Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 13
MINNING Jón Áskelsson F. 31.10. 1915. D. 2.12. 1984. „Dáinn, horfinn!" - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Pannig kvað listaskáldið góða um Tómas Sæmundsson jafn- aldra sinn sem hann mat framyfir alla aðra samtíðarmenn sína, fyrir gáfur og þá ekki síður fyrir að vera landi sínu og þjóð trúr og dyggur, en Tómas dó á besta aídri. Mér brá ekkert þegar ljósvak- inn hvíslaði því að mér, að Jón Askelsson, minn kæri vinur, væri allur. Ég vissi eins og svo margir vinir hans, að heilsan hékk á blá- þræði og að hver stundin gat orð- ið sú síðasta. Hafði svo verið um árabil og Jón oft búinn að vera á spítala og fyrst í stað fékk hann nokkurn bata. Hann vann svo mikið og lengi sem hann mátti, því að ekki var sofið á verðinum fremur venju. Ég hafði haft spurnir af Jóni og mér verið sagt, sem ég líka vissi, að hans ágætu félagar hlífðu honum, eins og þeir gátu, við öllum snöggum átökum, sem honum voru annars svo töm. Hann hafði oft orð á því við mig hve vinnufélagar hans voru honum góðir og báru svo gott skyn á hans veikindi. Síðustu árin vann Jón hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fyrstu kynni okkar Jóns bar að á spaugilegan hátt. Pað var árið 1929, en ég hafði flutt nokkru áður til Akureyrar. Ég mun hafa verið á leið inn á Torfunefs- bryggju að fá mér fisk í soðið og geng upp Strandgötu. Heyrist þá hávaða rifrildi milli unglings um fermingu, að mér sýndist, og harðfullorðins jaka. Drengurinn hangir utaní sendiferðahjóli og sé ég ekki betur en að maðurinn ætli að ráðast á krakkann. Ég geng þar að svo að hann snýr við. I því er kallað á drenginn inn í Alaska- búðina. Þá labba ég yfir götuna og er kominn inn á uppfyllinguna sem svo var kölluð þegar hjólað er upp að hlið mér, stutt á öxl mína og ég spurður um nafn. Þar er þá kominn drengurinn sem hafði verið að rífast við manninn. Ég held ferð minni áfram en hann hjólar með og heldur um öxl mína og segir brosandi: „Ætlaðir þú að hjálpa mér ef Ari hefði ráð- ist á mig?“ „Kannski", segi ég, „en ætli þessi maður hefði ekki bara flengt okkur báða, umferð- inni til gamans'*. Þá hlær Jón mikið og lengi og segir: „Þú ert þá svona gamansamur“. Þvínæst klappar hann mér á bakið og segir: „Eigum við ekki að verða vinir?“ Ég tók boðinu með sannri ánægju því ég þóttist sjá hvað í snáðanum bjó. Fyrirheitin sem gefin voru á þessari stundu rofn- uðu aldrei.Tíminnleið.Jón þrosk- aðist og við unnum saman fjölda- ára, bæði á sjó og landi og skemmtum okkur þess á milli og fögnuðum sigrum þegar þeir unn- ust. Jón var með allra duglegustu mönnum sem ég hefi unnið með. Þar fór saman bæði þrek og þol og segja má um Jón eins og Orn Arnarson skáld kvað um Stjána bláa: „Betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns“, og betri félaga var ekki hægt að kjósa sér. Hann var svo traustur, sveik aldrei og ekki man ég eftir að Jón legði manni illt til, sérstaklega ef sá hinn sami var fjærri. Hann reyndi fremur að bæta úr ef með þurfti. Jón var mikill skapmaður og fór ekkert dult með það, ef svo bar við. Hann þoldi mjög svo illa rætni eða illt umtal. Þegar Jón var með víni var vissara að kasta ekki að honum óverðskulduðum hnútum eða núa sér upp við hann með miklum fyrirgangi, því þá var hann viss með að hrinda frá sér svo um munaði. Jón Áskelsson var fæddur í Bandagerði Glæsibæjarhreppi, sonur sæmdarhjónanna Áskels Sigurðssonar og Sigríðar Jóns- dóttur búandi í Bandagerði í mörg ár, þar til þau fluttu til Ak- ureyrar og voru þar meðan lifðu. Áskell vann að mestu hjá Kaupfélagi Eyfirðinga við marg- vísleg störf. Börn þeirra hjóna voru fimm: Jón, Sigrún, Ásgerð- ur, Sigurður og Unnur. Árið 1939 verða þáttaskil í lífi Jóns en þá kvænist hann ungri og glæsilegri konu frá Ólafsfirði, Margréti Þorsteinsdóttur Þor- kelssonar útgerðarmanns. Mar- grét var falleg kona og eftir því góð og mikil húsmóðir og eftirlát bónda sínum. Hún varð elskuleg vinkona okkar hjóna eins og bóndi hennar og vorum við oft þeirra gestir og þau okkar. Hjónaband þeirra varð svo sorg- lega stutt, aðeins tæp tvö ár, en þá dó hún af uppskurði. Okkur var kunnugt á þessu sorgartíma- bili að Jón vinur okkar þurfti þá oft að taka á honum stóra sínum. Jón og Margrét eignuðust ekki börn. Nokkrum árum síðar kvæntist Jón Dorotheu Finn- bogadóttur frá Eskifirði. Við kynntumst Dúddu sem svo er kölluð, ágætlega greindri og dugmikilli konu. Þau eignuðust einn efnilegan son, Áskel sem varð viðskiptafræðingur að mennt. Síðan slitu þau Jón og Dorothea samvistum. Tíminn líður og í þriðja sinn kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Jónínu Sigtryggsdóttur frá Akureyri, myndarlegri og góðri konu sem reyndist honum eins og best var á kosið. Ekki hvað síst í veikindun- um sem hafa að sjálfsögðu krafist mikils. Mé var líka kunnugt um, eftir hans eigin sögn, að hann elskaði hana og virti að verð- leikum. Guð blessi hana og þeirra 18 ára sambúð, sem aldrei bar skugga á. Jón var mjög vel greindur mað- ur, gekk vel í skóla, fljótur að læra og hafði gaman af bókum. Sigurður bróðir hans var lögfræð- ingur að mennt. Þess vegna spurði ég Áskel föður þeirra, hvers vegna hann hefði ekki látið FRÉTTIR Mœðrastyrksnefn d Þakkir Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- Án þess væri okkur ekki gert ur þakkar innilega öllum þeim kleiftaðstarfa. F.h. Jólasöfnunar sem styrkt hafa nefndina með Mæðrastyrksnefndar, Guðlaug framlögum. Runólfsdóttir. Nýjung Healer-skólinn tekinn til starfa N orræni Healer-skólinn hefur starfsemi sína hér á landi um miðjan þcnnan mánuð og er það í fyrsta skipti sem skólinn er starf- ræktur hér á landi. Skóli þessi var stofnaður árið 1979 til að kenna fólki að starfa með þá andlegu orku sem er fyrir hendi á hærri meðvitundarsviðum mannsins, eins og segir í frétt frá skólanum. f tilkynningu segir ennfremur að skólinn gefi öllum sem áhuga hafa á andlegu hlið mannlegs lífs, kost á að öðlast þekkingu og þroska hæfileika sína á þessu sviði. Skólinn verður starfræktur í Félagsheimili Kópavogs og kennt laugardaga og sunnudaga, einu sinni í mánuði. Stúdentarnir í Garðabæ ásamt Gísla Ragnarssyni aðstoðarskól ameistara t.v. og Þorsteini Þorsteinssyni skólameistara t.h. Garðabœr Fyrstu stúdentamir Rétt fyrir jólin lauk fyrsti hóp- urinn stúdentsprófi í hinum ný- stofnaða Fjölbrautaskóla í Garð- abæ. Fjórir luku prófi á eðlis- fræðibraut, þrír á náttúru- fræðibraut, tveir á heilsugæslu- braut, einn á uppeldisbraut, einn á tónlistarbraut, einn á félags- fræðabraut og einn á viðskipta- braut. Bestum námsárangri á stúdentsprófi náði Elísabet Jó- hannesdóttir á náttúrufræði- braut með 156 einingar. Hátíðleg athöfn var haldin í skólanum í tilefni þessa atburðar og fluttu ávörp m.a. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, sem afhenti prófskírteini, Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri Garðabæjar og sr. Bragi Friðriksson, sóknar- prestur Föstudaginn 21. desember s.l. voru brautskráðir frá Flens- borg í Hafnarfirði 34 stúdentar af 8 námsbrautum og 2 nemendur meö almennt verslunarpróf. Við brautskráningarathöfnina söng kór skólans og skólameistari Kristján Bersi Ólafsson flutti ræðu og afhenti prófskírteini. Ýmsir nemendur hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, þar á meðal þrjár stúlkur sem luku prófi með ágætiseinkunn. Þriðjudagur 8. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17 Jón ganga menntaveginn. Hann svaraði. „Nonna mínum gekk ekki síður í barna- og unglinga- skóla en Sigga, og ég bauð hon- um að fara sömu leið en hann svaraði á þessa Ieið“: „Ég kann betur við mig í neðri stiganum“. Hugur einn það veit er býr hjarta nær. Svo mætti segja um Jón, því hann var opinn fyrir öllu sem var veikburða, hjálparvana og minnimáttar. Einu sinni vorum við Jón á gangi að kvöldi til í kalsa veðri. Þá hleypur lítil telpa 3-4 ára gömul fram fyrir okkur og dettur á svellharða götuna og fékk sprungu á vörina svo að blóð rann úr sárinu. Þá var Jón fljótur að koma til bjargar. Hann reisti telpuna á fætur, sem var hágrát- andi og hrædd, tók upp vasaklút- inn sinn og ætlaði að stoppa blóð- rennslið, en þá reif hún sig frá honum og hljóp grátandi í burt og kallaði svo sárt á mömmu sína sem ekki var í sjónmáli. Auðvit- að hljóp Jón á eftir henni og nær litlu manneskjunni, en hún snýr sig af honum strax aftur. Þá kem- ur mamma hennar út úr verslun og tekur við henni. Þegar Jón kom til baka þá var hann sár- klökkur. Já, sumir jötnar hafa barnshjarta. Eins og áður segir þekkti ég Jón frá öllum hliðum og ég veit að hann var að minnsta kosti þing- mannaleið fyrir ofan alla meðal- mennsku. Að endingu þakka ég Jóni vini mfnum ógleymanlega samleið og óska honum velfarnaðar. Börnin mín biðja mig fyrir innilega kveðju og þakkir. Að lokum votta ég ástríkri eiginkonu, syni og systrum dýpstu samúð. Bjarni M. Jónsson. Styrktarfélag vangefinna Vinningar i happdrætti Vinningar í Happdrætti styrkt- arfélags vangefinna féllu á eftir- talin númer: 1. vinningur Citroén bifreið nr. 59704, 2. vinningur Daihatsu Charade bifreið nr. 92667, 3. vinningur bifreið að eigin vali að upphæð 260 þús. nr. 66273,4.-10. vinningur húsbúnaður að eigin vali hver að upphæð kr. 80 þús- und nr. 3321 - 9089 - 10524 - 25332 - 76452 - 90929 - 98357. Borgardómur Fjölgun mála Málum sem komu fyrir borgar- fógetaembættið í Reykjavík fjölg- aði nokkuð á árinu 1984. 12.794 mál voru afgreidd fyrir dóminum en voru 11.411 árið 1983. 14.193 mál voru þingfest en 12.744 árið áður. Athygli vekur að skilnað- armálum fækkaði úr 577 í 518 og leyfum frá borði og sæng fækkaði einnig. Einnig má sjá af skýrslu embættisins að munnlega flutt mál til úthlutunar voru 353 í fyrra og er þar um svipaða tölu og verið hefur allar götur frá árinu 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.