Þjóðviljinn - 07.09.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 07.09.1984, Side 4
LEIÐARI Blekkingar ráöheiranna í radarstöðvamálinu Þegar Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson hafa verið að verja þá ákvörðun að veita Bandaríkjunum heimild til að reisa radarstöðvar á Vestfjörðum og Norðurlandi hefur röksemdarfærsla þeirra hvílt á tveimur stoðum. í fyrsta laai væri ekki um hernaðarm- annvirki að ræða. iöðru lagi væru þetta radar- stöðvar sem gagna myndu íslenskum skipum og flugvélum, sérstaklega landhelgisgæsl- unni. Ráðherrarnir hafa hvað eftir annað fullyrt að búið væri að kanna málið vandlega og niðurstöðurnar væru ótvíræðar. Geir Hall- grímsson taldi Alþingi trú um að svo væri. Helsta vörn Steingríms Hermannssonar á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum var sömu ættar. Um síðustu helgi birtist í viðtali sem Þjóðvilj- inn tók við breska sérfræðinginn Malcolm Spaven ítarleg umfjöllun um þessar fyrirhu- guðu radarstöðvar út frá sjónarhóli þeirra manna sem fást við að upplýsa eðli hernaðar- uppbyggingar á Norður-Atlantshafi. Mikið írafár greip um sig í herbúðum NATO-liðsins við þessa sérfræðilegu umfjöllun. Sverri Hauki Gunnlaugssyni deildarstjóra í hinni svokölluðu varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins var strax eftir helgina att fram á völlinn og tekið viðhafnarviðtal við hann í miðopnu Morgun- blaðsins. Deildarstjóranum var hins vegar svo mikið niðri fyrir að hann afhjúpaði óvart helstu röksemdirnar sem Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson höfðu beitt í opin- berri umræðu. Radarstöðvamálið verður enn verra fyrir ráðherrana eftir viðtalið við deildarstjórann. Sverrir Haukur Gunnlaugsson upplýsir í Morgunblaðinu að það sé alls ekki búið að ákveða hvers konar radarstöðvar verði settar upp á Vestfjörðum og Norðurlandi. Það sé verið að athuga ýmsar mismunandi tegundir. Sumar séu jafnvel enn á tilraunastigi! í Ijósi þessara frétta blasir við að Geir Hall- grímsson hefur gefið rangar upplýsingar á Al- þingi þegar hann fjallaði um radarstöðvarnar eins og algerlega væri klappað og klárt hvers konar stöðvar væru hér á ferðinni. Það var bjarnargreiði við ráðherrann að deildarstjórinn skyldi vera að gera hann að ómerkingi. Sverrir Haukur Gunnlaugsson fjallar einnig ítarlega um tengsl þessara radarstöðva við hernaðarstarfsemi NATO og Bandaríkjanna en er þar hins vegar svo hræddur við að segja of mikið að hann lendir í skringilegum mót- sögnum við sjálfan sig. Niðurstaðan er þó ótví- rætt sú að radarstöðvar gegna lykilhlutverki í uppbyggingu hernaðarstarfseminnar. Hlut- deild Bandaríkjanna og NATO er að vísu enn slíkt feimnismál að deildarstjórinn veigrar sér við að gefa þar skýr svör. Nema þar eigi enn eftir að taka ákvarðanir. Deildarstjórinn segir einnig að radarstöðv- arnar komi í veg fyrir að AWACS-flugvélum verði fjölgað hér á landi og verður gaman að eiga þá yfirlýsingu í pokahorninu þegar Bandaríkin koma með næsta pöntunarlista til Geirs Hallgrímssonar. Umfjöllun Sverris Hauks Gunnlaugssonar um „gatið“ sem gerir óvinaflugvélum kleift að fela sig í námunda við ísland er röksemdafærsla á álíka grínstigi og sögurnar um sovéska kafbátinn sem Björn Bjarnason telur í Morgunblaðinu í gær að kannski hafi sést við Seltjarnarnes. Þrátt fyrir þetta ber að þakka deildarstjóran- um fyrir að hafa afhjúpað helstu blekkingarnar í röksemdarfærslu forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra í umræðu um hinar nýju radar- stöðvar. 1. TBL 7. StPTtMÐtR 19841. AR «* Afstaða yflrvalda i BandaríkjunuBi BuUrfUln «kki Ml. bun4U U1 «8 »«r> tsUnd cins«U clácnnt Kefur rcriB Ulifi. ÞctU «r cficinc eitt «f OAlmfirKum •trifium mr> torau liin 1 viAUli lu Wuhington en um þnfi retfialsg er QnlUfi 4 bUfieffiu iOogll. ÍSAFOLD VIKUBLAÐ FYRIR ÍSLENDINGA Vcrðkönnun ársins Stfirkoetiegur verfimunur er 4 Skfide og Mercedee Bene bilum eflir kOóevigt um- kviemt verfikfinnun Im- foldnr fi blnfieffiu 18. Einstaklingur heldur uppi þjóðarstoltinu Aldrafiur Reykvfkingur hefur «8 undanífimu ufnafi ettum og eent naufietfiddu fótkJ f PólUndi. Lafold bla&ilfiu 12 og'l3. íslendingar að féþúfu hjá HugleHVnm Flugleifiir bjófia lalend- ingum upp á tuerri tvöfalt hrerri fargjfild en útlend- ingum etendur til bofia A nugieiðum yfir Atlantahaf- ifi. Um þetta mikU ranglreti 0 ' í, . ’ ... , • • , - .... Velkomin, ísafold, ástkæra... ísafold, „nýtt vikublað fyrir ís- lendinga“ leit dagsins ljós í gær. Við fyrstu sýn getur klippari tekið undir með sjálfum höf- uðpaurnum Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni, að það sé blað fyrir borgarastéttina, einkaframtakið og einstaklinginn. Klippari býður ísafold hjartanlega velkomna í slaginn á blaðamarkaðnum og óskar henni góðs gengis, enda engin hætta á að hún steli lesend- um frá því ágæta blaði Þjóðvilj- anum! Annars ber þetta fyrsta eintak ekki mikinn svip fagmennsku, hvorki á sviði blaðamennsku né prentlistar og minnir æði oft á gömlu héraðsblöðin, sem enn búa við blýsetningu og klissjur á tímum tölvuumbrots og offsett- prents. Kasti blaðið ekki þessum fomaldarbúningi hið fyrsta nær það aldrei að velgja hinni borg- arapressunni undir uggum. ...Fósturmold hf. Innihaldslaus þjóðremba skýt- ur víða upp kollinum í ísafold sem enda er „blað fyrir íslend- inga“ eins og segir á forsíðu. Hins vegar er stutt í húmorinn því út- gáfufélagið heitir „Fósturmold hf.“ og þegar Ásgeir Hannes skammar blöðin og dómstólana skrýðist hann faldi og kallar pist- ilinn „Fjallkonuþanka.“ Á forsíðu er mynd af biskups- hjónum ásamt Ásgeiri Hannesi, enda er ísafold trúrækið blað eins og vikið verður að síðar. í ísafold skrifar líka Svarthöfði undir nafni, sem er nýmæli, en þar er einnig að finna gamla slúður- dálka uppá næstum þrjár síður í anda HP, enda er ísafold „forvit- ið blað“. Sögnin að græða í leiðara tekur ísafold upp vöm fyrir íslensku sögnina að græða sem blaðið segir að eigi marga óvildarvini: „Andstæðingar þjóðskipulagsins hafa gert sér far um að sverta þetta fallega orð í merkingunni ábati.“ Gróðinn er nefnilega ávöxtur éljunnar sem aðeins fæst með hagsýni, dugnaði og hugviti, segir ísafold. En vei! Menn sem græða án þess að leggja hart að sér, t.d. í skjóli einokunar, það em þeir sem koma óorði á gróðann. „Þeir em vatn á myllu kölska“. Það þarf sem sé að hefja þessa sögn til vegs og virðingar. „Okk- ar ástkæra fósturmold - (með litl- um staf) - er fyrst og fremst gróð- urmold.“ „Við græðum mein og sár. Styðjum sjúka til sjálfbjargar og hjálpum minni máttar. Eflum kristið borgarasamfélag því græðarinn er líka frelsarinn. Og loks græðum við peninga“, segir þar. Kaup kaups „Breytt viðhorf til vamar- mála“, þ.e. að krefja Bandaríkin um gjald fyrir herstöðvarnar hér em ær og kýr ísafoldarmanna. Þegar „traustur meirihluti íslend- inga“ lýsti stuðningi við Aronsk- una í nýlegri skoðanakönnun færðust þeir í aukana og ísafold gerði Ásgeir Hannes út til að kynnast viðhorfum Bandaríkja- manna í þessu efni. Viðmælend- umir vom vel valdir: „nógu hátt- settir til að geta túlkað sjónarmið ríkisstjómar Bandaríkjanna og yfirstjómar Atlantshafsbanda- lagsins. “_______________ KUPPT OG SKORIÐ Ekki verður sagt að ísafold ríði feitu hrossi úr þeirri för, því sjón- armið Pentagon og Washington vom að íslendingar fengju nú þegar nóg fyrir sinn snúð! Þetta væri kaup kaups: 1,5% af vinnu- fæmm íslendingum væm í vinnu fyrir Kanann, SH og Sambandið fengju hagstæðari lán í Banda- ríkjunum, Flugleiðir fengju lend- ingarleyfi og undanþágu frá banni við hávaðamengun og hugsanlega fengju íslendingar næst leyfi til að veiða í landhelgi Bandaríkjamanna! Þetta væri ekki greiðsla, en svona væm nú „fjölskylduböndin í Nató sterk“. En þegar spurt var hvort her- mennirnir gætu ekki borgað gjöld og tolla var bent á að íslendingar yrðu að passa sig á að ganga ekki of langt í kröfum sínum. Banda- rískir hermenn hefðu nefnilega ekki ráð á að borga öll íslensk gjöld eða matvæli og skyldi nú engan undra. Klippari þekkir enga íslenska fjölskyldu sem get- ur það í dag. Af framansögðu lýsir það mikilli þröngsýni að mati viðmæl- enda ísafoldar að krefja um gjald fyrir herstöðina! Ekki af þrælum komnir ísafold segist vera „afar ætt- rækin“, enda þjóðlegt með af- brigðum. Hyggst hún feta í fót- spor sunnudagsblaðs Þjóðviljans og halda úti ættfræðiþætti P.L. „Um ættir og slekti“. í inngangi þessara þátta er markið sett hátt: „Ætlunin er að byrja á alþingis- mönnum, enda tími til kominn að reisa við orðstír þeirra, því að það er einn af mörgum þjóðarlöstum, illt umtal um þessa menn.“ Og ef einhver skyldi nú velkjast í vafa um hvað það hefur með ættfræði að gera, þá er vitnað í Land- námu: að nauðsynlegt sé að kunna að svara útlendum mönnum „þá er þeir bregða oss því að vér séum komnir af þræl- um og illmennum.“ Að fornum sið er það „Dameme först“ hjá ísafold og í næsta blaði verða raktar ættir og slekti Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráð- herra. Kíló af Skóda ísafold er umhugað um að efla verðskyn neytenda og í nýstár- legri verðkönnun kemst blaðið að þeirri notadrjúgu niðurstöðu að kílóið af Mercedes Bens sé 364% dýrara en kílóið af Skóda! í næstu verðkönnun verður borið saman lítraverð af ilmvötnum, enda byggja alvöru verðkannanir réttilega á samanburði á þyngd og máli, en ekki t.d. merkjum og lykt! Jón og John Eins og sjá má af þessu stutta efniságripi ísafoldar er hvergi vikið beint að undirrót útgáfunn- ar: innanflokksátökunum í Val- höll. Víða er þó þungur undir- tónn og eitt er víst að óskabam Moggans og Geirs Hallgríms- sonar, Flugleiðir, verða teknar á beinið. í ágætri samantekt um flugfargjöld til útlanda bendir ís- afold á það misræmi að það er dýrara að fljúga frá Keflavík til New York en frá New York til Luxemborgar með viðkomu í Keflavík. Og ísafold tekur málið þjóð- legum tökum: „Blóðugasti hlutinn af þessu dæmi er svo að það er íslenskt fyrirtæki sem svo grátt leikur landa sína á einokuð- um markaði. Fyrirtæki sem oftar en einu seinni hefur leitað til þjóðar sinnar eftir aðstoð og ábyrgð." Næst á að taka fyrir: „framlag íslenska fólksins til Flugleiða og þátt félagsins í hermanginu umhverfis Keflavík- urflugvöll.“ Áfram ísafold! -ÁI MðDVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Ðlaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- héðinsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Björn Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Hú8móðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsíngar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. september 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.