Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 8. janúar 1985 5. tölublað 50. örgangur í Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MðÐVIUINN NT-„fréttin“ „Algjör uppspuni“ Svavar Gestsson: Enginn áhugi á stjórnarsamstarfi við Sjálfstœðisflokkinn. Viðrœður við félagshyggjufólk úr stjórnarandstöðuflokkun um á döfinni Fróttir II'______________ Ágreiningur i uppsiglingu innan Alþýðubandalagsins: Formaðurinn hallur undir sam- starf við Sjálfstæðisfiokkinn - en sterk öfl vilja efla samsfarfið til vinstri 1 Ágreiningur innan Alþýðubandalagsins: Sögulegar sættir eða sam- starf félagshyggjuflokka Marge vann Larsei Frctt“ NT um ágreining innan Alþýðubandalagsins um „sögulegar sættir“ bandalagsins við Sjálfstæðisflokksins og að for- maður Alþýðubandalagsins sé hallur undir slíkt samstarf er al- gjör uppspuni, segir Svavar Gestsson og bendir m.a. á að á döfinni séu viðræður um hugsan- legt samstarf félagshyggjufólks í stjórnarandstöðunni. Hefur orðið vart við óskir eða kröfu innan forystu Alþýðu- bandalagsins um samstjórn við Sj álfs tæðisflokkinn ? -Svarið er nei. Er það rétt eftir formanni Al- þýðubandalagsins haft, að það sé þrýst á það f þjóðfélaginu, að hin andstæðu öfl, -Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðubandalagið taki höndum saman um hin erfíðu vandamál sem við er að glíma í þjóðfélaginu? -Svarið er enn nei. -Það er með öðrum orðum enginn ágreiningur og enginn fót- ur fyrir frétt NT? -Eg hef talað við NT og sagði eftirfarandi: „Þessi svokallaða „frétt" NT í dag er uppspuni frá rótum. Tilgangurinn getur ekki verið annar en sá að varpa rýrð á Alþýðubandalagið til að draga úr athygli fólks á algerri íhalds- þjónkun Framsóknarforystunn- ar, sem nú framkvæmir leiftur- sóknina sem hún barðist á móti 1979. Afstaða okkar til samstarfs verklýðssinna og félagsshyggju- fólks liggur fyrir m.a. í fjölmörg- um ræðum og greinum sem frá mér hafa komið undanfarið eitt og hálft ár auk ítrekaðra flokks- samþykkta Alþýðubandalagsins. Næstu daga munu flokksstofnan- ir Alþýðubandalgsins fjalla enn frekar um þau mál og verður gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra opinberlega. Þar gerum við ráð fyrir að hefja formlegar viðræður við félagshyggjufólk úr stjórnar- andstöðuflokkunum auk þess sem við munum reyna að ná til annarra aðila svo sem kostur er. í því sambandi minni ég hins vegar á að við munum engar tilraunir gera til viðræðna við Framsókn- arforystuna. Framsóknarflokk- urinn var úrræði margra félags- hyggjusinna fyrr á öldinni - það er liðin tíð. Þar hafa orðið afger- andi kaflaskil í íslenskum stjórnmálum þegar Framsókn- arflokkurinn gekk yfir miðjuna og yfir í herbúðir hægri stefnunn- ar. Framsóknarflokkurinn kemst ekki fram hjá þeirri sögulegu staðreynd þó að reynt sé að Ijúga óhróðri um Alþýðubandalagið eða forystumenn þess. -Það er þá ósatt með öllu sem segir í fyrirsögn NT að formaður- inn sé hallur undir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? -Það er eins og hver önnur lygi, en þeim væri nær að spyrja for- mann Framsóknar hvernig hon- um líði í samstarfinu með íhald- Halldór Árnason flugmaður við nefið á TF-GTI eftir að búið var að draga vélina í skýli í gærkvöldi. Hann sagði að reiknað væri með að þessar vélar gætu nauðlent þó að nefhjólið færi ekki niður. Ljósm.: EÖ Flug Giftusamleg nauölending Nefhjól á einni af flugvélum Sverris Þóroddssonar fór ekki niður og nauðlenti hún á Reykjavíkurflugvelli með 8 farþega innanborðs Þjóðviljinn Nýr útbreiðslu- ■ ■ r m stjori Þetta starf leggst ágætlega í mig og ég er sannfærð um að vel gengur að bæta við áskrifenda- tölu Þjóðviljans á næstu mánuð- um, sagði Sigríður Pétursdóttir nýráðinn útbreiðslustjóri Þjóð- viljans en hún hóf störf í gær. Sigríður sagði að í gærkvöldi hæfist hringingaherferð og vænti hún góðs árangurs. „Þjóðviljinn er eina stjórnarandstöðublaðið sem kveður að og hann vill vera málsvari allra þeirra sem vinna gegn íhaldsöflunum í þessu landi. Til að gegna því veigamikla hlut- verki sínu þarf blaðið á fleiri áskrifendum að halda og væri vel þegið ef hver áskrifandi aflaði eins áskrifanda", sagði Sigríður. „Því er ekki að neita að vax- andi gengi stóru blaðanna á ís- lenskum blaðamarkaði setur að manni ugg þegar hugsað er til þess hvað verður um skoðana- myndun meðal fólks. Við rákum okkur hins vegar rækilega á það í fyrra að undirtektir fólks voru afar góðar þegar því var boðinn Þjóðviljinn til kaups og einmitt þær undirtektir örva okkur til enn frekari verka á því sviði“. Signður Pétursdóttir hefur starfað um tíma á útbreiðsludeild blaðsins og væntir Þjóðviljinn sér góðs af störfum hennar. Sigríður Pétursdóttir: Ætlum að aera átak í því að efla og útbreiða Þjóðvilj- ann á næstu mánuðum. Ljósm. eik. Síðdegis í gær varð flugvélin TF-GTI frá Sverri Þórodds- syni að nauðlenda á Reykjavík- urflugvelli en nefhjól hennar fór ekki niður. 1 vélinni voru 8 farþegar og sagði Halldór Árnason flugmað- ur í samtali við Þjóðviljann í gær að engin hræðslumerki hefði ver- ið að sjá á þeim. Vélin seig niður á nefið í lendingunni og skemmd- ist það eitthvað en þó átti eftir að kanna hversu miklar skemmdirn- ar voru. Enginn meiddist en með- al farþega voru hjón með þrjú börn. Flugvélin var í flugi til Holts í Önundarfirði en þegar átti að setja hjólin niður þar fóru þau ekki og sagði Halldór að aðeins hefði heyrst eitthvert brak. Var sveimað þar um stund yfir en síð- an snúið til baka til Reykjavíkur. Þar var mikill viðbúnaður á vell- inum en Halldór flugmaður fór mjög rólega í aðflugið og rann flugvélin mjúklega eftir brautinni en seig svo niður á nefið að lok- um. Þetta var kl. 15.50 síðdegis í gær. Þess skal að lokum getið að á föstudaginn var hlekktist annarri lítilli vél á á Reykjavíkurflugvelli. Nefhjól brotnaði í lendingu. -GFr Jan Mayen-gosið: „Eins og ómerkileg þrettánda- brenna“ „Við sáum lítið og ómerkilegt gos í norðurendanum og rann hraun til sjávar frá stuttri sprungu en þó var hraunrennsli mjög lítið. Smávegis bar á ösku“. Þetta sagði Eysteinn Tryggva- son jarðfræðingur í samtali við Þjóðviljann er hann kom úr 8 tíma flugi til Jan Mayen í gær- kvöldi ásamt nokkrum öðrum jarðvísindamönnum. Fréttamað- ur sem var með vélinni sagði að þetta hefði verið eins og ómerki- leg þrettándabrenna. Eldfjallið á Jan Mayen heitir Bjarnarfell (Beerenberg) og gaus það síðast 1970. Stóð það gos í jnokkra mánuði. Fjallið er 2340 metrar á hæð. Á eynni eru 25 manns sem gæta þar hernaðar- mannvirkja og stunda veður- athuganir. Þeir voru í engri hættu enda gosið hinum megin á hinni 377 ferkm. eyju. -GFr Skák Margeir vann Larsen Margeir Pétursson gerði sér lítið fyrir og sigraði danska stór- meistarann Bent Larsen í 1. um- ferð á svæðamóti sem hófst í Gauksdal í Noregi um helgina. Þetta er í annað sinn sem Margeir vinmir Larsen f jafnmörgum skákum. Auk Margeirs taka þeir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson þátt í mótinu og gerðu þeir fé- lagar stutt jafntefli í 1. umferð. í 2. umferð, sem tefld var í gær- kvöldi gerðu þeir Margeir og Helgi jafntefli en skák Jóhanns fór í bið. Margeir var efstur á mótinu áður en biðskákir voru tefldar í gærkvöldi. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.