Þjóðviljinn - 17.08.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Page 9
UM HELGINA litaandstæðum draga fram hár- fi'nt samspil formanna. Hvert verk er heild út af fyrir sig, en með smátilbrigðum í mynstri flat- anna eða litasamsetningum myndar hvert verk einnig hluta af hreyfingu. Þannig skapar lista- maðurinn myndaraðir með til- brigðum um geómetrískt grunnform. Herman Hebler er þekktur víða um heim, einkum fyrir grafíklist sína. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga auk þess sem hann hefur tekið þátt í ótal sam- sýningum og öllum alþjóðlegum bíennölum og tríennölum sem haldnir hafa verið frá 1967. Hann hefur hiotið margvísleg verðlaun og viðurkenningu og hefur átt sæti í ýmsum alþjóðlegum dóm- nefndum. Heima í Noregi er Herman He- bler ekki síður þekktur sem aðal- hvatamaður að og driffjöður bak við Alþjóðlega grafíkbíennalinn í Fredrikstad. Árið 1967 átti hann frumkvæði að því að haldin var stór sýning á alþjóðlegri grafíklist í Fredrikstad. Sú sýning hefur stundum verið kölluð bíennal nr. 0, því frá 1971 hefur hann verið haldinn reglulega og einmitt nú stendur yfir sá sjöundi í röðinni, þar sem sýnd eru verk fjölda lista- manna víðs vegar að úr heimin- um. Hermen Hebler hefur ásamt konu sinni Ullu borið hita og þunga af skipulagningu og fram- kvæmd bíennalsins gegnum árin og hefur hann verið sjálfkjörinn forseti hans. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14-19 til sunnudagsins 2. september. Norrœna húsið Norskur grafíklistamaður Það er heilmikið að sjá í bæn- þess sem Listasafn íslands býður dag sýning á grafíkmyndum eftir um þessa dagana fyrir þá sem upp á abstrakt sýningu verður norska myndlistarmanninn hafa áhuga á abstraktlist, því auk opnuð í Norræna húsinu á laugar- Herman Hebler, en hann er einn fremsti listamaður Norðmanna í abstrakt málverkinu. Herman Hebler er fæddur í Fredrikstad árið 1911. Hann stundaði m.a. nám í Essen árin 1937-39 auk þess sem hann hefur farið námsferðir til ýmissa landa, einkum í Evrópu. Eins og ýmsir aðrir þekktir norskir listamenn hlaut hann fyrst viðurkenningu utan heimalandsins eftir að hafa búið við heldur kröpp kjör heima fýrir, en hann fékk verðlaun við Riverside museum í New York árin 1957 og 1958. Herman Hebler er einkum þekktur sem grafíklistamaður og vinnur mest í silkiþrykk, en sú tækni hæfir myndmáli listamannsins mjög vel. Hann hefur þróað ákveðna tækni í sambandi við þrykk sem gefur uppbyggingu myndflatarins meira líf. Á sýningunni í Norræna húsinu eru aðeins grafíkverk, en málverk Heblers minna um margt á silkiþrykk hans. Tjáningarform Hermans Hebl- ers er afmarkað, krefjandi og al- varlegt. Form hans eru flöt, ge- ómetrísk og einföld, litimir fáir og valdir af kostgæfni og stíllinn er strangur og leitar eftir fullkomnun. Með kringlóttum og beinum formum og ýmiss konar vinklum skapar hann sterkt jafnvægi í myndfletinum. Þéttir málmlitirnir, eða hreint svart og hvítt sem teflt er gegn sterkum Gallerí borg með nýja sýningu í Gallerí Borg var s.l. miðviku- dag opnuð sýning með verkum fimm myndlistarmanna. Er hér um að ræða krítar- og tússteikn- ingar eftir Alfreð Flóka, vatns- litamyndir eftir Gunnlaug St. Gíslason, litkrítarmyndir eftir Jó- hannes Geir, þrjú verk eftir Sig- urð Örlygsson unnin með bland- aðri tækni og kolateikningar eftir Snorra Svein Friðriksson, en alls eru verkin 37. Auk þessa eru svo uppivið ýmis verk, glerskúlptúr, keramik og vefnaður. Sýningin er opin virka daga 10-18 og 14-18 laugardaga og sunnudaga. Allar 'b T vörur á markaðsverði OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 22 í ÖLLUM DEILDUM lokafl laugardaga i sumar. • ••••• GLÆSILEGT ÚRVAL HÚSGAGNA TVEIMUR HÆÐUM RAFTÆKI - RAFLJÓS og rafbúnaöur. Raftækjadeild ||. hæð NÝTT Á 2. HÆÐ 3 nýjar verslanir Hárgreidslustofa Gunnþórunnar g Jónsdóttur Sími 22500 Js Leikfangahúsið ^ Stjörnusnyrting. Sn yrtivöruverslun. Snyrtistofa. y JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála V7S4 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Fjöldamargir gullfallegir munir eru til sýnis á kínversku sýningunni I Listasafni ASf sem opnar á morgun. Ljósm Atli. Kínverskir munir í Listasafni ASÍ Hinn 1. október á þessu ári eru 35 ár liðin frá stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins. Af því tilefni efna Sendiráð Kínverska alþýðu- lýðveldisins og Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) til sýn- ingar á kínverskum munum og verður hún opnuð á morgun í Listasafni ASÍ. Á sýningunni er að finna dæmi um kínverska listsköpun eins og hún birtist m.a. í málverkum. Þar eru einnig dæmi um nytjalist svo sem vefnað og tágakörfur. Auk þess eru þar listmunir úr postu- líni, fflabeini, jáðe, skeljum og lakki. Kínverskir flugdrekar eru á sýningunni og listilega gerðar klippimyndir svo að fátt eitt sé talið. ÚTBOÐ Steinullarverksmiöjan h/f á Sauðárkróki óskar eftir tilboðum í smíði færibanda og skúffulyfta. Hér er um að ræða 9 stk. færibönd og 3 stk. lyftur til að flytja sand utan og innan verksmiðjubyggingarinnar. Útboðsgögn fást afhent hjá Verkfræðistofunni Fjarhit- un h/f, Borgartúni 17, Reykjavík, og í vinnubúðum Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki frá og með 17. ágúst 1984. Tilboðum skal skilað til Verkfræðistofunnar Fjarhitun- ar h/f, Borgartúni 17, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 14.00, 17. september 1984. Föstudagur 17. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.