Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 1
MENNING
HEIMURINN
Vefnaðarlist
Skákheimurinn
Skaftárhlaup
Listaverki stolið
Teppi eftir Ásgerði Búadóttur stolið af sýningu í Kaupmannahöfn.
Listaverki eftir Ásgerði Búa- sagði Ásgerður að teppið sem hlið verksins, með upplýsingum bagalegt fyrir mig“, sagði Ás-
dóttur var stoiið á föstudaginn stolið var hafi verið 1 X 1,25 um höfundinn og verkið var einn- gerður Búadóttir vefnaðarlista-
af sýningu í Kaupmannahöfn. í metrar að stærð. Það ber heitið ig stolið. maður við Þjóðviljann. „Ég var
samtali við Þjóðviijann I gær „í klakaböndum“. Spjaldi, við „Þetta er ógurlega leiðinlegt og ekki látin vita af þessu fyrr en í
morgun. En mér skilst að lögregl-
an hafi strax verið látin vita og sé
að rannsaka málið".
Ásgerður Búadóttir sýndi 11
verk og Svavar Guðnason sýndi
vatnslitamyndir í sýningarsal
Kaupmannahafnarborgar, Nik-
olaj. Sýningin var opnúð í maí og
henni lauk á sunnudaginn. Ás-
gerður sagði að hún hafi verið
fjölsótt enda mikið og vel um
hana skrifað.
„Mér finnst undarlegt hvernig
hægt er að stela verki sem þessu.
Það hlýtur að hafa verið vel
undirbúið. Þetta er það stór tepp-
isstrangi að erfitt er að læðast
með hann út undir hendinni. Það
er ávallt vörður við innganginn
og sýningarsalurinn er mörgum
hæðum ofar götu. Forstöðumað-
urinn sagði mér í morgun að
mögulegt væri að stranganum
hefði verið hent út um glugga í
sýningarsalnum. Þetta eru þó að-
eins getgátur“, sagði Ásgerður
Búadóttir. -jp
Karpov og
Kasparov
til
íslands?
Skyldu þeir Karpov, Kasparov
og Spasskí koma hingað í febrúar
á næsta ári til að tefla á alþjóðlegu
móti? Spasskí hefur þegar sýnt
áhuga, en það á enn eftir að koma
í ljós með hina tvo, en Skáksam-
bandið ætlar að gera sitt til að
reyna að fá þá hingað ásamt þeim
Hort og Larsen og sterkustu ís-
lensku skákmönnunum.
Að sögn Þorsteins Þorsteins-
sonar verður mótið haldið í tilefni
af 60 ára afmæli Skáksambands
íslands. Það verður haldið í febr-
úar og taka 12 menn þátt í því.
Þorsteinn sagði að boðsbréf hefði
verið sent út til útlendu stór-
meistaranna og þegar hefði borist
svar frá Spasskí, þarsem hann
lýsti áhuga sínum. Þorsteinn
bjóst við að þeir Karpov og Kasp-
arov gætu engu svarað fyrr en
eftir einvígi sitt. „Þetta er allt í
undirbúningi“, sagði hann. -gat
Eitt af því, sem prýðir Kirkjubæjarklaustur, er myndarlegur trjáreitur. Er hann [ eigu Skógræktar ríkisins en umsjón
með honum hafa þeir Klaustursbræður. Þegar skógræktarmenn voru á fundi sínum þar eystra um síðustu helgi
bættu þeir 100 trjáplöntum í reitinn. Eru þær af 10 tegundum. Hér er forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, að
gróðursetja fyrstu plöntuna. Er það hengibjörk, ættuð frá Rognan í Norður-Noregi. Mynd: sibl.
Jaðrar við þjóð-
veginn í Eldhrauni
Hér flýtur vatn yfir veginn á 6
metra kafla og komið skarð í
hann, sagði Sigurrós Gunnars-
dóttir í Hvammi, en Skaftár-
hlaupið hefur rofið skarð í gamla
þjóðveginn sem liggur þar hjá og
vegasambandslaust við bæinn.
Sigurrós sagði að fé væri víða í
hólmum, umflotið flaumnum,
sem ryðst fram grámórauður, en
Iftið verður hægt að huga að því
fyrr en flóðið sjatnar. Búast má
við að eitthvað farist af kindum í
hamförunum.
Flóðið var hætt að vaxa síðdeg-
is í gær, að minnsta kosti ofantil í
Skaftártungum, en austan við
brúna yfir Eldvötn hjá Ásum
náði flóðið upp á þjóðveginn í
Eldhrauninu. Að sögn Hjörleifs
Ólafssonar, vegaeftirlitsmanns,
voru menn þó vongóðir um að
geta haldið veginum opnum.
Vegagerðarmenn hafa verið
þarna með að störfum og gert
rastir í vegkanta og reynt með
öðrum ráðum að verja veginn, en
hætt er við að fá ráð dugi, ef enn
bætist við flauminn. Hlaupið
flæmist nú yfir mikið svæði niður í
Meðallandi og fór þar vaxandi í
gær, ekki var þó vitað um tjón.
Þetta er eitt mesta hlaup sem
komið hefur í Skaftá í manna
minnum og einna helst að
hlaupið '12 komist í samjöfnuð
við það.
JH
Verslunarmenn
Krafan er 25% utan Reykjavíkur
Verslunarfólk utan Reykjavíkur óánœgt með VR.
Akureyrarfélagið leggur fram kröfugerðina í dag.
Verslunarmenn utan Reykja-
víkur munu á næstunni leggja
fram kröfugerð sem gengur mun
lengra en kröfur Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur sem nú
á í samningum við atvinnurek-
endur. Kröfur landsbyggðar-
manna munu gera ráð fyrir 25
prósent kauphækkun, sem skipt-
ist þannig að 15 prósent koma 1.
september, 6 prósent 1. desember
og loks 4 prósent 1. mars.
Fyrsti formlegi samningafund-
ur verslunarfólks utan Reykja-
víkur verður í dag, þegar Félag
verslunar- og skrifstofufólks á
Akureyri mun leggja kröfurnar
fram.
Jóna Steinbergsdóttir, formað-
ur Akureyrarfélagsins, staðfesti
að tölur Þjóðviljans væru réttar.
Hún sagði að óánægja ríkti með
samráðsleysið af hálfu VR, því
óneitanlega gætu samningar hjá
þeim gefið tóninn fyrir lands-
byggðina, og því nauðsyn á sam-
eiginlegu ráðslagi.
„Víðast hvar utan Reykjavíkur
tíðkast ekki yfirborganir, þannig
að ástandið er mun verra en hjá
mörgu verslunarfólki í Reykja-
vík. Það er samt ósköp sárt að
VR skuli ekki hafa verið með
okkur, því það er nú líka fólk hjá
þeim sem er ekki yfirborgað og
þarf því sæmilega kauphækkun.
En staðreyndin er sú að verslun-
arfólk, sérstaklega úti á landi,
hefur dregist afturúr“.
í viðtali við Þjóðviljann kom
fram hjá Sigfinni Sigurðssyni hjá
VR að kröfur VR væru óbreyttur
kaupmáttur (jafngildir um 7
prósent kauphækkun samkvæmt
ASÍ) og uppstokkun launa-
flokkakerfisins.
-ÖS