Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. DiðmnuiNN Mlðvikudagur 22. ágúst 1984 188. tölublað 49. árgangur Verkamannasambandið Eru 14 þúsund ofrausn? Atvinnurekendur mega hneykslast og veifa frumskógi af prósentum en það er eitthvað að þjóðfélagi þar sem fólk er á hröðum flótta frá undirstöðugreinunum vegna þrœlslegra kjara, segir Guðmundur J. Guðmundsson Altso, Vinnuveitendasamband- ið er að óskapast útaf því sem það kallar óheyrilegar kröfur verkafólks og er með einhvern frumskóg af prósentutölum því til staðfestingar. Það breytir því hins vegar ekki, að allt, sem við erum að fara fram á, er að lægstu launaflokkunum verði kippt í burt og þeir sem minnst laun fá, verði með 14 þúsund krónur á mánuði. Vita menn hvað það þýðir? Það þýðir einfaldlega 8,4 prósent hækkun hjá þeim allra lægst launuðu!! Það eru nú öll ósköpin sem við crum að fara fram á. Menn geta svo sjálfir dæmt hvort það muni ríða þjóð- inni á slig, einsog Vinnuveitenda- sambandið segir. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í viðtali við Þjóðviljann í gær. „í dag býr verkafólk við tvöfalt launakerfi, þannig að dagvinnan miðast við ákveðnar lágmarks- tekjur - dagvinnutekjutrygging- una, en bónusinn og yfirvinnan miðast hins vegar við launaflokka sem eru langt fyrir neðan tekju - trygginguna. Þetta þýðir einfald- lega það, að stór hiuti af bónus- álagi og yfirvinnuálagi tapast." „Eg get nefnt dæmi sem skýrir þetta dálítið betur. Hjá fisk- vinnslufólki er tímakaupið 74.50 krónur samkvæmt dagvinnu- tekjutryggingunni. Vinni það yfirvinnu á að koma 40 prósent álag ofan á tímakaupið þannig að yfirvinnukaupið ætti auðvitað að vera 104.30 á tímann. En það er nú aldeilis eitthvað annað. Álagið er nefnilega reiknað út frá taxta sem er fyrir neðan hið raun-. verulega tímakaup þannig að í reynd verður yfirvinnukaupið ekki nema 87.11 krónur. í reynd er því yfirvinnuálagið ekki nema tæp 17 prósent. Á sama hátt tap- ast verulegur hluti af bónusnum í fiskvinnslunni, því hann er líka miðaður við taxta sem eru langt fyrir neðan hið raunverulega dag- vinnukaup.“ „Starfsaldurshækkanirnar hverfa svo til allar á sama hátt. Dagvinnutekjutryggingin étur þær upp, má heita. Sá sem er bú- inn að vinna einn mánuð fær það sama og sá sem hefur unnið í tíu ár!! En eitt helsta baráttumálið hefur verið að fá einmitt starfs- aldurshækkanir til jafns við aðra. En þær hreinlega sökkva í þessu vitleysislega kerfi“. Friðardagarnir Byrja í FS í dag Friðardagar í Félagsstofnun byrja í dag kl. 17.00 með myndlistarsýningu norrænna gr aflklis tamanna. í kvöld kl. 21.00 verður Opið hús með fjölbreyttri dagskrá í Félagsstofnun, upplestri, söng og tónlist og dr. Jan Williams líf- eðlisfræðingur frá Bretlandi flytur ávarp. Friðardagarnir eru í tengslum við alþjóðlega friðar- ráðstefnu Friðarsambands Norðurhafa, sem sett verður að Hótel Loftleiðum á föstu- dagsmorgun. Sjá nánar um dag- skrá Friðardaganna á bls. 7 Varði Norður- landatitilinn Skáksveit Hvassaleitisskóla varði Norðurlandameistara- titil sinn á Norðurlandamóti grunnskóla sem nú er lokið í Hap- aranda í Svíþjóð. Hvassaleitis- skóli sigraði á mótinu eins og í fyrra og að þessu sinni með 15 „Altso, það er verið að tala um að verkafólk vilji einhverja verð- bólgu. Þetta er tóm della. En verkafólk kallar það hins vegar verðbólgu þegar launin þess standa í stað en það þarf þriðj- ungi lengri tíma til að vinna fyrir nauðsynjavörum". „Svo eru menn að óskapast yfir þénustunni hjá fólki í fiski. En eru ekki látlausar auglýsingar eftir fólki í fiskvinnslu hér á höf- uðborgarsvæðnu. Hversvegna? Vegna þess að fólkið er að flýja greinina! Víða úti á landi eru langir biðlistar eftir störfum og stór hluti af þessu er fólk sem er að reyna að koma sér úr fiskvinn- unni. Hvers konar þjóðfélag er það eiginlega þar sem fólkið hrekst undan á flótta úr undir- stöðugreinunum af því það fær ekki mannsæmandi laun?“ „í gegnum tíðina hefur kaupliðurinn í rekstri frystihús- anna verið reiknaður um það bil 25 prósent af útgjöldunum. Nú bregður svo við í fyrsta skipti í sögunni að launaliðurinn er kom- inn niður fyrir 20 prósent. Þetta sýnir það eitt, að það er bersýni- lega eitthvað annað en of há laun verkafólks sem hrjáir frystihús- in“. „Atvinnurekendur hafa verið að hneykslast á launakröfum okkar. Það er allt í lagi, og þeir skulu bara útausa sinni hneykslan yfir alþjóð. Menn skulu hins veg- ar ekki gleyma því, að okkar fólk vinnur langan og strangan vinnu- dag, það býr við meira öryggis- leysi um vinnu en flestir aðrir hópar, það býr við bónuskerfi sem atvinnurekandinn græðir miklu meira á en það sjálft, og þar að auki þjást meir en 70 prós- ent af fiskvinnslufólkinu af at- vinnusjúkdómum. Mig langar þessvegna til að spyrja þessa menn: Er þessu fólki virkilega of gott að fá 14 þúsund krónur I lág- markslaun?“. -ÖS Sjá leiðara bls. 4 Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur á Akureyri Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn 31. ágúst til 2. september á Akureyri. Megin viðfangsefni fundarins verður leið Alþýðubandalagsins í atvinnu- og efnahagsmálum. f tengslum við það verður rætt um kjaramálin. Auk þess verður stefnuumræða bandalagsins til umfjöllunar á fundinum. Fundurinn hefst kl. 20.30 á föstudagskvöldið með framsöguræðum. Úm sömu helgi verða haldnir nokkrir almennir fundir í Norðurlandskjördæmi eystra. -óg Hvassaleitisskóli Þeir eru búnir að byggja heilt einbýlishús tii að sýna fólki á Heimilissýningunni í Laugardal - hún hefst núna á föstudag og unnið er af fullum krafti við undirbúning. Ljósm.-eik. Skuldbreytingalánin Framkvæmdastofnun setur fyrirvara Byggðasjóður á að ábyrgjast 100% ábyrgð fyrir fyrirtœki í sjávarútvegi, sem ekki geta sjálf sett fram nœgjanlegar tryggingar vinningum af 20 mögulegum. Skáksveitina skipuðu Þröstur Þórhallsson á 1. borði, Tómas Björnsson á 2., Snorri G. Bergs- son á 2. og Helgi Hjartarson á 4. Varamaður var Héðinn Stein- grímsson. _ekh Talsverðar efasemdir munu hafa komið fram á fundi stjórnar Framkvæmdastofnunar um það, hvernig framkvæma eigi breytingar þær á lausaskuldum útgerðar og flskvinnslu, sem ríkisstjórnin samþykkti, til þess að ráða bót á erflðleikum sjávar- útvegsins. Sjávarútvegsráðuneyt- ið sendi Framkvæmdastofnun og Byggðasjóði tillögur, eða drög, um framkvæmd þessara skuld- breytinga. Það er einkum 5. liður þessara tillagna, sem stóð í stjórn stofn- unarinnar, en þar er gert ráð fyrir því, að þar sem svo stendur á, að fyrirtæki geti ekki sett nægilegar tryggingar, geti Byggðasjóður ábyrgst skuldbreytingalánin með sjálfskuldarábyrgð, allt að 100%! Þau skilyrði eru að vísu sett í til- lögunum fyrir slíkri ábyrgð, að fram fari endurskoðun og endur- skipulagning á rekstri og fjárhag viðkomandi fyrirtækis, sem fullnægjandi megi teljast að dómi hlutaðeigandi lánastofnana. Stjórn framkvæmdastofnunar var ekki einhuga um að Byggða- sjóður tæki á sig slíka ábyrgð, enda augljóst að þarna er hætt við að um yrði að ræða gjafabréf og augljóst að Byggðasjóður hefur ekki fé til að reiða fram slíkar gjafir og fé yrði að koma af fjár- lögum til þess ama. Stjórn stofnunarinnar sam- þykkti því tillögur ríkisstjórnar- innar þannig að hvert mál verði lagt fyrir stjórnina til samþykkt- ar, enda fari fram víðræður við ríkisstjórnina um 5. tölulið sam- komulagsins. Þær viðræður eiga eftir að fara fram. óg/JH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.