Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.08.1984, Blaðsíða 8
FRIÐARMÁL Endumýjun og uppbygging herstöðvanna á Islandi er liður í því að áætlunin um getu til þess að eyða vopnabúri Sovétmanna í Barentshafi geti orðið að veruleika, segir Michio Kaku prófessor í kjarneðlisfræði við New York háskóla. Ljósm. eik. ísland tengist nú áœtlunum um að nota hina nýju kynslóð kjarnorkuvopna til þess að geta eytt endurgjaldsgetu kjarnorkukafbáta Sovétmanna í Barentshafi’ Sú illmennska sem þú hefur gefið til kynna að ráði ferðinni í áætlunum bandaríska herráðsins er þinn tilbúningur. Stórveldin reyna vissulega að sjá fyrir alla hugsanlega þróun stríðsátaka og undirbúa ráðstafanir sínar í sam- ræmi við slíkar spár - ég held hins vegar að markmiðin sem þú ætlar Bandaríkjunum séu þinn eigin heilaspuni. Eitthvað á þessa leið hljóðuðu mótmæli Ágústs Valfells, sem kvaddi sér hljóðs eftir að banda- ríski kjarneðlisfræðingurinn Kaku hafði flutt hryllingslýsingu sína á stríðsáformum bandaríska herráðsins á Hótel Loftleiðum síðastliðinn laugardag. missti marga japanska ættingja sína í Híróshíma, lýsti ennfremur stríðshættunni í dag og byggði enn á bollaleggingum hershöfð- ingjanna. Fyrirsjáanleg stig kjarnorkustríðs nú á tímum eru fjögur: Takmarkað stríð með Evrópu sem vettvang, langvar- andi stríð á Norður-Atlantshafi, afvopnunarárás og loks árás að fyrra bragði (pre-emptive first strike). Kjarnorkuvopnin sem sam- svara þessum fjórum mögulegu útgáfum stríðsins eru mismun- andi. í takmörkuðu stríði hafa nifteindasprengjur mesta þýð- ingu, í langvarandi stríði skipta Kjarnorkuvígbúnaður Bandaríkin ætla sér möguleika á að eyða vopnabúri Sovétmanna HVERJIR FÓRNA - I ÞAGU HVERRA? Almenn fundir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi Eystra. DALVÍK, FREYVANGUR, RAUFARHÖFN, Fimmtudaginn 30. 8. kl. 20.30. Fimmtudaginn 30. 8. kl. 20.30 Fimmtudaginn 30. 8. kl. 20.30. Framsögumenn: Svavar Gestsson, Vilborg Harðardóttir. F ramsögumenn: Steingrímur J. Sigfússon, Ragnar Arnalds. F ramsögumenn: Hjörleifur Guttormsson, Svanfríður Jónasdóttir HUSAVIK, AKUREYRI, Sunnudaginn 2. 9. kl. 20.30 F ramsögumenn: Svavar Gestsson, Helgi Guðmundsson, Svanfríður Jónas- dóttir. Sunnudaginn 2. 9. kl. 15.30 F ramsögumenn: Helgi Guðmundsson, Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon. Leyniskjöl herráðsins Prófessor Kaku lýsti í löngu og ítarlegu máli innihaldi ákveðinna leyniskjala bandaríska herráðs- ins, en af þeim var nýlega létt leyndarskyldu, í samræmi við bandarísk lagafyrirmæli um þess- konar plögg. Tímabilið sem hann fjallaði um nær allt frá stríðsárun- um fram til ársins 1993. Á meðan Sovétríkin voru enn bandamenn Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni, hóf bandaríska herráðið undirbúning áætlana um að leggja Sovétríkin undir sig. Áformað var að her- nema landið eftir að mótstaða væri brotin á bak aftur með kjarnorkusprengjum, en til að tryggja sigur reiknuðu herfor- ingjarnir með að þurfa 1000 sprengjur. Peirri tölu var ekki náð fyrr en 1954. Bandaríski prófessorinn sagði að herráðið hefði orðið að hætta við áformin - en ekki vegna þess að Rússar voru búnir að koma sér upp kjarnorkusprengjum líka, heldur vegna þess að í ljós kom að þeir áttu flugvélar sem dugðu til að varpa sprengjunum á Bandaríkin og gátu valdið mann- falli sem Bandaríkjaforseti áleit óverjanlegt. Flugvélarnar komu herráðinu í opna skjöldu og var öllum árásar- plönum viðvíkjandi Sovétríkjun- um slegið á frest. Stríðsáformin voru eflaust ekki einhliða, pró- fessor Kaku kvaðst hins vegar einungis geta gert grein fyrir bandarískum skjölum. Sovét- menn tíðka ekki birtingu slíkra hernaðarskjala. Fjórar stríðslýsingar Þessi Bandaríkjamaður sem stýriflaugar mestu máli og Pers- hing II flugskeytin koma að mest- um notum í afvopnunarárás. En ef Bandaríkin ætla að gera árás að fyrra bragði, henta best Trident-kafbátar, MX-risaflug- skeytin og stríðsaðgerðir úti í geimnum. Mikilvœgi stjórn- tœkja Hvernig tengist ísland þessum stríðsáformum? Jú - stefnt er að því að árið 1993 verði Bandaríkin og bandamenn þeirra reiðubúin að heyja langvarandi kjarnorku- stríð á Norður-Atlantshafi. Þes- skonar stríðsrekstur krefst mjög flókins og margbreytts fjarskipta- og eftirlitsbúnaðar. Radarstöðv- ar, AWACS-flugvélar og annar rafeindabúnaður eru nauðsynleg tól, til að stjórna mergð af stýrif- laugum (cruise missiles). Rafeindaeftirlits- og upplýs- ingatæki af þeirri gerð sem verið er að koma upp á íslandi verða forgangsskotmörk í kjarnorku- styrjöld, það gefur auga leið. Kaku gat þess ennfremur að af- vopnunarárás Bandaríkjamanna beinist án efa meðal annars gegn sovéskum kafbátum í Barents- hafi og einnig þessvegna geti hernaðarmannvirki á íslandi ver- ið Sovétmönnum til mikils skað- ræðis. Prófessor Kaku lagði áherslu á að hann hefði einungis lýst stríðs- áformum bandaríska herráðsins, eins og þau liggja fyrir í skjölum frá herráðinu. Sovétríkin séu ekki þarmeð saklaus eða skárri, því miður sé staðreyndin sú að upplýsingar um áform sambæri- legra hernaðarstofnana þar í landi liggi ekki á lausu. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN J Þrlðjudagur 28. ógúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.