Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 5
Fellið af eftir bláan garð. Frágangur: Lykkið saman á hægri öxl. Saumið ermar í, athug- ið að láta ganga á misvíxl um 3 garða á vinstri öxl því hún leggst þannig út af tölunum. Takið upp með grænu 48 lykkjur í hálsmáli. Prjónið slétt á réttu, brugðið á röngu, 4 umferðir. f 5. umferð er gert hnappagat eins og áður, prjónið alls 7 umferðir. Prjónið þá eina bláa umferð og takið 4 lykkjur úr með jöfnu millibili. Prjónið slétt með bláu til baka. Prjónið síðan með grænu til baka, aukið 4 lykkjur út í 3. um- ferð og gerið hnappagat. Fellið af eftir 7 umferðir. Saumið saman að innanverðu og á hliðum. Fest- ið tölur. Athugið að gott getur verið að varpa í hnappagöt ef þau eru laus. Húfa Eyrnaleppar: Fitjið upp 3 lykkj- ur. Prjónið garðaprjón. Aukið út eina lykkju í byrjun hverrar um- ferðar uns 16 lykkjur eru á prjón- inum. Prjónið tvo garða til við- bótar. Hinn leppurinn prjónaður eins. Kollurinn: Fitjið upp 8 lykkjur, prjónið upp annan leppinn, fitjið upp 24 lykkjur, prjónið hinn leppinn og fitjið upp 8 lykkjur. Prjónið síðan þessar 72 lykkjur fram og til baka. Prjónið uns húf- an mælist um það bil 10 cm. Takið úr þannig: Prjónið 6 lykkjur. Prjónið 2 sam- an. Endurtakið út prjóninn. Prjónið eina umferð. Prjónið 5 lykkjur og síðan 2 saman. Endur- takið út prjóninn. Prjónið eina umferð. Svona er haldið áfram uns 9 lykkjur eru á prjóninum, þá er dregið í þær allar í senn. Húfan er síðan saumuð saman að aftan. Síðan eru hekluð bönd í eyma- leppana. JP/Þórunn Hjalti Hrafn í peysunni og með húfuna sem við erum með uppskriftir að. mynd - eik. Þegar líða fer á ágústmánuð er ekki seinna vænna að taka upp prjónana. Börnin þurfa nýja hlýja peysu sem allra fyrst. Mannlífi þótti því tilvalið að fá hannaða uppskrift að peysu úr góðu gami á pijóna sem eru nógu grófir til þess að þrjónaskapurinn taki ekki of langan tíma. Peysan er hæfilega stór á tveggja ára aldurinn. Sérfræðing- ur okkar notaði Fidji Jakobsdals garn sem er 55% bómull og 45% akryl. Garnið má þvo í 40° heitu ■ vatni og heldur peysan alveg lögun sinni eftir þvott. í peysu og húfu fóru 3 bláar hespur, 2 græn- ar og ein grá. Aðferð við peysu Bolur: Fitjið upp með bláu gami á prjóna nr. 4, 86 lykkjur. Prjónið fram og aftur garðaprjón 7 umferðir (4 garðar). Prjónið slétt í hring með grænu. Aukið út í fyrstu umferð 42 lykkjur þannig að það verða 128 lykkjur á prjón- inum. Munstur: 10 umf. grænt (slétt prjón) 1 garður blátt (1 slétt, 1 bmgðin) 15 umf. grátt 1 garður blátt 10 umf. grænt 1 garður blátt 5 umf. grátt 1 garður blátt' 5 umf. grænt 1 garður blátt 3 umf. grátt 1 garður blátt 5 umf. grænt 1 garður blátt Þá er lykkjufjöldanum skipt í tvennt og bak- og framstykki prjónað hvort í sínu lagi (64 lykkjur á hvom stykki) Framstykki: Prjónið 18 garða og þá er gert hálsmál þannig að geymdar eru 10 lykkjur í miðju. Tekiðerúrí hvorrihlið: 1x3,1x2, og lxl í annarri hvorri umferð. Þá er 21 lykkja eftir á hvorri öxl. Hæ. öxl: Prjónaðir 24 garðar, lykkjur geymdar. Vi. öxl: Þegar prjónaðir hafa ver- ið 24 garðar eru gerð 2 hnappagöt á eftirfarandi hátt: 1 lykkju er slegið upp á prjón og 2 lykkjur prjónaðar saman. Síðan eru 3 garðar prjónaðir til viðbótar. Fellið af. Bakstykki: Prjónið 24 garða. Fellið af 21 lykkju og geymið 23 í miðjunni. Prjónið 3 garða til við- bótar því þar verða tölur festar á vinstri öxlina. Fellið af. Ermar Fitjið upp 22 lykkjur á prjóna nr. 4. Prjónið 7 umferðir garðaprjón (4 garðar). Prjónið í hring samkvæmt munstri. Aukið út í fyrstu umferð þannig að 42 lykkjur verða á prjóninum. Síðan á að auka 2 lykkjur undir hendi með jöfnu millibili 10 sinnum og þá em 62 lykkjur á prjóninum. UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR Föstudagur 17. ágúst 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.