Þjóðviljinn - 07.09.1984, Page 2
Ferðaþjónustan
Höfum
enga
umsókn
fengið
Skólafatlaðra var
neitað ífyrra afþví
Ferðaþjónustan gat
ekki annað flutning-
num
„Hingað hefur ekki borist nein
umsókn um flutninga fyrir Skóla
fatlaðra f vetur“, sagði Steindór
Björnsson, forstöðumaður Ferð-
aþjónustu fatlaðra í gær. ,,Það
var sótt um þetta í fyrrahaust en
við gátum ekki sinnt því að keyra
10 hjólastóla til viðbótar milli
klukkan 3 og 4 á daginn.“
Ferðaþjónusta fatlaðra er nú
rekin sameiginlega af Reykjavík-
urborg, Kópavogi og Seltjamar-
nesi og njóta um 300 manns ak-
sturs aðallega til og frá vinnu og
skóla en einnig annarra erinda. 6
bflstjórar starfa við ferðaþjónu-
Hjálmar Arnason kennarl vlð FS,
Fjóla Slgurftardóttir verslunar-
stjóri og varaformaður VS og
Guöjón Omar Hauksson formaður
Félags kaupsýslumanna á Suður-
nesjum.
Starfsnám
ÍFS
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er
að hefja starfsnám f samvinnu við
þrjá aðila á Suðurnesjum. Verð-
ur höfð samvinna við fleiri aðila
ef þessi frumraun með tengsl
skólans og atvinnullfs tekst vel.
Það em Verslunarmannafélag
Suðumesja, Félag Kaupsýslu-
manna og Kaupfélag Suðumesja
sem em í samvinnu við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja með
'námskeiðin. 11 verslunargreinar
verða kenndar fyrir áramót og
kennslustundir verða frá 16.15-
19.15. Nemendur fá frí úr vinnu
án þess að launin skerðist og eiga
rétt á tveggja launaflokka hækk-
un ljúki þeir námskeiðinu. At-
vinnurekendurnir greiða 1/3 af
námskeiðsgjaldinu og stéttafé-
lagið 1/3. -jp
I
Freeport
fundar
Freeportklúbburinn boðar til
almenns borgarafundar að Hótel
Loftleiðum Kristalsal, á morgun
laugardaginn 8. september kl.
14.45.
Fundarefni er umfjöllun um á-
fangaskýrslu áfengjsmálanefndar
ríkisstjómarinnar, sem nýlega
kom fram á sjónarsviðið og feng-
ið hefur töluverða umfjöllun á
lesendasfðum dagblaðanna.
FRÉTTIR
Á sumrln er minna að gera hjá Ferðaþjónustunni og er tíminn notaður til að yfirfara bflana og gera vlð þá.
Stelndór Björnsson forstöðumaður fyrirtækislns (á innfelldu myndinnl) segir að Skóla fatlaðra hafi ekkl verið
neltað um flutninga í haust, enda hafl engin umsókn borist um slíkt. Ljósm. Atli.
stuna sem hefur 5 bfla til umráða
og er einn þeirra aðeins notaður
til vara, að sögn Steindórs. Hann
sagði einnig að Sjálfsbjargarfé-
lagar hefðu oft hvatt til þess að
fleiri sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu gengju til samstarfs við
borgina um þennan akstur.
- Hefur komið til tals að neita
blindum um þessa þjónustu?
„Nei. Á einum fundi stjórnar-
nefndarinnar kom það hins vegar
til tals að það þyrfti ekki sérstak-
lega útbúna bfla til að aka blind-
um, en við keyrum þá eftir sem
áður og það hefur ekkert frekara
gerst í því.“
-Á1
Vélstjóranám
Raunhæfe kennslu
Norrœna vélstjórasambandið hveturyfirvöld mennta-
mála til að notaðir verði vélarúms-samlíkir við
kennslu vélstjóra hér líkt og í nágrannalöndum okkar
Norræna vélstjórasambandið
sem í eru um 20 þúsund fé-
lagar, hefur sent Ragnhildi
Helgadóttur menntamálaráð-
herra og skólanefnd Vélskólans
bréf þar sem yfirvöld mennta-
mála herlendis eru hvött af þunga
tU þess að hlutast til um að
vélarúms-samlíkir verði notaðir
við kennslu vélstjóraefna á ís-
landi.
Frá þessu bréfí er skýrt í nýút-
komnu tbl. Sjómannablaðsins
Víkings. í bréfinu segir að á aðal-
fundi norræna vélstjórasam-
bandsins NMF sem haldinn var
fyrr í sumar hafi verið upplýst að
við vélstjórakennslu herlendis
væri ekki notaður svokallaður
vélarúmssamlíkir.
„Á öllum Norðurlöndunum
hefur vélstjórum og öðru starfs-
fólki í vélarrúmum skipa verið
fækkað í algjört lágmark. Af-
leiðing þessa er sú að þeir ungu
menn sem ráða sig á skip til öflun-
ar lögboðinnar starfsreynslu til
atvinnuréttinda, fá í fæstum til-
fellum raunhæfa verklega þjálfun
í notkun og rekstri vélbúnaðarins
um borð. Þess vegna verður að
afla hluta starfsreynslunnar
innan veggja skólans. Þar verður
að gefa nemendum kost á, með
sem raunhæfustum hætti, að
komast í snertingu við og kynnast
notkun vélbúnaðar skipa“, segir
m.a. í bréfí NMF. Af þessum
ástæðum hvetji sambandið af
þunga yfirvöld menntunarmála
til þess að hlutast til um að slíkur
búnaður verði notaður við vél-
stjórakennslu hérlendis.
-Ig-
Bolungarvík
Sjálfsbjörg 25 ára
Skábraut fyrir hjólastóla sett upp við sjúkrahúsið.
Spítalanum afhent þjálfunartœki.
22 félagsmenn og um 40 styrktarmenn.
Frá fréttaritara Þjóðviljans í Bolungar-
vfk.
Igær voru liðin 25 ár frá stofnun
Sjálfsbjargar í Bolungarvík.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru Trausti Sigurlaugs-
son og Ingibjörg Magnúsdóttir
frá Isaflrði. Fyrsti formaður þess
var Kristján Júlíusson kennari,
sem gegndi því starfi í 10 ár. Hann
var mjög virkur félagsmaður og
vann að hugsjón félagsins með
oddi og egg. Tveir af
stofnfélögunum eru enn búsettir á
Bolungarvfk og virk í starfl, þau
Birna Pálsdóttir og Jóhann Krist-
jánsson. Félagsmenn eru nú 22 og
að auki um 40 styrktarmenn.
Núverandi formaður er Krist-
ján Jensson, en auk hans eru í
stjóm Anna Jóna Hálfdanardótt-
ir og Jónína Sveinbjömsdóttir. í
samtali við fréttaritara Þjóðvilj-
ans sagði Kristján að næstkom-
andi laugardag yrði haldið uppá
afmælið með matarveislu, þar
sem boðið væri miðstjóm Sjálfs-
bjargar og stjórn Sjálfsbjargar á
ísafirði. Þar mun Pétur Pétursson
héraðslæknir flytja erindi og
Björg Kristjánsdóttir kynna sögu
félagsins.
Kristján rómaði mjög störf
héraðslæknis í þágu félagsins og
kvað félagsmenn hafa haft mik-
inn stuðning af honum. Þá kom
fram hjá honum að félagið hefur
safnað fyrir þjálfunartækjum
handa sjúkrahúsinu í Bolungar-
vík en þau vom formlega afhent í
fyrrakvöld. Kristján kvað bæjar-
félagið hafa staðið sig vel
gagnvart félaginu og öll þjónusta
af hálfu spítalans og læknisins
væri til fyrirmyndar.
Fyrir nokkmm dögum var lok-
ið við að setja upp skábrautir við
sjúkrahúsið fyrir hjólastóla, sem
gjörbreyta allri aðstöðu fyrir
hreyfihamlaða.
-khg/ÖS
Bandalag
kennara-
félaga
stofnað
Skrefí áttina til sam-
einingar kennara í eitt
stéttarfélag
Búið er að stofna Bandalag
kennarafélaga, en stofnaðilar eru
kennarafélögin tvö í landinu: Hið
íslenska kennarafélag og Kenn-
arasamband Islands. Stofnunin
var samþykkt á þingum félag-
anna fyrr í sumar, en hún er
veigamikið skref í átt til aukinnar
samvinnu og síðar meir ef til vill
sameiningar allra kennara í eitt
stéttarfélag.
Á blaðamannafundi í tilefni
stofnunarinnar kom fram að
helstu stefnumið BK munu vera
kröfur um hærri laun, lögvemdað
starfsheiti og sjálfstæðan samn-
ingsrétt.
Þess má geta að samvinna fé-
laganna hefur aukist á undan-
fömum ámm til muna. Þannig
hafa þau gefið í sameiningu út
ritið „Ný menntamál“ og síð-
astliðið haust stóðu þau einnig
saman að fjölmennu uppeldis-
málaþingi.
Ákveðið var að formaður og
varaformaður kæmu hvor frá
sínu félagi til skiptis og sætu eitt
ár í senn. Hlutkesti réð ákvörðun
formanns fyrsta starfsárið og
Svanhildur Kaaber frá KÍ mun
gegna þeirri stöðu, en varafor-
maður er Kristján Bersi Ólafs-
son. _ ÖS
Stéttarsambandið
Vandið
betur
tilveika
Ábendingar til fjöl-
miðla
Á nýafstöðnum aðalfundi
Stéttarsambands bænda voru
fjölmiðlar töluvert gagnrýndir
fyrir óvandaðan og vilhallan
fréttaflutning af málefnum land-
búnaðarins. Þykir þar tíðum
gæta þekkingarskorts og hirðu-
leysis um að afla réttra upplýs-
inga, sem ætti þó að vera metnað-
armál góðs fjölmiðlafólks. f
framhaldi af þessum umræðum
samþykkti fundurinn svohljóð-
andi ályktun:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1984 mótmælir harðlega
þeim gegndarlausa og órök-
studda áróðri gegn framleiðslu-,
sölu- og skipulagsmálum land-
búnaðarins, sem iðulega hefur
komið fram í fjölmiðlum.
Fundurinn skorar á stjómend-
ur fjölmiðla að sjá til þess að þeir,
sem fjalla um landbúnaðarmál,
vandi svo sem við verður komið
hverskonar upplýsingaöflun um
þau mál sem önnur, þannig að
sannleikans sé leitað hverju
sinni.
Fundurinn felur stjórn Stétt-
arsambandsins að standa vel á
verði gegn hverskonar rangtúlk-
un á málefnum landbúnaðarins
og telur að slíku verði best mætt
með aukinni upplýsingagjöf til
starfsfólks fjölmiðla m.a. með
fræðslufundum og kynningar-
ferðum“.
-mhg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN