Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 10
PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN Nokkrir nemar verða teknir í ritsímaritaranám nú í haust. Inntökuskilyrði eru: a. Grunnskólapróf b. Almennt heilbrigði c. Lágmarksaldur 16 ára Námið tekur 15 mánuði, bæði bóklegt nám og verkleg þjálfun og verður hluti þess í bréfaskólaformi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Landssímahússins við Austurvöll og póst- og síma- stöðvum um allt land. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26000. Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavottorði og prófskírteini eða staðfestu afriti af því skulu berast skólanum fyrir 10. september 1984. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Nokkrir nemendur verða teknir í póstnám nú í haust. Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða hiiðstæðu prófi og er þá námstími tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi, stúdentsprófi eða hafi hliðstæða menntun er námstíminn eitt ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Landssímahússins við Austurvöll og póst- og sím- stöðvum utan Reykjavíkur. Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavottorði og prófskírteini eða staðfestu afriti af því, skulu berast fyrir 10. september 1984. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000. MUNIÐ FERÐJ VA$A B0KINA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnum um allt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 Auglýsið í Þjóðviljanum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vestfjörðum - kjördæmisráðstefna Kjartan Ólafsson. hefst kl. 13.30 laugardaginn 25. ágúst. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar. Reikn- ingar kjördæmisráðs. 2) Málefni Vestfirðings. 3) Kynning á forvalsreglum. 4) Kosning nefnda. 5) Stjórnmálaviðhorfið, framsaga Kjartan Ólafsson. Sunnudagur, kl. 10.00:1) Nefndastörf. 2) Umræður. 3) Afgreiðsla nefnda- álita. 4) Stjórnarkjör og tilnefning fulltrúa til miðstjórnar. 5) Kl. 18.00 eru ráðstefnuslit. - Stjórnin. AB - Kópavogi - Stefnuskármál ABK boðar til fundar í Þinghóli, fimmtudaginn 23.8. kl. 20.30. Dagskrá: Umræða um endurskoðun stefnuskár. Fulltrúi úr samráðsnefndinni mætir á fundinn. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. - Stjórn ABK. Félagar í Alþýðubandalaginu Vinsamlegast sendið strax samningseyðublaðið um flokksgjaldið til skrifstofunnar Hverfisgötu 105 Reykjavík. -Flokksskrifstofan. Vestfirðir - Kjördæmisráðstefna Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldin á (safirði dagana 25. og 26. ágúst. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn 31. ágúst - 2. september á Akureyri. Dagskrá: 1. Leið Alþýðubandalagsins í efnahags- og atvinnumálum. Kjaramál. 2. Stefnuumræða Alþýðubandalagsins. Fundurinn hefst föstudagskvöldið 31.8. kl. 20.30. Þá verða fluttar fram- söguræður. Fundarslit eru áætluð á hádegi sunnudaginn 2.9.. Leiðrétting Vegna fréttar í Þjóðviljanum 21. ágúst óska ég að taka fram eftírfarandi: „Ég var ekki formaður ferða- nefndar sumarferðar Alþýðu- bandalagsins. Nefndin starfaði undir forystu Erlings Viggós- sonar formanns Alþýðubanda- lagsins. Hann á miklar þakkir skyldar fyrir störf sín að undir- búningi ferðarinnar sem hann vann af elju og dugnaði sem önnur störf er hann hefur tekið að sér fyrir flokkinn á liðnum árum. Um leið og ég kem þessari leiðréttingu á framfæri bið ég Þjóðviljann fyrir þakkir mínar til Erlings og er þess fullviss að þar tala ég fyrir hönd allra samferða- manna okkar á laugardaginn. Sumarferðin 1984 var óvenju- legur viðburður og í rauninni sá sem hæst ber allra í minningu 40 ára lýðveldisstofnunar. Þá vil ég þakka Þjóðviljanum góða frásögn af sumarferðinni Dýralœknar Erlingur Viggósson formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. þrátt fyrir skekkju þá sem hér hefur verið leiðrétt. Jónína Benediktsdóttir. SKÁK Þessi staða kom upp í skákinni Tukmakov Kasparov á Sovét- meistaramótinu árið 1981. Kasp- arov (svartur) hafði lengst framan af átt í vök að verjast en þegar hér var komið var Tukmakov í miklu tímahraki og hafði smátt og smátt leikið yfirburðum sínum niður. Eins og sjá má er allt í háalofti enda beitti Kasparov Kóngsind- verskri vörn og leiðir hún oftast til mikilla sviptinga. í 29. leikfórTuk- makov heldur betur illa að ráði sínu lék De3??. Kasparov var ekki seinn á sér. 29. - Dxc5! og drottningin erfriðhelg vegna máts upp í borði. BRIDGE Eftir 3 lotur af 4, eru þeir Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson með forystu í landsliðskeppninni, með 417 stig. [ 2. sæti eru svo Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson með 415 stig. Þeir síðarnefndu voru í neðsta sæti fyrir þessa lotu, þannig að stökkið hjá þeim var gífurlegt um síðustu helgi. Vel spilað hjá þeim. i síðustu umferð- inni kom þetta spil fyrir: ÁKGX ÁXX 109X 109X 10 KXX DX KDGXXXX Hjá Hrólfi og Jónasi, með þá Jón Baldursson og Guðmund Sveinsson í vörninni, gengu sagnir þannig: Norður Suður (áttum breytt) Hrólfur Jónas 1 tígull 2 lauf 2 spaðar 3 lauf 3 hjörtu 3 grönd Og nú doblaði Jón Baldursson í Austur. Það var passað út. Doblið hjá Jóni var beiðni um tígul út (fyrsti litur, sem blindur segir, skyldar félaga til að spila út í þeim lit, sem og Guðmundur gerði). Jón átti ás/kóng fimmta í tígli, Guömundur átti svo laufaásinn, þannig að spilið fór einn niður. Á öllum hinum þremur borðunum var einnig farið í 3 grönd, en alls staðar í Norður, svo tígulútspilið var sjálfgefið. Gott hjá Jóni. 50 ára afmæli Að Bifröst í Borgarfirði var síð- ustu helgi júlímánaðar minnst hálfrar aldar afmæii Dýraiækna- félags íslands. Hátíðafundur fé- lagsins var jafnframt aðalfundur þess í ár og að auki haidinn fræðslufundur um nýjar búgrein- ar, að þessu sinni fiskeldi og fisk- sjúkdóma. Á fundinum voru sex dýra- læknar gerðir að heiðursfélögum, þaraf þrír af stofnendum félags- ins, og flutti einn þeirra, Ásgeir Þ. Ólafsson, hátíðaerindi um stofnun félagsins. Stofnendur þess voru þeir dýralæknar sem hér störfuðu árið 1934: Hannes Jónsson Reykjavík, Sigurður Hlíðar Akureyri, Jón Pálsson Selfossi, Asgeir Þ. Olafsson Borgarnesi, Ásgeir Ó. Einarsson Austfjörðum og Bragi Stein- grímsson ísafirði. Stjórn Dýralæknafélags ís- lands var endurkjörin á fundin- um og skipa hana þeir Halldór Runólfsson, Hollustuvernd ríkis- ins (form.), Gunnar Örn Guð- mundsson Hvanneyri, Grétar Hrafn Harðarson Ásmundar- stöðum og Gunnlaugur Skúlason Laugarási (varam.). Á hátíðafundinum voru framá- menn í íslenskum landbúnaði og fulltrúar norrænna dýralæknafé- laga. Bárust félaginu góðar gjafir og árnaðaróskir í tilefni afmælis- ins. Hvammskirkja í Dölum: Aldarafmælis minnst Hvammskirkja í Dölum er 100 ára næsta sunnudag og af því til- efni fer þar fram hátíðarguðs- þjónusta klukkan tvö e.h.. Þar mun biskupinn yfir fslandi, sr. Pétur Sigurgeirsson, prédika, en sóknarpresturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur á Hvoli, flytur ávarp og þjónar fyrir altari. Eftir messu verða veitingar í Laugaskóla og þar mun Einar Knstjánsson segja sögu kirkj- unnar. Allmiklar endurbætur hafa verið gerðar á henni og um- hverfi hennar á undanförnum árum. Þess er vænst að flestir velunn- arar kirkjunnar og brottfluttir sveitungar sjái sér fært að taka þátt í þessari kirkjuhátíð. -gat Þegar bílar mætast er ekki nóg aö annar víki vel út á vegarbrún og hægi terð. Sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Míðvikudagur 22. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.