Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 6
Atvinna u.aus er til umsóknar staða forstöðumanns á barna- heimilinu á Dalvík, einnig er laus til umsóknar staða við barnagæslu, fóstrumenntun æskileg. Umsóknar- fresturertil 10. sept. n.k.. Upplýsingarveitirfyrirhönd félagsmálaráðs Kristín Gestsdóttir s. 96-61323 og Þóra Rósa Gestsdóttir s. 96-61411. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalvíkurbæjar. Félagsmálaráð Dalvíkur. Dagvistun barna á einkaheimilum Mikill skortur er á heimilum hér í borginni sem taka börn til dagvistunar, þó sérstaklega í eldri hverfum. Eru þeir sem hafa hug á að sinna því, beðnir að koma til starfa sem fyrst til að mæta þeirri þörf sem alltaf skapast á haustin. Vinsamlega hafið samband í síma 22360, umsjónarfóstrur Njálsgötu 9. Friðardagar í Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut í dag: Kl. 17-opnunsýningaráverkum 11 norrænna grafík- listamanna. Kl. 21 - blönduð dagskrá, opið hús. Dr. Jan Williams Bretlandi, ávarp. Ingunn Simonsen Færeyjum, syngur. Sara Brownsberger USA, flytur Ijóð. Edda Þórarinsdóttir syngur. Kvartett leikur flautukvartetta eftir Mozart. Kynnir Viðar Eggertsson. Friðarsinnar fjölmennið Útboð - loftræsing Stykkishólmshreppur óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu loftræsikerfis í nýbyggingu Gagnfræða- skólans í Stykkishólmi. Útboðsgögn verða afhent hjá Verkfræðistofunni Fjar- hitun h.f., Borgartúni 17, Rvík., gegn 2500 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 31. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. hjá Fjarhitun h.f. Útboð Tilboð óskast í að leggja dreifikerfi hitaveitu fyrir hita- veitu Hveragerðis. Utboðsgögn verða afhent á skrif- stofu Hveragerðishrepps, Hverahlíð 24 og á verk- fræðistofunni Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavík gegn 1000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hveragerðishrepps 3. september 1984 kl. 11. Gangavörður óskast til starfa í Varmárskóla Mosfellssveit. Laun samkvæmt kjarasamningi BSRB. Umsóknum sé komið í pósthólf 120 Varmá fyrir 1. september n.k. Ljósmóður vantar á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum sem fyrst. Upp- lýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-1631 eða 97-1400. Valdabarátta í Teheran Að undanförnu hafa ýmsar fremur ruglingslegar og óljós- ar kviksögur verið að berast frá íran, en þótt erfitt sé að henda reiður á því sem þar er að gerast, þykir sennilegt að þar fari nú fram mikil valdabar- átta eða sé a.m.k. í uppsigl- ingu, og muni það fara eftir úrslitum hennar hvernig málin þróast í landinu næstu árin. Snemma í þessum mánuði til- kynnti Bani Sadr, fyrrverandi forseti írans, að samkvæmt áreið- anlegum heimildum frá Teheran hefði Khomeini erkiklerkur feng- ið mjög alvarlegt hjartaáfall 12. júlí og hefði honum varla verið hugað líf í tvo sólarhringa, en síð- an hefði hann þó farið að hjarna við. Bætti Bani Sadr því svo við að þessir atburðir hefðu leitt til þess að þeir sem harðastir væru meðal valdamanna landsins hefðu farið á stúfana til að reyna að tryggja sér völdin ef Khomeini félli frá, og hefðu þeir m.a. gert harða hríð að þeim, sem taldir væru andstæðingar núverandi stjórnar. Taldi Bani Sadr að meira en hundrað og fimmtíu stjórnarandstæðingar úr ýmsum flokkum hefðu verið teknir af lífi um miðjan júlí. Erkiklerkur virðist ern Rétt er að taka slíkum sögum með nokkurri varúð. Þar sem Khomeini erkiklerkur er nú mjög við aldur og kemur sjaldan fram opinberlega er eðlilegt að ýmsar sögusagnir myndist um heilsufar hans, og við því má jafnframt bú- ast að Bani Sadr, sem er einn helsti leiðtogi írana í útlegð, reyni að grafa undan stjórnvöldum í Teheran með því að koma á kreik sögum um að þau standi að einhverju leyti tæpt. En ekkert hefur komið fram opinberlega sem bendir til þess að Khomeini erkiklerkur hafi orðið fyrir varanlegu heilsutjóni, og 9. ágúst, fáum dögum eftir að Bani Sadr hafði sagt að hann hefði fengið hjartaá- fall, hélt erkiklerkurinn ræðu í bænahúsi í Teheran, og virtist þá vera við sæmilega heilsu bæði andlega og líkamlega. Hann svar- aði jafnvel Bani Sadr með því að segja að vegur íslamska lýðveld- isins væri ekki háður neinum ákveðnum manni eða mönnum: „Menn mega ekki halda að ís- lamska lýðveldið hrynji þótt ein- hver maður deyi“, sagði hann. Þótt enginn bilbugur virðist þannig vera á Khomeini og hann sé kominn af ætt, sem fræg er fyrir langlífi (sagt er að faðir hans hafi orðið meira en hundrað ára: ef sonurinn stendur sig jafn vel, má búast við því að hann stjórni íran fram í byrjun næstu aldar...), bendir samt ýmislegt til þess að mikil togstreita eða valdabarátta sé nú komin upp meðal ráðamanna í Teheran. Eigist þar við menn, sem vilji slaka nokkuð á klerkastjórninni í landinu, taka upp eðlilegt sam- band við stjórnir á Vesturlöndum og finna lausn á styrjöldinni við frak, og svo aðrir, sem vilji halda til streitu þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið síðan klerkastjórnin komst til valda. Flugvélarán Svo virðist sem „stranglínu- mennirnir" hafi haft frumkvæðið að undanförnu og séu þeir að reyna að tryggja sér völdin og koma í veg fyrir nokkra slökun, þótt Khomeini falli frá. Fyrsta atvikið sem benti á þetta - og Bani Sadr taldi að stæði í sam- bandi við „hjartaáfall" Khom- einis - var ránið á frönsku flug- vélinni, sem var á leið frá Frank- furt til Parísar í byrjun ágúst. Neyddu ræningjarnir flugmann- inn til að fljúga vélinni til Teher- an með viðkomu í Líbanon og á Kýpur, og var farþegum síðan sleppt eftir samningaviðræður ræningjanna og íranskra stjórn- valda. En fréttaskýrendur kom- ust fljótlega á þá skoðun, að íran- skir ráðamenn hefðu leikið tveimur skjöldum í þessu máli. Samkvæmt vitnisburði flug- manna og farþega höfðu ræningj- arnir ekki skotvopn heldur ein- ungis eitthvað sem þeir sögðu sjálfir að væri sprengiefni, þegar þeir komu fyrst fram á sjónar- sviðið skömmu eftir flugtak í Frankfurt, en eftir að vélin lenti í Teheran voru ræningjarnir skyndilega komnir með vélbyssur og annan útbúnað. Lá beinast við að álykta að þeir hefðu fengið þetta allt á flugvellinum í Teher- an, en það gátu þeir ekki nema einhverjir háttsettir menn væru í vitorði með þeim. Nú höfðu nokkru áður farið fram óformlegar og leynilegar viðræður milli sendimanna Te- heranstjórnarinnar og fulltrúa franskra stjórnvalda til að reyna að koma sambandi ríkjanna tveggja í eðlilegt horf. Töldu fréttaskýrendur því að flugvéla- rán þetta væri tilraun stranglínu- manna til að spilla fyrir viðræðum af því tagi og koma í veg fyrir að hófsamari mönnum í Teheran takist að koma aftur á samstarfi við stjórnir á Vesturlöndum og rjúfa einangrun landsins. Tundurdufl Önnur aðgerð stranglínu- manna var í sambandi við tundur- duflin, sem sett voru í Súesflóa og Rauða hafið. Ekki er enn ljóst hverjir bera ábyrgð á þessum tundurduflum: írönsk stjórnvöld neita því að þau eigi nokkurn hlut í málinu, en margir telja þó að einhverjar klíkur í Teheran hafi komið duflunum fyrir í samvinnu við Líbýumenn. En hvernig sem það er, þá hefur útvarpið í Teher- an lofsungið þessar aðgerðir og hrósað mjög þeim hryðjuverka- mönnum sem stándi á bak við þær. „Hrokafullu stórveldin eru þess ekki megnug að bjarga skip- unum, sem eyðilegging vofir yfir á hverjum degi“, sagði útvarpið, og bætti svo við að hryðjuverka- mennirnir myndu hér eftir ógna bandarískum hagsmunum hvar sem þeir væru. Þessi afstaða er vitanlega einnig til þess fallin að einangra frana enn frekar og koma í veg fyrir að þeir geti tekið upp eðlilegt samband við stjórnir þeirra landa sem eiga hagsmuna að gæta í siglingum um Súesskurð og Rauða hafið. Atburðir af þessu tagi virðast gefa til kynna að staða stranglínu- manna í Teheran sé mjög sterk, en það er þó engan veginn víst. Bani Sadr heldur því fram að þeir séu í rauninni búnir að tapa spi- linu og þetta séu örvæntingarfull- ar en vonlausar tilraunir þeirra til að ná yfirtökunum. Hann er að vísu ekki hlutiaus aðili og því erf- itt að dæma um kenningar hans. Það sýnir hins vegar meira um þróun mála í Teheran, að þegar Khomeini erkiklerkur tók til máls í bænahúsinu 9. ágúst, for- dæmdi hann mjög berlega bæði flugvélarán og tundurduflagildr- ur og setti þá um leið ofan í við stranglínumenn. Rœða erkiklerks í ræðu sinni varaði erkiklerkur ráðamenn landsins við öllum að- gerðum sem stofna lífi saklausra manna í hættu. „Hvernig er hægt að lýsa blessun sinni yfir ein- hverju, sem brýtur í bága við al- menningsálitið í heiminum, kenningar Múhameðstrúar og skynsemina?“, sagði hann og bætti svo við: „Áróðursmenn segja að útvarpið í Teheran hafi haldið því fram að aðgerðir ræn- ingjanna hafi verið réttmætar. Þetta er rangt, og útvarpið á ekki að halda slíkum skoðunum fram. Það þarf að koma í veg fyrir slíkt. Útvarpið á ekki að birta yfirlýs- ingar, sem gætu skert heiður írans. Það að flytja saklausa menn frá einum stað til annars og setja tundurdufl á siglingaleið stofnar lífi þessara saklausu manna í hættu. Hvernig geta ír- anir og Múhameðstrúarmenn leyft slíkt? Hvernig geta þingið og íransstjórn leyft slíkt?“ Það má telja víst að valdabar- áttan sé rétt að hefjast í Teheran, en ræða erkiklerksins bendir þó til þess að íransstjórn muni leitast eftir því á næstunni að bæta sam- búðina við stjórnir á Vestur- löndum, og muni valdabaráttan naumast tefja fyrir því til lengdar. (eny. eftir Le Monde og Libération) 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.