Þjóðviljinn - 08.01.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Qupperneq 5
1 Rétt fyrir jól tilkynnti Weinberger, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, að víg- búnaður í geimnum mundi efla öryggi landsins. En um sama leyti var birt merkileg skýrsla frá Rannsóknarráði ríkisins, National Reasearch Council, um líkurnar á því, að reykur og sót frá brennandi skógum og borgum muni eftir kjarnorku- styrjöld byrgja svo rækilega fyrir sólu, að mikill fimbulvetur hefjist sem eyði að líkindum flestum þeim lífverum sem hugsanlega lifðu af kjarnorku- eldinn sjálfan. Og nú eru að hefjast deilur um það í Banda- ríkjunum hvaða áhrif þessi kenning kunni að hafa á kjarn- orkuvígbúnaðarstefnu stjórn- valda. Þessi teikning af utanríkis- ráðherrum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna lýsir bölsýni margra á þær viðræðurum vígbúnaðarmál sem nú eru að hefjast. ísw on'ieíM. Bmcc Kjarnorkuvígbúnabur Skýrsla um líkur á miklumfimbulvetri eftir kjarnorkustyrjöld. Deilur um túlkun og niðurstöður Það var fyrir þrem árum að hoilenskur veðurfræðingur, Paul Crutzen að nafni, vakti fyrst at- hygli á því að meiriháttar kjarn- orkustyrjöld gæti orðið undanfari mikils fimbulveturs. Síðan hafa aðrir vísindamenn, ekki síst bandarískir, tekið undir þessi sjónarmið, en þeir vísindamenn eru einnig til sem viljað hafa efast um kenninguna eða að minnsta kosti um það, að fimbulveturinn yrði jafn langur og harður og höf- undar kenningarinnar telja lík- legt. Ahrif vitneskjunnar Skýrsla Rannsóknarráðsins staðfestir kenningarnar um fimb- ulveturinn í stórum dráttum. Og eins og vænta mátti eru sérfræð- ingahópar þegar farnir að velta því fyrir sér hvaða afleiðingar það eigi að hafa á stefnuna í kjarn- ^rkuvígbúnaðarmálum ef kenn- íngin er rétt. Og niðurstöðurnar virðast fara þó nokkuð eftir því, hverjum vísindamennirnir þjóna. Vikuritið Time getur þess til dæmis að vísindaráðgjafi Reagan-stjórnarinnar, George Keyworth, og ýmsir ráðherrar vitni til kjarnorkuvetrarins skelfi- lega sem röksemdar fyrir nauð- syn þess að Bandaríkjamenn komi sér upp „stjörnustríðsvopn- um“ í geimnum. Þeir segja sem svo: stjörnustríðsvopnin eiga að eyðileggja flugskeyti sem nálg- ast, og séu slík varnarkerfi fyrir hendi mun hvorugt risaveldið freistast til að gera árás af fyrra bragði - þar með væri minni hætta á meiri háttar styrjöld og hörmulegum veðurfarslegum áhrifum hennar. En gegn þessu rísa svo ýmsir vígbúnaðarsér- fræðingar, sem leggja mikla áherslu á það, að smíði stjörnu- stríðsvopna ínuni knýja á Sovét- merin um að koma sér upp hlið- stæðum vopnum og þar með mundu aukast líkurnar á tortím- ingarstyrjöld. Ekki vegna þess að menn telji svo líklegt, að risaveldi taki af ásettu ráði þá áhættu sem árás af fyrra bragði er, heldur vegna þess að eftir því sem vopnakerfum fjölgar verði erfið- ara að koma í veg fyrir mistök og slysni sem gætu leitt til stórslysa. Mökkur mikill Bandaríkin og Sovétmenn eiga nú um 50 þúsund kjarnorkuvopn og sprengjukraftur þeirra er um 13 þúsund megatonn. Það hefur veirð reiknað út, að ef um það bil helmingur þessara vopna væri notaður, bæði á hernaðarmann- .virki og á um það bil þúsund stær- stu borgirnar í Natóríkjum og ríkjum Varsjárbandalagsins, þá mundu allar þær sprengingar senda milli tíu og tuttugu og fjór- ar miljónir smálesta af ryki hátt upp í andrúmsloftið. Hér við bæt- ist gífurlegt magn af reyk frá brennandi borgum og skógum sem mundi dreifa sér um neðri lög andrúmsloftsins en rykið. Á skammri stund, eða á nokkrum dögum, mundi lag af reyk og ryki dreifa sér yfir heil meginlönd og svo gæti farið að allt að því 99% sólarljóssins sem venjulega fellur á norðurhvel jarðar mundi byrgt úti. Líklegt má telja að rannsókn- um á fimbulvetrarkenningunni muni haldið áfram. Taka verður tillit til flókins samspils efna- fræðilegra, eðlisfræðilegra og veðurfræðilegra þátta og reyndar er það svo, að þeir sem hafa lagt sitt af mörkum til kenningarinnar um kjarnorkuveturinn mikla hafa komið úr sinni hverri átt- inni. Sumir vísindamenn, til að mynda Crutzen sá hinn hollenski, sem fyrr var um getið, hafa byrj- að á að reikna út hvaða afleiðing- ar það hefði ef mikil skógarflæmi brynnu í kjarnorkueldi. Aðrir, til dæmis hinn þekkti stjörnufræð- ingur og sjónvarpsmaður Carl Sagan, byrjuðu á því að skoða kæliáhrif ryks í andrúmsloftinu - bæði á Mars og svo eftir eldgos á jörðunni. Þessir menn voru með- al annars að skoða það, hvort sú kólnun veðurfars, sem átti sinn hlut í því að risaeðlur hurfu úr heimi, væri tengd meiri háttar slysi eins og árekstri við smástirni sem hefði valdið því að mikill mökkur hefði byrgt fyrir sólu. Frá þessum vangaveltum lá leiðin að öðrum möguleika á því að sól sortnaði - m.ö.o. á afleiðingum kjarnorkustríðs. Domsdags- maskína Líkur benda meiraaðsegja til þess, að „tiltölulega" minni hátt- ar kjarnorkustyrjöld, sem leysa mundi um það bil hundrað mega- tonn úr læðingi, gæti einnig orðið upphaf að kjarnorkuvetri ef skot- mörkin væru stórborgir. Og þeg- ar allt er saman lagt segja vísinda- mennirnir, sem saman tóku þá skýrslu sem fyrr var nefnd, þá getur einmitt fimbulveturinn leitt til þess, að hver sá sem beitir kjarnorkuvopnum hljóti að lok- um þau málagjöld að farast sjálf- ur - hvernig sem annars kynni að fara fyrir andstæðingi hans. Carl Sagan hefur komist svo að orði um þessar framtíðarhorfur: „Bandaríkin og Sovétríkin hafa í sameiningu smíðað sér dóms- dagsvél - en enginn vissi að hún var þegar til orðin“. Hvað verður? Enn sem fyrr segir: vísinda- menn eru ekki á einu máli. Af þeirri samantekt í Time, sem hér er stuðst við, er minnt á menn eins og Edward Teller, einn af þeim feðrum kjarnorkuvopna sem hafa verið mjög ákafir stuðn- ingsmenn slíkra vopna. Hann dregur útreikninga í efa og segir að eldstólpar þeir, sem nægilega öflugir séu til að koma rykmekki hátt upp í andrúmsloftið, séu mjög sjaldgæfir og þar fram eftir götum. Hitt mun ljóst vera, að þeir vísindamenn sem hafa sett fimbulveturinn á dagskrá hafa meiri en nóg til síns máls til að stjórnmálamönnum ætti ekki að leyfast að skella við skollaeyrum. Hver veit þó nema þeir geri það - eins og þeir reyndu lengi að gera lítið úr geislavirkni og áhrifum hennar á erfðastofna og öðrum þeim firnum sem kjarnorkustríði fylgja. Einhvers staðar í kringum kenningar um ógnarjafnvægið svonefnda hafa jafnan verið á vappi stjórnmálaforingjar og herforingjar, sem höfðu fullan hug á að prófa það í alvöru, hvort ekki væri hægt að beita kjarnork- uvopnum „með árangri“ í styrj- öld. Nú síðast voru Bretar að birta hjá sér þrjátíu ára gömul leyniskjöl um alvarleg áform um að beita kjarnorkuvopnum gegn Kína - það var á þeim tíma sem . Kínverjar þóttu einstaklega vara- samir bandamenn Rússa í alþjóð- amálum. ÁB tók saman. UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Þriðjudagur 8. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.