Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 6
HEIMURINN Eiturslys Lögfræðingar ætla að maka krókinn Keppast við að safna skjólstœðingum í Bhopal. Hvað kostar mannslífá Indlandi og í Bandaríkjunum? Enn er mikið rætt um eitt helsta iðnaðarslys seinni tíma - eiturgaslekann í verksmiðju Union Carbide á Bhopal á Ind- landi sem kostaði 2500 manns lífið. Slysið hefur vakið athygli manna á því, að lönd þriðja heimsins hafa í vaxandi mæli breyst í einskonar sorp- geymslur fyrir hættulegan iðn- að ríkari þjóða, þar sem um- hverfisverndarmönnum hefur orðið verulega ágengt víða. Og slysið í Bhopal minnir og á það, að allt verður gróða- mönnum að féþúfu: fimm hóp- ar bandarískra lögfræðinga keppast nú um að ná til sín skaðabótamálum þeirra sem eiga um sárt að binda í Bhopal og ætla sér að græða sem mest á þeim málaferlum öllum. Sjalfsmat lögfræðinga Að sjálfsögðu segjast lög- mennirnir bandarísku, sem hafa sent erindreka sína til Bhopal til að safna „viðskiptavinum", hald- ið blaðamannafundi íNýju Dehli og reynt að koma sér í mjúkinn hjá indverskum embættis- mönnum, að sjálfsögðu segjast þeir allir til Indlands komnir af hinum göfugustu hvötum. Einn þeirra, Jay Gould, segir á þá leið, að takmarkið sé að fá alþjóðlega auðhringa til að gera hreint fyrir sínum dyrum í Þriðja heiminum. Annar segir: Við erum bara góð- gerðarmenn í kapítalískum anda. Frægastur lögfræðinganna mun vera Melvin nokkur Belli frá San Fransisco og er hann hátíðlegast- ur í orðum: „Ég er hingað kom- inn til að færa réttlæti og peninga þessu veslings smáfólki, sem hef- ur þjáðst vegna þessara ríku tík- arsona“, segir hann. Blaðamenn sem með fylgjast eru ekki jafn hrifnir og lögfræð- ingarnir eru af sjálfum sér. Hvar skal dæmt Lögfræðingarnir eru allir mjög áfram um það, að reka verði skaðabótamálin í Bandaríkjun- um en ekki á Indlandi (Union Carbide sem er bandarískt fyrir- tæki eins og kunnugt er á 51% í efnaverksmiðjunni í Bhopal). Ástæðan er fyrst og fremst sú, segja lögfræðingarnir, að banda- rískir dómstólar eru miklu lík- legri til að dæma fórnarlömbum háar skaðabætur en indverskir. „Mannlífið kostar meira í Banda- ríkjunum en á Indlandi“ segir einn þeirra. í öðru lagi er talið að Union Carbide eigi erfiðara með að verjast bandarískum lögum en indverskum vegna þess að í Bandaríkjunum þurfi ekki einu sinni að sanna vanrækslu upp á Union Carbide. í þriðja lagi taki málaferli fyrir indverskum dóm- stólum óratíma. En í fjórða lagi - og það mun mestu skipta - þá leyfa bandarísk lög, að lögmenn taki til sín um þriðjung skaða- bótafjár sem þeir „vinna“ fyrir skjólstæðing sinn meðan ind- versk lög gera ráð fyrir allt ann- arri og margfalt minni þóknun. Ekki er enn vitað hvað úr laga- flækjum þessa hörmulega máls verður. Til eru þeir lögfræðingar sem telja að skaðabótamálin komi aldrei fyrir bandaríska dómstóla vegna hæstaréttarúr- skurðar frá 1981, sem kveður á um að bandarísku fyrirtæki sem lendir í skaðabótamálum er- lendum megi ekki stefna fyrir bandarískan dómstól - einmitt vegna þess að bandarísk lög séu yfirleitt hagstæðari fórnarlömb- um en lög flestra annarra þjóðá. Union Carbide En rneðan þessu fer fram eru dregin fram ýmisleg gögn um ábyrgð Union Carbide og ann- arra á slysinu í Bhopal. Birt hefur verið skýrsla frá eftirlitsmönnum auðhringsins, sem skoðuðu verksmiðjuna í Bhopal árið 1982 og fundu að minnsta kosti tíu hættuleg brot á þeim reglum um öryggi sem gilda þurfa um slík fyrirtæki. Forstjóri verksmiðj- unnar mun svo hafa skrifað til að- alstöðvanna og haldið því fram að búið væri að kippa þessum málum í lag, en aldrei var eftir því gengið að svo væri. Og ýmiss konar misfellur í vitnisburði benda til þess að ýmsar þær van- rækslusyndir og tæknigallar sem fundust þegar árið 1982 hafi áfram verið til staðar. Verka- menn við fyrirtækið og ýmsir staðarmenn aðrir hafa fyrr og síð- ar kvartað yfir því að stjórnendur fyrirtækisins hafi á seinni árum gert ýmsar ráðstafanir til að skera niður kostnað við framleiðsluna - ráðstafanir sem hafi síst bætt ör- yggi fyrirtækisins. Nýja Kaledónía Erfiðar fæðingarhríðir sjálfstæðs ríkis Seint í desember var setið fyrir nokkrum mönnum úr sjálfstæðishreyfingu Kanaka á Nýju Kaledóníu, sem er eyja- klasi um þusund kílómetra austur af Ástralíu og lýtur franskri stjórn. Tíu menn voru felldir, þeirra á meðal tveir bræður Jean-Marie Tjibaou, fyrrum kaþólsks prests, sem er leiðtogi hinnar Sósíalísku þjóðfrelsishreyfingar Kanaka, FLNKS, sem hefur sett sér það markmið að stofna sjálfstætt ríki á eyjunum, þar sem frum- byggjarnir, Kanakar, sem til- heyra Melanesum, ráði lögum og lofum. Mikil ókyrrð hafði verið á eyjunum vikum og mánuðum saman. Ástæðuna má rekja til þess, að franska stjórnin hefur verið með áform um hæga þróun Nýju Kaledóníu til sjálfstæðis. Einn liður í þeirri áætlun var að efna í nóvember til kosninga til landstjórnar. Frumbyggjar eyj- anna, Kanakar, voru ekki sáttir við það hvernig að þeim er stað- ið. Peir vilja að það séu Kanakar sem taki vð fullveldinu og semji síðan við aðra íbúa eyjanna. Og því boðaði sjálfstæðishreyfing þeirra, að Kanakar skyldu hunsa kosningarnar í nóvember. Um Heimamenn eru orðnir minnihluti í eigin íandi Kanakakonur syrgja sjálfstæðissinna sem felldir voru í viðureign við hvíta landnema á dögunum. svipað leyti var efnt til ýmissa að- gerða af hálfu stuðningsmanna FLNKS, sem voru til þess fallnar að gera franska landnema á eyjunum uggandi um sinn hag. Samgöngur voru truflaðar, ýmsir hvítir menn voru teknir í einskon- ar gíslingu og allmargir þeirra hafa flúið til höfðuborgarinnar Noumea. Tvær fylkingar Kanakar eru núna um 60 þús- undir og þeir eru því orðnir í minnihluta í eigin landi - alls eru íbúarnir 145 þúsundir. En fransk- ir landnemar eru ekki í hreinum meirihluta heldur - þeir eru nokkru færri en Kanakar. Meiri- hlutanum ráða í reynd um 25 þús- undir manna af ýmsum uppruna (Indónesar, Tahitimenn, Víetn- amir) og eins og er virðist meiri- hluti fyrir all nánum tengslum við Frakka í framtíðinni. Og vegna þess að Kanakar hunsuðu kosn- ingarnar í nóvember þá hefur flokkur franskra landnema, RPCR, nú meirihluti á landsþingi - en hann vill alls ekki aðskilnað frá Frakklandi. Þaðer að mörgu leyti skiljan- legt að Kanakar vilji ekki viður- kenna rétt landnemanna til að ráða framtíð landsins í sama mæli og heimaþjóðin. Það eru ekki nema 20-30 ár síðan nýlendupóli- tíkin franska gerði Kanaka að minnihlutaþjóð í eigin landi og þeir vilja að vonum ekki að sú tímabundna þróun ráði framtíð landsins um aldur og æfi. Erfitt hlutverk Franska stjórnin hefur sent sérstakan sendimann, Edgar Pis- ani, til Nýju Kaledóníu til að reyna að finna lausn sem bæði Kanakar og landnemarnir frönsku gætu sætt sig við. Það er ekki auðvelt verk - þeim mun frekar sem landnemarnir frönsku vilja nú alls ekki af neinni heima- stjórn vita. Fyrir þeim fara harðs- núnir Gaullistar, sem eiga öfluga stuðningsmenn í Frakklandi, en þar er málið óspart notað til að kynda undir andúð á stjórn sósí- alista, sem er sökuð um svik við „okkar fólk“ á þessum útjaðri hins gamla franska heimsveldis. áb tók saman. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.