Þjóðviljinn - 23.12.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Qupperneq 7
Viðtalið undir skapandi tónlist á öllum sviðum í Bandaríkjunum á und- anförnum 20 árum. Starf þeirra hefur verið ómetanlegt og þeir hafa reynt að berjast gegn ásælni stórfyrirtækjanna sem ekki hugsa um annað en hámarksgróða. En þetta er ekki auðvelt og margt bendir til þess að djass-tónlist verði ófáanleg í framtíðinni á al- mennum hljómplötumarkaði. Sennilega verður að panta hana í pósti.“ Markviss heilaþvottur - Þegar minnst er á Art En- semble of Chicago og frábœrt uppeldisstarf djass-manna þar vestra, vœrigaman að heyra hvort unglingar í dag hafi breiðari tón- listarsmekk en áður. „Því miður ríkir kreppa í þeim efnum, eins og reyndar á öðrum sviðum í þjóðfélaginu. Eftir hina skammlífu pönk-bylgju, sem var þó heiðarleg tilraun til að brjóta upp einhæfa og kerfisbundna iðn- aðartónlist, virðist ástandið verra en það hefur verið nokkurn tíma fyrr. Vídeó-rokkið og sjónvarpið með sitt „Skonnrok(k)“ er alls- ráðandi og mótar tónlistarsmekk unglinganna. Þetta er markviss heilaþvottur.“ - Hvað með fyrirbœri eins og „Rás 2“? „Það er skárra en Skonrok(k)- pokun eða fáfræði að ræða. Það er reyndar furðulegt að aldrei er almennilega fjallað um djass síð- astliðinna 20 ára. Það er eins og menn hér heima vilji ekki kann- ast við það sem hefur verið að gerast undanfarið í þessari tón- list.“ Búð og brallhorn - Hvar kemur svo búðin inn í dœmið? „Hún er náttúrulega partur af sömu hugmynd og útgáfustarf- semin og tónleikahaldið. Hún heldur utan um allt hitt og tengir það saman. Það væri óhugsandi að starfa að plötuútgáfu og tón- leikum ef búðin væri ekki fyrir hendi. Við reynum nefnilega að fylgja hinni starfseminni eftir með hljómplötum og bókum. Búðin gerir alla dreifingu mun auðveldari, því vonlaust væri að standa í slíku stússi gegnum aðrar verslanir. Þar mundi margt af þessari starfsemi kafna í sam- keppni við annað.“ - En nú hafið þið farið inn á fleiri brautir ísambandi við plötu- sölu en djass og rokk. T.d. eruð þið með klassískar hljómplötur, s.s. eldri upptökur á frœgum söngvurum og alls konar „raritet" sem ekki fœst annars staðar. Og svo er það þjóðleg tónlist frá fjar- lœgum heimshornum. „Já, þetta er allt partur af sömu Grammi ið. Það versta við vídeó-rokkið er að það býður einungis upp á flótta frá raunveruleikanum, inn í einhverja falska draumaveröld. Hvað sem segja má um pönkið, þá voru þar gerðar tilraunir til að túlka raunveruleikann. En það er kannski það versta sem fólk getur hugsað sér; það hryllir við stað - reyndum tilverunnar.Þaðer allt í lagi að gefa peninga í Afríku- hjálpina, einu sinni á ári, en svo vilja menn helst vera lausir við vandamálið þess á milli. Það er greinilegt að ríkjandi öfl í þessum heimi vilja engu breyta til batn- aðar. Undir þetta afstöðuleysi tekur vitundariðnaðurinn með markaðsrokkinu. “ Hljómleikahald - Jafnframt útgáfustarfsemi hefur tónleikahald verið megin- starfsemi Grammsins. Þar hefur verið reynt að kynna erlendar hljómsveitir og tónlistarmenn fyrir íslenskum áhugamönnum, í bland við kynningar á íslenskri tónlist. „Já, hingað til hafa komið fjöl- margar rokk-hljómsveitir, s.s. „The Fall“, „Crass“ og „Psychic T.V.“. Einnig kom hingað á veg- um Grammsins ljóðskáldið Lint- on Kwesi Johnson. Þá hafa ýmsir djass-tónlistarmenn verið hér á vegum okkar, s.s. hljómsveitin „Air“, Braxton og Cryspell, Pet- er Kowald, Andrew Cyrille og Leo Smith. Það var raunar leiðin- legt hve slæma dóma sá síð- astnefndi hlaut hér, frá hendi gagnrýnenda. Við skiljum vægast sagt ekki hvernig á því stendur. Nú hefur þessi maður verið í flokki merkari trompett-leikara djassins síðastliðin 15 ár og hér heima hélt hann námskeið fvrir ísienska tónlistarmenn. Svo fær hann einungis skömm í hattinn frá gagnrýnendum. Okkur er spurn hvort ekki sé hér um for- tilraun, sem béinist að niðurifi þeirra múra sem umlykja hverja tegund tónlistar fyrir sig. Við vilj- um halda því fram að öll heiðar- leg tónlist, hverju nafni sem hún nefnist, eigi erindi til fólks hér heima. Það skipti ekki máli hvað- an hún komi né hverjir framleiði hana. Þetta er að okkar mati eina raunhæfa afstaðan í heimi þar sem auka þarf skilning þjóða á millum. Það þarf að vinna bug á allri þessari þjóðernislegu ein- angrunarstefnu“. - Hvað með brallhornið góða, sem var hér um daginn? „Við vorum með smá afkima fyrir fólk sem vildi koma með góðar hugmyndir í sambandi við starfsemina. Við höfðum kaffi á boðstólum og kökur, en plássið var of lítið ogþegar bókasending- in kom urðum við að rýma til fyrir henni. Ef ef búðin stækkar ein- hvern tíma verður aftur farið af stað með nýtt brallhorn“. - Hvaða bœkur eru það sem þið hafið á boðstólum? „Það eru bækur sem tengjast hljómplötunum og öðru því sem Grammið hefur á sínum snærum. T.d. ermikið af bókum um svarta tónlist og menningu svertingja, einkum í Vestur-Indíum. Svo eru aðrar með textum, ljóðum og öðru því sem til felíur og skiptir máli varðandi stjórnmálabaráttu þá sem blandast tónlistinni. Svo fljóta með plaköt af þekktum rokkurum og ýmsir bæklingar um tónlist almennt." - Að endingu, erþetta þakiclátt starf? „Tja, þetta er okkar áhugamál. Við Dóra höfum upplifað bæði slæma og góða tíð í þessum bransa. í rauninni er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en játandi, þar sem þetta er helsta áhugamál okkar. Við munum halda þessu áfram hvað sem það kostar.“ HBR Vissir þú að hjá okkur færðu margar hugmyndir að góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og þær gera gagn. Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum vörum fyrir þessi jól: Skíðabogar á bíltoppinn . kr. 775.- Bílamottur 4 stk. í setti ... kr. 980.- Skíðahanskar ............. kr. 240.- Leikfangabílar ........frákr. 30.- Tölvuúr ...............frá kr. 233.- Litlar, þunnar reiknitölvur Barnabílstólar Vasaljós Rakvélar Olíulampar Kassettutöskur Topplyklasett Vatteraöir kulda-vinnugallar — og margt, margt fleira. Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið. Sunnudagur 23. desember 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.