Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 9
KVIKMYN DAGAGN RYNI í sumar hafa verið sýndar hér þrjár bandarískar myndir, sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um hina nýju hetju banda- rískra kvikmynda, nefnilega ekki kúrekann, lögreglumanninn eða ríka manninn, heldur pabbann. Þessar myndir eru „Borð fyrir „Maður kona barn“ og sú nýjasta „Rithöfundur eða hvað“. Allar eru þessar myndir fremur af léttara taginu, nema kannski helst „Borð fyrir fimm“, sem er sýnu alvarlegust af þeim og jafn- framt best. Og allar hafa þessar myndir fengið heldur litla og yfir- borðslega umfjöllun í blöðum sýnist mér og því langar mig að bæta við nokkrum orðum um það sem skilur þær frá flestum öðrum myndum sem hér er verið að sýna. Tilhneigingin til að afgreiða þessar myndir sem væmnar, vegna þess að þær fjalla um til- finningalíf karla og samskipti við börn, er bæði hættuleg og röng. Og þegar hundómerkileg, illa leikin og efnislega einskis virði mynd eins og „Einn gegn öllum“ fær hærri einkunnargjöf í dag- blöðum (Mbl. um helgina) en „Maður, kona, barn“ fer maður að efast alvarlega um merkingu slíkra einkunnargjafa. En lítum nánar á þessar mynd- ir. Þær eiga það allar sameigin- legt að fjalla um óvenjuleg fjöl- skyldumynstur og þær aðstæður sem upp koma hjá börnum, sem ekki búa við báða foreldra. í „Maður, kona, barn“ er fjallað um utanhjónabandsbarnið, sem skyndilega birtist, þegar móðir þess hefur látist í slysi og barnið á engan að. í „Borð fyrirfimm“, er fyrri eiginmaðurinn og faðir barnanna þriggja í fríi með þau þegar móðirin ferst af slysförum og í „Rithöfundur, eða hvað“ hleypur konan í burtu og skilur eiginmanninn eftir með öll böm- in, sem hún hefur átt með hinum og þessum. Sem sagt: Hvað gerir einn pabbi, þegar mamma deyr, - fordómalaus, hlý og um leið svolítið gamansöm umfjöllun á erfiðleikum og gleði í iífi þeirra er efniviður sem sannarlega var tími til kominn að vinna úr í kvik- myndum. Svo að litið sé nánar á myndirn- ar og gerð þeirra, eru þær allar mjög vel leiknar, handritin býsna góð, þótt mér finnist „Rithöfund- ur, eða hvað“ einna síst. Hún er að vísu sú eina þeirra þriggja sem reynir að vera gamanmynd og er þar af leiðandi aldrei eins „djúp- fyndin" ogt.d. „Borðfyrir fimm“ sem spannar nánast allan skalann frá sprenghlægilegri satýru í djúpan harmleik. Kvenpersón- urnar í „Rithöfundur, eða hvað“ eru líka fremur yfirborðskenndar og hlutverkin illa leikin af annars ágætum leikkonum (Tuesday Weld og Dyan Cannon), en miklu betri eru eiginkonurnar í hinum tveimur myndunum, eink- um Blythe Danner í „Maður, kona, barn“. En það sem ber allar þrjár myndirnar uppi eru þó aðal- leikararnir, pabbarnir þrír, A1 Pacino (Rithöfundur, eða hvað), John Voight (Borð fyrir fimm) og Martin Sheen (Maður, kona, barn). Tveir þeir fyrmefndu, sem oftast hafa sést sem harðsoðnir töffarar fá hér kærkomið tækifæri til að sýna á sér alveg nýja hlið. Og ekki má gleyma börnunum, sem eru aldeilis frábær í öllum myndunum. Karlhlutverkum kvikmynd- anna hefur bæst öflugur liðsauki, sem væntanlega á eftir að verða jafn atkvæðamikill og hliðstæðan hjákvenfólkinu, móðurhlutverk- ið sem hefur deilt þýðingarmesta sætinu hjá kvenfólkinu ásamt með meyjarhlutverkum og gleði- konum. Nú leika karlmenn ekki lengur elskhuga, hetjur og gamla, ríka karla sem eru að gifta saklausar dætur sínar. Nú leika þeir pabba. Og eru betri en nokkru sinni fyrr. Þ.S. Einn karl og fjórar konur Al Pacino (nýju hlutverki. Fimm ungir listamenn halda um þessar mundir samsýningu á Kjarvalsstöðum, nánar tiltekið í Kjarvalssal. Þar sýna þeir grafísk verk, 39 að tölu. Hópurinn sam- anstendur af fjórum stúlkum og einum pilti og eru þau öll nýút- skrifuð úr Myndlista- og handíða- skólanum. Þau heita Hildigunnur Gunnarsdóttir, Svala Jónsdóttir, Sigurbjörn Jónsson, Lára Gunn- arsdóttir og Aðalheiður Val- geirsdóttir. Þau halda sameigin- lega vinnustofu og mun sýningin m.a. sprottin af þeim ástæðum. Þetta er fáguð sýning eins og vænta má af fólki sem nýskriðið er úr skólanámi. Áherslan er meiri á tæknibrögðum en sér- stæðri túlkun. Það er þess vegna erfitt að sjá hvert hvert og eitt þeirra stefnir í list sinni. Við fyrstu sýn virðist það vera karl- maðurinn í hópnum sem hefur vinninginn, fyrst og fremst vegna áræðis. Sigurbjörn sýnir fimm mónótýpur í akrýl, en mónótýpur eru grafíkverk sem ekki er unnt að fjölfalda. Þessar myndir eru undir sterk- um áhrifum frá þýsk- expressiónískum primitívisma (höfðun til listar frumstæðra) og Hin nýja helja k/ikmyndanna Pabbi giftist öðrum eða bara stekkur að heiman? í öllum þessum mynd- um sjáum við breyska karlmenn, tilfinningaríka og fórnfúsa feður, sem jafnframt eru hinir mestu sjarmörar, fyndnir og framgangs- miklir menn sem eru tilbúnir til að fórna framanum fyrir börnin sín. („Rithöfundur, eða hvað“). Þeir gráta þegar þeir verða að skilja við börnin („Maður, kona, barn“) og eru tilbúnir til að berj- ast fyrir yfirráðaréttinum yfir þeim fram í rauðan dauðann („Borð fyrir fimm“). Þessar myndir eru efnislega mjög áhugaverðar og sú karl- mannsmynd sem þær sýna, er sannarlega tímabær. Sem fjöl- skyldumyndir hafa þær allar mikið gildi, ekki sfst hér á landi, þar sem annað hvert barn og vel það hefur á einhvern hátt kynnst þeim aðstæðum sem upp koma þegar fjölskyldan er ekki bara pabbi, mamma, barn, - og allt samkvæmt skilgreiningu hinnar heilögu ritningar. Stjúpbörn, uppeldissystkini, hálfsystkini, föðurlaus börn, móðurlaus börn Lára Gunnarsdóttir sýnir 7 teikningar og virðist búa yfir tölu- verðum grafískum hæfíleikum. Að vísu tekst hún lítið á við myndræn vandamál hvað form og innihald varðar, en eigi að síður gefa myndir hennar til kynna möguleika til útvíkkunar tjáning- ar þegar fram í sækir. Dúkristur Aðalheiðar Val- geirsdóttur, 8 að tölu, vitna einn- ig um tæknilega kunnáttu og fá- gaða útfærslu. Myndefnið er þó hefðbundið og venjulegt og gefur litlar vísbendingar um það sem listamanninum býr í brjósti. Líkt og aðrir sýnendur á Aðalheiður eftir að gera upp við sig tjáningar- möguleika listar sinnar. Hildigunnur Gunnarsdóttir fæst við sáldþrykk og sýnir 10 myndir unnar með þeim miðli. Hildigunnur býr greinilega yfir auðugu ímyndunarafli sem hún leysir ekki úr læðingi sem skyldi. E.t.v. er það vegna feimnislegrar háttvísi byrjandans. En þótt það sé góðra gjalda vert á flestum sviðum mannlegs athæfis, kann slíkt ekki góðri lukku að stýra í listum. Háttvísi í framsögn hefur aldrei þótt góður förunautur listamanna. Annar listamaður úr hópnum notar sáldþrykk og er það Svala Jónsdóttir. Hún sýnir 9 verk, tæknilega vel úr garði gerð en laus við öll átök og yfrið pempíu- leg. Svona innantóm flinkheit sem ætlað er að hrífa fákunnandi, eru lélegt veganesti fyrir ungan myndlistarmann sem væntanlega hyggst leggja upp í ianga æviferð. Allir hafa þessir listamenn þó möguleika á að ná langt og er erfítt um það að spá hver þeirra Ein af mónótýpum Sigurbjörns Jónssonar. nær lengst. Helstu hindranir á vegi ungs listafólks eru yfirborðs- mennska sem óhjákvæmilega gerjast í andrúmslofti allra lista- skóla, þar sern nemendur öðlast kunnáttu sína í vernduðu um- hverfi lausu við hráslaga raun- veruleikans. Mikið ríður þá á að þeim séu búin þau vopn sem dug- að geti þeim þegar út í baráttuna við lífið sjálft er komið. -HBR ber það vott um sterka stöðu þýskættaðrar listar í hinum al- þjóðlega listheimi í dag. Sigur- björn virðist þó fremur kafa aftur til expressiónismans eins og hann birtist mönnum á tveimur fyrstu tugum aldarinnar, en þýskrar list- ar í dag. HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf Miðvikudagur 22. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.