Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Spillingardíki innflutningsins Spillingardíki er sannarlega sannnefni fyrir innflutningsverslunina hér á landi. Gegnum tíðina hafa falsanir og lögbrot tengst henni, og vonin um skjótfenginn gróða virðist enn í dag valda því að sumir íslenskir innflytjendur skirr- ast ekki við að falsa skjöl né margbrjóta lög þjóðarinnar. Gróðinn skiptir öllu, - ekki það hvort hann sé stolinn af alþýðu manna. Ráns- fengurinn er svo notaður til að standa undir óhóflegri einkaneyslu meðlima lúxusklúbbsins, hinna flugríku, en er jafnframt að hluta falinn á erlendum gjaldeyrisreikningum. Þar er hann notaður til að standa straum af munaðarlífi ytra, þegar rigning suðvesturhornsins verður of stríð og dagarnir gerast of daprir fyrir mógúla inn- flutningsverslunarinnar og fjölskyldur þeirra.Þá er haldið á skíði í austurrísku ölpunum, farið í siglingu á Miðjarðarhafinu eða reist kringum hnöttinn með Heimsreisuklúbbnum. Skattheimtan kemst að sjálfsögðu aldrei í hinn rangfengna gróða. Og hver er það svo sem að lokum borgar reikninga meðlima lúxus- klúbbsins? Auðvitað neytandinn - maðurinn á götunni sem sér ekki vídeó nema gegnum búð- arglugga. Ég og þú erum þeir sem borgum að síðustu svindl innflutningsverslunarinnar. Þetta sést einkar skýrt af hinu sorglega dæmi af kaffibaunainnflutningi Sambandsins, þess fyrirtækis sem margir litu þó til um langan aldur sem forystuafls einmitt í sókninni gegn innflutn- ingssvindlinu. Því máli erfarið áeftirfarandi veg: Rannsóknir skattrannsóknarstjóra á bókhaldi Sambandsins og dótturfyrirtækis þess, Kaffibrennslu Akur- eyrar, leiddu í Ijós að fyrir kaffibaunir sem Sam- bandið keypti á árunum 1979 til 1981 fyrir kaffi- brennslu Akureyrar, greiddi Sambandið 10.5 miljónir Bandaríkjadala. En bókhaid Kaffi- brennslunnar sýndi hins vegar að verðið sem hún borgaði Sambandinu var 16 miljónir dala. Hvað varð um mismuninn? Könnun skatt- rannsóknarstjóra hefur nú sýnt að hann fór í sjóði Sambandsins, án vitundarforsvarsmanna Kaffibrennslunnar. Hvort Sambandið gerðist með þessu óaf- sakanlega athæfi sekt um fjórfalt eða fimmfalt lagabrot skiptir ekki höfuðmáli. Það skiptir held- ur ekki höfuðmáli hvort Sambandið sé búið að greiða Kaffibrennslu Akureyrar mismuninn. Það sem er þungamiðja málsins er einfaldlega sú stáðreynd, að það eru neytendur sem borga brúsann. Einungis munurinn á innkaupsverðinu eins og það er gefið upp í bókhaldi SÍS annars vegar og Kaffibrennslu Akureyrar hins vegar eru litlar 220 miljónir íslenskra króna. Þegar búið er að leggja allt ofan á þessa upphæð - þar með taldarálagningarSIS-nemurstuldurinn hundr- uðum miljóna. Það er staðreynd sem allir vita sem eitthvað hafa komið nálægt innflutningsversluninni, að SÍS rær hér ekki eitt á báti. Fölsuð innflutnings- skjöl eru einfaldlega alltof útbreidd. ( samráði við erlenda viðskiptaaðila er verð á innfluttri vöru skráð of hátt, eða umboðslaunum bætt ofan á það. Mismunurinn á skráðu verði og hinu raunverulega verði er svo settur á erlenda gjaldeyrisreikninga. Heima fyrir sitja svo lang- þreyttir neytendurnir, sem borga alla veisluna. Dæmið af kaffibaunasvindli SÍS sýnir okkur að róttækra úrbóta er þörf. Það þarf að herða verðlagseftirlit. Það þarf að herða stórkostlega á eftirliti með innflutningsversluninni. Það gengur ekki til lengdar að neytendur séu látnir borga fyrir svindlið. Síðast en ekki síst sýnir þetta dæmi, að innan Sambandsins þarf fólkið að gera byltingu til að taka völdin í sínar hendur á nýjan leik. _ÖS Skýringar og ráttlætingar Setjum sem svo, að í einhverju blaði birtist fréttaskýring um Bandaríkin og grannríki þeirra í Mið-Ameríku. I greininni sé það rakið, að þrálát afskipti Banda- ríkjanna af stjórnarfari í þessum ríkjum (stundum með beinum innrásum, stundum með allskon- ar aðstoð við hægrisinnaða ein- valda o.s.frv.) eigi sér þá skýr- ingu fyrst og fremst, að Banda- ríkin hafi áhyggjur af pólitískri þróun til vinstri sem leitt gæti til þess að í þessum heimshluta rísi ein stjórn eða fleiri, sem eru andsnúnir Bandaríkjunum í al- þjóðapólitík og svo hagsmunum bandarískra stórfyrirtækja. Eng- um kemur slík fréttaskýring á óvart, þetta meginstef er oftast nær að finna í skrifum um þessa hluti. En ef nú Þjóðviljinn til dæmis ryki upp til handa og fóta og segði: slík útskýring á stefnu bandarískra ráðamanna jafn- gildir í sjálfu sér réttlætingu á bandarískum yfirgangi; Skyldu menn ekki gerast toginleitir nokkuð og segja sem svo: sami ofstopinn í því liði, ekkert má nú um alþjóðamál skrifa án þess að sagt sé blóðhundurinn Reagan í öðru hverju orði. Eða þannig. Staksteinar í Afganistan Þetta dæmi er tekið vegna þess að á dögunum birti Pjóðviljinn upprifjunargrein um innrás So- véthers í Afganistan fyrir fimm árum og það sem síðan hefur gerst. Þar var sagt sem svo, að Sovétmenn hefði tekið þessa ákvörðun vegna þess, að þeir hafi óttast að bylting vina þeirra í Af- ganistan væri að renna út í sand- inn og niðurstaða borgarastyrj- aldarinnar, sem hafin var, yrði líklega sú, að upp risi stjórn sem Sovétmönnum væri fjandsamleg. Þetta er að sjálfsögðu ekki vitund frumleg kenning, né heldur það að Sovétmenn hafi haft ástæður til að óttast að upp risi í Afganist- an íslamskt lýðveldi sem gæti haft ólguáhrif á íslamskar þjóðir í miðasíuhluta Sovétríkjanna. En Staksteinastrákum Morgun- blaðsins finnst bersýnilega að hér sé sérstaklega ísmeygilegur so- vétáróður á ferð. Þeir halda því fram blákalt, að með skýringu, sem er svo sem sameign flestra fréttasnápa nú um stundir, sé Þjóðviljinn að réttlæta innrás Rússa. Og niðurstaðan er: Árni Bergmann hefur yfirfært Brésjnéfkenninguna um Tékkó- slóvakíu yfir á Afganistan! Ruglið og ofstopinn í læri- sveinum Björns Bjarnasonar á Morgunblaðinu ríður sannarlega ekki við einteyming. Kaldrifjað tal Staksteinar þessir (á laugar- daginn) eru þeim mun meiri lýgi sem hvorki í þessari samantekt, leiðara um málið, né í öðrum skrifum hefur neitt farið á milli mála um fordæmingu Þjóðviljans á innrásinni í Afganistan. Óþarft að ítreka það. En það sem fer í taugar Moggamanna er blátt áfram það að ekki skuli allir hlýða þeirra eigin formúlum um Afganistanharmleikinn eða önnur stórmál. Satt best að segja finnst manni einatt sem „sam- staða“ Moggastráka með baráttu Afgana sé meira en lítið menguð. Að minnsta kosti var það hið helsta, sem upp úr þeim stóð á fimm ára afmæli innrásar Rússa, að hamra á því, að ef ísland væri ekki í Nató væri eins víst að hér væri svipað ástand og er í Afgan- istan nú! Þetta er það kaldrifjaða „brúk“ sem það lið vill hafa af þjáningum hinna stríðshrjáðu Afgana. Hvers vegna fordæming? Það verður reyndar aldrei of oft brýnt fyrir mönnum, hvar sem þeir annars standa í pólitík, hve hæpið það er siðferðilega að reikna alla sína samúð eða andúð í slíkum málum eftir því fyrst og fremst, hvort einhver tiltekin þróun mála er í takt við eigin pól- itíska fordóma og óskhyggju manna. Það er illt að nota þján- ingar Afgana til að réttlæta her- stöð í Keflavík og það er einnig afleitt, að vilja ekki sýna Afg- önum samúð vegna þess, að skæruherir þeirra hafa fengið nokkra aðstoð frá Bandaríkja- mönnum. Afganir koma okkur við vegna þess, að þeir eru þjóð sem beitt er hernaðarofbeldi, vegna þess að mikill hluti þjóðar- innar er á flótta - og vegna þess að það er hverri smáþjóð tilvist- arnauðsyn að halda sem fastast við þá grundvallarreglu að hver þjóð ráði sjálf málum sínum. Stýriflaugin sem hvarf Það hefur að vonum þótt mikil frétt og ill, að sovésk stýriflaug fór á flakk við flotaæfingar, skaust yfir nyrsta odda Noregs og lenti í Finnlandi. Og það er eftir- tektarvert í því sambandi, að tals- menn bandarískra stjórnvalda og hers hafa sýnt þessari uppákomu hjá Sovétmönnum hið mesta um- burðarlyndi. Tónninn er eitthvað á þá leið, að þetta sé að vísu slæm slysni en afsakanleg. Þetta geti komið fyrir besta fólk. Það er einmitt það. Þetta umburðarlyndi verður fyrst og fremst skýrt með því, að það eru sameiginlegir hagsmunir hernaðarblakkanna að gera sem allra minnst úr háskanum sem stafar af stýriflaugum og öðru slíku dóti. Einnig að gera sem minnst úr þeim „mistökum“ sem senda eldflaugar eitthvað allt annað en þeim var ætlað að fara. Þess vegna gerir Nató lítið úr málinu. Það er því ekki í hag að menn hafi of mikið hugann við þann háska sem því fylgir að eld- flauganetið þéttist og heræfing- um fjölgár. Þeim mun meiri ástæða fyrir okkur hin að hafa af þessum háska sem mestar áhyggjur: eldflaugamálið so- véska er í raun mjög alvarlegt. Það minnir mjög rækilega á það, að eftir því sem tæknibúnaður vígvéla er flóknariog háþróaðri, eftir því geta afleiðingar af „slysni", bilunum og slíku orðið alvarlegri. -ÁB DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgetandi: Útgófufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: ðskar Guðmundsson. Fréttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Halgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Glslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, þröstur Haraldsson. Handrlta- og prótarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrttstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Auglyslngastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgrelðslustfóri: Baldur Jónasson. Afgrslðsla: Bára Siguröardóttir, Krístfn Pétursdóttir. Slmavarsla: Asdfs Kristinsdóttir, Sigríður Knstjánsdóttir. Húsmssöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innhsimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavik, siml 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Varð f lauaasölu: 30 kr. Sunnudagsvsrð: 35 kr. Aakrfftarvsrð á mánuðf: 300 kr. ' 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.