Þjóðviljinn - 07.09.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR
Iðnverkafólk
Stefnir í gjaldþrot
heimilanna
Enginn lifir af 13 þúsund krónum á mánuði.
Staða iðnaðarins er mjög góð og svigrúm til kauphœkkana.
Eg hef enn ekki hitt einn einasta
mann sem heldur því fram að
það sé hægt að lifa af þrettán þús-
und krónum á mánuði. Það er
samt það sem fjöldi iðnverkafólks
gerir í dag. Og það eina sem við
erum í rauninni að fara fram á í
kjarabaráttunni núna er að fólkið
fái laun sem það getur lifað af. Er
það of mikið?
Þetta sagði Guðmundur Þ.
Jónsson, formaður Landssam-
bands verkafólks, við Þjóðvilj-
ann í gær.
„Við höfum haldið viðræðu-
fundi við iðnrekendur en því mið-
ur hefur alls ekkert komið útúr
þeim, og það verður að segjast
einsog er að það er ekki nokkur
hreyfíng í samningunum. En á
sama tíma er verðlag að hækka og
afkoma heimilanna hefur ein-
faldlega stórversnað. Þið hafið
verið að birta í Þjóðviljanum
dæmi af því hvernig kjör sumra
starfsmanna í iðnaði eru og þau
eru því miður sönn. Fólk sem lifir
á taxtakaupi hefur á stundum
tæplega til hnífs og skeiðar. Þetta
eru afleiðingar stjómarstefnunn-
ar í landinu, sem hefur hreinlega
leikið heimilin svo grátt að fáist
ekki úrbætur, þá stefnir í gjald-
þrot heimilanna.“
Svigrúm til
kauphækkana
Guðmundur tók sem dæmi, að
myndu atvinnurekendur ganga
að öllum kröfum iðnverkafólks,
þá yrðu flestir samt sem áður ekki
með meira en 17 til 19 þúsund
krónur miðað við fullan starfsald-
ur, þó stöku maður kynni að fara
yfir 20 þúsund hafi hann unnið
mjög lengi hjá sama fyrirtæki.
„Þetta eru nú öll ósköpin sem við
förum fram á, og menn geta þá
sjálfir dæmt, hvort þetta séu
óheyrilegar kröfur“.
„Eg tel að það sé mjög gott
svigrúm til launahækkana í dag.
Það er þensla í greininni. Til
dæmis birtast í blöðunum dag
eftir dag endalausar auglýsingar
eftir fólki, þetta gildir um sauma-
stofur en einnig annan iðnað. Það
er meira að segja ekki fátítt að
iðnrekendur hringi til okkar og
spyrji eftir því hvort við höfum
eitthvað af fólki á skrá sem þeir
gætu fengið í vinnu. Þannig að
það er engum blöðum um það að
fletta að staða iðnaðarins er góð í
dag, og ég veit ekki hvenær er
svigrúm til kauphækkana ef ekki í
dag“, sagði Guðmundur.
Guftmundur Þ. Jónsson: „Engin
atvinnugreln stenst tll lengdar
nema hún getl brauðfætt starts-
fólkið. En þaö gerlr lönaöurlnn
tæplega I dag“.
Fundahöld
framundan
- Hvað er þá framundan hjá
Landssambandi iðnverkafólks?
„Það verða umfangsmikil inn-
byrðis fundahöld hjá okkur um
helgina. Hjá Iðju á Akureyri og
okkur í Reykjavík munu stjóm
og trúnaðarmannaráð koma sam-
an til að íhuga næsta skref. Það er
kominn september og ljóst að við
þurfum að athuga okkar gang í
baráttunni. Ég á svo von á því að
félagsfundir verði hjá Iðjufélög-
unum uppúr helginni".
- Munuð þið nota fundina til að
afla verkfailsheimildar?
„Það er alveg ljóst að það lang-
ar engan í verkfall. Það er ekki
fyrr en í allra lengstu lög sem við
íhugum að beita því. Hins vegar
hefor nú ekkert gengið né rekið á
samningafundum og því ljóst að
það þarf að sýna viðsemjendum
okkar að það er full alvara á bak
við okkar kröfur. Þannig að ég tel
líklegt að á fundum stjómar og
trúnaðarmannaráðs verði rætt
um að afla verkfallsheimildar og
það er ekki ólíklegt að við fylgj-
um í fótspor annarra félaga sem
em þegar farin af stað og öflum
okkur verkfallsheimildar“.
Guðmundur sagði að lokum að
atvinnurekendur þyrftu að gera
sér ljóst að það gæti ekki nokkur
maður lifað af 13 þúsund krónum
í dag. „Það getur engin atvinnu-
grein staðist til lengdar ef hún
getur ekki brauðfætt sitt fólk. En
það gerir iðnaðurinn því miður
ekki í dag.“
Það er greinilegt að ríkisstjómin
hefur ekki þolað hristinginn af
Kröflugosinu. Allt að hrynja til
grunna!
Kröfluvirkjun
Óvenjulega
venjulegt
Við höfum ekki orðið vör við
neinar breytingar hér, sagði Stef-
án Gunnarsson í Kröfluvirkjun í
gær. Virkjunin gengur sinn vana-
gang þrátt fyrir gosið og holumar
em eins og þær eiga að sér, sami
hiti, sami kraftur og sama gas-
hlutfall, en við fyrri Kröflugös
hefur gasvirknin yfirleitt aukist í
holunum. - Þetta er nánast
óvenjulegt, sagði Stefán.
Nokkuð dró úr gosinu í gær og
skjálftavirkni var lítil sem engin
við virkjunina að sögn starfs-
manna.
Bókagerðarmenn
Ekkert miðar
í gær var haldinn sáttafundur í
deilu bókagerðarmanna og
prentsmiðjueigendíEkkert mið-
ar í samkomulagsátt en annar
fundur var boðaður á laugardag-
inn. Líkur á því að ekki verði af
boðuðu verkfalli eftir helgi eru
litlar. _ ÖS
Blaðamenn
Ekkert miðar
Blaðamenn og útgefendur hitt-
ust á fyrsta fundi sínum hjá sátt-
asemjara árla í gærmorgun. Ut-
gefendur höfðu vísað launadeilu
aðila þangað eftir tvo árangurs-
lausa samningafundi.
Fundurinn í gærmorgun stóð
stutt og ekkert nýtt kom fram.
Búist er við að nýr fundur með
deiluaðilum verði haldinn á
morgun eða sunnudag. _ ÖS
BM Vallá
Hugur
Á vinnustaðafundi sem Dags-
brún hélt með starfsmönnum
steypustöðvarinnar BM Vallá fór
meðal annars fram skoðanakönn-
un um viðhorf til mögulegs verk-
falls.
Mennimir gátu valið um tvo
kosti, annars vegar að þiggja
kauphækkun upp á fimm prósent
eða farin á hinn bóginn í verkfall.
Af um fjömtíu mönnum sem
vom á fundinum sátu þrír eða
fjórir hjá en allir hinir vildu frem-
ur fara í verkfall en sætta sig við
svo lága hækkun.
Einsog kom fram í blaðinu í
gær verður fundur hjá Dagsbrún í
Iðnó á laugardaginn til að afla
verkfallsheimildar. _ ÖS
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Um 1000 kMimrar og foreldrar bama úr grunnakólum á Raykiavfkuravaaölnu afndu tll fundar I Slgtúnl í gaar. Miklll hugur var I fólkl, og fundar-
gestlr sammála um aö kennarastarflö væri f mlkilli kreppu vegna bágra launakjara stóttarlnnar. Marglr tóku tll máls á fundlnum. Ljósm. Atll.
Vestfirðir
Fjöldaflutningar á hagfræðingum
Lítil hreyfing á samningum.
Sáttasemjari œtlaði vestur en hœtti við.
Að beiðni atvinnurekenda á Vestfjörðum og Alþýðusambands Vest-
fjarða fóru hagfræðingar ASÍ og VSÍ ásamt tveimur hagfræðingum
kjararannsóknarnefndar vestur á ísafjörð í gær til að aðstoða við ýmsa
útreikninga í tengslum við kjarasamninga sem standa yfir vestra.
Jafnframt stóð til að sáttasemjari, Guðlaugur Þorvaldsson, flygi
vestur í dag og meira að segja var búið að panta fýrir hann flugfar
vestur. Það breyttist hins vegar í gær, og Guðlaugur mun ekki fara.
Forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar og VSÍ töldu ólíklegt í
gær að skriður kæmist í bráð á samninga vestra, þrátt fyrir fjöldaflutn-
inga á hagfræðingum vestur á bóginn.