Þjóðviljinn - 28.10.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.10.1984, Qupperneq 6
IÞROTTIR Norðurlandamótið Loksins - eftir 20 ár! ísland sigraði Svíþjóð íjyrsta skipti síðan 1964 - 22-20 í Finnlandi í gœr Verður ísland Norðurlandameistari í fyrsta sinn í dag? Fyrir 20 árum vann íslenska landsliðið í handknattleik fræk- inn sigur á Svíum, 12-10, í heimsmeistarakeppninni í Tékkó- slóvakíu. Næsta leik þjóðanna, þremur árum síðar, lauk með jafntefli en i þau fjórtán skipti sem ísland og Svíþjóð hafa mæst í A-landsleik síðan hafa Svíar ávallt sigrað. Þar til í gærkvöldi - Island vann óvæntan sigur, 22- ! 20, í Finnlandi og á nú góða möguleika á að verða Norður- landameistari í fyrsta skipti í dag - sigur á Norðmönnum og jafn- tefli eða sigur gegn Dönum myndi i gera langþráðan draum að veru- leika. Leikið verður við Dani nú kl. 9.30 að íslenskum tíma og kl. 116.30 við Norðmenn. „Ég er mjög ánægður með leikinn, að undanskildum fyrstu fimm mínútunum og síðustu fimm“, sagði Bogdan Kow- alczyck þjálfari íslenska liðsins í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi. „Þetta jafnaðist á við jafnteflisleikinn gegn Júgóslöv- um á Ólympíuleikunum. Við eigum raunhæfa möguleika á að verða Norðurlandameistarar en dagurinn á morgun (í dag) verður geysilega erfiður, tveir leikir og lítil hvfld. Sigurinn í kvöld var dýr, Þorbergur Aðalsteinsson meiddist eftir 10 mínútur og verð- ur ekki með á morgun og Sigurð- ur Gunnarsson og Brynjar Kvar- an eiga við meiðsli að stríða“, sagði Bogdan. Upphafsmínúturnar voru erf- iðar en Einar Þorvarðarson fleytti íslenska liðinu yfir þær með frábærri markvörslu. Síðan náði íslandi fljótlega undirtöku- num, lék mjög vel, einkum í vöminni, og náði fimm marka forystu fyrir leikhlé, 11-6. I síðarí hálfleik hélst munurinn óbreyttur lengi vel, 5-6 mörk, og sjö mínútum fyrir leikslok hafði ísland fjögurra marka forystu. Þá kom talsverð „panik“ í leik liðs- ins, menn voru reknir útaf með stuttu millibili og Svíar nýttu sér það. Þeir lömuðu sóknarleik ís- lenska liðsins með því að taka Kristján Arason úr umferð og þegar ein mínúta var til leiksloka Danir lentu í stökustu vand- ræðum með Finna á Norðurland- amótinu í handknattleik í gær, áður en íslendingar mættu Sví- um. Finnar, sem töpuðu 13-32 fyrir íslendingum í fyrrakvöld, stóðu í danska liðinu allan leikinn, staðan í hálfleik var 13- 12, Dönum í hag, og þeir náðu að sigra með þriggja marka mun, 26- minnkuðu þeir muninn niður í eitt mark, 21-20. íslenska liðinu tókst að halda boltanum í 50 sek- úndur, tíu sekúndum fyrir leiks- lok skoraði Kristján með hörku- skoti, 22-20, og langþráður og góður sigur var í höfn. f heild lék liðið mjög vel en tveir stóðu þó uppúr, Einar í markinu sem varði mikinn fjölda skota, ein tvö vítaköst og nokkur hraðaupphlaup, og Kristján sem var í miklum ham og skoraði heil ellefu mörk. Mörkin gerðu: Kristján 11(4 víti), Hans Guðmundsson 3, Steinar Birgisson 2, Sigurður Gunnarsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 1 og Páll Ólafsson 1. -VS 23. Þeir léku þó ekki með sitt al- sterkasta lið, heldur voru þeir að prófa tvo nýja leikmenn og það gekk heldur stirðlega. Staðan á motinu er þessi: ísland.........2 2 0 0 54-33 4 Danmörk........2 2 0 0 49-40 4 Svíþjóa........1 0 0 1 20-22 0 Noregur........1 0 0 1 17-23 0 Flnnland.......2 0 0 2 36-58 0 - VS Norðurlandamótið Danir í vandræðum! Einar Þorvarðarson átti snilldarleik í íslenska markinu í gærkvöldi. Körfubolti EKKERT AFGREIÐSLUGJALD jeyiMff ÚTTEKT MATVÖRU SAMKVÆMT NXIU SAMKOMUIAGI VIÐ MATVORUKAUPMENN ATHUGIÐ ÁÐUR BOÐAÐ AFGREIÐSLUGJALD KEMUR ALDREITILINNHEIMTU KORTIÐ SEM GILDIR Yfirburðir meistaranna Sigruðu nýliða ÍS114-68 íNjarðvík í gœrkvöldi íslandsmeistar Njarðvíkinga höfðu gífurlega yfirburði gegn nýliðum ÍS er félögin mættust í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöldi. Meistar- arnir komust mest 53 stigum yfir og sigruðu að lokum með 46 stiga mun, 114-68. Strax í upphafí stungu af Njarð- víkingar og um miðjan fyrri hálf- leik var ljóst að úrslit gátu ekki orðið nema á einn veg. Staðan í hléi var 66-29 og munurinn hélt áfram að aukast, allt þar til stað- an var orðin 110-57 skömmu fyrir leikslok. Þá klóruðu Stúdentar dálítið í bakkann og skoruðu ell- efu stig gegn fjórum á lokakaflan- um. Njarðvíkurliðið var jafnt og heilsteypt, nánast sama hvaða fimm leikmenn voru inná hverju sinni. Valur Ingimundarson var í aðalhlutverkinu í stigaskoruninni og vantaði aðeins eina körfu til að fylla fjórða tuginn. Árni Lárus- son náði sér mjög vel á strik í síðari hálfleik og allir voru vel „virkir - enginn leikmannanna tíu skoraði undir fímm stigum. Lið ÍS var óskaplega dauft og ósannfærandi og á greinilega erf- iðan vetur framundan. Skárstir þar voru Árni Guðmundsson og Björn Leósson. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 38, Ellert Magnússon 14, Hreiðar Hreiðarsson 11, Teitur Orlygsson 10, Ami Lárusson 8, Gunnar Þorvarðarson 8, Helgi Rafnsson 8, Jónas Jóhannesson 8, Hafþór Óskarsson 6 og Isak Tómasson 5. Stig ÍS: Björn Leósson 16, Guðmundur Jóhannsson 14, Árni Guðmundsson 11, Valdimar Guðlaugsson 10, Ragnar Bjartmarz 7, Ágúst Jóhannesson 4, Gunn- ar Ingimundarson 2, Karl Ólafsson 2 og Þröstur Guðmundsson 2. Jón Otti Ólafsson og Hörður Tulinius dæmdu leikinn vel. - SOM/Suðurnesjum. Valur Ingimundarson hefur skorað 64 stig í fyrstu tveimur leikjum UMFN - gerÓi 38 í gær- kvöldi. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.