Þjóðviljinn - 07.09.1984, Qupperneq 13
U-SIÐAN
Allir geta nú orðið
diskódrottningar
Já þetta er einn og sami maðurinn. Hann heitir Divine og er þekktastur fyrir að
leika í myndumundir stjórn John Waters, en hann er talinn gera lélegustu
kvikmyndir sem nokkurntímann hafa verið framleiddar. En hvað um það,
Divine gerir allt fyrir peningana.
Divine, penn eldri maður.
Rokk
Plata Kukls
í 28. sæti
Tónleikaferð um meginland
Evrópu tekur við af
Englandskonsertinum
Nýútkomin breiðskífa Kukls,
The Eye (Augað), er nú komin í
29. sæti óháða breska vinsælda-
listans og hefur fengið góða dóma
í þarlendum tónlistartímaritum,
þar á meðal fimm stjörnur af
fimm mögulegum í dómi tímarits-
ins Sounds. Gagnrýnandi
Sounds-tímaritsins sagði að Kukl
væri ein af fimm bestu „anarkó-
pönk“-sveitum vorra daga.
Hljómsveitin er nú á leið frá
Bretlandseyjum eftir velheppn-
aðan tónleikarúnt með Flux og
Pink Indians. Einir þeirra tón-
leika voru haldnir til styrktar
breskum námaverkamönnum.
Frá ríki Thatchers halda Kukl-
arar til Berlínar til þrennra
hljómleika, síðan til Barcelónu í
Katalóníu og verða þar um miðj-
an mánuð, þá til Parísar, til Rott-
erdam á mikla tónlistarhátíð þar
sem fram kemUr fjöldi frægra
banda (Fall, Psychic TV...), til
Hamborgar í slóð annarrar
hljómsveitar eldri, og ljúka för
hjá frændum vorum í Osló og
Kaupmannahöfn í lok mánaðar,
26. í Club 7 í Ósló og 27.-28. í
Höfn.
—m
Afar hress Einar í útlöndum.
Rokkað gegn Möggu.
Mis-
heppn-
aðir
tónleikar
Illa fór fyrir hljómsveitinni
Rolling Stones þegar hún hélt
°pna rokkhátíð nálægt San Fra-
ncisco árið 1969. Þar gerðu Roll-
ingarnir þau hrapalegu mistök að
bjóða hinum íðilprúðu Hells
Angels á staðinn til að sjá um
gæsluna.
- einn var stunginn til bana.
- Jefferson Airplane lenti í slag á
sviðinu.
- og brjálaður áhangandi hljóm-
sveitarinnar réðist á Mick Jagger.
Skondinn dagur ekki satt?
Breskl
vinsælda-
listirm
1. Careless whisper.......George Michael
2. Ijustcalled..........StevieWonder '
3. Agadoo.................BlackLace
4. Like to get to know you well.HowardJones
5. Self control..........Laura Braningan
6. Two tribes.... Frankie Gqes To Hollywqod
7. Stuck on you...........Trevor Walters
8. Whateverl do (Whenever Igo).HaxelllDean
9. Whats love got to do with it.Tina Tu^ner
W. Two minutes to midnight..'t Iron Maiden
□á
Föstudagur 7. september 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13