Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 13
U-SIÐAN
Fjörkarlinn
tekinn tali
Hér um daginn kom askvað-
andi inn á skrifstofuna til okkar
all undarlegur náungi og spurði
hvort okkur fyndist ekki vanta
svolítið fjör í bæinn. Við blaða-
menn erum nú vanari því að
spyrja en vera spurðir og
skelltum því spurningu á
náungann á móti.
Hvað heitir þú félagi?
„Ha, ég“, svaraði hann að
bragði, „ég heiti sko Allravinur
Skátason, en er alltaf kallaður
Fjörkarl, alveg eins og Jón er
kallaður Nonni og Sigríður
Sigga“.
Fjörkarl, er það af því að þú ert
svona fjörugur?
hátíðarhöld, leikir, og
skemmtiatriði og svoleiðis út um
allt land, í Reykjavík, Akureyri,
ísafirði, Keflavík, Njarðvík, Dal-
vík, Ólafsvík, Kópavogi, já og
bara alls staðar, út um allt land,
ég er bara ekki búinn að læra
nöfnin á öllum stöðunum,
bræður mínir vita hvað hinir stað-
irnir heita.“
Nú, áttu braeður?
„Já, alveg helling, við ætlum
nebblega að vera út um allt á
Fjördaginn, heima hjá öllum
fjörugum krökkum á landinu.“
Heyrðu, Fjörkari, segðu okkur
meira frá Fjördeginum.
„Viltu bara vita allt? Jú, ég
Lag fjörkarlsins
Halló krakkar gleðjist nú með karlanga
sem kominn er um langan veg,
og segist vilja hafa keppni all stranga,
svo tilveran sé dásamleg.
Viðlag:
Tökum öll þátt í því
þeytum bolta upp í ský
hlaupum, breikum í dans
húllum, hoppum með glans.
Krakkaangar geta allir kætst á ný,
og komið öllu saman í stand
því Fjörkarlinn er loks farinn í sumarfrí,
frá Ítalíu á ísaland.
Viðlag:
Tökum öll þátt í því,
þeytum bolta upp í ský
hlaupum, breikum í dans
húllum, hoppum með glans.
„Ja, nei, jú eiginlega líka, sko.
Það er nebblega þannig að ég er
lukkutröll, ég átti heima á Ítalíu
en það er svo ferlega heitt þar að
þegar ég frétti að það ætti að vera
Fjördagur hér á Islandi, 26. ág-
úst, ákvað ég bara að flytja hing-
að og gerast lukkutröll Fjördags-
ins. Það eru líka miklu fjörugri
krakkar hér en á Ítalíu.“
Hvað segirðu, á að vera Fjör-
dagur 26. ágúst?
„Já, hefurðu ekki heyrt af því?
26. ágúst er sko Fjördagurinn -
fjördagur unga fólksins, þá verða
skal segja þér, á Fjördaginn verð-
ur keppt í Sippi, Snú-snú, Kassa-
bflarallýi, Reiðhjólakvartmflu,
Labbað á grindverki, Skallað á
milli, Hitta bolta í mark, Húllað,
Halda bolta á lofti og lOOm
hlaupi, svo verður Fimmtarþraut
og Tugþraut sem allir geta tekið
þátt í, það verða líka hljómsveitir
og sumsstaðar breikdans, djazz-
dans, þjóðdans, júdó, karate,
glíma, lyftingar, siglingar,
hunda- og kattasýning, fugla- og
fiskasýning og fleira og fleira, ég
man það bara ekki allt saman.“
Já krakkar það verður svo aldeilis fjör á Fjördaginn,
ég og bræður mínir erum búnir að skipuleggja hvar
hver og einn ætlar að vera á Fjördaginn, við verðum
sko út um allt, kannski heima hjá þér? Þegar við
áttum heima á Ítalíu var svo lítið hægt að vera fjörug-
ur, vitið þið af hverju, jú það var svo ferlega heitt þar
að maður bara bráðnaði ef maður ætlaði að vera
eitthvað fjörugur. Þegar við fréttum af Fjördeginum
26. ágúst þá ákváðum við Fjörkarlarnir bara að flytja
til íslands. Við erum svo margir (mörg þúsund) að
það þurfti að taka á leigu nærri heilt skip til að við
kæmumst. Það var svo skemmtilegt þegar við kom-
um til íslands að við erum ennþá að tala um það,
haldið þið að það hafi ekki verið heill hópur af
krökkum á bryggjunni til að taka á móti okkur, svo
sungu þau fyrir okkur Fjördagslagið og kenndu okk-
ur að sippa og húlla og skjóta bolta og margt margt
meira.
Bless bless sjáumst á Fjördaginn.
Fjördagurinn 26. ágúst
26. ágúst er Fjördagurinn -
dagur unga fólksins - haldinn há-
tíðlegur í mörgum bæjarfélögum
landsins. í því tilefni er hér
á síðunni viðtal við Fjörkarlinn,
lukkutrúð dagsins.
Dagskrá Fjördagsins er mis-
jöfn eftir stöðum: sumsstaðar
allskonar sýningar svo sem
breikdans, þjóðdans, siglingar,
djassballett, júdó, karate, fim-
leikar, lyftingar, glíma, hunda-
og kattasýning, fugla- og fiska-
sýning. Svo verða víða
skemmtiatriði, hljómleikar, hæf-
ileikakeppni, flugdrekakeppni,
þrautabrautir, útigrill o.fl.
Á eiginlega öllum stöðunum
verður keppt í 10 íþróttagreinum
og þar sem margir krakkar vilja
örugglega æfa sig fyrir þær, þá er
best að útskýra þær svolítið
hverja fyrir sig.
Það er keppt í 2 flokkum í
hverri grein, yngri flokkur: 7-8 og
9 ára, eldri flokkur: 10-11 og 12
ára.
Sippað
- Flestir kunna nú að sippa, en
ekki veitir af því að æfa sig, því í
keppninni er sá úr, sem flækir
bandið sitt. 15 keppa í einu og
felst keppnin í því, að geta sippað
sem lengst. Fyrst eiga allir að
sippa jafnfætis, en svo lætur
stjórnandinn kannski breyta um
hopp öðru hverju.
Snú-snú
- Allt að 25 geta keppt í hverjum
flokk. Keppt er í „Rikk“ og það
má bara líða „einn“ á milli þess
sem hoppað er. Þeir eru úr sem
flækja, eða þá að það líður meira
en einn á milli.
Skjóta bolta
í mark
- Einn keppir í einu, 5 boltum er
raðað upp hlið við hlið. Kepp-
endur eiga að skjóta boltunum
hverjum af öðrum í þar til gert
mark, í 5-10 metra fjarlægð. Sá
vinnur sem fær flest stig.
Húllað
- 10-15 keppa í einu, þeir sem
húlla þurfa að geta leyst ýmsar
þrautir, því öðru hverju þurfa
keppendur að húlla upp á háls,
niður á maga og niður á læri. Sá
vinnur sem getur húllað í flestar
mínútur.
Kvartmíla
á reiðhjólum
- Keppendur þurfa sjálfir að
koma með hjól. Síðan hjólar bara
hver sem betur getur. Ath.:
Kvartmfla er ca. 400 metrar. Sá
vinnur sem fær besta tímann.
100m hlaup
- Það vita nú allir hvemig það er,
og auðvitað vinnur sá sem er
fyrstur í mark.
Skallað á milli
- Tveir og tveir keppa saman.
Lágmarksárangur yngri flokks er
4 snertingar og eldri flokks 6
snertingar. Hvert par fær 2 tii-
raunir og það par vinnur sem
skallar oftast á milli. Boltinn má
ekki snerta jörðu.
Halda bolta
á lofti
- Einn keppir í einu, hver kepp-
andi fær tvær tilraunir. Nota má
allan skrokkinn nema hendurn-
ar, boltinn má ekki snerta jörðu.
Lágmarksárangur yngri flokks er
3 snertingar en eldri flokks 6
snertingar. Sá keppandi vinnur
sem ofiast snertir boltann.
Labbað á
grindverki
- Keppendur eiga að labba á
gömlu og lélegu grindverki sem
ruggar svolítið. Einn keppir í
einu og keppnin felst í því að
komast sem lengst á grindverk-
inu. Það má ekki styðja sig við
neitt og ekki koma við jörðu.
Kassabíla-
raliý
-Tveir og tveir keppa saman,ann-
ar ýtir en hinn stýrir, svo er skipt
um hlutverk á miðri leið. Mótið
útvegar keppniskassabfl. Á rallý-
leiðinni þurfa keppendur að leysa
ýmsar þrautir. Keppt er bæði um
tíma og sem fæst refsistig.
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13