Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 8
MYNDLIST Messalína, eftir Jóhönnu K. Yngva- dóttur. Kíkt í auga, eftir Sóley Eiríksdóttur. Mikið er um konur á Kjarvals- stöðum um þessar mundir, eða eins og eitt blaðanna sló upp í fyrirsögn með upphrópunar- merki, þá sýna þar hvorki meira né minna en 13 konur og aðeins einn karl. Það hlýtur því að fara kuldahrollur um íslensk karlrembusvín þessa dagana. Einkum þegar það er haft í huga að yfirbragð beggja sýninga Kjar- valsstaða er athyglisvert og þess virði að þær séu vel sóttar. Það er engin nýlunda að konur kveði sér hljóðs í íslenskri mynd- list. Ekkert land sem ég veit um hefur átt á þessari öld jafn fríðan hóp kvenkynslistamanna sem skarað hafa fram úr og staðið með list sinni jafnfætis karlpeningnum. Óþarft er að telja upp þessar konur, en allir hljóta að kannast við Júlíönu, Kristínu, Nínurnar tvær, Gerði, Ásgerði og hinar sem staðið hafa í fararbroddi umbyltinga 20. ald- arinnar. Gjaldgengar í myndlist Spurningin er miklu fremur þessi: Hvers vegna hafa konur á Islandi staðið svona framarlega í myndlistinni? Svarið er e.t.v. nærtækt og skýrir sig sjálft þegar sögulegar staðreyndir kvennalist- ar eru athugaðar. Það kemur nefnilega á daginn að íslensk nú- tímaiist fæddist um líkt leyti og hömlum á inngöngu kvenna í listaskóla var aflétt. Fram yfir aldamótin voru í velflestum aka- demíum heims siðareglur sem meinuðu kvenfólki aðgang. Mun það fyrst og fremst hafa verið vegna nakinna karlmódela sem siðlaust þótti að konur gengju listmenntabrautina. Konur fóru því varhluta af menntun á sviði myndlista og þóttu því ekki gjald- gengar í hópi meistara á þessu sviði. Vegna þess hve íslensk mynd- list er ung, í evrópskum skilningi þess orðs, tókst konum að eygja í henni vettvang þar sem þær stóðu fullkomlega jafnfætis körlum sem byrjendur í faginu. Jafnvel má leiða líkum að því að þær hafi haft þar meiri reynslu en þeir Misjöfn markmið og gœði 9 konur - 69 verk á Kjarvalsstöðum sökum langrar hannyrðahefðar. Hvað sem öðru líður, þá er mikill munur á stöðu kvenna í íslenskri myndlistasögu og þáttar þeirra í hefðbundnari listgreinum svo sem ljóðlist. Þar hafa karlar ráðið lögum og lofum allt fram á okkar dag. Undantekningar eru sorg- lega fáar, enda hefur það eflaust ekki þótt stýra góðri lukku áður fyrr að kvenfólk útmálaði tilfinn- ingar sínar á þessu sérsviði þjóð- legrar listtjáningar. Munklífi í gósenparadís Enda er það svo að minna hef- ur farið fyrir umræðu um sérstaka kvennalist innan íslenskra mynd- lista, en bókmennta, þar sem þær telja sig hafa verið verulega hlunnfarnar. Þetta táknarekki að konur standi öldungis jafnfætis karlmönnum í myndlist hvað möguleika og aðstöðu varðar, heldur að staða þeirra er þar mun skárri. Helst eru það einkahagir sem varna því að konur standi jafnfætis karlmönnum að að- stöðu til myndlistaiðkana; s.s. al- menn, bág efnahagsafkoma þeirra og barneignir. Hins ber þó að gæta að fjölmargir karlar hafa þurft að gera sér einlífi að góðu til að geta unnið sem skyldi að list sinni. Ber þetta vott um léleg kjör listamanna í gósenparadísinni þar sem „fólk hefur það orðið allt of gott“ og „styrkir til listamanna ganga út í öfgar“. Samsýning 9 kvenna í vestsrsal Kjarvalsstaða sýnir að konur draga ekki af sér, heldur standa vörð um stöðu sína í íslenskri myndlist. Þeim fjölgar einnig j afnt ogþéttumleiðog þær sækj a stöðugt í sig veðrið. Fulltrúar hins besta Á sýningunni er að finna um 70 verk, mestmegnis málverk en einnig skúlptúr unninn í járn og Ieir. Munur er á framsækni þess- ara listamanna, en sem fulltrúar hins besta standa þær Jóhanna Kristín Yngvadóttir og Steinunn Þórarinsdóttir, önnur málari, hin myndhöggvari. Þetta ætti varla að koma á óvart því báðar hafa þær sýnt svo um munar hvað í þeim býr. Verk þeirra búa yfir þeim frumkrafti sem einlægnin ein get- ur skapað ásamt staðfastri vinnu og rækt við listina. Beiting Jó- hönnu Kristínar á einfaldri ljós- skuggatækni (chiaroscuro) til að laða fram tilfinningalegar sveiflur, skipar henni andlega á bekk með gömlum meisturum á borð við Rembrandt og de la Tour. Eitthvað í menningu okkar gerir myndir hennar sannar, e.t.v. hið sama og gerði myndir áðurnefndra meistara sannar á sínum tíma. Steinunn Þórarinsdóttir þarf ekki ríkulegt efnisval eða flókið myndefni til að túlka veruleika- sýn sína. Henni tekst að teikna skilmerkilega með járninu lág- myndir sínar „Sem á himni“, „Svo á jörðu“ og bæta þar með nýrri vídd í höggmyndalist sína. Höggmyndir sem við höfum van- ist að væru efniskenndastar allra listaverka, verða óefniskenndar án þess að tapa inntaki sínu. Ein- ungis steypuandlit engilsins er materíalíserað og stólpinn sem mannveran er bundin við. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig Steinunn sveigir efniviðinn að myndhugsun sinni. Markmlðaþurrð Sóley Eiríksdóttir er annar listamaður sem sýnir höggmyndir á þessari sýningu. Verk hennar, sex að tölu, eru unnin í steinleir og járn. Þetta eru andlit eða grímur, kynjaverur sem minna á sjávardýr úr djúphöfum eða ver- ur frá öðrum hnöttum. Verk þessi feta hina mjóu stigu milli listar og skreytilistar. Utfærsla þeirra er myndræn og litavalið fágað. Sóley virðist búa yfir hæfi- leikum til að fá efnið til að tala á glettinn og írónískan hátt. Harpa Björnsdóttir spilar einnig á vissa dekoratíva strengi í myndum sínum sem unnar eru með blandaðri tækni og eru eins konar millistig milli málverka og teikninga. Það er eitthvað í verk- um hennar sem minnir á austræna teiknilist, enda hefur hún yfir að ráða ágætum hæfi- leikum á því sviði. En verk henn- ar skortir annað sem máli skiptir og kalla mætti forsendur. Þau hafa lítil innri tilþrif og bæta engu við það sem áður hefur verið gert. Sömu sögu er að segja um verk Rögnu Steinunnar Ingadóttur. Hana skortir ekki teknísk vinnu- brögð, heldur eitthvert markmið með myndum sínum. í Róma- borg hefði þó mátt ætla að hægt væri að finna einhvern frásagnar- hvata sem tendraði eld í norrænu hjarta. Þær Björg Örvar, Erla Þórar- insdóttir og Ásta Ríkharðsdóttir reyna að skapa sér ögn hugmyndaríkari veröld með því að veita inn í verk sín goðsögnum og táknmyndum. En annað hvort er að goðsagan er orðin lista- mönnum nútímans of fjarlæg eða þá þeir skynja ekki kraftinn og safann í henni og því fer hún fyrir ofan garð og neðan hjá þeim og áhorfendum. Einungis hjá yngsta meðlimi þessa hóps, Guðnýju Björk Richard, skapast þau tengsl við hana sem rofnað hafa hjá hinum þrem áðurnefndu. Hún virðist því eiga möguleika á að ná tangarhaldi á inntaki verka sinna þegar fram í sækir. Meinloka Þrátt fyrir bernskubrek svo margra er sýningin lífleg og felur í sér fleiri frjókorn en þau sem opnast hafa. En fyrst og fremst leiðir hún í ljós vissar hættur sem fólgnar eru í hinu svonefnda nýja málverki, eða öllu heldur afstöðu ungra listamanna til þess. Þeir virðast nefnilega margir haldnir þeirri meinloku að þessir nýju straumar í málverkinu séu eins konar krítarkort sem kaupa megi fyrir gamlar lummur af handa- hófi. Ekki þurfi annað en kíkja pikkulítið hér og þar, án þess að setja sjálfan sig að veði. Hingað til hefur engin list verið fundin upp sem gerir listamann- inn stikkfrí frá því að kryfja til mergjar hvert hann sé að fara og hvað hann sé að meina. Og bestu verk þessarar sýningar benda ekki til þess að nýbylgjulistin sé fremur en önnur einhver óminn- ishegri sendur til bjargar stefnu- lausum listamönnum. HBR Survivor of the fittest (Sá sterkasti kemst af), eftir Guðnýju Björk Richard. New York, eftir Erlu Þórarinsdóttur. Marbendill I sjávarháska, eftlr Björgu Órvar. Blátt naut, eftir Ástu Ríkharðsdóttur. Hver ert þú?, eftir Hörpu Bjömsdótt- ur. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.