Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 1
HEIMURINN MANNLÍF ÍÞRÓTTIR Kaffihneykslið Þið borgið brnsann Erlendur Einarsson: Kaffiafslátturinn kom neytendum ekki tilgóða. Afslátturinn gekk einnig til annarra innflytjenda kaffisfrá Brasilíu. Innflutningsskjöl O. Johnson og Kaaber vefengd - Sjá bls. 2. Afslátturinn sem KafHbrennsla Akureyrar og Samband ís- lenskra samvinnufélaga fékk á kaffiinnflutningnum frá Brasilíu kom neytendum ekki til góða nema síðustu 3 árin. Hann rann til sjóða Sambandsins en hefur síðan verið endurgreiddur Kaffi- brennslunni. Þetta sagði Er- lendur Einarsson forstjóri Sam- Fiskútflutningur Svika- mylla aðopnast Skilaverð á gámafiski mun lœgra en markaðs- verðið - Nokkurfyrir- tœki í hörpuskelfiski með lœgra skilaverð en út- flutningsleyfið hljóðaði upp á og verðlistar í Bandaríkjunum segja til um Það er fleira en kaffisopinn sem liggur undir misferlisgrun um þessar mundir. I Hagtíðindum er greint frá því að meðalverð á hin- um svonefnda „gámafiski“ en það er ísaður fískur, sem fluttur er út með farmskipum, sé 15.50 kr. fyrir kflóið. Þeir sem fylgst hafa með markaðsverði á fsfíski í Bret- landi segja að þetta verð sé langt fyrir neðan það sem gerist á markaðnum ytra. Á fyrstu 10 mánuðum ársins 1984 voru flutt út 10 þúsund tonn af gámafíski og hafa útgerðarmenn sagt opinber- lega að verð fyrir þennan fisk sé margfalt hærra en fram kemur í Hagtíðindum. Hvað er á seyði? Þá hefur einn af fulltrúum í verðjöfnunarsjóði fullyrt við Þjóðviljann að skilaverð á hörp- uskelfiski hjá sumum útflytjend- um væri mun lægra en uppgefið útflutningsverð og raunar einnig lægra en verðlistar gefa upp á hörpuskelfiski, bæði á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Fyrirtæki í Stykkishólmi, sem stofnað hefur sölufyrirtæki í Bandaríkjunum, skilaði mjög litlum gjaldeyri frá því í septemb- er 1983 fram í september 1984. Margir sem með þessum mál- um fylgjast draga í efa að rétt söluverðkomi fram í skilaverði. í einu dagblaðanna í gær kemur fram hjá Árna Benediktssyni fulltrúa í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins að hann dragi það í efa að hér sé um rétt sölu- verð að ræða. - S.dór bandsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Sem kunnugt er af fréttum nam umræddur afsláttur rúmum 220 miljónum króna á árunum 1979- 1981, og var það tæp 35% af upp- gefnu innkaupsverði Kaffi- brennslunnar. í fréttatilkynningu Sambands- ins frá því fyrir helgi segir að „hérlendum kaffikaupendum hafi oftlega boðist hærri verð- tryggingabætur (þ.e. afsláttur) en gilda fyrir meðlimaþjóðir Al- þjóða Kaffistofnunarinnar.“ Við bárum það undir Erlend Einarsson hvort hér væri átt við að aðrir íslenskir kaffiinnflytj- Þrjár íslenskar stúlkur æfa um þessar mundir með ítölsku 1. deildarfé- lagi og miklar líkur eru á að þær gangi til liðs við það. endur hefðu notið sömu afsláttar- kjara og Sambandið. Ég get ekki svarað fyrir aðra innflytjendur, sagði Erlendur, en þar sem ísland er ekki aðili að Alþjóða Kaffistofnuninni hefur það oft fengið sérstök vildarkjör. Ekki reyndist unnt að fá viðtal við Ólaf O. Johnson fram- kvæmdastjóra O. Johnson og Ka- aber hf., sem einnig flutti inn kaffi frá Brasilíu á umræddum tíma. Leyfilegt hámarksverð á kaffi hér á landi var á sama tíma byggt á innflutningsgögnum frá O. Johnson og Kaaber. ólg. Sjá bls. 9-12 Kjaramál lágmarics- laun Forsœtisráðherra má vel una við úrskurð Kjaradóms um laun ríkistoppanna. Meiri hœkkun en ísamn- ingunum í haust Eftir úrskurð Kjaradóms á laugardag hafa forsætisráðherra og borgarstjóri rúmt hundrað þúsunda króna í mánaðarlaun. Lágmarkslaunin eru 14.075 krónur. Undir Kjaradóm falla launamál æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra, og er meðalhækkunin um 25%, mun meiri en meðalhækkun í samn- ingum verkalýðsfélaganna i haust. Þingmenn fengu mesta hækk- un launa sinna, um 37%, og er það rökstutt með því að embætt- ismenn hafi fengið miklar yfir- vinnugreiðslur. Til nýmæla í úrskurði Kjara- dóms telst að dómurinn hefur gert útaf við þessar greiðslur fyrir fasta og ómælda yfirvinnu emb- ættismanna. í fréttatilkynningu frá dómnum kemur fram að topp- arnir hjá ríkinu hafa fengið metn- ar uppundir 60 yfirvinnustundir á mánuði. Ennfremur er gert ráð fyrir að aukatekjur sýslumanna og fógeta af innheimtu og upp- boðum falli niður, en þeim er þó með lögum gefinn kostur á að vera í gamla farinu til 1991. Reykjavíkurborg miðar greiðslur til borgarfulltrúa við þingfararkaup og hækka því laun þeirra einsog þingmanna. Davíð Oddsson borgarstjóri fær jafnhá laun og forsætisráðherra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.