Þjóðviljinn - 22.08.1984, Blaðsíða 5
Einhvern tfma á næstunni
mun Erich Honecker, leiðtogi
Austur-Þýskalands, fara í op-
inbera heimsókn til Vestur-
Þýskalands í fyrsta skipti og
eiga viðræður við ráðamenn
landsins, og þótt ekki hafi ver-
ið tilkynnt opinberlega um
komudaginn, er gert ráð fyrir
því að heimsóknin standi yfir
dagana 26.-29. september. Um
sama leyti og verið er að undir-
búa þessa heimsókn eru ráða-
menn Vestur-Þýskalands
einnig að ganga frá 950 miijón
marka lánveitingu handa
Austur-Þjóðverjum, gegn því
að hinir síðarnefndu auki
allverulega ferðafrelsi iands-
manna vestur yf ir landamærin.
Er þetta í annað skipti á einu
ári, sem Austur-Þjóðverjar fá
lán að vestan með slíkum
skilmálum. Samvinna land-
anna er því greinilega að
aukast og liðkast á ýmsum
sviðum. En víst er að það fellur
ekki öllum jafnvel í geð: Und-
anfarna mánuði hafa Sovét-
menn mjög haft samband
Austur- og Vestur-Þjóðverja á
hornum sér, og hefur sprottið
af því illvíg ritdeila, sem sýnir
glögglega að ýmsar viðsjár
eru meðal þjóða austantjalds.
Mögnuð ritdeila
Þessi ritdeila, sem hófst í apríl,
skömmu áður en utanríkisráð-
herra Vestur-Þýskalands fór í op-
inbera heimsókn til Sovétríkj-
anna, er að vísu mjög í anda
austantjaldslanda: Aldrei er
gengið beint framan að hlutunum
„Nú er ailt til reiðu".
Sovétmenn hræddir við
samstarf þýsku ríkjanna
og það sagt berum orðum um
hvað deilurnar snúist, heldur eru
gefin óbein svör við óbeinum ár-
ásum, dregnar fram alls kyns til-
vitnanir og því líkast sem um
dulmálsskeyti sé að ræða. En
greinilegt er, að deilurnar hafa
smám saman aukist þangað til
núna alveg síðast, þegar þær virð-
ast vera í rénun. I þessu öllu er
það e.t.v. merkilegast, að í ljós
hefur komið nokkur klofningur
meðal ríkja Austur-Evrópu:
Austur-Þjóðverjar og Ungverjar
standa saman á móti Sovét-
mönnum og öðrum fylgiþjóðum
þeirra.
Deilurnar hófust með því að
pólsk blöð fóru að vara við „þjóð-
ernisstefnu“ í Vestur-Þýskalandi
og ásökuðu stjórnina í Bonn fyrir
að vilja fela ábyrgð sína í eld-
flaugamálunum með því að taka
upp samband við viss ríki
austantjalds. Um sama leyti réðst
málgagn tékkneska kommúnista-
flokksins undir rós á þær stjórnir
austantjaldsríkja, sem telja sig
geta verið með sjálfstæða utan-
ríkisstefnu. Aldrei var tekið fram
á hverja væri verið að deila, en
engum duldist að árásirnar voru
gerðar að undirlagi Sovétmanna
og beindust fyrst og fremst gegn
Austur-Þjóðverjum og Ungverj-
um. Einn af ráðamönnum ung-
verska kommúnistaflokksins
svaraði í grein sem birtist í blaði í
Búdapest og í þýskri þýðingu í
málgagni austur-þýska kommún-
istaflokksins daginn eftir.
í lok júlí blossuðu deilurnar
upp aftur, og voru nú enn svæsn-
ari. í þetta skipti var það málgagn
sovéska kommúnistaflokksins,
Pravda, sem byrjaði: birti blaðið
grein, þar sem ráðist var á
„hefndarstefnu" Vestur-
Þjóðverja og þeir sakaðir um að
stefna að því að fá aftur sömu
landamæri og 1937. Því var hald-
ið fram að sú stefna þeirra að taka
upp sem vinsamlegast samband
við Austur-Þjóðverja væri aðeins
yfirskyn og takmarkið það eitt að
ná tangarhaldi á landinu. í þetta
skipti var enginn vafi á því að ár-
ásinni var beint gegn Austur-
Þjóðverjum. Samkvæmt venju
varð málgagn austur-þýska kom-
múnistaflokksins að birta grein
Prövdu í þýðingu, - en daginn
eftir birti það hins vegar grein úr
málgagni ungverska alþýðusam-
bandsins þar sem lokið var lofs-
orði á stefnu Honeckers gagnvart
nágrönnunum í vestri.
Skömmu síðar færðu Sovét-
menn sig enn upp á skaftið:
Gagnrýndi Pravda nú samning
Austur- og Vestur-Þjóðverja um
lánveitinguna berum orðum og
hélt því fram að með þessu móti
stefndu Vestur-Þjóðverjar ein-
ungis að því að afla sér nýrra
áróðursleiða. Sama daginn rétt-
lætti Neues Deutschland, mál-
gagn austur-þýska kommúnista-
flokksins, samningana og brá síð-
an hefðbundinni venju með því
að birta ekki greinina úr Prövdu.
Þannig héldu deilurnar áfram, og
má geta þess í þessu samhengi að
Ungverjar striddu Sovétmönnum
með því að birta ítarlegar og
reglulegar fréttir frá Ólympíu-
leikunum í Los Angeles.
Auðvelt
að skilja óttann
í raun og veru er ekki erfitt að
skilja ótta Sovétmanna. Enginn
vafi leikur á því, að í löndum eins
og Austur-Þýskalandi, Póllandi,
Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi
ríkir megn óánægja með þjóð-
skipulagið: Menn þola yfirráð
Sovétmanna æ verr og vilja af-
nema alla ritskoðun, bann á
ferðafrelsi og slíkt og taka upp
frjálsara þjóðfélagskerfi. Hingað
til hefur þessi óánægja komið
fram í skyndilegum fjöldahreyf-
ingum og hafa Sovétmenn getað
bæit þær niður ýmist með beinum
innrásum eða fyrir tilstilli leppa
sinna. En þeim stendur meiri
hætta af hægfara þróun, sem
UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN
leiddi til þess að austantjalds-
löndin yrðu opnari fyrir um-
heiminum og ný viðhorf ryddu
sér til rúms, - ekici síst ef sú þróun
takmarkaðist ekki við eitt land í
einu heldur næði til margra
landa.
Víða má nú sjá glögg merki um
að slík þróun sé að hefjast, - fyrst
á sviði efnahagslífsins, en svo
fylgir annað á eftir. Nú er svo
komið að tengslin við vesturlönd
eru grundvallaratriði í ungversku
efnahagslífi: Minna en 50% við-
skipta eru nú við önnur austan-
tjaldsríki, og standa Ungverjar
nú í samningaviðræðum við ríki
Efnahagsbandalagsins í blóra við
Sovétstjórnina. Um leið hafa þeir
aukið stjómmálatengsl við Vest-
urlönd: Fjöldamargir af ráða-
mönnum þeirra, m.a. Margaret
Thatcher, Mitterrand og varafor-
seti Bandaríkjanna, hafa nýlega
komið í heimsókn til Búdapest,
og von er á Janosi Kadar, leið-
toga Ungverjalands, í heimsókn
til Frakklands í haust.
„Et tu Brute... “
Austur-Þjóðverjar voru lengi
tryggustu stuðningsmenn Sovét-
manna og fengu hreyfingar af því
tagi sem komu upp í Póllandi,
Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu
engan hljómgrunn meðal þeirra.
Þegar Sovétmenn tóku upp þá
stefnu að styðja friðarhreyfingar
á Vesturlöndum opnaðist
Austur-Þýskaland nokkuð í sam-
ræmi við það. En þegar Sovét-
menn sneru við blaðinu eftir
dauða Andropovs og fóru að
herða ólarnar, fylgdu Austur-
Þjóðverjar hins vegar ekki með. í
sambandi við lántökuna hafa þeir
nú fallist á að rýmka ferðafrelsi til
muna: Austur-Þjóðverjar sem
fara vestur mega nú vera í
Vestur-Þýskalandi 60 daga á ári (í
stað 30 áður), og geta fengið að
fara til að hitta kunningja (en
ekki einungis til að hitta ættingja
eins og áður). Vestur-Þjóðverjar
sem fara austur geta verið 45
daga í ferðinni (í stað 30 áður) og
þurfa ekki að skipta nema 15
mörkum á dag (í stað 25). Jafnvel
hefur verið talað um að auðvelda
innflutning bóka og hljómplatna
frá Vestur- til Austur-
Þýskalands. Slíkar tilslakanir
hafa að sjálfsögðu miklu meiri
áhrif í Austur-Þýskalandi en í
nokkru öðru austantjaldsríki,
vegna þess að þar eru engar
tungumálstálmanir í samskiptun-
um. Þegar þannig er ástatt með
tryggustu stuðningsmennina er
ekki nema von að Sovétmenn séu
óttaslegnir.
(eny. eflir „Le Monde“).
Miövikudagur 22. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5