Þjóðviljinn - 23.08.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.08.1984, Qupperneq 6
MUNIfí FERfíJ VASA BOKIJSA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþj ónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnum um allt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 Frá skólaskrifstofu Reykjavíkur Grunnskólar borgarinnar hefja starf í byrjun septem- ber nk., sem hér segir: Kennarar komi til funda, hver í sinn skóla, mánudag- inn 3. september, kl. 9 árdegis. Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 6. septem- ber. Nánar auglýst síðar. Skólafulltrúi. Bfllinn í lctgi — beltin spennt börnin í aftursæti. GÓÐA FERÐ! Póstur og sími Nýtt tækjahús við norðanverðan Arnarfjörð Svo sem hermt var í fréttum á sínum tíma brann tækjahús Pósts og síma við norðanverðan Arnarfjörð í febrúar sl. Nú hefur nýtt hús verið sett upp í stað þess, sem varð eldinum að bráð. Kom húsið tilbúið „að sunnan" og er nokkru stærra en það gamla. 1 nýja húsinu verður gott rúm fyrir öll nauðsynleg tæki en öllu var til skila haldið með að hægt væri að koma þeim fyrir í gamla húsinu vegna þrengsla. Hefði því nýtt hús sjálfsagt bráðlega verið byggt þótt það gamla hefði ekki brunnið. Sett hafa verið upp ný radíótæki og því hægt að fjölga línum út af svæðinu. Áður var símasambandið um sæstreng yfir Arnárfjörð með þeim afleiðing- um, að tækjakostur hússins nýtt- ist engan veginn til fulls. Allt samband við norðanverða Vestfirði og Ketildali fer í gegn- um þetta nýja tækjahús Pósts og síma. -mhg Skógrœkt Skógrækt á Markailljótsaurum Nokkrar ályktanir aðalfundar Skógrœktarfélags íslands Fjölmargar tillögur komu fram á nýafstöðnum aðalfundi Skóg- ræktarfélaga íslands. Voru þær ítarlega ræddar í nefndum og síð- an af fundinum í heild. Hér fara á eftir nokkrar af þeim ályktunum, sem samþykktar voru: Fundurinn...„fagnar vaxandi áhuga bænda á ræktun skjól- belta" og „beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að við endurskoðun jarðræktarlaga verði skjólbeltarækt gerð styrk- hæf á sama hátt og aðrar jarða- bætur. Máli þessu til stuðnings vill aðalfundurinn benda á álit skjólbeltanefndar, sem lagt var fyrir ráðherra 21. okt. 1982“. Skógrœkt á Markarfljótsaurum Fundurinn...„skorar á Skóg- rækt ríkisins að kanna rækilega á hvern hátt megi best koma upp stórfelldum víði- og asparskógi á Markarfljótsaurum, til fjölgunar atvinnutækifæra og fjölbreytni á búskaparháttum". Fræsöfnun Fundurinn... „leggur til að að- ildarfélögin, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, efni til víð- tækrar birkifræsöfnunar á þessu hausti í þeim tilgangi, að sá birki í gróðurvana og örfoka land þar sem lönd eru friðuð. Tilgangur- inn með þessu átaki sé fyrst og fremst uppgræðsla með trjá- gróðri en ekki eiginleg skóg- rækt“. Grœðireitir Fundurinn... „beinir því til að- ildarfélaga sinna að þau taki til athugunar hvert á sínu svæði hvort ekki sé tímabært að félögin komi sér upp litlum græðireitum til ræktunar á græðlingum til eigin nota”. Greinargerð: „Hér er átt við framleiðslu til eigin nota t.d. í smærri girðingar og útivistar- svæði í heimahéraði. Fram hefur komið vaxandi áhugi á slíkri ræktun að undanfömu og sum fé- lög hafa ráðist í hana með góðum árangri. Slík ræktun ætti að vera auðveld í sniðum og ódýr í fram- kvæmd og því ekki smærri fé- lögum ofvaxin“. Gœðaflokkun Fundurinn... „felur stjórn fé- lagsins að beita sér fyrir að komið verði á reglum um gæðaflokkun og mat á skógar- og garðplönt- um“. Skógræktarskilyrði í V-Skaft. Fundurinn... „beinir þeim til- mælum til Skógræktar ríkisins að hún láti gera ítarlega könnun á skógræktarskilyrðum í Vestur- Skaftafellssýslu. í framhaldi af slíkum athugunum, ef skilyrði reynast hagstæð, verði gerð hér- aðsskógræktaráætlun fyrir sýsl- una, þar sem lögð verði áhersla á ræktun nytjnskóga“. Skipulags- breytingar Fundurinn... „samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til þess að endurskoða og gera tillögur um breytingar á skipulagi og starfs- ■háttum Skógræktarfélags Islands og héraðsskógræktarfélaganna í næstu framtíð. Nefndin skoðaði m.a. eftir- greindar hugmyndir. 1. Að aðalfundur Skógrækt- arfélags íslands sé haldinn aðeins annað hvert ár og samhliða hon- um efnt til almenns skógræktar- þings um íslensk skógræktarmál og sé það opið og þátttaka allra skógræktarmanna í því frjáls. Slíkt skógræktarþing gæti t.d. staðið í tvo daga en aðalfundur félagsins síðan hinn þriðja. Þyki rétt að hafa aðalfund á hverju ári, mætti halda opið skógræktarþing í tengslum við hann annað hvert ár. 2. Að efnt verði til fundar for- manna skógræktarfélaga lands- ins, (eða fulltrúa þeirra og fram- kvæmdastjóra), annað hvert ár. Þar séu lagðar fram eða gerðar og ræddar starfsáætlanir til tveggja ára og fjallað um samskipti félag- anna við Skógræktarfélag Is- lands, Skógrækt ríkisins o.fl. að- ila. Nefndin kanni einnig eftir föngum hvaða stuðningur kæmi minnstu skógræktarfélögunum best. Hún vinni starf sitt í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra Skógræktarfélags íslands og geri einnig tillögur um lagabreytingar í samræmi við tillögur sínar um starfsháttabreytingar. Nefndin ljúki tillögugerð sinni fyrir febrúarlok 1985 og verði nefndarálitið þá sent skógrækt- arfélögunum til álita, en síðan lagt fyrir næsta aðalfund Skóg- ræktarfélags íslands, ásamt um- sögn félaganna". -mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.