Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Kjaradómur Davíö og Steingrimur 101.608 krónur Meiri hœkkun en í almennum samningum. Sýslumenn og fógetar missa vœna tuggu Alaugardaginn ákvað Kjara- dómur launakjör pólitíkusa og þeirra embættismanna sem undanskildir eru í samningum BHM og BSRB. Meðalhækkunin er um 25%, ívið meiri en hækk- unin í samningum ASI, BSRB og BHM. Rökstuðningur Kjara- dóms er sá að þá hafi laun í efstu flokkum hækkað meira en í hin- um lægri. Þingmenn og hæsta- [réttardómarar fá þó mun meira í vasann, 37 og 34%, og er sú ákvörðun tekin „vegna þeirrar röskunar á launahlutföllum, sem leitt hefur af föstum yfirvinnu- greiðslum til ýmissa ríkisstarfs- manna“. Þessar föstu greiðslur fyrir yfir- vinnu hefur Kjaradómur reyndar fellt niður hjá því fólki sem hér er um vélt. í frétt frá dómnum segir að flestum toppembættis- mönnum hafi verið greiddar frá 27 uppí 60 yfirvinnustundir á mánuði. Ennfremur eru nú nið- urlagðar greiðslur fyrir uppboð og innheimtu en þær greiðslur hafa ekki beinlínis verið roðið og uggarnir á helstu sýslumanns- og fógetaheimilum. Sjálf fastalaun fógeta og sýslumanna voru 30-40 þúsund en verða nú 50-65 þúsund eftir embættum og starfsaldri. Þeir ráða því hver fyrir sig hvort þeir þiggja laun eftir Kjaradóms- úrskurði eða halda gömlum kjörum til 1990, og er talið að nokkrir hinna gildustu muni velja síðari kostinn, enda geta mánað- arlaun þeirra með sporslunum farið langt uppfyrir hundraðasta þúsundið nú. Hundrað þúsund á mánuði: Teitur Bergþórsson kennari í Hólabrekkuskóla. mynd: -eik. Kjaradómur yfir því marki eru nú forseti ís- lands (105.136), Steingrímur for- sætisráðherra (101.608) og Davíð borgarstjóri sem laun hans eru söm og Steingríms. „Óbreyttir" ráðherrar sem fá 94.905 krónur fyrir mánuðinn, hæstaréttardóm- arar 82.807 (forsetinn 88.648), biskup 72.265, ráðuneytisstjóri 69.848. Eins og áður segir hefur úr- skurður kjaradóms áhrif á kjör pólitíkusa í Reykjavík. Davíð fylgir Steingrími, og borgarfullt- rúar fá sömu hækkun og þing- menn, hafa 30% þingfararkaups Þingmenn og 45% ef þeir sitja í borgarráði. Þóknun fyrir nefndarstörf hjá borginni hækka á sama hátt, fyrir bestu nefndarbitana fengust áður 5500 krónur á mánuði, nú um 7500 krónur. -m Milljón á ári Skrifstofustjórinn hefur þó vinninginn í fastalaunum ingmenn fengu bestu jólagjöf- ina frá Kjaradómi: 37% hækkun. Þingfararkaupiö er nú 56.970 krónur en var 42.311. Þar við bætist húsnæðiskostnaður landsbyggðarþingmanna, 8.300 krónur á mánuði, og dvalar- kostnaður á þingtíma: 315 krón- ur á dag. Landsbyggðarþing- menn með lögheimili í Reykjavík fá á ári 53.300 krónur sem dvalar- kostnað í kjördæmi. Ennerótal- inn ferðakostnaður, sem fyrir Reykjavíkurþingmann er 3450 krónur, fyrir Reykjanesmann 6350, og fyrir hina 10.700; allt mánaðarlega. Ársgreiðsla til landsbyggðarþingmanns árið 1985 verður sennilega um 978 þúsund, til Reykjavíkurþing- mannaum 725 þúsund. Önnur hlunnindi tengd þing- störfum eru að borgaður er fyrir þá einn sími, þeir fá eintak af öllum dagblöðum,sendanpóst sér að kostnaðarlausu og fá greitt kílómetragjald fyrir þær ferðir utan kjördæmis sem taldar eru tengjast þingmennskunni. Engar sérgreiðslur koma fyrir störf í þingnefndunum nema þeim sem starfa milli þinga, - fjárveiting- arnefndarmenn fá nokk- urnveginn mánaðarlaun fyrir sumarvinnu sína. Sá sem hæst fær launin fyrir störf á þinginu er ekki alþingis- maður, heldur skrifstofustjóri; Friðrik Ólafsson fær sömu laun og ráðuneytisstjórar, tæp 70 þús- und. Þess má geta að meðal þing- manna (aðallega hægramegin) hafa sprottið nokkrar áhyggjur um launakjör, og telja hinir áhyg- gjuþrungnu að ýmsir mætir mátt- arstólpar séu illfáanlegir til lög- gjafarstarfsins vegna lélegra kjara. Þingmenn hafa hinsvegar ýmis ráð til að bæta kjör sín. Eitt af þeim er nefndaseta: nefnda- kóngur þingsins árið 1983, Stefán Valgeirsson, vann sér inn 224 þúsund krónur það ár fyrir for- mennsku í bankaráði Búnaðar- banka og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Lágmarkslaun verkamanns árið 1983 voru kringum 130 þúsund. -m Valgerður Selma Guðnadóttir yfirkénnariog LindaKonráðsdóttirkennari Hólabrekkuskóla. mynd:-eik. Hólabrekkuskóli Ráðning á síðustu stundu Betra að láta dæma á kennara Valgerður Selma: Erfitt að fá fólk til kennslu vegna launanna. Linda Konráðs- dóttir: Sérkjarasamningarnir algerlega óviðeigandi Miðað við niðurstöður kjara- dóms í launum opinberra embættismanna, þar sem meðal- talshækkun er um 25%, væri hægt að vonast eftir betri árangri en stjórn kennarasamtakanna náði í sérkjarasamningnum ef málið hefði farið fyrir kjara- dóm,“ sagði Teitur Bergþórsson kennari í Hólabrekkuskóla. „Ég er alveg yfir mig hissa á að stjórn kennarasamtakanna skuli skrifa undir þessa samninga. Ég hefði talið öllu nær að stjórnin hefði látið kjaradóm skera úr og dæma á kennarana. í niðurstöðum kjaradóms varðandi ríkisstarfsmenn er gengið út frá því að afnema auka- greiðslur sem ekki hafa fallið inn í föstu launin. Það finnst mér sjálf- sagt að gera. En, á sama tíma samþykkir stjórn kennarasam- takanna að taka inn auka- greiðslur í formi stflapeninga. Þetta er eitt af því sem ósamræmi er í nú þegar samið er um laun opinberra starfsmanna á þessum tveimur vettvöngum.“ -jP Serkjarasamningar kennara um tveggja flokka hækkun og stflapeninga eru beinlínis hlægi- legir miðað við kröfurnar og al- gerlega óviðunandi“sagði Linda Konráðsdóttir kennari í Hóla- brekkuskóla. Kennarar voru að ganga frá sérkjarasamningum þar sem m.a. var samið um að byrjunarlaun þeirra hækkuðu úr 15.flokki í 17.fl. Launin hækka um 1240 krónur úr 17.440 í 18.682, auk greiðslu fyrir heima- vinnu sem svarar einni yfirvinnu- stund á viku. „Það þýðir ekkert að svekkja sig á þessu, maður verður bara að leita sér að annarri vinnu“, sagði Linda. „Mér finnst lélegt að kjar- adómur dæmi síðan í málum ann- arra rikisstarfsmanna þannig að munurinn verði enn meiri milli stétta. Ráðamenn láta dæma sér frá 21% upp í 37% hækkun. Það er miklu meiri krónuhækkun en kennarar og aðrir í BSRB fengu og auk þess hærri prósentuhækk- un. Kennarar fengu 21% eftir mánaðarverkfall. Ég hélt að við myndum að minnsta kosti fá 5 flokka í sérkjarasamningnum, þar sem kröfur hljóðuðu upp á 10 flokka og þýddu 7.000 króna hækkun... Maður vonar bara að endur- skoðun sú er fer fram á kennar- astarfinu og á að líta dagsins ljós 1. mars fylgi niðurstöðum kjara- dóms.“ Hér tókst á síðustu stundu að ráða kennara nú eftir áramótin. Á föstudaginn þurftum við að senda bekk heim vegna þess að ekki var búið að ganga frá ráðn- ingu kennara. Það er erfitt að fá fólk til vinnu fyrir þau laun sem í boði eru“, sagði Valgerður Selma Guðnadóttir yfirkennari Hóla- brekkuskóla við Þjóðviljann, í framhaldi af frétt blaðsins um helgina. „Ég er hrædd um að mikil fækkun verði í kennarastéttinni í haust. Fólk sem er að ljúka við að læra skili sér ekki. Hér á kennar- astofunni má heyra vonleysi á tali fólks. Af 60-70 kennurum sem hér vinna heyrist á tali 10-12 að þeir ráðgeri að hætta í vor og leita sér að betur launaðri vinnu.“ jP Þriðjudagur 8. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.