Þjóðviljinn - 23.12.1984, Page 10
Það sætir jafnan tíðindum þegar frum-
sýna á íslenska kvikmynd hér á landi. Á
annan í jólum verður nýjasta rhynd. Águsts
Guðmundssonar, Gullsandur, sýnd í Aust-
urbæjarbíói og bíða væntanlega margir
spenntir þeirrar stundar. Af því tilefni ræddi
Þjóðviljinn við Ágúst og þrjár persónur í
myndinni. Voru tvö viðtalanna tekin í sumar,
annað við blökkukonuna Glendu Nordé
sem fór jafnskjótt og hún hafði lokið við
hlutverk sitt í myndinni til síns heima í
London, hitt við Abdou sem dvalist hefur
hér á landi í báðum þrjú ár og leikur hann
bandarískan hermann í Gullsandi. Aðal
inntak þeirra viðtala eru kynþáttafordómar
og misrétti. En sá grunur leikur á að Ágúst
hafi eitthvað við þau mál að athuga.
Þá er rætt við „blaðamann Þjóðviljans“ í
myndinni, leikkonuna Hönnu Maríu Karls-
dóttur, um þessa jómfrúrullu hennar í kvik-
mynd.
Framlag til friðar-
samtaka Hstamanna
Myndin fjallar um viðkvœmasfa deilumdl þjóðarinnar,
þ.e. ef bjórinn er undanskiiinn
Þaö er yfirleitt nokkuð Ijóst að
á þessum tíma árs færist mik-
ill spenningur í fólk, enda
mörg tilhlökkunarefnin rétt
fyrir jólahátíðina. Hinsvegar
eru margir þeir sem bíða eftir
einum degi sérstaklega um
hátíðirnar með óvenju mikilli
tilhlökkun og eftirvæntingu.
Dagurinn er annar í jólum,
hinir mörgu eru unnendur
góðrar kvikmyndagerðarlistar
og tilefnið er frumsýning ný rr-
ar kvikmyndar leikstjórans
Ágústs Guðmundssonar,
sem ber nafnið Gullsandur.
Þjóðviljinn greip Ágúst glóð-
volgann í stutt viðtal, nýkom-
inn frá London með afkvæmið
fullskapað.
- Flytur myndin þín nýja ein-
hvern boðskap?~
- Hah! Þú spyrð eins og hann
Páll Heiðar forðum þegar frum-
sýna átti Útlagann. En, hmm, já.
Hún er ekki áróðursmynd og er
ekki að auglýsa einhverja á-
kveðna stefnu. En írhenni koma
þó fram skoðanir án þess ég sé
beinlínis að þröngva þeim upp á
aðra. Pegar ég byrjaði að skrifa
handritið þá hugsaði ég það að
sumuleyti sem framlagtil friðar-
samtaka listamanna og þess sem
þau standa fyrir. Ég vona að
eitthvað eimi eftir af þeim ásetn-
ingi.
Myndin fjallar um viðkvæm-
asta deilumál þjóðarinnar,
þ.e.a.s. ef bjórinn er undan-
skilinn, sem er vera bandaríska
hersins á landinu. Öll umræða
um þau mál hefur verið á einn
veg, þ.e. á milli tveggja and-
stæðra hópa. Kannski að í mynd-
inni felist, þrátt fyrir alla gaman-
semina, tilraun til að fjalla um
þessi mál með nýjum hætti. En
það kemur ansi margt inní þetta.
Við vitum t.d. að upphaflega
máttu ekki vera blökkumenn í
hernum hér á landi og það voru
fslendingar sem settu þau skil-
yrði.
- Sýnir myndin e.k. sveita-
mennskuhugsun?
- Hún sýnir ekki eingöngu
sveitafólk Jieldur fyrst og fremst
íslendinga og í rauninni stendur
hreppsnefndin í sama vandamáli
og Alþingi íslendinga í þessum
málum sem öðrum.
- Stílbrögð í myndinni?
- í öðrum myndum mínum hef
ég tekið eftir jóeirri tilhneigingu
að gefa hlutina í skyn frekar en að
hamra á þeim, láta lítil atvik túlka
stóra hluti eins og t.d. persónu-
einkenni o.þ.u.l. Meira að segja í
Útlaganum fannst mér nauðsyn-
legt að taka tiltölulega raunsæja
stefnu og sýna hversdagslíf fólks
sem margir aðrir leikstjórar
hefðu gert að fornaldarhetjum á
borð við Conan the Barbarian.
Pessi tilhneiging verður svo enn
ljósari í Með allt á hreinu. Pó að
kímnin þar sé á stundum dálítið
stórkarlaleg, þá hef ég tekið eftir
því að fólk hlær að smáatriðum
sem virðast ekki mikilvæg á yfir-
borðinu, smáatriðum sem gjarna
koma upp um eitt og annað í fari
viðkomandi persónu.
Þessi kímni felst í því að sýna
venjulegt fólk í skringilegum
kringumstæðum frekar en að
sýna skringilegt fólk í venju-
Iegum kringumstæðum, sem oft
er inntak gamanleiks. Stíllinn í
Gullsandi byggist einmitt á þess-
um atriðum. l.mar.
Þessi kímni felst í því að sýna venjulegt fólk í skringilegum kringumstæðum
frekarenaðsýnaskringilegtfólkívenjulegum kringumstæðum, sem oft er
inntak gamanleiks.
Heit frétt fyrir Þjóðviijann
Hanna María Karlsdóttir leikur
veigamikið hlutverk í
Gullsandi, sem blaðamaður
Þjóðviljans...Það þótti þvítil-
valið ao spyrja hana eilítið
útúr.
- Hvað er blaðamaður Þjóð-
viljans að vilja inní bíómynd.?
- Nú, hann þóttist þar hafa
fiskað eina feita frétt. Hann fær
símtal úr sveitinni um að Banda-
ríkjamenn séu að gera usla
þar, og þá vaknar nú brjóst
Þjóðviljans heldur betur...
- Hver hringir?
- Ja, það er ungur maður, sem
við getum sagt að sé ákaflega
pólitískt meðvitaður. Ég leik
þarna ákaflega metnaðarfulla
blaðakonu og því er mér mikið í
mun að verða fyrst á vettvang.
Enda hlýtur þetta að vera heitari
frétt fyrir Þjóðviljann heldur en
önnur blöð á landinu. Að geta
klekkt á Kananum, er það ekki
málið? En einhvernveginn fengu
blaðamenn DV nasaþefinn af
fréttinni, og þetta endar með
spennandi samkeppni blaðanna
um fréttina.
sem svo varð engin risa forsíðufrétt..
- Og fœr Þjóðviljinn það sem - Nei, þetta var ekki það sem - Við hverju bjóst hann?
hann sóttist eftir? hann bjóst við. - Risaforsíðufrétt, manneskja!
„Blaðamaður Þjóðviljans": - Að geta klekkt á Kananum, er það ekki málið?
Hernaðarlegum uppljóstrunum,
ég segi ekki meira um það...
- Þetta er í fyrsta skipti sem þú
leikur í kvikmynd, ekki satt?
-Jú og það var geysilega gaman
að kynnast þessu apparati, kvik-
myndatökuvélinni. Én égvarlíka
þar af leiðandi skíthrædd við
þetta. Þegar ég hugsa um að mað-
ur eigi eftir að birtast á
breiðtjaldinu fæ ég óteljandi fiðr-
ildi í magann.
Annars mættu íslenskir leik-
stjórar gjarna halda námskeið
fyrir íslenska leikara í kvik-
myndaleik, kenna þeim að leika
fyrir framan kvikmyndavélar og
losa þá við þessa hræðslu sem
leikarar verða margir hverjir
gripnir, þegar þeir standa and-
spænis vélunum.
Annars var yndislegt að vinna
með þeim Gústa og Sigurði
Sverri, og allt starfsliðið var með
eindæmum hjálplegt og mórall-
inn góður. Og það skiptir ekki
svo litlu máli skal ég segja þér, að
vinna með fólki sem maður getur
treyst.
I.mar.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1984