Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.12.1984, Blaðsíða 14
ra Fóstrustarf V Laus staöa fóstru á leikskólanum Kópahvoli, 50% starf. Uppl. veitir forstöðumaður í síma 40120. Laun samkv. kjarasamningi Kópavogskaupstaðar. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs Digranesvegi 12 og veitir dagvistarfulltrúi nánari uppl. um starfið í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs Atvinna í boði Rannsóknarstofnanir sjávarútvegsins óska eftir að ráða húsumsjónarmann frá og með 1. jan. 1985. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir berist skrifstofunni að Skúlagötu 4 fyrir 31. des. Fjölbrautaskólinn við Ármúla Kennara vantar í viðskiptagreinar á vorönn 1985 að Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Upplýsingar gefur skólameistari í síma 621424. Jólatrésskemmtun Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræðingafélags ís- lands verður í Domus Medica fimmtudaginn 27. des- ember og hefst kl. 15.00. Jólasveinninn Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvember mánuð 1984, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið, 17. desember 1984 Starfsmannastjóri Laus er til umsóknar hjá Orkustofnun staða starfs- mannastjóra. Auk starfsmannastjórnar felur starfið í sér kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Lögfræðimenntun er æskileg. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist Orkustofnun fyrir 15. janúar 1985. Forstjóri Stjórnsýsludeildar veitir nánari upplýsingar. yrq ORKUSTOFNUN r~ GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK Útboð Bifreiðatryggingar Tilboð óskast í bifreiðatryggingar ríkisbifreiða. Út- boðsgögn eru seld á skrifstofu vorri og kosta kr. 500.00. Tilboð verða opnuð á sama stað, 22. janúar 1985, kl. 11.00 f.h. NNKAUPASTðfNUN RÍKISINS íORGARTÚNI 7 sfiSfaS&M PÓSTHétF 1441 TELEX 2006 | ^eggjum ekki af staO i ierðalag i lélegum bíi eða illa útbúnum. Nýsmurður bíll meðhreinnioliuog yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess aö komast heill á leiðarenda. yUJgERDAR EÆJARRÖLT Ein er upp til fjalla yli húsa fjær. Ég þekki fólk sem hefur tekið kvæði skáldsins svo bókstaflega að það getur ekki hugsað sér að leggja sér rjúpur til munns. Ég er ekki einn þess enda hef ég vanist við það að éta rjúpur á jólum frá blautu barnsbeini og tel það álíka mikinn hluta af jólunum og jóla- tré og hangikjöt. Samt er ég hinn mesti andstæðingur alls dráps og hef aldrei getað tekið mér byssu í hönd. Meira að segja veiðistangir eru mér þyrnir í augum. En hvað um það. Á aðfanga- dagskvöld verða rjúpur á boð- stólum hjá mér og hafa þær und- anfarið hangið úti á verönd og blakað vængjum alblóðugar. Kettir hverfisins hafa horft löng- unaraugum til þessarar girnilegu bráðar en orðið frá að hverfa sak- ir þess hve hátt þær eru uppi. Kötturinn minn, hann Diddi, gerði tilraun til að klífa stólpann, sem næst þeim er, en gafst fljót- lega upp enda er hann hálfgerður kettlingur ennþá. Svo var komið að því að ham- fletta þær og það er ekki mín sterka hlið. Þegar ég var barn í Ein er upp ti a a sveit var ég látinn halda fati undir kind sem var skorin á háls til að láta blóðið drjúpa í það og hefur alltaf farið hrollur um mig síðan þegar ég hugsa til þess. Að sjá augu bresta og finna lykt af volgu blóði og innyflum fannst mér afar óþægilegt. Samt finnst mér slátur og kindakjöt gott. Rjúpurnar lágu sem sagt á eld- húsborðinu. Ó, mig auman. Ég greip sveðju, beit á jaxlinn og skar hausinn af þeirri fyrstu. Síð- an fóru vængir, stél og fætur sömu leið. Þar næst greip ég um mjúka bringuna og svipti henni frá holdi og beinum. Upp gaus sterkur þefur en mér til undrunar fékk ég ekki velgjubragð í munn- inn heldur kom vatn í munninn þegar ég fann lyng- og berjailm- inn blandaðan líkama blessaðrar rjúpunnar. Villimaðurinn kom upp í mér og ég greip þær eina eftir aðra og hamfletti. Fiður sveif um allt eldhúsið og blóð slettist út á gólf. Kötturinn Diddi hallaði undir flatt og kynlegur glampi sást í augum hans. Það er villidýrið. Já, svona er maður nú þrátt fyrir allt. Einu sinni var ég með vinnuflokki úti á landi og riffill var meðferðis. Strákarnir fóru að skj óta og brátt rann á þá æði. Þeir skutu allt kvikt sem þeir sáu: krí- ur, lóur og hvaðeina. Það var við- bjóðslegt og ég var sá eini sem neitaði að taka þátt í þessum ljóta leik. Óspart var gert grín að mér fyrir en ég þóttist meiri maður að. Kannski var ég ekkert betri. Maðurinn er grimmasta dýr jarð- arinnar. En það er náttúrulega munur á því að drepa sér til skemmtunar eða drepa sér til matar, segi ég. Brátt lágu rjúpurnar snyrtilega hlið við hlið, búið að fletta af heim hamnum, skera af þeim alla útlimi, taka innyflin og fóarnið innan úr þeim og þurrka kjötið varlega með rakri dulu. Mikið hlakka ég til jólanna, fæðingar- hátíðar frelsarans sem boðaði frið á jörðu. - Guðjón. ALÞYÐUBANDALAGIfl ' ABR Breiðholt auglýsir Opið hús á Hverfisgötu 105 Á morgun, laugardaginn 22. desembeijverður oþið hús að Hverfis- götu 105frá kl. 18-23. Jólakaffi, kökurog jólag... (ekki blettir) frákl. 19.00. Árni Björnsson lítur inn og spjallar um jólaglögg og Stefán Jónsson ræðir um Sína menn. Söngvar, gamanmál og fleira. Gangið við í Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins meðan á jóla- innkaupunum stendur og takið þátt í stemmningunni með okkur. ABR Breiðholt Flokksfélagar Greiðið gjöldin! Ágætu flokksfélagar í AB. Munið að greiða heimsenda gíróseðla vegna flokks- og félagsgjalda ársins. Gíróseðla má greiða í öllum pósthúsum og bankaútibú- um. Markmiðið er að allir verði skuldlausir um áramót. - Gjald- kerar. Stjórn ABR GERIÐ SKIL SEM FYRST HAPPDRÆTTI PJÓÐVILJANS 1984 Miðaverð 100 krónur. Nr. 1 7200 VINNISGAR: I Corona tölva 2. Farseðill frá Samvinnuferðum-Lands\n 3. Húsgögn frá íslenskum husbúnaðt hf. 4. Húsgögn frá Furuhúsinu hf. 5. Húsgögn frá Arfelli hf. 6. Heimilistceki frá Fonix sf. 7. Hljómtaki frá Japis-hf. 8. -13. Bókaúttektir hjá Bókaútgáfu Máls og menningar kr. 5.000.00 hver V erðgiUi kr. 92 000 M 30000 00 30 000.00 30.000.00 30.000.00 30.000.00 30 000 00 30.000.00 Dregid verður 23. des. J984. Upplýsingar í síma 81333. Samtals kr '02 000 00 Fjóldi miða 32.1XH) Vinningar óskast sóttir fynr 23 /uni 1985 Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105, hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um útfyllingu). Á Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið við þeim beiönum í síma 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.