Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 15
IÞROTTIR ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Guðjón ráðinn Guðjón Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildarliði Þórs, Akureyri, í handknattlcik, þriðja árið í röð. Guðjón, sem áður lék með Víkingi, Val og landslið- inu, hefur sjálfur leikið með Þórsurum og undir stjórn hans tryggðu þeir sér saeti í 2. deild sl. vor. -K&H/Akureyri Guðjón Magnússon 3-0 í Leningrad Sovétríkin sigruðu Mexíkó í landsleik í knattspyrnu sem háður var í Leningrad á mánudagskvöldið. Rodionov 2 og Blokhin skoruðu mörkin. Þetta var eina tap Mexíkana, gestgjafa næstu lokakeppni HM, í Evrópuför þeirra, þeir höfðu áður gert jafntefli við íra og sigrað Finna. Mikill áfangi ÍR-inga IR-ingar hafa tryggt sér þátttökurétt i Reykjavíkur- móti karla i knattspyrnu, næsta vor og um ókomna framtíð. Það gerðu þeir með því að sigra í Reykjavíkurmóti 1. flokks sem lauk fyrir skömmu. Þar lék meistara- flokkur ÍR við 1. flokka gam- algrónu félaganna og meistaraflokka Víkverja og Leiknis. ÍR vann Val 5-2, Fram 3-2, Víkverja 4-1, Leikni 9-1, Fylki 7-1, Þrótt 7-2 og Ármann 6-1 og vann síðan kærur gegn KR og Víkingi og fór því með fullt hús, 18 stig, út úr mótinu. Stór áfangi hjá hinu efnilega liði ÍR sem leikur á næstu vikum við Ár- mann og Létti um sæti í SV- riðli 3. deildar. Sigurjóns Krístjánsson skorar fyrra mark Breiðabliks í gærkvöldi og á litlu myndinni fangar hann innilega. Myndir: -eik Loksins heimasigur! Breiðablik náði að sigra slaka Víkinga 2-0 í Kópavogi og hleypa bar með miklu fjöri í fallbaráttuna Þar kom að því að Breiðablik vann leik á heimavelli í 1. deildinni í knattspyrnu - og varla hægt að bíða lengur með það. Fórnarlömbin voru Víkingar, af- spyrnuslakir, sem með þessum úrslitum, 2-0, eru komnir í tals- verða fallhættu. Fram er þá kom- ið í fallsæti á ný og allt galopið á botninum. Leikurinn varð aldrei rismikill og góð tilþrif voru af mjög skomum skammti. Dauðyflislegt jafnræði var með liðunum fyrsta hálftímann en aðeins lifnaði þá yfir leiknum. Það byrjaði á 28. mín. er Heimir Karlsson slapp kolrangstæður uppað marki Breiðabliks en Friðrik Friðriks- son bjargaði með stórgóðu út- hlaupi. Blikar tóku kipp við þetta, sóttu linnulítið framað hléi og uppskám mark á 38. mín. Loftur Ólafsson átti langa send- ingu inní vítateig Víkings, Jón Oddsson og Jóhann Grétarsson bættu við til Sigurjóns Kristjáns- sonar sem var dauðafrír 10 m frá marki og skoraði auðveldlega, 1- 0. Jón Einarsson var nærri því bú- inn að bæta við marki þremur mín. síðar, skaut þá hárfínt fram- hjá stöng. Víkingar vom aðgangsharðir í byrjun síðari hálfleiks, Andri Marteinsson og Heimir fengu opin færi sem ekkert varð úr, en eftir það tók Breiðablik völdin og hélt þeim að mestu til leiksloka. Nokkur þokkaleg færi, uns síðara markið kom á 71. mín. Og það 3. deild 2. flokkur Sigur KR-inga þegar í höfn KR-ingar eru orðnir ís- landsmeistarar í 2. flokki karla í knattspyrnu. Sá sigur komst í höfn er Breiðablik tapaði óvænt fyrir KA á heimavelli, 1-2, á sunnudaginn, en Blikarnir börð- ust við KR um sigurinn í A-riðli og þar með meistaratitlinn. KR á einum leik ólokið en hefur 15 stig úr 8 leikjum - Breiðablik hefur lokið sínum leikjum og hafnaði í öðru sæti með 13 stig úr leikjum. í sumar er í fyrsta sinn keppt með deildafyrirkomulagi í 2. flokki, þ.e. engin úrslitakeppni fer fram, sigurvegari í A-riðli er íslandsmeistari og lið vinna sig upp og falla milli riðla eins og í deildakeppni. ÍR er fallið úr A- riðli og þeim fylgir ÍBV eða Vík- ingur. Þróttur R. og ÍBK hafa hins vegar tryggt sér sæti í A-riðli næsta ár. -VS vann loka- leikinn Leiftur frá Ólafsfirði sigraði Hugin 2-1 er liðin léku í NA-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu á Seyðisfirði í gærkvöldi. Staðan var 0-0 í hléi - Sveinbjörn Jó- hannsson kom Hugin yflr úr víta- spyrnu en Hafsteinn Jakobsson og Helgi Jóhannsson tryggðu Lciftri sigur. Þetta var lokaleikur liðanna í riðlinum, Leiftur var búið að tryggja sér sæti í 2. deild og fékk 29 stig úr 12 leikjum. Huginn varð næstneðstur með 10 stig. -VS Úrslit í 1. flokki í kvöld kl. 19 fer fram á KR— vellinum úrslitaleikurinn í bikar- keppni 1. flokks í knattspyrnu. Þar eigast við Reykjavíkurfélögin KR og Valur. KR sigraði Fram í undanúrslitum og Valur náði að leggja ÍK að velli, 1-0. KR hafði áður unnjð Breiðablik en Valur slegið út ÍBK og Þrótt. var stórglæsilegt. Aukaspyma við vítateig Víkinga og greinilega þaulæfð flétta endaði með þrumuskoti Jóns Oddssonar, í hornið fjær út við stöng, 2-0. Á sömu mín. var hann aftur á ferð- inni með hörkuskot sem Ög- mundur Kristinsson sló naum- lega frá. Víkingar áttu sér ekki viðreisnar von eftir þetta og Jón Gunnar Bergs var erkiklaufi að skora ekki þriðja markið á 92. mín. Lék aleinn uppað marki Víkings frá miðju en skaut klúð- urslega í Ögmund. Sigur Breiðabliks var verð- skuldaður þó liðið hafi mjög oft leikið betur. Baráttan var góð en lítið spilað - taugarnar greinilega þandar mjög. Vörnin var traust, sem og Friðrik í markinu og Sig- urjón Kristjánsson átti einna bestan leik, Jón Einars tók einnig góðar rispur. Víkingar voru allflestir óra- vegu frá sínu besta. Helsta glætan var hjá Ámunda Sigmundssyni og Kristni Guðmundssyni og Og- mundur lék ágætlega í markinu. Fallbaráttan blasir við Hæðar- garðsliðinu með þessu áfram- haldi. Milliríkjatríó Þorvarðar Björnssonar var ekki sannfær- andi í dómgæslunni. -VS Ómar Örn sigraði Ómar Örn Ragnarsson sigraði örugglega í Ping-opin golfmótinu sem fram fór á vatnsósa golfvell- inum í Borgarnesi fyrir skömmu. Ómar Örn, sem keppir fyrir Golfklúbbinn Leyni, lék án forg- jafar á 79 höggum, Sigurður Már, Golfklúbbi Borgarness, varð annar á 87 höggum og Scott Bradley, Golfklúbbi Grindavík- ur, varð þriðji á 89 höggum. Með forgjöf sigraði Birgir Viðar Halldórsson, GR, á 70 höggum. Annar varð Viðar Héð- insson, GB, á 72 höggum og þriðji Hannes Hall, NK, á 78 höggum. Bond rekinn! John Bond, hinn kunni enski fram- kvæmdastjóri, var í gær rekinn úr starfi sinu lijá 3. deildarliðinu Burnley, eftir 14 mánaða dvöl. Bond vildi fá fleirí stjórnartauma í sínar hendur en stjórninni þótti við hæfl og eftir stormasaman fund tilkynnti stjórnin að Bond værí ekki lengur við völd. -VS Ólafur H. Jónsson er einn fimm fyrrum landsliðsfyrirliða í b-liði Vals. Öflugt b-lið Valsara! Valsmenn munu scnda bæði a og b-lið á íslandsmótið í handknattleik „utanhúss“ sem fram fer innanhúss í Hafnarfirði fyrri hluta september- mánaðar. B-liðið er skipað gömlum 1. flokksköppum, sem nánast ein- göngu eru fyrrverandi landsliðs- menn, og í þeim hópi munu leýnast einir flmm fyrrum fyrírliðar íslenska landsliðsins! Ekki er að efa að þeir gætu hæglega velgt sér mun yngri mönnum hressilega undir uggum... -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.