Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 15
iÞRorriR r Helgar- sportið Knattspyrna í 1. deild karla verður leikin 15. umferðin af 18 um helgina og að henni lokinni ættu línur að vera enn skýrari en áður. Á morgun kl. 14.30 leika ÍA og KA á Akranesi og kl. 19 á sunnudagskvöld Fram og ÍBK á Laugardalsvellinum. Tveir leikir eru á mánudagskvöld- ið kl. 19, Þór-KR á Akureyri og Þróttur-Valur á Laugardalsvelli. Umferðinni lýkur reyndar ekki fyrr en á þriðjudagskvöid með leik Breiðabliks og Víkings. í 2. deild verða fimm leikir á morgun kl. 14. Víðir- Skallagn'mur í Garðinum, ÍBÍ- Tindastóll á ísafirði, KS-FH á Siglufirði, ÍBV-Njarðvík í Eyjum og Einherji-Völsungur á Vopna- firði. í 3. deild leika Snæfell-ÍK, Magni-HSÞ.b, Leiftur-Þróttur N, og Valur Rf.-Huginn á morgun kl. 14 og Grindavík-HV og Selfoss-Reynir S. kl. 14 á sunnu- dag. Bautamótið árlega hefst á Ak- ureyri kl. 19.30 í kvöld. Þar leika níu lið í tveimur riðlum, f A, KA, ÍBÍ, Fram og Víðir í A-riðli og Víkingur, Þór A, KR og Valur í B-riðli. Úrslitaleikir mótsins fara fram á sunnudaginn. Um helgina ráðast úrslit á ís- landsmótinu í 3. og 4. flokki. f 3. flokki fer úrslitakeppnin fram í Keflavík og lýkur með úrslita- leikjum á sunnudag. Þá lýkur einnig keppni 4. flokks á sama hátt á Selfossi. Golf Norðurlandsmótið verður haldið á Sauðárkróksvelli um helgina, laugardag og sunnudag. Leiknar verða 36 hoiur, með og án forgjafar. Golfklúbbur Selfoss heldur sitt árlega Hitatchi boðsmót laugar- daginn 18. ágúst á Alviðruvelli við Sog. Ræst verður út frá 9 - 1 og leikið verður með og án forg- jafar. Verðlaun eru sérlega glæsi- leg. Þar á meðal verður lit- sjómvarp fyrir holu í höggi á 9. braut og videotæki fyrir holu í höggi á sjöttu braut. Þá verða líka verðlaun handa þeim sem verða næstir holu á áðumefndum brau- tum. Öll verðlaun eru gefin af umboðsaðila Hitatchi á fslandi, Viiberg og Þorsteinn Radíóstofa. Frjálsar íþróttir Bikarkeppni FRÍ verður haidin um helgina. Keppni í 1. deild fer fram á Laugardalsvellinum laug- ardag og sunnudag og 2. deildin á Húsavík sömu daga. Keppni í 3. deild fer fram á Höfn í Hornafirði á morgun, laugardag. 1. deild IBK eygir von Vann heppnissigur á Breiðabliki, 2-1 Með 2-1 sigrinum á Breiðabliki í gærkvöldi hafa Keflvíkingar treyst stöðu sína í 2. sæti I. deild- arinnar í knattspyrnu, og eiga enn örlitla von um efsta sætið. Leikurinn var hins vegar ekki góður hjá Keflvíkingum því Breiðablik sótti meira en glutraði góðum færum, þar á meðal víta- spyrnu. Leikurinn hófst með mikilli sókn Keflvíkinga en er líða tók á fyrri hálfleik náðu Blikar yfir- höndinni, og spiluðu sig oft í gegnum afar slaka vöm ÍBK. Sig- urjón Kristjánsson átti gott færi á 23. mín. en Þorsteinn Bjarnason varði. Nokkm seinna átti einnig Þorsteinn Hilmarsson gott skot að marki ÍBK en framhjá. Á 34. mín. er Jóni Oddssyni bmgðið innan vítateigs ÍBK og var hik- laust dæmd vítaspyma. Þorsteinn Hilmarsson tók hana en fast skot hans small í marksúlu svo söng í. Fyrsta markið kom á 43. mín. og var þar að verki Ragnar Mar- geirsson er einlék frá miðju og gegnum vörn Breiðabliks og sendi knöttinn í bláhornið. Lag- legt mark. í seinni hálfleik vom Keflvík- ingar aðeins frískari og leikurinn jafnaðist. Á 69. mín. átti Ragnar þmmuskot á Blikamarkið en rétt framhjá. Mínútu seinna komst Jón Gunnar Bergs í gott færi í vítateig ÍBK en varð of seinn til og skaut í vamarmann. En á 76. mín. var hann aftur á ferð og skoraði með þmmuskoti, 1-1. Aðeins tveimur mínútum seinna skomðu Keflvíkingar sigurmark- ið. Ragnar gaf fallega sendingu til Ingvars Guðmundssonar sem þmmaði í netið, 2-1. Á síðustu mínútu fengu Blikar svo færi til að jafna eftir mistök í vörn ÍBK - Jóhann Grétarsson náði boltan- um en skaut rétt framhjá. Ragnar var maður leiksins - átti frábæran leik. Magnús Garðarsson var frískur en vörnin hjá ÍBK var kærulaus með afbrigðum. Friðrik Friðriksson átti mjög góðan leik í marki Breiðabliks og Sigurjón lék einnig vel. Baldur Scheving dómari átti ekki góðan dag. Áhorfendur voru í færra lagi enda skítakuldi. -ÞBM/Suðurnesjum Staðan 11. deildarkeppninni: (A ...13 10 1 2 24-12 31 ÍBK ...14 8 3 3 18-13 27 Valur ...14 5 5 4 19-13 20 Þróttur ...14 4 7 3 14-12 19 KR ...14 4 6 4 15-20 18 Víkingur ...13 4 5 4 21-20 17 Þór A ...14 4 3 7 19-21 15 Brelöablik... ...14 2 7 5 13-16 13 KA ...14 3 4 7 19-29 13 Fram ...14 3 3 8 14-20 12 1. deild kvenna IA mætir Þór ÍA leikur til úrslita við Þór frá Ak- stúikurnar, sáu og sigruðu KR 1-0 í ureyri um íslandsmeistaratitilinn i nokkuð jöfnum leik. Lokastaðan í A- kvennaknattspyrnu 1984 - það komst riðli varð því þessi: á hreint í gærkvöldi er Skagastúlk- i. urnarnáðuO-Ojafntefli við Valá Val- BröiiuiKi'iir". „ I ? í svellmum í síðasta leik liðanna. Valur Valur. 10 6 3 1 28-7 21 sótti mjög en ÍA varðist af krafli og ÍBÍ.. 10 4 0 6 12-18 12 hélt stiginu. KR.............10 3 0 7 1 0-20 9 Á KR-vellinum komu ísafjarðar- Vikingur.......10 0 0 10 3-48 0 1. deild Fátt um fína Víkingur og Þróttur skildu jöfn i 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu í einum slakasta leik sum- arsins. Leikið var á hinum þrönga Valbjarnarvelli og hvort sem það var aðalorsökin eða ekki þá var fátt um fína drætti, mikið um tæklingar en annars var áhug- inn ekki mikill hjá liðunum. Algjört jafnræði var með Iið- unum í fyrri hálfleik, nokkuð um sæmileg marktækifæri þó aðeins einn „dauðasjens“. Það var á 44. mínútu er þeir Kristinn Guð- mundsson og Heimir Karlsson spiluðu sig í gegnum vörn Þrótt- ar, sóknin endaði með skoti Kristins af stuttu færi en Guð- mundur Erlingsson náði að verja. Þróttarar voru síðan mun á- kveðnara liðið í byrjun seinni hálfleiks og sköpuðu sér þá þrjú markfæri. Fyrst skot Páls Ólafs- sonar af stuttu færi varið, þá áttu þeir Kristján Jónsson og Sigurður 3. deild Hallvarðsson báðir skot yfir. Víkingar náðu síðan undirtökun- um og spiluðu þá oft þokkalega úti á vellinum en þeim tókst hins- vegar ekki að skapa sér nein færi, með einni undantekningu þó. Á 79. mínútu komst Ámundi Sig- mundsson einn innfyrir vörn Þróttar eftir sendingu frá Einari Einarssyni, en lyfti boltanum yfir Guðmund markvörð og markið. Bæði liðin fengu sitt síðasta tæki- færi tveimur mínútum fyrir leiks- lok. Fyrst varði Guðmundur Er- 2. deild Fjor i Firðinum Jónas brást Jónas Skúlason fyrrum Grindvík- ingur, nú Stjama, náði ekki að skora úr vítaspymu, skaut framhjá rétt fyrir lok leiks hðanna í Garðabænum í gær- kvöldi. Þar með hrósuðu Grindvík- ingar sigri, 1-2. Helgi Bogason kom þeim yfir í fyrri hálfleik, Sveinn Axel Sveinsson jafnaði eftir hlé en Gunn- laugur Bogason skoraði markið sem reyndist færa Grindavík 3 stig. Staðan er þá þessi í 3. deild SV: Fylklr.....13 10 1 2 35-15 31 ReynlrS.....13 9 3 1 32-11 30 VfklngurÓ...14 9 1 4 29-18 28 Stjarnan....14 6 2 6 33-22 20 Selfoss.....13 6 2 5 23-18 20 Grindavík...13 4 4 5 15-20 16 HV..........13 3 2 8 17-32 11 (K..........13 2 3 8 1 4-30 9 Snæfell.....14 1 2 11 10-44 5 -VS FH er á ný með sex stiga forystu í 2. deildarkeppninni í knatt- spyrnu, vann IBV 3-2 í bráð- skemmtilegum leik í Hafnarfirði í gærkvöldi. Eyjamenn eru nú lík- ast til endanlega úr leik, hafa tap- að þremur leikjum í röð og kom- ast ekki upp eftir þetta. Annað en FH-sigur hefði verið ósanngjarnt. Hafnarfjarðarpilt- arnir voru frískari aðilinn og sýndu oft góðan samleik. Þeir pressuðu stíft mest allan leikinn en Eyjamenn börðust af krafti og voru hársbreidd frá stigi eða stig- um. Á 7. mínútu tók Viðar Hall- dórsson aukaspyrnu og sendi á Jón Erling Ragnarsson sem kom FH yfir, 1-0. Ingi B. Albertsson skaut í stöng Eyjamarksins á 20. mínútu en fimm mín. síðar fékk ÍBV vítaspyrnu sem Sigurjón Kristinsson skoraði úr. Síðari hálfleikur var mjög fjör- ugur, einkum lokamínúturnar. FH sótti og sótti en gegn gangi leiksins, 13 mín. fyrir leikslok, skoraði Kári Þorleifsson gott mark fyrir ÍBV eftir skyndisókn og fyrirgjöf, 1-2. Rúmri mínútu síðar komst Pálmi Jónsson á auðan sjó og jafnaði, 2-2. Eftir það sóttu liðin til skiptist, ákveð- Ragnar Margeirsson skoraði annað mark (BK í gærkvöldi. lingsson skot Heimis Karlssonar og síðan fór skot Páls Ólafssonar öfugu megin við stöngina. Kristinn Guðmundsson og Einar Einarsson voru sprækastir Víkinga. Þá sýndu þeir Ámundi Sigmundsson og Andri Marteins- son sæmileg tilþrif. Ársæll Kristjánsson, Kristján Jónsson og Pétur Arnþórsson voru bestu menn Þróttar. Dómgæsla Sævars Sigurðs- sonar var í sömu lægð og leikur- inn. _ Frosti. in í að knýja fram sigur. Á 88. mínútu tókst Inga Birni að skora sigurmark FH eftir frábæra bar- áttu Jóns Erlings. Tæpt var það þó, á síðustu mínútunni varði Halldór Halldórsson markvörður FH glæsilega þrumuskot Hlyns Stefánssonar sem stefndi í blá- homið. Kári stóð uppúr hjá ÍBV en Viðar og Dýri Guðmundsson vom traustustu stoðimar í jöfnu liði FH. - Ig. Drangur vann! Eftir 11 töp í jafnmörgum leikj- um náði Drangur að vinna loka- leik sinn í B-riðli 4. deildarinnar i luiattspyrnu - 3-2 gegn Hvergerð- ingum í Vik í fyrrakvöld. Ágætis leikur hjá heimamönnum og Ein- ar Bjarki skoraði tvö marka þeirra og Kjartan Páll Einarsson eitt. Þór með lið Þór frá Akureyri sendir 118 11. deildarkeppni kvenna í hand- knattleik í vetur. Lengi vel í sumar leit út fyrir að liðið yrði að hætta við þátttöku vegna fámennis en úr því hefur ræst og Þórsstúlkurnar geta nýtt sér T. deildarsætið sem þær áunnu sér sl. vetur. - VS Blikar fá menn Nýliðar Breiðabliks í 1. deild karla í handknattleik hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig nú síðustu daga. Einar Magnússon úr Víkingi er kominn í raðir þeirra grænklæddu og sömuleiðis Björgvin Elíasson úr Stjömunni. - VS Italskt ping-pong Landslið ítaliu í borðtennis er væntanlegt hingað til lands í haust til keppni við íslenska borðtennis- menn. Þetta er mikill hvalreki á fjörur okkar manna, Italir em A- þjóð í borðtennis í heimsmeistara- keppninni en misstu reyndar sæti sitt í 1. deild Evrópukeppninnar sl. vetur. - VS 2. deild kvenna Tuttugu og eitt-núll! Óvenjulegar tölur í knattspymu- leik litu dagsins ljós fyrir skömmu er Afturelding og Hveragerði áttust við í 2. deild kvenna fyrirskömmu. Hvera- gerðisstúlkurnar höfðu unnið fyrri leik liðanna 2:0 en að þessu sinni snerist dæmið heldur betur við, Afturelding vann 21:0 í þetta skiptið! Hveragerðisstúlkumar hafa þó sitthvað sér til málsbóta. Þær mættu aðeins 10 í leikinn og undir lok fyrri hálfleiks þurfti markvörður þeirra að yfirgefa völlinn þannig að þær léku 9 síðari hálfleikinn. Afturelding skoraði þó jafnt og þétt, 10 mörk í fyrri hálfleik og 11 í þeim síðari. Anna Veiga var þeirra sókndjörfust, gerði 6 mörk, Emilía Rafnsdóttir skoraði 5, Aðalheiður Matthíasdóttir 4, Svan- hvít Sveinsdóttir 2, Sigrún Másdóttir 2, Dóra Heiður Grétarsdóttir og Guðrún Ríkharðsdóttir eitt hvor. Afturelding náði ekki að sigra í B- riðli þrátt fyrir þessi úrslit, tapaði úr- slitaleiknum 4:1 í Keflavík. ÍBK leikur því til úrslita við Fylki, sigurvegaranna í A#riðli, um sæti í 1. deild næsta sumar. Sá leikur fer fram 25. ágúst, væntanlega á Valbjamar- velli í Reykjavík. - VS Föstudagur 17. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.