Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.08.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MOÐVIUINN Föstudagur 17. ágúst 1984 184. tölublað 49. örgangur Akureyri Komu í veg fyrir kjarabætur Sjálfstœðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sameinuðust í bœjarstjórn Akureyrar Synjuðu Einingarmönnum leiðréttingar álaunum Verkfrœðingar hafa fengið 38 tíma vinnuviku fyrir norðan Helgi Guðmundsson: Fordœmifyrir styttinguvinnuvikunnar hjá öðrum starfshópum Framsókn og íhald sameinuð- ust í bæjarstjórn Akureyrar sl. þriðjudag um það að koma í veg fyrir leiðréttingu á kjörum starfsfólks ýmissa bæjarstofnana í samræmi við kaup og kjör fólks á sambærilegum vinnustöðum annarsstaðar á Norðurlandi. Verkalýðsfélagið Eining hafði farið fram á það við Akureyrar- bæ með bréfi 20. júní sl. að launa- kjör Einingarfélaga yrðu leiðrétt í samræmi við samning sem Al- þýðusamband Norðurlands gerði 8. júní við sjúkrahús og ýmsar stofnanir á Norðurlandi vestra. Kjarasamninganefnd bæjarins Karl sigraði Condie Karl Þorsteins sigraði Condic frá Skotlandi í 12. og næstsíðustu umferð heimsmeistaramóts ung- linga í Helsinki í gær. Hann hefur því 8Vi vinning og er einn í þriðja sæti. Daninn Curt Hansen er með unna biðskák á Romero frá Spáni og verður því efstur fyrir síðustu umferð, með 9Vi vinning. Dreev frá Sovétríkj- unum á jafnteflislega biðskák og verður því sennilega í öðru sæti með 8 vinninga. Eins og sjá má af þessu er staðan mjög óljós og allt ræðst í síðustu umferð sem tefld verður á föstudag. Þá teflir Karl með svörtu við Oll frá Sovétríkj- unum. Að sögn Þórs Sandholt, aðstoðarmanns Karls, var góður hugur í mönnum og Karl tilbúinn í lokaslaginn. Lj hafnaði þessari beiðni en meiri- hluti bæjarráðs samþykkti hins vegar 26. júlí að fallast á erindi Einingar. Meirihlutann skipuðu Helgi Guðmundsson Alþýðu- bandalagi, Úlfhildur Rögnvalds- dóttir Framsókn, sem er ritari Einingar, og Þorgerður Hauksdóttir frá Kvennaframboð- inu. Á bæjarstjórnarfundinn sl. þriðjudag mætti hins vegar Úlf- hildur ekki heldur réðu nú SÍS og KEA forstjórarnir atkvæðum Framsóknar. Enda kom á daginn að ekki var meirihluti fyrir fyrri ákvörðun bæjarráðs. Talsverðar umræður urðu um þetta mál og var að lokum samþykkt mála- miðlunartillaga um að vísa erindi Einingar aftur til bæjarráðs. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fuiltrúi Alþýðubandalagsins vís- aði á bug öllum röksemdum um það að ekki væri hægt að ganga að óskum Einingar í þessu máli. Það væri hægt ef menn vildu. Það væri hryggilegt að Eining hefði ekki sýnt meiri hörku í upphafi fyrir sitt fólk en það væru nú engir hagsmunir bæjarins að halda þessu fólki á smánarlaunum. Sigríður benti á til samanburð- ar nýgerðan samning verkfræð- inga við Akureyrarbæ um 9% kjarabætur og bókun Helga Guð- mundssonar í bæjarráði í því sam- bandi en hún er svohljóðandi: „Um leið og ég fellst á þann samning, sem gerður hefur verið við Stéttarfélag verkfræðinga, vil ég vekja athygli á eftirfarandi: Með samþykkt á samningum er bæjarstjórn að fallast á styttingu vinnuvikunnar hjá verkfræðing- um úr 40 í 38 stundir á viku. Eg hlýt að fagna þessum merku tíð- indum og hvetja önnur stéttafé- lög til þess að veita þessum rétt- arbótum athygli, þar sem ég tel að með þessum samningi sé bæj- arstjórn að gefa fordæmi um styttingu vinnuvikunnar hjá öðr- um starfshópum." í sama streng tóku fulltrúar Kvennaframboðsins og Alþýðu- flokksins. Þeir bentu á að í af- stöðu meirihlutans fælist dæmi- gerð lítilsvirðing á kvennastörf- um, en það voru fyrst og fremst konur sem þarna urðu af kjara- bótum fyrir tilstuðlan íhalds og Framsóknar. Þess má geta að í meirihlutanum sem kom í veg fyrir leiðréttingu á kaupi þessara kvenna voru tvær konur. Einar Vilhjálmsson spjótkastari fékk í gær spjót að gjöf. Spjótin em af Javelin gerð og innflytjandinn Ágúst Óskarsson úr Mosfellsveit sést hór afhenda kappanum spjótin. Nú tíðkast þau hin breiðu... (Mynd-eik) Hrefnuveiðar Kvótinn nær fylltur Veiðum að Ijúka á Árskógsströnd og einungis 18 til 20 dýr eftir af kvóta Brjánslœkjar Gott afurðaverð Hrcfnuveiðar á Breiðafirði hafa gengið illa að undan- förnu, mest vegna vestanáttar sem stendur inn fjörðinn, þar sem mest af okkar veiði er tekin. Þetta sagði Ólafur Halldórsson útgerðarmaður frá ísafirði en hann stundar hrefnuveiðar frá Brjánslæk á Barðaströnd með þremur bátum. Auk þess sem hrefnan er veidd á Breiðafirði kvað ólafur þá veiða nokkuð á Húnaflóa en það væri hins vegar mun óhagkvæmara því þá þyrfti að flytja dýrin á bílum yfir á Brjánslæk. „Ætli við eigum ekki eftir eitthvað átján til tuttugu dýr af kvótanum sem við fengum á okk- ar báta. Við seljum afurðirnar til Japans og það er ekki hægt að segja annað en verðið sé gott, það hækkaði í dollurum bæði í ár og líka í fyrra. Það er líkast til vegna þess að framboðið á þess- ari vöru er að minnka“. Hrefnukvótinn sem kom í hlut íslendinga voru 177 dýr. Auk veiðanna á Brjánslæk er hrefna líka veidd frá Árskógsströnd í Eyjafirði og Ólafur Halldórsson kvaðst halda að norðanmenn væru búnir með sinn kvóta í ár. -ÖS Dalvík Séra Jón vann séra Jón í gær var talið í prestkosningunni í Dalvíkur- prestakalli. 1087 voru á kjörskrá, 884 eða 81,3% kusu. Atkvæði féllu þannig að sr. Jón Þorsteinsson á Setbergi fékk 349 atkvæði, sr. Jón Helgi Þórarins- son prestur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði fékk 527 atkvæði og er því rétt kjörinn prestur á Dal- vík. 8 atkvæði voru auð og ógild. -6g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.