis bókasöfn verða einnig fyrir barðinu á þess- ari smásmygli fjármálaráðherr- ans. í rauninni furðulegt að sama ráðuneyti og veitir hlutafélögum margháttuð skattafríðindi og ívilnanir, gefur sumum skemmtifyrirtækjum eftir sölu- skatt og fleira, - skuli vera á höttunum eftir peningum af bókum og gera þannig menning- arstarfsemi erfitt fyrir. Hitt skal ekki útilokað, að Albert sé að safna uppí BSRB kröfurnar, en hann hefur svo sannarlega í önnur hús að venda til að afla fjár heldur en í vasa bókakaupenda. Nokkrar leiðir Fjármálaráðherra gæti sem hægast staðið fyrir breytingum á skattalöggjöfinni í það form að fyrirtækin og hlutafélögin skili aftur meiri fjárupphæðum í ríkis- kassann. Hann gæti auðveldlega tekið upp lúxusskatta á dýra bfla, bruðlfjárfestingar verslunarinnar og svo framvegis. En jafnvel þótt hann geri ekkert slíkt, verður rík- issjóður nú aflögufær í komandi samningum við BSRB. Einsog Morgunblaðið bendir einnig á, þá eiga tekjur ríkissjóðs sam- kvæmt hefðinni enn eftir að vaxa seinni hluta ársins. Ný staða? Einsog kunnugt er vilja ýmsir sjálfstæðismenn og framsóknar- menn hressa uppá ríkisstjórnina með því að fá Þorstein Pálsson inní hana. Eitt afbrigðið af mannabreytingunum er, að Geir Hallgrímsson hætti, Matthías Á. Mathiesen verði utanríkisráð- herra, Albert Guðmundsson verði viðskiptaráðherra og Þor- steinn Pálsson fjármálaráðherra. Albert Guðmundssyni og hans mönnum finnst hann vera kom- inn nógu langt útí hornið þó að slíkar hrókeringar komi ekki til. Albert þarf á einhverri lyftistöng að halda til að verða aftur maður með mönnum í opinberri um- ræðu og innan ríkisstjórnarinnar. Veglegir samningar fjármálaráð- herrans við BSRB gætu sett hann í slíka óskastöðu, inná við og útá- við, „Maðurinn sem þorði“, - yrði þá „maðurinn sem þorir“. -óg. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Össur Skarp- héðinsson. Ljó8myndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Husmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudaqur 17. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.